24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is a Það er ekki aðeins munur á eyðslu bíla eftir stærð þeirra heldur er stundum munur á bílum í sama stærðarflokki. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Margir eru nú þegar farnir að skipuleggja ferðalög innanlands í sumar en hætt er við að síhækk- andi eldsneytisverð letji marga til farar. Á vefsíðu Orkuseturs getur fólk reiknað út kostnað við ferða- lög innanlands út frá tegund bíls, orkugjafa, vélarstærð og fleiri þáttum. 24 stundir slógu inn nokkrar algengar bíltegundir og könnuðu hvað það kostaði að aka frá Reykjavík til Akureyrar. Það er ekki aðeins munur á eyðslu bíla eftir stærð þeirra heldur er stundum munur á bíl- um í sama stærðarflokki. Þá get- ur verið munur á eldsneytis- kostnaði bíls af sömu tegund eftir stærð vélar og orkugjafa. Sem dæmi má nefna að það kostar 4.332 kr. að aka Honda CR-V jepplingi með 1998 sm3 vél frá Reykjavík til Akureyrar. Aki mað- ur þessa leið á dísil-útgáfu sama bíls sem er með 2204 sm3 vél verður kostnaðurinn talsvert lægri eða 3.420 kr. Dísilbíllinn losar enn fremur minna af kolt- víoxíði á sömu leið eða 68,7 kg á móti 83,8 kg sem bensínbíllinn eyðir. Þessir útreikningar eru að sjálfsögðu aðeins til viðmiðunar enda hafa fleiri þættir áhrif á eldsneytiseyðslu bílsins svo sem aksturslag, ástand bílsins og hleðsla. Þó að almenningur fái litlu ráðið um hækkandi elds- neytisverð hefur hann sitthvað um þessa þætti að segja. Stærð og kostnaður Nokkur munur getur verið á eldsneyt- iseyðslu bíla í sama stærðarflokki. Hægt er að reikna út kostnað vegna eldsneytiseyðslu Ferðakostnaður eftir ólíkum bíltegundum Hægt er að reikna út kostnað við ferðalög inn- anlands út frá ólíkum bíl- tegundum, vélarstærð, orkugjafa og fleiri þátt- um á vefsíðu Orkuseturs. Samanburður á ferðakostnaði frá Reykjavík til Akureyrar (388 km) eftir bíltegundum: Smábílar: Tegund Eldsneyti Slagrými vélar Kostnaður CO2-útblástur Toyota Auris bensín 1598 sm3 3.319 kr. 64,4 kg. Honda Jazz bensín 1339 sm3 2.756 kr. 51 kg. Opel Corsa bensín 1199 sm3 2.869 kr. 58,6 kg. Miðstærð: Tegund Eldsneyti Slagrými vélar Kostnaður CO2-útblástur VW Passat bensín 2324 sm3 4.219 kr. 91,2 kg. Toyota Corolla bensín 1796 sm3 3.769 kr. 76,8 kg. Skoda Octavia bensín 1984 sm3 3.488 kr. 73,7 kg. Jeppar/jepplingar: Tegund Eldsneyti Slagrými vélar Kostnaður CO2-útblástur Ford Escape bensín 3000 sm3 5.119 kr. 99,7 kg. Toyota Landcr. bensín 3956 sm3 5.626 kr. 118,3 kg. Land R. Defender bensín 2495 sm3 5.602 kr. 116,0 kg. Útreikningarnir eru miðaðir við að verð á bensínlítra sé 145 kr. Heimild www.orkusetur.is. ELDSNEYTISKOSTNAÐUR NOKKURRA BÍLTEGUNDA Innbrotsþjófar sjá því miður stundum til þess að gott sumar- ferðalag fær slæman endi. Fyrir ut- an það fjárhagslega tjón sem slíkar heimsóknir skilja eftir sig, hafa þær áhrif á andlega líðan heimilis- manna. Það borgar sig því að huga vel að vörnum gegn innbrotum áð- ur en fjölskyldan heldur í frí. Margir koma sér upp þjófavarna- kerfi sem tengt er öryggisfyrirtæki á meðan aðrir grípa til annarra að- ferða. Fáðu nágranna eða fjölskyldu til að fylgjast með húsinu. Póstur og dagblöð sem safnast upp eru til marks um að enginn sé heima og því þarf að láta fjarlægja það. Einnig er gott að fá fólk til að dvelja í húsinu, kveikja á ljósum og útvarpi, hreyfa gluggatjöld