24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 2
Úrskurður Skipulags- stofnunar ríkisins um Bitruvirkjun er um margt nýstárlegur segir Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra, sá sem veitir virkjanaleyfin. „Þetta var afdráttar- laust. Röksemdafærslan var nýstárleg. Til dæmis að vernda þyrfti sérstakar jarð- minjar af því þær hefðu fræðslu- gildi. En það er alveg ljóst að þessi virkjun sætti harðri gagn- rýni af því hún var svo nærri stórum byggða- kjarna. Össur er ósammála því áliti forstjóra Orku- veitunnar að niður- staðan hafi mikil nei- kvæð áhrif á framtíð jarðvarmavirkjana á Ís- landi. „Ég held ekki. Þarna eru sérstakar aðstæður og eindregin mótmæli meirihluta íbúa. Auðvitað á að hlusta á þá,“ segir ráðherra. beva@24stundir.is Áhyggjulaus um framtíð jarðvarmavirkjana Nýjar og forvitni- legar röksemdir 2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 19 Amsterdam 15 Alicante 24 Barcelona 22 Berlín 17 Las Palmas 23 Dublin 12 Frankfurt 18 Glasgow 13 Brussel 15 Hamborg 14 Helsinki 12 Kaupmannahöfn 14 London 14 Madrid 20 Mílanó 19 Montreal 8 Lúxemborg 16 New York 12 Nuuk 2 Orlando 24 Osló 11 Genf 15 París 18 Mallorca 20 Stokkhólmur 8 Þórshöfn 7 Austan 8-13 m/s syðst, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og stöku skúrir, einkum síðdegis. Skýjað og sums staðar dálítil væta norðan- og aust- anlands, en bjart að mestu. Hiti 5 til 12 stig. VEÐRIÐ Í DAG 6 7 4 6 5 Bjart að mestu Austan og suðaustan 5-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Skúrir sunnan- og vestantil, en bjartviðri norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðanlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 7 8 6 7 6 Skúrir sunnan- og vestanlands Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) ákvað á fundi sínum í gær að hætta undirbúningi að gerð Bitru- virkjunar. Ákvörðunin kemur í kjölfar álits Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna virkjunarinnar sem birt var í gær. Þar sagði að virkjunin væri óásætt- anleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa. Hverahlíðarvirkjun áfram Á fundinum var einnig tekin ákvörðun um að halda áfram und- irbúningi vegna Hverahlíðarvirkj- unar, en Skipulagsstofnun kynnti einnig álit sitt á umhverfismati vegna hennar í gær. Ráðgert að byggingu Hverahlíð- arvirkjunar og stækkun Hellisheið- arvirkjunar verði lokið í kringum áramótin 2010-11. Mikil vonbrigði Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir niðurstöðuna vissulega vera mikil vonbrigði. „Þetta eru von- brigði bæði fyrir fyrirtækið og starfsmennina sem eru búnir að vinna að þessu og héldu að þeir hefðu fundið lausn sem yrði sátt um á milli virkjunar og náttúru- verndar,“ segir hann og bætir við: „Þetta eru samt engin endalok fyrir Orkuveituna.“ Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fundaði í gær Bitruvirkjun slegin af Hætt við virkjun Stjórn Orkuveitunnar hætti við Bitruvirkjun í gær. ÁHRIFIN MEST Í ÞORLÁKSHÖFN »14 „Hrefnuveiðarnar eru engin stór prinsippákvörðun, því hún var tekin 2006,“ segir Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra. „Það hefði verið stór ákvörðun að hætta við veiðarnar,“ segir ráð- herrann sem hefur ekkert nema gott að segja um viðbrögð Sam- fylkingarráðherranna og telur mótmæli þeirra ekki hörð og málið ekki stórt og alls ekki trufl- andi fyrir ríkisstjórnina. Gæti endað inni í ríkisstjórn Össur Skarphéðinsson ferða- málaráðherra útilokar hreint ekki að hrefnuveiðarnar verði teknar upp í ríkisstjórn. „Það er alveg ljóst að ef það kemur fram minnsta vísbending um að hrefnuveiðarnar hafi þau skað- legu áhrif sem fyrirtæki í ferða- þjónustu telja, þá þarf rík- isstjórnin auðvitað að skoða málið betur. Ég mun gera það sem rétt er í þessari stöðu og halda fram hagsmunum þeirrar greinar sem mér er trúað fyrir, sem er ferðaþjónustan. Ég tel hrefnuveiðarnar andstæðar hags- munum hennar.