24 stundir - 09.02.2008, Page 43

24 stundir - 09.02.2008, Page 43
H úsafriðunarnefnd verður mest áberandi þegar deilur rísa um friðun húsa. Nefndin er hins vegar stöðugt að störfum og sinnir því sem henni ber að gera sem er að stuðla að varðveislu þess hluta byggingar- arfsins sem talinn er hafa gildi til varðveislu. Það má hins vegar vel halda því fram að þegar upp koma mál eins og þau sem snúa að hús- unum á Laugavegi 4 og 6 þá hafi nefndin ekki verið nógu árvökul,“ segir Nikulás Úlfar Másson arki- tekt, forstöðumaður Húsafriðun- arnefndar. „Nefndin hrökk nokkuð við um síðustu áramót þegar frétt- ist að hefja ætti niðurrif þessara húsa. Eftir einn lengsta fund sem haldinn hefur verið í sögu Húsa- friðunarnefndar, sem stofnuð var 1970, varð niðurstaðan sú að nefndinni bæri að leggja til að þessi hús yrðu friðuð þar sem sýnt var að Reykjavíkurborg ætlaði ekki að vernda þau. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að friðun húsa sem tal- in eru hafa menningarsögulegt gildi. Það ber hins vegar að taka það fram að nefndin telur að ekki eigi að þurfa að friða öll hús sem hafa gildi til varðveislu heldur eigi sveitarstjórnir að nýta sér ákvæði í lögum um hverfisvernd. Þeim ber í raun skylda til að varðveita þau hús sem talin eru hafa menningarsögu- legt gildi.“ Af hverju brást Húsafriðunarnefnd ekki við miklu fyrr? „Þegar beiðni kom um niðurrif húsanna númer 4 og 6 við Lauga- veg vorið 2006 þá sendi Húsafrið- unarnefnd Reykjavíkurborg bréf um það að hún gæti ekki tekið af- stöðu til þessa niðurrifs nema hún sæi hvað ætti að rísa þar í staðinn. Skemmst er frá að segja að borgin sinnti þessu erindi ekki og svaraði með tómlætinu einu. Þessi skortur á svörum skýrir að einhverju leyti af hverju nefndin brást ekki við mun fyrr, eins og hún hefði vissu- lega átt að gera.“ Ekki samsafn af fúaspýtum Það er búið að friða þessi mjög svo umræddu tvö hús á Laugavegi, hvað með önnur hús á Laugavegi? „Á miðju síðasta ári fór Húsa- friðunarnefnd að skoða öll hús við Laugaveg og mat þau til varðveislu. Það var samþykkt í Húsafriðunar- nefnd í september síðastliðnum að leggja til við menntamálaráðherra að friða tíu hús við Laugaveg. Það er ekki rétt sem er ítrekað sagt í fjölmiðlum að þessi tillaga hafi komið fram eftir að Húsafriðunar- nefnd lagði til friðun á húsunum númer 4 og 6. Hún kom fyrst fram og segja má að tillagan um friðun húsa númer 4 og 6 hafi verið afleið- ing hennar. Við höfum verið að tala við eig- endur þessara tíu húsa og vorum í viðræðum við fyrri meirihluta í borgarstjórn. Nú er kominn nýr borgarstjórnarmeirihluti og við höfum óskað eftir viðræðum við hann. Málið hefur semsagt tafist hjá okkur vegna tíðra skipta í borg- arstjórn Reykjavíkur en það eru tvímælalaust fleiri hús sem hafa varðveislugildi en þessi tvö sem mest hefur verið talað um og þau tíu sem Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt að gera tillögu um að verði friðuð.“ Hvað með það viðhorf kaup- manna í miðbænum sem hefur verið nokkuð áberandi að verslunin muni deyja á Laugaveginum nema þar verði byggð nýtískuleg hús? „Þetta viðhorf er byggt á miklum misskilningi. Laugavegurinn verð- ur að fá að vaxa og dafna á sínum forsendum. Það á ekki að þröngva upp á hann stórum og miklum verslunarhúsum. Það hefur ekki reynst vel að endurbyggja sögulega miðkjarna í borgum, um það eru mörg dæmi erlendis frá. Í fyrstu drögum að deiliskipulagi Lauga- vegar tel ég að fundin hafi verið þessa fína lína milli verndunar húsa og kröfu nútímans um upp- byggingu en við endurskoðun þessara draga var gefin allt of víð- tæk heimild til niðurrifs húsa við Laugaveginn og má segja að núna sé verið að reyna að snúa því við. Einhverjir kaupmenn á Lauga- veginum eru á móti friðun húsa á þeirri götu vegna þess að þeir telja að með því glati þeir umráðarétti yfir eignum sínum. Þarna gætir einnig nokkurs misskilnings. Við Aðalstræti 2, 10 og 16 standa frið- uð hús sem hefur verið byggt mikið við og þau hafa verið stækkuð til að taka við þeirri starfsemi sem nú- tíminn krefst. Reynslan sýnir því að umráðarétturinn er ekki mikið meira takmarkaður með friðun en fyrir er samkvæmt ákvæðum í lög- um og reglugerðum. Það er einnig sagt að stór hluti gamalla húsa sé bara fúaspýtur og ónýtt drasl sem eigi að henda. „Þessu hefur verið haldið fram í áratugi. En um leið og gömul hús hafa verið gerð upp þá sér almenn- ingur að þessar fullyrðingar stóð- ust ekki. Endurnýjun Bernhöfts- torfunnar er það dæmi sem flestir nefna. Ég vil nefna önnur þekkt hús. Sú tillaga sem vann á sínum tíma samkeppni um nýbyggingar á Alþingishússreitnum gerði ráð fyr- ir niðurrifi gömlu timburhúsanna við Kirkjustræti. Ég barðist hart gegn þessu og fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri endanlega genginn af göflunum vegna þess að húsin væru ekkert annað en samsafn af fúaspýtum; þetta væru einstaklega ljót og illa farin hús. Ég taldi hins vegar að yrðu þau rifin yrði að þeim mikill missir og hið sögulega samhengi Alþingishússins og Dómkirkjunnar tapaðist. Ég sendi Guðrúnu Helga- dóttur, sem þá var forseti Alþingis, húsakönnun sem ég hafði unnið á svæðinu og eftir að hún hafði kynnt sér málið og séð að eitt þess- ara húsa var eldra en Alþingishúsið þá beitti hún sér fyrir því að Al- þingi gerði húsin upp. Í dag er ég viss um að enginn myndi vilja rífa þessi stóru, fínu og fallegu timb- urhús við Kirkjustrætið. Svona mætti lengi telja. Umræðan um fúaspýturnar kemur alltaf upp. Í Bernhöftstorfunni voru þær taldar danskar og þess vegna versta teg- und af fúaspýtum.“ Dýrmætir gullmolar Heldurðu að það sé óumflýjanlegt að átök verði milli þeirra sem vilja HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Ég hef ítrekað farið með út- lendinga niður Laugaveginn, þar á með- al arkitekta. Þeim finnst Laugavegurinn mjög skrýtin gata og óskap- lega skemmtileg en svo kemur alltaf þessi spurn- ing: Af hverju haldið þið húsunum ykkar ekki við? 24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 43

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.