24 stundir - 09.02.2008, Page 26

24 stundir - 09.02.2008, Page 26
26 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Sú skýrsla, sem hinn svonefndi ,,stýrihópur“ Svandísar Svavars- dóttur skilaði um REI-málið í fyrradag, er vissulega skref í rétta átt. Alltof mörg hneykslismál í ís- lenskri stjórnsýslu hafa gufað upp gegnum árin án þess að nokkurs konar niðurstaða hafi fengist – nema tilgangslaust þref sem engin leið er fyrir almenning að átta sig á. Það verður kannski í framtíðinni talin merkasta arfleifð borgar- stjórnartíðar Dags B. Eggertssonar og félaga að hafa komið þessum ,,stýrihópi“ á laggirnar. Það verður héðan í frá erfiðara fyrir valdhafa sem nást með allt niðrum sig að halda því fram að einhvers konar rannsókn sé alveg ástæðulaus. Þeir muni ,,axla ábyrgð“ í næstu kosn- ingum. Það hefur aldrei fúngerað þann- ig á Íslandi, því miður. En þrátt fyrir mjög jákvæðar hliðar á skýrslu ,,stýrihópsins“ er ljóst að ákveðnir gallar voru á skýrslunni. Það var á sinn hátt göf- ug hugmynd að fá alla stjórnmála- flokkana í borginni til þess að taka þátt í starfi ,,stýrihópsins“ og eiga hlut að og bera ábyrgð á skýrsl- unni, en um leið hlaut það að leiða til þess að skýrslan yrði alltof út- vötnuð. Eins og við sjáum á muninum á þeim drögum sem bárust í hendur fjölmiðla og svo skýrslunni sjálfri. Einhverjir (vafalítið sjálfstæðis- menn) höfðu til dæmis gengist fyr- ir því að þurrka út orðalagið að REI-málið hefði borið einkenni laumuspils. Blæja loðmullunnar Af hverju mátti ekki segja það? REI-málið bar vissulega öll ein- kenni laumuspils. Það veit það hver einasti kjaftur í borginni. Skýrsla ,,stýrihópsins“ gjaldfellur ansi mik- ið við að ekki skuli hafa mátt tala hreint út. Við getum altso ekki treyst þess- ari skýrslu. Ekki fyllilega – við vit- um ekki hvar blæju loðmullunnar og spunans hefur verið brugðið yfir sannleikann. En ég ítreka að starf ,,stýrihóps- ins“ var skref í rétta átt. Vonandi er að stjórnmálaflokkarnir beri gæfu til að átta sig á því að fólk í þessu landi mundi taka fagnandi næsta skrefi – að hér kæmist á hefð raun- verulega óháðra rannsóknarnefnda sem gætu farið yfir öll þau subbu- legu hneykslismál sem hér dúkka reglulega upp en koðna svo jafn- óðum niður. Stjórnmálamenn sem beittu sér fyrir slíkum rannsókn- arnefndum myndu vissulega upp- skera tregðu og fúllyndi ýmissa fé- laga sinna sem kunna best við sig í skúmaskotunum. En almenningur myndi kunna að meta það. Vilhjálmur rúinn trausti Og þótt skýrsla ,,stýrihópsins“ sé ekki gallalaus og maður hafi lúmskan grun að enn sé sitthvað ósagt um REI-hneykslið allt, þá hefur skýrslan þó þannig mikla kost að hafa dregið saman meg- inatriði málsins þannig að helstu málsaðilar geta ekki vikið sér und- an. Og það verður að segjast eins og er: Það verður einfaldlega ekki hjá því komist að einhver axli ábyrgð á því klúðri og þeim sjabbí vinnu- brögðum sem viðhöfð voru í REI- málinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson get- ur til dæmis ekki komið fram og staglað á því að hann hafi engin lög brotið og þess vegna sé allt í fína. Eins og bæði skýrsla ,,stýrihópsins“ sýnir ljóslega – og ekki síður prýði- leg samantekt Helga Seljan í Kast- ljósi á miðvikudag – þá er Vil- hjálmur bókstaflega rúinn trausti. Það tjóir lítt að tárast – því eins og vitur kona sagði: ,,Hvernig á mað- ur að hafa samúð með mönnum sem gráta ekki nema þegar kemst upp um þá?“ Hann ætlaði greini- lega að reyna þá leið að vekja sam- úð með því að hann hefði átt voða erfitt og sætt einhverjum ,,árásum“ en ætti ,,góða fjölskyldu“ sem hefði stappað í hann stálinu – það er bara ekki það sem málið snýst um. Absúrd tilhugsun Öll framganga Vilhjálms í REI- málinu er fyrir neðan allar hellur. Og það er beinlínis absúrd sú til- hugsun að hann eigi einhvern rétt á því að verða aftur borgarstjóri eftir eitt ár! Hvað hefur hann unnið til þess? Og meðal annarra orða – höktið í Ólafi F. Magnússyni núverandi borgarstjóra þegar hann var spurð- ur um viðbrögð sín við skýrslu Svandísar-hópsins benti nú ekki til mikils skörungsskapar. Þeir Ólafur F. og Vilhjálmur þrástagast báðir á því að þeir muni ,,leggja sig alla fram“, þeir muni ,,gera sitt besta“ og ,,láta verkin tala“. Það eigi ekki og megi ekki gagnrýna þá af því þeir muni ,,kappkosta“ að ,,vinna fyrir borgarbúa“. En ,,þeirra besta“ er ég smeykur um að sé ekki nógu gott. Enginn axlar ábyrgð aIllugi Jökulsson skrifar um ,,stýrihóp“ Svandísar Af hverju mátti ekki segja það? REI-málið bar vissulega öll einkenni laumuspils. Það veit það hver einasti kjaftur í borginni. Skýrsla ,,stýrihópsins“ gjaldfellur ansi mikið við að ekki skuli hafa mátt tala hreint út. ,,Hvernig á maður að hafa samúð með mönnum sem gráta ekki nema þegar kemst upp um þá?“

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.