24 stundir - 09.02.2008, Síða 41

24 stundir - 09.02.2008, Síða 41
24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 41 Mikilvægast er að hlúa hvort að öðru og gleyma því ekki að halda áfram að fara á stefnumót að minnsta kosti einu sinni í viku og gefa sér tíma hvort fyrir annað, það er eitt af því sem gleymist í hinu daglega amstri. Eins að horfa á það góða í makanum, þakka fyrir og hrósa honum en þetta held ég að sé eitthvað sem Íslendingar eigi almennt erfitt með. Ef manni finnst maður ekki hafa neinn tíma þá er góð hugmynd að skoða hvað maður eyðir t.d. mikl- um tíma í að drekka kaffi á dag, það er tími sem mætti kannski spara í eitthvað annað. Að- allega er það þó að einsetja sér að ætla að eyða kannski klukkutíma saman eitt kvöldið þegar börnin eru sofnuð, séu þau komin til sögunnar. Það þarf að setja þetta inn eins og stunda- skrá. Það er ekki hægt annað þegar hraðinn er orðinn jafn mikill og nú tíðkast. Það skiptir ekki mestu hvað við gerum saman, jafnvel að þrífa heimilið saman gæti verið nóg. Að gera eitthvað saman þarf ekki að kosta neitt svo lengi sem það er sett upp eins og stefnumót. Loks er mikilvægt að taka tíma til að hlusta hvort á annað og reyna þá að skilja hvort annað en ekki dæma. Gréta Jónasdóttir, fjöl- skyldu- og hjónaráðgjafi. Ekki gleyma stefnumótunum Til að viðhalda ástinni þarf að hlúa að henni jafnt og þétt og smátt og smátt enda gerir margt smátt eitt stórt. Það er ekki nóg að muna bara eftir konudeginum, Val- entínusardeginum og afmælinu heldur þarf maður að vera meðvitaður á hverjum degi og þakklátur fyrir það sem maður hefur. Fólk ætti ekki að taka ástinni sem sjálf- sögðum hlut, hún er eins og blóm sem þarf að vökva, klippa og snyrta. Ástin kemur ekkert bara, heldur þarf að hlúa að henni. Mér finnst tímaleysi ekki vera neitt vanda- mál, fólk á alltaf til tíma ef vilji er fyrir hendi. Það þarf ekki endilega alltaf að vera langur tími, bara nógur til að senda sms eða hringja í eina mínútu. Klukkutímarnir eru til líka en þetta er allt spurning um hvernig fólk forgangsraðar. Ég vona og held ekki að fólk sé hætt að yrkja hvert til annars þó það hafi eflaust minnkað. Ef- laust er það orðið klassískt en sumum kon- um kynni að þykja það hallærislegt, það fer allt eftir því hver á í hlut. Ef semja á ljóð er mikilvægast að það sé einlægt og jú, um leið fallegt. Stefán Máni rithöfundur Margt smátt gerir eitt stórt Mér finnst vera þrennt sem skiptir máli til að hlúa að ástinni. Í fyrsta lagi er það að vera saman og þá að hlusta á hvort annað, lifa sig inn í hvað hinn er að segja og sýna um- hyggju og efla samkenndina. Þetta þýðir t.d. að fólk slökkvi á gemsanum þegar það fer út að borða saman og láti hann ekki áreita sig. Í öðru lagi er mikilvægt að setja sjálfum sér mörk og leggja áherslu á að stoppa sjálfan sig af og halda sér í skefjum. Leyfa sér ekki að vera með ágengni eða vera viðskotaillur við hinn af því að maður er ekki upplagður. Að tala ekki bara um sjálfan sig og gleyma hin- um skiptir máli fyrir báða aðila að geta gert. Í þriðja lagi er að ef ágreiningur kemur upp þá ætti fólk að reyna að sópa honum ekki undir teppið og láta sem ekkert sé heldur reyna frekar að finna lausnir. Í sambandi er afskaplega gott að reyna að safna ekki saman