24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 29
24stundir MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 29 Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Það er okkur mikið gleðiefni að Kaupþing hafi ákveðið að styrkja mótaröðina áfram næstu þrjú árin enda ekki sjálfgefið eins og staðan er í dag,“ segir Hörður Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Golfsam- bands Íslands. Sambandið blés til blaðamannafundar í vikunni til að kynna Kaupþingsmótaröðina þetta árið en þar etja kappi allir helstu kappar landsins. Var þar tilkynnt að Kaupþing muni áfram standa þar að baki næstu árin en fyrsta mótið fer fram nú um helgina á Strandavelli á Hellu og verða þar 144 þátttakendur; hámark 108 í karlaflokki og 36 í kvennaflokki. Sátt og ósátt Innan golfheimsins eru ekki allir á eitt sáttir við styttinguna úr 54 holum í 36 en þeir kylfingar sem 24 stundir tóku tali vegna málsins voru jákvæðir. Haraldur Heimis- son, stigameistari frá fyrra ári, var ekki í vafa um að styttri mót þýddu meiri samkeppni. „Álagið er minna sem aftur þýðir færri mistök og þar sem áfram er spilað á tveimur dög- um ættu menn almennt að koma ferskari til leiks en ef þeir spila tvo hringi einn daginn og einn þann síðari.“ Örn Ævar Hjartarson og fleiri sem rætt var við voru sam- mála þessu sjónarmiði Haraldar. Ítrekað skal að Íslandsmótið í höggleik verður þó áfram 72 holur eins og verið hefur. Færri stig Breytingar hafa einnig verið gerðar á stigaútreikningi á móta- röðinni með það að markmiði að gera mótin enn jafnari en verið hefur. Verða þannig færri stig nú í boði fyrir sigur á stökum mótum. Verðlaun fyrir sigur á hverju móti er 75 þúsund króna ferða- vinningur en að auki hefur stjórn golfsambandsins ákveðið að sá stigahæsti að mótaröðinni lokinni fái þátttökurétt á áhugamannamóti erlendis og sé um atvinnumann að ræða mun GSÍ greiða allan kostnað viðkomandi við þátttöku á úrtöku- móti fyrir Evrópumótaröðina 2009. Garðavöllur Skartar hér sínu feg- ursta. Þar verður keppt á Kaup- þingsmótaröðinni um miðjan júní. Allir bestu kylfingar landsins að gera klárt fyrir helgina Meiri hasar á Kaup- þingsmótaröðinni Í stað þess að úrslit fáist eftir 54 holur, eða þrjá hringi eins og verið hefur á Kaupþingsmótaröðinni í golfi undanfarin ár, verða nú aðeins leiknir tveir hringir eða 36 holur. Kylfingar eru almennt á því að þessi breyting geri mótið meira spennandi fyrir þá og aðra áhuga- sama. Ekki var þó full sátt um breytinguna innan golfsambandsins ➤ Sjö mót í sumar alls, þar af Ís-landsmót í höggleik og holu- keppni. 24.-25. maí Strandavöllur 7.-8. júní Hólmsvöllur 21.-22. júní Garðavöllur 24.-27. júlí Vestmanna- eyjavöllur 29.-31. ágúst Grafarholts- völlur 13.-14. september Urr- iðavöllur 20. september Hvaleyr- arvöllur MÓTARÖÐIN 2008 Íslenskur golfheimur hefur eign- ast sitt eigið hirðskáld ef marka má ummæli Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar, forseta Golfsambands Íslands, um nýútkomna bók Kristjáns Hreins- sonar, Golf og gaman, þar sem höf- undur birtir ljóð um og frásagnir af reynslu sinni í golfinu og þeim misgóðu kylfingum sem hann hef- ur hitt fyrir á völlum landsins. Óhætt er að mæla með bók Kristjáns enda stunda langflestir golfið sér til gamans og sögur af hrakförum félaganna ósjaldan látnar flakka að loknum hring á völlum landsins. Gamansögurnar sem Kristján segir eru margar og oft um lands- þekkt fólk. Eitt sinn spilaði Kristján með séra Erni Bárði Jónssyni sem eins og presti sæmir varast vítin á vellinum. Segir Kristján frá því að skyndilega hafi prestur þurft að kasta af sér vatni á þriðju braut á velli Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi í þann mund sem Kristján sjálfur reyndi högg úr mýri sem þar er. Varð Kristjáni þá að orði: Þeir segja að golfið bara batni á braut við hverja tjörn ef kastar af sér vígðu vatni a völlinn séra Örn.“ Fyrsta hirðskáld íslenska golfsins komið fram Grátlegt golf og gaman Misgaman Golfið getur reynt á taugar og skap. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Miðvikudagur 21. maí 2008  Þó svo samkynhneigð söngkona hafi fært Serbum sigurinn í Evróvisjón í fyrra eru fordómar enn víða. »Meira í Morgunblaðinu Fordómar í Serbíu  Tímasetning listvið- burða í kvöld virðist taka mið af úrslitaleik Meist- aradeildarinnar. » Meira í Morgunblaðinu Fótbolti og list  Hljómsveitin Steini bar sigur úr býtum í Þorska- stríðinu, tónlistarkeppni Cod Music. » Meira í Morgunblaðinu Samningur og lýsi reykjavíkreykjavík

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.