24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 24stundir 12 1 2 4 5 8 9 10 11 13 3 67 1 13 2 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal 5 Nesjaskóli • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir 10 Akureyri • 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal Pantaðu allan hringinn á hoteledda.is eða í síma 444 4000 Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, formann borgarráðs, hafa í ræðu í árlegu boði Fáks með borgar- fulltrúum gefið hestamannafélaginu vil- yrði fyrir því að umsókn um styrk upp á 50 til 100 milljónir verði samþykkt. Björk spurði Vilhjálm út í málið á fundi borgarráðs á fimmtudag, sem neitaði því þá að um vilyrði hefði verið að ræða. Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi VG, tekur undir með Björk. „Það var ekki hægt að skilja Vilhjálm öðruvísi.“ Hún segir viðstadda hafa orðið undr- andi á því að slíkt vilyrði væri gefið í gleðskap. „Þetta eru bara hrein ósannindi,“ segir Vilhjálmur. „Ummælin lýsa lág- kúrulegum málflutningi og það er greinilega langt seilst til að koma minni- hlutanum inn í umræðuna. Ég sagði aðeins að þessi umsókn yrði skoðuð með jákvæðum huga eins og borgaryf- irvöld hafa ávallt gert.“ Hann bendir á að R-listinn hafi stutt Fák um tugi millj- óna króna árið 2000. Bjarni Finnsson, formaður Fáks, seg- ist ekki túlka orð Vilhjálms sem vilyrði. Hann segir von á beiðni til borgaryf- irvalda um fjárstuðning vegna Íslands- móta. hos Ágreiningur um ræðu Vilhjálms Þ. Loforð í gleðskap? Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is 07:00 „Þegar ég vaknaðikveikti ég á útvarp- inu og hlustaði á viðtal við Mar- gréti Sverrisdóttur, formann Kven- réttindafélagsins.“ 08:30 Kristín hjólar í vinn-una. „Ég byrjaði að undirbúa erindi um launajafnrétti fyrir norrænan fund kvenfélaga- sambanda sem haldinn er á Ak- ureyri þessa dagana.“ 11:00 Kristín fór í viðtalhjá RÚV í tilefni dagsins. „Ég var að tala um hver væru brýnustu jafnréttisverkefnin í dag og tók fram að þau væru meðal annars að leiðrétta launamisrétti og hækka laun umönnunarstétta.“ 13:00 Kristín snæddi há-degisverð með Önnu Hallgrímsdóttur. „Síðan hélt ég áfram að semja erindi mitt.“ 15:45 Starfsfólk Jafnréttis-stofu lagði af stað í gönguna. „Við sameinuðumst í bíl- ana, ein fór heim með hjólið sitt og önnur heim að skipta um föt,“ seg- ir Kristín. 16:15 Konur og karlarsöfnuðust saman í kvennasögugöngu á Akureyri. „Það var ótrúlega góð mæting og Sigrún Björk talaði um að við stæðum á öxlum fyrrverandi kynslóða, við værum að minnast kvenna sem ruddu brautina.“ Meðal annars var fjallað um Vilhelmínu Lever sem bjó á Akureyri og greiddi fyrst kvenna atkvæði í kosningum 1863. Kalt var í lofti og rigndi öðru hverju en göngugestir létu það ekki á sig fá. 17:30 Gangan endaði viðhús Zontaklúbbs Akureyrar þar sem Aflinu, systur- samtökum Stígamóta, var afhent ein milljón króna. Valgerður Bjarnadóttir flutti ávarp um jafn- réttismál á meðan göngugestir gæddu sér á kleinum og kaffi. 