24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 24stundir á vísindalegan máta var röðin komin að dræver blaðamanns. Sá er öllu nýrri en járnasettið og reyndar glænýr en keyptur gegnum netið og því ekki víst að þar væri rétta græjan heldur. Í ljós kom þó að hann passaði eins og flís við rass við stíl blaðamanns og fékk topp- einkunn hjá Þorsteini. Vörn í sókn Eftir að staðfest var að járnasett- ið átti heima á safni fékk blaða- maður nokkrar mismunandi prufukylfur í hendurnar. Eða öllu frekar nokkrar eins kylfur með mismunandi kylfuhausum og þyngdarpunkti. Áberandi munur fannst á þeim öllum eftir nokkur högg með hverri og einni og er vart til betri leið til að sýna fram á að kylfa er ekki bara kylfa. Tilfinning fyrir einni af þessum kylfum var betri en önnur enda sú nánast sér- sniðin að hæð og sveifluhraða blaðamanns. Að auki mældust höggin með þeirri ákveðnu kylfu bæði lengri og beinni en með hin- um fimm sem prófaðar voru sem og líka gömlu járnakylfunum. Allt slíkt er hægt að reikna út á ör- skömmum tíma hjá öllum þeim verslunum er bjóða upp á mæl- ingu. Nýju kylfurnar keisarans Þorsteinn fullyrðir að enginn fari af alvöru í golfmælingu nema hafa sett sér ákveðin markmið og ein leiðin að betri árangri sé að nota kylfur sem henta. „Ef árangur næst ekki eftir að vera kominn með sérsniðnar græjur í hendurnar þá er búið að gera tvennt; annars veg- ar útiloka að stöðnun komi til af græjunum og þannig ganga úr skugga um að vinna þurfi í und- irstöðuatriðum sveiflunnar.“ Sjálfstraust í poka Blaðamaður fékk sérhannaðar kylfur sem veganesti eftir mælingu hjá Þorsteini. Búið er að setja markmið og verið að ráða bót á sveifluvandamálum. Í lok sumars verður litið yfir farinn veg með nýju kylfurnar, hvort takmark sumarsins náðist og hvort um- ræddur áhugakylfingur slær al- mennt betur, beinar eða lengra með nýjum sérhönnuðum járnum samkvæmt annarri mælingu þá. Fimm mínútur á beinu brautina Eru sveiflumælingar hjóm eitt til að selja auðtrúa kylfingum dýrar sérhannaðar kylfur eða nýtast þær sannarlega áhugamanninum sem væflast hefur um langa hríð í meðalmennskudeild golfsins? ➤ Golfbúðin HafnarfirðiMæling kr. 3000 hálftíminn en endurgreitt ef keyptar eru kylfur. ➤ Nevada Bob býður hálftím-ann einnig á 3000. Sú upp- hæð gengur upp í verð ef keypt er vara eða þjónusta í kjölfarið. ➤ Hjá Hole in One kostar mæl-ing 3500 en fellur niður séu kylfur eða sett keypt í kjölfar- ið. VERÐIÐ Á MÆLINGU Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það er í raun aðeins síðustu fjögur til fimm ár sem kylfingar hérlendis hafa farið í slíkar mælingar og enn þann dag í dag eru margir sem kaupa sér golfsett án þess að gang- ast undir þannig mælingu. Blaðamaður keypti sér hugsun- arlítið eitt stykki golfsett fyrir nokkrum árum og hugðist eins og aðrir stórvesírar sem bakteríuna fá ná frama í íþróttinni á skömmum tíma. Þrátt fyrir að vera heima- skólagenginn í greininni reyndist þrautalítið að spila forgjöfina niður í 15, en eins og segir í gömlu dæg- urlagi; síðan eru liðin mörg ár, án frekari framfara. Handónýt járn Var strákur nú mældur í bak og fyrir með sín eigin gömlu TopFlite- járn og tók það Þorstein aðeins fimm til tíu mínútur að uppgötva að þótt þau strangt til tekið væru nú ekki alveg gagnslaus voru þau ekki að hjálpa nokkurn skapaðan hlut og sennilega stór ástæða þess að erfiðlega gengur að brjóta niður fimmtán högga forgjafarmúrinn. Dræverinn góður Eftir að hafa mælt gömlu járnin Stundum þarf að rífa ein- staklinginn niður til að byggja hann upp og það fékk blaðamaður 24 stunda að reyna á eigin skinni þegar hann í ein- feldni sinni fór í svokall- aða golfmælingu hjá kylfutæknifræðingnum og margföldum Íslands- meistara Þorsteini Hall- grímssyni hjá golfversl- uninni Hole in One. Jafnvel þótt varinn sé hafður á vegna sölu- mannshæfileika Þor- steins tók aðeins fimm mínútur að ganga úr skugga um að búnaður blaðamanns var svo að segja gagnslaus. a Svo margir hlutir geta farið úrskeiðis í golfinu að því fleiri mis- tök sem hægt er að úti- loka því betri árangur. Þess vegna er mikilvægt að hafa réttar kylfur. Sannleikanum hver er sárreiðastur Blaðamaður fær að vita að hann er ekki nánd- ar nærri eins góður í golfi og hann hélt. Mælingin Sveifluferill, boltahraði, sidespin og annað er máli skiptir er vandlega mælt í fullkomnum græjum VORIÐGOLF lifsstill@24stundir.is a Áberandi munur fannst á öllum sex kylfunum þrátt fyrir sama hausinn á þeim öllum og tilfinning kylfingsins ótrúlega mismunandi. Kylfa ekki bara kylfa Blaðamaður fékk að reyna sex eins kylfuhausa með mismunandi sköftum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.