smáágreiningi og smámálum sem maður er eitthvað ósáttur við. Til að eiga gott sam- band þá er mikilvægt að festa sig ekki í hversdagslegum atvikum eins og að einhver hafi verið pirraður. Gerið ekki úlfalda úr mýflugu heldur fyrirgefið smámál og látið þau ekki standa í vegi fyrir sambandinu. Álfheiður Steinþórs- dóttir sálfræðingur. Að halda sér í skefjum Til að hlúa að ástinni er hvað mikilvægast að koma hvort öðru á óvart og halda þann- ig við ákveðnum rómans í sambandinu og eins að tala saman. Ef allt annað klikkar þá er að kveikja á kertum og opna rauðvíns- flösku. Talandi um að hlúa að ástinni þá þarf maður að gefa sér tíma þar sem það fylgir því að halda við sambandinu. Mér finnst gamaldags rómantík ekki vera púkó þó svo að hún sé hins vegar dauð. Hvar eru ástarbréfin á tímum bloggsins? Nú sendir fólk ástar-sms. Hvar eru ástarljóðin? Nú bloggar fólk um skemmtistaðasleikinn um helgina. Með þessu má álykta að róm- antíkin sé ekki jafn háfleyg eins og hún var. Á sama tíma ættu netið og sms að hjálpa okkur í dag þegar margir kvarta undan því að hafa engan tíma þar sem hægt er að ná í hvern sem er hvenær sem er á auðveldan hátt. Það er auðveldara að skrifa sms og segja að maður sé að hugsa til einhvers frekar en að skrifa bréf en að þessu leyti er ástin kannski um leið kaldari. Það væri kannski bara ráð að prófa að slökkva á tölvunni og skrifa eitt gott bréf til ást- arinnar í lífi sínu, mér fyndist það vera al- veg við hæfi. Höskuldur Sæ- mundsson leikari. Rómantíkin ekki jafn háfleyg Hvernig maður hlúir að ástinni? Með byssu. Nei, nei ég segi nú bara svona. Það gerir maður með alúð en samt temmileg- um skammti af ofbeldi, þetta er svona sitt lítið af hverju-hugmyndafræðin. Það er ekki til að eiga ekki tíma fyrir ástina því maður gefur sér alltaf tíma fyrir hana að sjálfsögðu. Ég er lítið fyrir að yrkja ást- arljóð og flytja þau sem slík. Þó kemur maður nú stundum með gullkorn dagsins þó það sé alveg óþarfi að skjalfesta þau sér- staklega. Síðan er mikilvægt að muna eftir merkisdögum og þá skrifar maður fallegt kort til elskunnar. Ég hef ekki enn þá skrif- að ástarlag en kærastan mín læðist alveg inn í texta hjá hljómsveitinni Reykjavík! Ég held að það gerist nú oft hjá tónlist- armönnum og algengt að það gerist hjá mér. Það kemur örugglega að því einn dag- inn að ég semji sérstakt ástarlag og hver veit nema ég sé búinn að því? Það er kannski bara falið í undirmeðvitundinni einhvers staðar. Bóas Hallgrímsson, söngvari og kennari. Kærastan læðist inn í texta Hvernig hlúir mað- ur best að ástinni nú til dags? Þegar allir eru á þönum í vinnu og skóla virðist stundum gefast lítill tími til að huga að makanum. Þó er mjög mikilvægt að hlúa vel að ástinni eigi hún að halda áfram að loga skært. Öðru hvoru er því kastað fram að rómantíkin sé dauð en því vilja ekki allir trúa. Nú er kalt í veðri og einmitt um að gera að kúra sig upp að elskunni sinni undir teppi og hafa það notalegt með kakóbolla eða vínglas. Hér skýra viðmælendur frá því hvernig þeir telja best að hlúa að ástinni. LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ lifstill@24stundir.is a Hvar eru ástarljóðin? Nú bloggar fólk um skemmtista- ðasleikinn um helgina.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.