24 stundir - 19.04.2008, Blaðsíða 58
Leikstjóri: Seth Gordon Aðalleikarar:
Steve Wiebe, Billy Mitchell
The King of Kong: A Fistfull ...
fólk getur misst öll tengsl við raun-
veruleikann þegar tölvuleikir ráða
öllu lífi þess. Atriði þar sem ungur
sonur Wiebe grátbiður hann um
að hætta að spila tölvuleikinn svo
að hann geti skeint sig er mjög
átakanlegt því þar sér maður
greinilega hvernig þráhyggja Wiebe
hefur áhrif á ástvini hans.
The King of Kong er hreint stór-
skemmtileg mynd sem segir sögu
sem ætti kannski frekar heima í
sápuóperu en í raunveruleikanum.
Myndin er stundum fyndin,
stundum hneykslanleg og stund-
um sorgleg en hún er alltaf áhuga-
verð og góð.
Kvikmyndir viggo@24stundir.is
Hversu langt eru menn reiðubúnir
að ganga til þess að slá heimsmet
eða réttara sagt, hversu langt eru
menn reiðubúnir að ganga til að
halda í heimsmetið sitt?
Þetta er meginþemað í heimild-
armyndinni The King of Kong sem
sýnd er um þessar mundir á bíó-
dögum Græna ljóssins. Myndin
segir frá kennaranum Steve Wiebe
þar sem hann freistar þess að ná
heimsmetinu í tölvuleiknum Don-
key Kong.
Heimsmetið er hins vegar í
höndum grillsósukóngsins Billy
Mitchell sem er stórstjarna í leikja-
heiminum eftir að hafa átt fjöl-
mörg heimsmet í tölvuleikjum
snemma á níunda áratugnum.
Myndin segir á skemmtilegan máta
frá baráttu þessa tveggja manna
um heimsmetið, rígnum þeirra á
milli, dramanu sem fylgir tölvu-
leikakeppnum og hvernig þessi
tegund samkeppni hefur áhrif á
fólkið sem umgengst þessa spila-
fíkla.
Myndin gerir mikið út á það að
etja andstæðum saman og mörkin
á milli hins góða og illa eru mjög
greinileg. Það er ekki annað hægt
en að halda með hinum meinlausa
fjölskyldumanni Wiebe á meðan
Mitchell er án nokkurs vafa ein
andstyggilegasta og hégómafyllsta
persóna í sögu heimildarmynda.
Þess ber einnig að geta að hár-
greiðsla Mitchells og klæðaburður
hans gerir heldur ekkert til að auka
við persónutöfra hans.
Það sem myndin gerir ótrúlega
vel er að sýna hversu auðveldlega
Andlit hins illa Grillsósumógúllinn Billy Mitchell er hreint yndislega andstyggilegur
og ekki annað hægt en að fyrirlíta hann.
Hver er Donkey Kong-kóngurinn?
58 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 24stundir
Sjónvarpsstöðin Televen í Vene-
súela hefur fengið leyfi stjórnvalda
þar í landi til að setja Simpson-
fjölskylduna aftur á dagskrá.
Fyrir nokkrum vikum var sjón-
varpsstöðinni skipað af forseta
landsins að taka þættina af dagskrá
þar sem þeir þóttu ekki vera nógu
uppbyggilegir fyrir æsku landsins,
en þættirnir voru sýndir klukkan
11 á morgnana og nutu gríðarlegra
vinsælda yngri kynslóðarinnar.
Í stað Simpson-fjölskyldunnar
ákvað Televen að setja á dagskrá
aðra þáttaröð sem mönnum þótti
henta betur fyrir æsku landsins og
stuðla að heilbrigðu líferni, nánar
tiltekið Baywatch. Nú hefur stjórn-
völdum í Venesúela snúist hugur
og má því Simpson-fjölskyldan
fara aftur á dagskrá. Forsvarsmenn
stöðvarinnar verða þó að færa
Simpson-fjölskylduna aftar í dag-
skrána til að tryggja það að ung-
dómurinn spillist ekki of mikið á
því að horfa á ævintýri hinnar
brengluðu amerísku fjölskyldu.
Hómer má alveg vera í Venesúela
Hin 15 ára gamla barnastjarna
Miley Cyrus hefur undirritað
samning við Disney þess efnis að
stúlkukindin riti ævisögu sína.
OK-tímaritið greinir frá því að
fyrir ævisöguna fái Cyrus margar
milljónir dollara að launum en
stúlkan hefur slegið í gegn í
barnaþáttunum Hannah Mont-
ana. Líklegt er, miðað við aldur
stúlkunnar, að bókin verði í
styttra lagi en kannski verða
margar myndir í henni.