19:15 „Ég fór heim aðborða og horfa á fót- boltaleik, Portúgal- Þýskaland,“ segir Kristín og bætir við að hún hafi farið snemma að sofa. „Leiðréttum launamisrétti“ 24stundir með Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu á kvenréttindadaginn 19. júní ➤ Jafnréttisstofa var opnuð áAkureyri í september 2000. Hún annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. ➤ Helstu verkefni stofunnar erusöfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf, auk þró- unarstarfs, rannsókna og eft- irlits með lögunum. JAFNRÉTTISSTOFA 24stundir/ÁsdísKristín Ástgeirsdóttir Átti annasaman dag þann 19. júní Kristín og samstarfsfólk hennar á Jafnréttisstofu báru bleikar húfur í til- efni kvenréttindadagsins 19. júní og framundan var annasamur dagur í lífi Kristínar. Boðið var upp á kvenna- sögugöngu um innbæinn á Akureyri sem var undir leiðsögn Elínar Antons- dóttur og endaði með er- indum í Zontaklúbbnum. Í fyrradag undirrituðu samstarfsaðilar um djúp- boranir á Íslandi samning við norska fyrirtækið StatoilHydro um aðkomu fyrirtækisins að djúpbor- unarverkefninu IDDP. Í tilkynningu segir að norska fyrirtækið taki þátt í rannsóknarhluta verkefnisins og leggi til 104 milljónir króna í fyrstu holuna í Kröflu. „Forborun þeirrar holu niður á 100 m dýpi hófst í gær með jarðbornum Sögu frá Jarðborunum hf. […]. Næsti áfangi borunar er fyrirhugaður seinna á árinu.“ Í tilkynningunni segir jafnramt að orkufyrirtækin þrjú, Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja hf. og Orkuveita Reykjavíkur muni bora hvert sína holuna niður á um 3,5 til 4 km dýpi og sé kostnaður við hverja þeirra á bilinu 700 til 1.000 milljónir króna. Auk áðurnefndra fyr- irtækja nær samstarf um vísindaþátt verkefnisins til Orkustofnunar, Alcoa og StatoilHyldro. „Í heild er því áætlað að verja um 3.500 millj- ónum króna til djúpborana og rannsókna sem þeim tengjast á næstu 3 til 4 árum.“ hos 3,5 milljarðar í djúpboranir ABC-barnahjálp býður í kvöld til stórtónleika á Víðistaðatúni í Hafn- arfirði. Með tónleikunum fagnar ABC-barnahjálp 20 ára af- mæli sínu og vekur athygli á því að enn vantar mörg börn styrktaraðila. Nú njóta um 11.000 börn stuðnings ABC-barna- hjálpar og hefur markið verið sett á að 20.000 börn hafi styrktaraðila í árslok. Tónleikarnir eru liður í Stóru gospelhátíðinni í Hafnarfirði. Meðal þeirra sem koma fram eru Björgvin Halldórsson, Edgar Smári Atlason, Friðrik Ómar, Gospelkór Reykjavíkur, Hera Björk, Ragnar Bjarnason, Regína Ósk, Siggi Ingimars og Páll Rósinkr- anz. Á undan tónleikunum, klukkan 19.30, verður boðið upp á 20 metra af- mælisköku. Stórtónleikar ABC-barnahjálpar Búið er að tilkynna um tjón á allt að eitt þúsund byggingum eftir Suð- urlandsskjálftann 29. maí síðastlið- inn. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, forstjóra Viðlagatryggingar Íslands, er verið að meta tjón á þeim bygg- ingum sem mest eru skemmdar. „Við erum með um 170 hús í mati og munum ganga frá fyrstu mál- unum upp úr helginni, það eru svona 25 hús. Það er ljóst að það mun taka allnokkurn tíma að ganga frá þessum málum. Ég vonast til að við getum klárað stærstu málin á næstu einum til tveimur mánuðum en það gæti tekið um hálft ár að ná utan um meginhluta þessara tjóna.“ Ásgeir segir að búið sé að greiða um 400 milljónir króna í bætur vegna tjóns á innbúi eftir skjálftann. „Ég geri ráð fyrir að þau mál séu langt komin þó að ég þori ekki að fullyrða neitt um það.“ freyr@24stundir.is Búið að greiða 400 milljónir eftir skjálftann Tjón á 1000 húsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.