o.s.frv. Þá lítur út fyrir að einhver sé á staðnum. Sumir setja tímaskynjara á ljós og útvarp. Ekki skilja eftir skilaboð á sím- svara um að þú sért ekki heima. Láttu frekar flytja símtöl í farsíma ef mögulegt er. Gakktu úr skugga um að allir gluggar og hurðir séu tryggilega læst áður en haldið er af stað. Hugað að innbrotavörnum áður en haldið er í frí Óboðnir gestir í sumarfríinu Innbrot Ferðalangar þurfa að huga að vörnum gegn óboðnum gestum áður en lagt er í hann. Umframþyngd í bílnum eykur eldsneytiseyðslu hans. Það er því skynsamlegt að aka ekki um með þunga hluti í bílnum sem maður hefur ekki þörf fyrir. Þegar farið er í ferðalög ætti ekki heldur að taka með meiri farangur en nauð- synlegt er. Toppgrindur og far- angurshirslur á þaki hafa einnig áhrif á bensíneyðslu og því betra að geyma farangur í bílnum sjálf- um ef það er mögulegt. Aukinni þyngd fylgir eyðsla Þeir sem hafa hugsað sér að aka um framandi lönd í sumarfríinu ættu að byrja á að kynna sér hvaða gögn (svo sem öku- skírteini, vegabréf og tryggingar) þeir þurfa að hafa meðferðis. Flestir kjósa að taka bílaleigubíl þegar þeir aka um framandi lönd. Alltaf eru þó einhverjir sem fara á eigin bíl og draga jafnvel tjald- vagn eða hjólhýsi á eftir sér. Mik- ilvægt er að taka öll skráning- arskírteini með sem og alþjóðlega staðfestingu á því að bíllinn sé ábyrgðartryggður. Einnig er mikilvægt að menn kynni sér vel þær umferðarreglur sem gilda í viðkomandi landi, til dæmis hvað varðar akstur á þjóð- vegum og hraðbrautum. Nánari upplýsingar um bíla- ferðalög erlendis er hægt að nálg- ast á vefsíðu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, www.fib.is. Ekið á framandi þjóðvegum Ástand bílsins hefur sitt að segja um eldsneytiseyðslu hans. Van- stillt vél, rangur loftþrýstingur í hjólbörðum og jafnvel óhreinindi á lakki geta aukið eldsneyt- iseyðsluna að óþörfu. Vanstillt vél getur notað allt að helmingi meira eldsneyti en vél sem er rétt stillt. Flesta munar um það. Of lítill loftþrýstingur í hjólbörð- um getur aukið eyðsluna um allt að 6% auk þess sem það styttir endingu hjólbarðans. Gott ástand borgar sig Vefsíðan Ferðalangur (www.ferda- langur.net) hefur gefið út sérstaka handbók sem fólk getur hlaðið niður af netinu eða prentað út án endurgjalds. Handbók Ferða- langs er um 30 síður og hefur að geyma ýmsar hagnýtar upplýs- ingar og góð ráð fyrir þá sem ætla að leggjast í ferðalög á næstunni. Þar er meðal annars fjallað um farangur, flugfélög, tryggingar og gengismál. Efnið hefur áður birst á síðunni en nú er búið að safna því saman í eina bók. Hagnýt ráð fyrir ferðalanga Þeir sem vilja ferðast ódýrt lands- hluta á milli geta prófað hvort þeir finna eitthvað við sitt hæfi á síðunni www.samferda.net. Hún er ætluð fólki sem vill samnýta ferðir með öðrum. Fólk þarf að skrá brottfararstað og komustað auk dagsetningar og tímasetn- ingar ferðalagsins. Ferðast saman milli landshluta Áður en haldið er í ferðalag er gott að taka niður raðnúmer (serial number) á myndavélum, fartölvum og öðrum verðmætum sem kunna að leynast í farangr- inum. Það kemur að gagni ef tækjunum er stolið eða þau týn- ast. Einnig getur verið gott að taka niður númer á vegabréfi og öðrum mikilvægum gögnum og geyma á vísum stað ef þau skyldu glatast. Áður en haldið er af stað LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.