Barnastjarna skrifar ævisögu
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Margrét Elín Arnarsdóttir er ung
og einhleyp stúlka með fæturna á
jörðinni, þó svo hún starfi sem
flugfreyja. Í Króatíu er hún þó
ranglega talin vera kærasta Ivica
Kostelic, fyrrverandi heimsmeist-
ara í alpagreinum.
Vill leiðrétta misskilninginn
„Þetta er allt hið skondnasta
mál. Undanfarin tvö ár hefur kró-
atíska pressan farið mannavillt, því
í hvert skipti sem sagðar eru fréttir
af Kostelic og kærustunni hans er
birt mynd af mér,“ segir Margrét
Elín og hlær að öllu saman.
Staðreyndin er sú að Kostelic á
íslenska kærustu sem kallar sig El-
ínu Margréti Arnarsdóttur sem er
ekki ólík Margréti Elínu í útliti; að-
laðandi og ljóshærð.
„Pressan virðist ekki eiga neina
mynd af Elínu, því hún notast enn
við myndir af mér. Fyrst fannst
mér þetta mjög fyndið, en nú fer
þetta að verða gott. Kostelic er
hundeltur af paparössum þarna úti
og er parið eins konar Brangelinu
og Beckham-hjón þeirra Króata.
Sjálf er ég með hundruð skilaboða
á myspace-síðunni minni frá kró-
atískum aðdáendum, sem ég kemst
ekki einu sinni yfir að lesa,“ segir
Margrét sem situr nú sveitt við
próflestur, en hún er að læra til
einkaflugmanns.
Aldrei komið til Króatíu
„Vinir mínir mana mig stöðugt
til að fara út, því þá fengi ég kon-
unglegar viðtökur og VIP-
þjónustu. Ég veit samt ekki hvort
ég er tilbúin fyrir þessa athygli og
skil vel af hverju Elín hefur ekkert
verið að leiðrétta þetta. Sjálf hef ég
nú ekki gert það því þetta var lítið
að trufla mig, þangað til núna,“
segir Margrét, en tengslasíðan 69.is
birti í gær grein af króatískum vef-
miðli þar sem mynd af Margréti
prýðir forsíðuna.
Engin Elín Margrét Arnars-
dóttir finnst í þjóðskránni. Upp-
lýsingar um frekari deili á kær-
ustu Kostelic eru vel þegnar.
Ennþá einhleyp
Margrét Elín segist
þurfa að loka fyrir
myspace-síðuna
sína sökum fjölda
skilaboða, en engir
vonbiðlar hafa þó
reynst þar á meðal.
Margrét Elín Arnarsdóttir leiðréttir undarlegan misskilning
Er ekki kærasta
Ivica Kostelic!
Margrét Elín Arnarsdóttir
er ekki kærasta fyrrver-
andi heimsmeistara í
alpagreinum, Ivica Koste-
lic, þó svo króatíska
pressan birti ítrekað
fréttir og myndir þess
efnis.
Sú rétta Elín Margrét þykir svipa til
Margrétar Elínar
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Undanfarin tvö ár hefur króatíska pressan
farið mannavillt, því í hvert skipti sem
sagðar eru fréttir af Kostelic og kærustunni
hans er birt mynd af mér.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Króatía
25. maí, 1. júní og 22. júní
frá kr. 39.990
Heimsferðir bjóða einstakt
tilboð til Króatíu í 1 eða 2
vikur 25.maí, 1. júní eða
22. júní. Króatía hefur svo
sannarlega slegið í gegn
hjá Íslendingum. Tryggðu
þér sæti og góða gistingu
á íbúðahótelinu Diamant
með góðri aðstöðu, s.s
spa, líkamsræktarstöð,
sundlaug og veitingastöð-
um. Góð aðstaða er fyrir
börnin svo sem skemmti-
dagskrá, barnaleiksvæði
og barnaklúbbur.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára, í íbúð á Diamant í viku, 25.
maí. Brottfarir 1. og 22. júní kr. 10.000
aukalega.
Aukavika kr. 15.000 og aukagjald fyrir
einbýli kr. 15.000.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Diamant í
viku, 25. maí. Brottfarir 1. og 22. júní kr.
10.000 aukalega.
Aukagjald kr. 15.000 og aukagjald fyrir
einbýli kr. 15.000.
Mb
l
99
23
86
Síðustu sætin - aðeins örfáar íbúðir!
Sértilboð á Diamant
- góð gisting