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra styður ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra og er sáttur við samstarfsflokkinn líka. Hann tel- ur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur utanríkisráðherra bregðast já- kvætt við. „ Hún lofar í sinni yfirlýsingu að útskýra málið út frá sjálfbærniforsendum ef hún væri beðin um að útskýra það á erlendum vettvangi og það tel ég mjög jákvætt.“ Nefnd forsætis- ráðherra um ímynd Íslands skil- aði skýrslu þar sem upphaf hval- veiða 2006 er gagnrýnt. Skort hafi á samhæfingu atvinnugreina og hagsmunaaðila. beva Hvalir og ímynd þjóðar „Breytingin felur einkum í sér færri ferðir, en þó verður áfram 15 mínútna tíðni á helstu leið- um.“ segir Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, en 1. júní næstkomandi tekur sumaráætlun gildi. „Á leið 5 og 12 verða þó smávægilegar breytingar,“ bætir hann við. Hann segir ástæður þess að dregið sé úr tíðni á sumr- in einkum vera tvær. „Farþegum fækkar gríðarlega á sumrin. Svo þurfa vagnstjórarnir að fara í sumarfrí eins og annað fólk,“ seg- ir Reynir sem bendir farþegum á að kynna sér áætlunina á www.straeto.is. ejg Sumaráætlun Strætó byrjar 1. júní Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Áætlunarflugi Iceland Express frá Stansted-flugvellinum í London til Keflavíkur var breytt á sunnudags- kvöldið svo að vélin gæti komið við í París til að sækja fleiri farþega. Af þessum sökum seinkaði komu far- þega frá London til Keflavíkur um rúmar tvær klukkustundir. Gremja á meðal farþega Kona sem var farþegi í flugvél- inni frá London og vill ekki láta nafns síns getið segir breytingu flugfélagsins á ferðatilhöguninni hafa valdið farþegum óþægindum og töluvert hafi borið á gremju á meðal þeirra vegna breytinganna. Hún segir að farþegum hafi ekki verið tilkynnt um breytinguna fyrr en flugstjóri vélarinnar baðst vel- virðingar á þeim óþægindum sem hún kynni að valda farþegunum, eftir að vélin var komin í loftið áleiðis til Parísar. „Þetta er fyrsta flugið okkar frá París í sumar og vegna þess hversu fáir farþegar voru bókaðir þaðan var ákveðið að sækja þá svona í staðinn fyrir að fella flugið niður. Þetta var frekar lítil röskun fyrir alla farþega okkar, enda voru allir látnir vita með tölvupósti og SMS- skilaboðum hvað stæði til með góðum fyrirvara,“ segir Lára Óm- arsdóttir, upplýsingafulltrúi Ice- land Express. Hún segir farþega Iceland Ex- press geta átt von á því að ferðir verði sameinaðar með þessum hætti í byrjun sumars, enda sé í sumum tilfellum lítið bókað í ein- staka flug svo snemma sumars. Fleiri breytingar í vændum „Ég get ekki útilokað að við þurfum að grípa til þessa ráðs í ein- hver þrjú fjögur skipti núna í maí, en í sumar verður þetta ekki gert. Ástæða þessa er auðvitað sú að það er dýrt að fljúga með fáa farþega fram og til baka og við viljum ekki hækka verðið hjá okkur heldur halda því niðri. Við bjóðum við- skiptavinum okkar upp á sama verð nú og í fyrra þrátt fyrir geng- isfall krónunnar og hækkun elds- neytisverðs.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Óvissuferðir Iceland Express  Iceland Express breytti flugi frá London til að sækja farþega í París  Sparnaðaraðgerð til að halda verðinu niðri, segir talsmaður Á flugi Upplýsingafulltrúi Iceland Express fullyrðir að breyting á flugi frá London hafi valdið farþegum litlum óþægindum. ➤ Sumaráætlun Iceland Expressgildir frá 15. maí til 14. sept- ember. ➤ Áfangastaðir flugfélagsinseru fjórtán talsins, þeirra á meðal eru Alicante, Barce- lona, Berlín, Kaupmanna- höfn, London og París. ICELAND EXPRESS Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur kallað eftir gögnum frá Fjármálaeftirlitinu um sölu stjórnarmanna SPRON, Ásgeirs Baldurs, Hild- ar Petersen og Gunnars Þórs Gíslasonar, á hlutum í SPRON. Stjórn SPRON hafði tekið ákvörðun um að skrá félagið á markað þegar salan á hlut- unum fór fram, í júlí í fyrra, en ekki var upplýst um hana þegar hún fór fram. Samtals seldu stjórnarmennirnir fyrir um 195 milljónir að nafnvirði. Efnahagsbrotadeild SPRON-gögn til skoðunar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.