24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008ATVINNA30 stundir Grunnskólann á Tálknafirði vantar kennara til starfa á næsta skólaári. Auk umsjónarkennslu á öllum stigum vantar kennara í ýmsar greinar. Til að mynda: • Stærðfræði • Íslensku • Náttúrufræði • Samfélagsfræði • Tungumál • Smíði og nýsköpun • Íþróttir • Stuðnings- og sérkennslu Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 456 2537 eða 897 6872, netfang; grunnskolinn@talknafjordur.is eða formaður skólanefndar í síma 456 2623 og 862 2723, netfang; gullabj@simnet.is Kennarar athugið! Laus störf hjá Tálknafjarðarhreppi Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur í boði. Kennarar fá fartölvu til afnota við störf sín. Grunnskólinn á Tálknafirði er þátttakandi í Olweusarverkefni Menntamálaráðuneytisins gegn einelti. Skólinn hefur verið þátttakandi í grænfánaverkefni Landverndar síðan 2004, flaggaði Grænfánanum fyrst vorið 2006 og fékk nýjan fána nú í vor. Skólinn hefur undanfarin ár, í sam- starfi við Grunnskóla Vesturbyggðar, unnið að þróun dreifmenntarkennslu á grunn-skólastigi í verkefni sem nefnist Dreifmennt v/Barð. Unnið verður að frekari þróun þessa verkefnis á næsta skólaári, nú í samstarfi við grunnskóla á norðanverðu Snæfellsnesi. Í undirbúningi er samstarf við skóla og skólabúðir í austanverðu Finnlandi með samstarf nemenda á unglingasti- gi skólanna í huga. Flúðaskóli auglýsir eftir kennurum og þroskaþjálfa til starfa skólaárið 2008-2009 Er Flúðaskóli fyrir þig? • Útikennsla • Skólaskógur • Frábært umhverfi • Jákvæður starfsandi • Skapandi skólastarf • Einstaklingurinn í fyrirrúmi • Uppeldi til ábyrgðar Við leitum að kraftmiklu fólki í eftirtaldar stöður: • Umsjón og almenna kennslu í 3. og 7. bekk • Náttúrufræðikennslu • Íþróttakennslu • Tónmennt • Sérkennslu Flúðaskóli í Hrunamannahreppi er dreifbýlisskóli með tæplega 200 nemendur í 1. - 10. bekk. Skólinn er á Flúðum, sem er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Öll þjónusta er á staðnum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: http://www.fludaskoli.is Umsóknarfrestur er til 13. júní 2008. Nánari upplýsingar gefa Guðrún Pétursdóttir skólastjóri og Jóhanna Lilja Arnardóttir aðstoðar- skólastjóri í síma 480 6610, fludaskoli@fludaskoli.is Höfðaskóli auglýsir Lausar stöður grunnskólakennara Við leitum að íslenskukennara á unglingastig til af- leysinga vegna fæðingarorlofs. Umsóknarfrestur er til 16. júní. Höfðaskóli á Skagaströnd er grunnskóli með rúm- lega 100 nemendum. Skólinn er vel búinn til kennslu og vinnuaðstaða kennara er góð. Endur- menntun og þróunarstarf er skipulagt í samvinnu við fræðslustjóra og grunnskólana í Húnavatns- sýslum. Nánari upplýsingar veita Hildur Ingólfsdóttir skóla- stjóri, vs. 452 2800, gsm 849 0370 og Elva Þóris- dóttir aðstoðarskólastjóri, gsm. 845 2991. Hægt er að senda umsóknir á netfangið hofdaskoli@skagastrond.is Við bjóðum barnvænt umhverfi, gott samstarfsfólk, ódýra húsaleigu og flutningsstyrk. Skagaströnd er kauptún með um 530 íbúum. Þar er leikskóli, íþróttahús, heilsugæsla og öll al- menn þjónusta. Aðeins eru 30 km á skíðasvæðið á Tindastóli, 160 km til Akureyrar og 260 km til Reykjavíkur. Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 Atvinnuleitendur kannast við stressið sem fylgir því að búa til hina fullkomnu ferilskrá. Það er full ástæða til þess að taka þessa vinnu alvarlega enda lendir ferilskráin gjarnan í bunka ásamt tugum ef ekki hundruðum annarra. Þú þarft því að gæta þess að þín ferilskrá grípi augað og gefi tilvonandi vinnu- veitanda þá tilfinningu að þú sért rétta manneskjan í starfið. Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga ef skrifa á góða ferilskrá sem tryggir að þú komist í hið langþráða atvinnu- viðtal. Í fyrsta lagi þarft þú að muna að ferilskráin er skrifuð fyrir vinnuveitandann en ekki þig. Þú þarft því að útskýra hvað þú átt við ef þú segir frá eiginleikum eða reynslu sem þú telur að skipti máli. Heiðarleiki skiptir einnig miklu máli en lygar á ferilskránni geta valdið þér miklum vandræðum síðar meir. Það er allt í lagi að ýkja aðeins með því að segjast hafa reynslu í einhverju sem þú hefur prófað einu sinni en þegar þú segist hafa unnið hjá fyrirtæki sem þú hefur aldrei komið nálægt setur þú orð- spor þitt í mikla hættu. Lokaskrefið í gerð ferilskrár er að láta lesa vel yfir hana og að hanna útlitið þannig að það grípi augað. Texti sem skrif- aður er án greinaskila, hausa og þess háttar er mjög leiðinlegur aflestrar. Það sama á við um texta sem er fullur af stafsetn- ingar- og innsláttarvillum. Slíkur texti sýnir svo ekki verður um villst að þú hefur engan áhuga á starfinu. Illa gerð ferilskrá er sambærileg við að mæta í viðtal illa þrifinn og klæddur í íþróttagalla. Gott að hafa í huga Góð ferilskrá er gulls ígildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.