24 stundir - 09.02.2008, Page 58

24 stundir - 09.02.2008, Page 58
Hæ hæ ... Ég hef aldrei sent eitthvað svona áður svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja, en vinkona mín er að ganga í gegnum voða- lega erfiða tíma núna og hún var rétt í þessu að segja mér að hún hefði hugsað um að fremja sjálfs- morð um daginn, og ég er virki- lega hrædd um hana. Hún hefur glímt við þunglyndi í svolítinn tíma en aldrei leitað sér hjálpar. Ég reyndi að segja eitthvað við hana en ég kann ekki alveg á þetta svo ég sagði henni að tala um þetta við mömmu sína en hún er smeyk við það og þá sagði ég að það væri kannski sniðugt að hafa samband við sálfræðing eða einhvern ráðgjafa, en hún á ekki mikinn pening svo það er ekki í myndinni sagði hún. Ég veit ekkert hvað ég á að gera og ég vil reyna að hjálpa henni en ég veit ekki hvernig. Getur þú gefið mér einhver ráð um hvernig ég ætti að hjálpa henni? Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina Sjálfsvígsatferli er öll sú hegðun sem tengist þróuninni frá vægum sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígs- tjáningu að sjálfsvígstilraunum og í sumum tilfellum sjálfsvígum. Sjálfs- vígstal ber ávallt að taka alvarlega og mikilvægt er að einstaklingur sem tjáir sig um slíkt atferli fái að- stoð sérfræðinga sem sinna slíkum tilfellum sem fyrst til þess að hægt sé að grípa inn í þá þróun sem er í gangi og koma í veg fyrir sjálfsvíg. Það sem þú getur gert til að hjálpa vinkonu þinni er að spyrja hana um líðan hennar og þannig fá hana til að tjá sig frekar um það. Hvettu hana til að segja einhverjum nákomnum fullorðnum einstaklingi frá hugs- unum sínum, einhverjum sem hún treystir og getur stutt hana í því að leita sér aðstoðar sem allra fyrst. Þú getur jafnvel boðist til að vera með henni þegar hún segir nákomnum frá líðan sinni, eða boðist til að gera það fyrir hana. Líklega óttast hún viðbrögð sinna nákomnu og veigrar sér þess vegna við að tala um líðan sína. Það er mikilvægt að hafa samband við fag- aðila í tilfellum sem þessum. Göngu- deildir geðdeildanna bjóða upp á bráðaþjónustu og þangað er hægt að leita án þess að eiga pantaðan tíma. Göngudeildin 31E við Hringbraut er staðsett á 1. hæð í geðdeildarbygg- ingu við Hringbraut og er opin kl 8:30 til 16:30 virka daga. Bráðaþjón- ustan er opin kl. 8:30 til 23:00 virka daga og kl. 13:00 til 21:00 um helgar og alla al- menna frídaga. Símanúmer deildar er 5434050. Einnig er hægt að leita til sérfræðinga á borð við heimilis- lækna, presta eða hringja í hjálpar- síma Rauða krossins 1717, allt eftir því hvað fólk getur hugsað sér að gera. Mikilvægast er að hún leiti sér aðstoðar sem fyrst og fái sérfræðing til að meta ástand sitt hvort sem hún gerir það á eigin vegum eða með að- stoð nákominna ættingja eða vina. Gangi þér vel með vinkonu þína Kveðja Sigrún Ása Þórðardóttir Ráðgjafi hjá femin.is Sæl og blessuð! Mig langar svolítið til að for- vitnast um hvernig klamydía myndast? Er búin að vera í föstu sambandi síðan í febrúar og var að fá öll þessi einkenni fyrir um mánuði. Ég aldrei fengið þetta áður og hann hefur aldrei verið smitaður ... Sæl og takk fyrir að leita til femin.is. Klamydía getur verið einkenna- laus svo það getur vel verið að hann hafi smitað þig án þess hreinlega að vita af því. Einnig getur verið að þú sért búin að vera með sýking- una í einhvern tíma án þess að gera þér grein fyrir því. Yfirleitt koma þó einkenni fram 1-3 vikum eftir smit. Ef sýkingin er ómeðhöndluð getur viðkomandi smitað aðra. Við- komandi aðili verður kannski ekki var við sýkinguna, þar sem það er eitt af einkennum klamydíunnar að fólk, og þá sérstaklega konur getur verið með mallandi sýkingu nánast án einkenna í langan tíma Klamydíu veldur sýkillinn Chlamydia trachomatis. Smitleiðir eru kynmök og bein snerting við sýkt svæði (s.s. þvagrásarop karla og kvenna og innri kynfæri kvenna). Meðferð er sýklalyfjagjöf fyrir báða aðila og engin kynmök fyrr en að meðferð lokinni. Unnt er að draga úr hættunni á smiti með því að lifa ábyrgu kynlífi og nota smokka. Gangi þér vel Soffía – Ráðgjafi hjá femin.is Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur, fæddur 18.04.1958 Guð er óháður kirkjustofnunum og trúarbrögðum.Guð er í þér YFIRLÝSINGIN Árvakur/Frikki Hvernig smitast klamydía? Sjálfsvígshugsanir LIGGUR Á HJARTA Sendið fyrirspurnir á netfangið: femin@femin.is – Merkt: Fyrirspurn til ráðgjafa vegna 24 stunda Ég er 18 ára stúlka, frekar lítil eða 155 cm og er núna 49 kg og er í vandræðum með mataræðið. Þetta byrjaði allt þannig að þegar ég var 13 ára greindist ég með flogaveiki og veiktist mikið og varð að fara á lyf. Ég var frekar feit þegar ég var 13 en svo þegar ég fór að taka lyfin (Topimax) þá grenntist ég niður í 45 kíló. Það er komið eitt ár síðan ég hætti á lyfjunum og ég er hrædd um að ég muni þyngjast meira. Ég er að svelta mig yfir daginn og svo á kvöldin borða ég mikið af mat sem er óhollur og svo líður mér ógeðslega illa og reyni að kasta upp. Hvað á ég að gera? Takk, ein í vanda. Sæl, kæra ein í vanda. Mér heyrist að þú eigir í vanda með mataræði þitt og hugsanlega ertu að þróa með þér átröskun. Það eru ekki góðar fréttir. Leitaðu þér hjálpar áður en vandinn verður erfiðari viðfangs. Ef til vill er nóg fyrir þig að fá leiðbeiningar um hvað er eðlilegt mataræði, t.d. hjá Lýð- heilsustofnun eða hjá heilsugæsl- unni þinni og láta reyna á það En mig grunar að það gæti verið gott fyrir þig að fá meiri stuðning vegna hugsanlegrar matarfíknar og átröskunar. Ég hvet þig til að leita þér aðstoðar Hjá MFM-miðstöðinni (meðferðar- og fræðslumiðstöð vegna matar- fíknar og átraskana) getur þú fengið greiningu á ástandi þínu og leiðbein- ingar um leiðir til bata. Þar er einnig hægt að taka þátt í einstaklingsmið- uðu meðferðarprógrammi og stuðn- ingi, www.matarfikn.is. Nokkrir aðrir aðilar og samtök sem veita stuðning við þessum vanda: GSA 12 sporasamtök, OA 12 sporasamtök, ABA 12 sporasamtök Spegillinn og Forma samtökin. Bestu kveðjur Esther Helga Ráðgjafi hjá femin.is Ein í vanda 58 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af kerrum og vögnum fyrir börnin Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð ALB U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.