24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 66

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Ég er með blautt meik frá Chanel sem ég er virki- lega ánægð með og nota mikið. Einnig er ég með létt sólarpúður frá Guerlain til þess að fá smá blæ á andlitið og síðan nota ég maskara frá Chanel. Ég farða mig ekkert rosalega mikið yfirleitt, en þegar ég fer eitthvað sérstakt þá kannski nota ég smávegis augnskugga, varalit eða annað til þess að breyta til. FÖRÐUN Þessar buxur keypti ég á Spáni fyrir tveimur árum. Ég fékk þær í verslun sem heitir Breskha og er í Barcelona. Ég nota þær rosa- lega mikið og get með sanni sagt að þetta séu uppáhalds- buxurnar. Þær eru líka rosalega góðar upp á það að gera að ég get notað þær við hvað sem er, hvort sem það er fyrir hversdagsleg tilefni eða þegar ég fer eitthvað út á lífið. Svo er maður bara duglegur að breyta til og finna eitthvað nýtt við þær. BUXUR Ég er í hvítum skóm sem ég keypti í versluninni Glamúr. Ég fékk mér þá fyrir brúðkaupið hans pabba síðasta sumar og hef notað þá slatta mikið síðan. Þeir eru með svona pínu hæl, svona frekar fínir, og ég er alveg rosalega ánægð með þá. Annars er ég frekar mikil skókona og hef gaman af því að klæða mig í alls- konar skó. Svo er ég dugleg að breyta til og prófa eitthvað nýtt. SKÓR Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Ég myndi segja að ég væri með látlausan og einfaldan fatastíl. Ég er allavega ekkert rosalega upptekin af fötum þó svo að mér finnist að sjálfsögðu gaman að kaupa föt,“ segir Ford-fyrirsætan Fríða Sóley Hjartardóttir aðspurð um eigin fatastíl. Enda þótt fyrirsætan sé ekki hið týpíska fatafrík kveðst hún fylgjast með tískunni og glugga í tískublöðin endrum og eins. „Ég skoða blöðin og reyni svolítið að fylgjast með því sem er í gangi. Og auðvitað spái ég í hverju ég klæðist, enda vill maður kannski ekki líta út eins og drusla. Annars er fatastíllinn minn ekkert mikið í eina áttina – ég er eiginlega hálfgerð blanda af öllu. Ég til dæm- is fíla bæði vintage flíkur úr Spútnik og öðrum slíkum verslunum, en líka þessu ,,venjulegu“ föt. Ef ég á að nefna eitthvað eitt sem er helst einkennandi fyrir mig þá er það svona hversdagslegur klæðn- aður eins og gallabuxur, bolur og hettupeysa,“ segir Fríða. Hefur aldrei farið í ljósabekk Að mati Fríðu er grundvallaratriði að hugsa vel um húðina og þrífa andlitið kvölds og morgna. Hún segir algerlega ótækt að nota flottar förðunarvörur og kappkosta að gera sig fína ef húðin er ekki í góðu ásigkomulagi. „Ég er mjög dugleg við að hugsa um húðina á mér. Ég reyni að halda henni hreinni og fínni og tek því alltaf málninguna af mér áður en ég fer að sofa á kvöldin. Þetta skiptir langmestu máli og manni líður rosalega vel ef húðin er í góðu standi,“ segir fyr- irsætan og bætir því við að hún kunni best við sinn náttúrulega húðlit. „Ég nota eiginlega aldrei brúnkukrem og ég hef aldrei farið í ljós. Ég bara finn enga þörf til þess að fara í ljós þó svo að ég sé með frekar ljósa húð. En ég þigg auðvitað sólina þegar ég fer til sólarlanda og þá kannski tekur maður einhvern lit. Reyndar er ég líka með svo rosalega mikla innilokunarkennd að ég gæti hreinlega ekki farið í ljósabekk án þess að skjálfa úr hræðslu. Kannski það sé bara ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið!“ segir Fríða áður en hún kveður með sínum helstu fegrunarráðum. „Ég er nú enginn snillingur í fegrunarráðum, en ég mæli ein- dregið með því að drekka mikið vatn og hugsa eins vel um húðina og mögulegt er. Svo auðvitað skiptir mataræði mjög miklu máli.“ Ford-fyrirsætan Fríða Sóley leggur mikið upp úr umhirðu húðarinnar Hugsar vel um húðina Fyrirsætan Fríða Sóley Hjartardóttir er frem- ur jarðbundin í fatavali. Umhirða húðarinnar skiptir sköpum að hennar mati og ljósabekkj- anotkun er algerlega óþörf. Þá segir hún vatnsdrykkju vænlega til vinnings fyrir þær sem vilja líta vel út. Í MYND Eyrnalokkana sem ég er með fékk ég frá einni af bestu vinkonum mínum í jólagjöf. Ég held alveg rosalega mikið upp á þá og hef not- að þá mjög mikið. Ég held að hún hafi keypt þá í versluninni Gyllta kett- inum, en það er einmitt gylltur köttur á þeim, sem mér finnst mjög smart. Mér þykir allavega voða vænt um þessa eyrnalokka og þeir eru í miklu uppáhaldi. Algjörlega með þeim flottustu sem ég á af svona skarti og glingri. EYRNALOKKAR 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Ég nota eiginlega aldrei brúnkukrem og ég hef aldrei farið í ljós. Ég bara finn enga þörf til þess að fara í ljós þó svo að ég sé með frekar ljósa húð. Laugaveg 80 - S: 561 1330 www.sigurboginn.is Sundbolir og bikini frá upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda tiska Núna tók ég hárið upp og aðeins frá andlitinu. Ég geri svolítið mik- ið af því, en annars er ég með hárið slegið. Það fer í rauninni bara eftir því hvernig ástandið er á hárinu hverju sinni og auðvitað skapinu. Svo skipti ég um klippingu ef ég verð leið á hárinu. Annars er ég alltaf með sama lit- inn, bara lítið af strípum, og breyti því eiginlega aldrei. HÁR Skokkinn sem ég er í keypti ég núna nýlega í versl- uninni Urban Outfitters þegar ég var í New York. Ég er þvílíkt ánægð með hann þó svo að ég hafi kannski ekki notað hann neitt rosalega oft ennþá. Ég er voða hrifin af svona skokkum og nota þá við gallabuxur, leggings eða bara hvað sem er. Ég er allavega alveg pottþétt á því að ég eigi eftir að nota þennan mikið við alls- konar tilefni. SKOKKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.