24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 24stundir henni. Í Póllandi kynntist ég dr. Agnieszku innkirtlafræðingi og dr. Boris, magasérfræðingi og her- lækni, sem sá um ristilskolanir. Hann gerir mannkyninu mikið gott með því að rannsaka manna- saur alla daga. Ristilkrabbamein er stærsta vandamál mannkynsins um þessar mundir.“ Ekki vill Rósa meina að ristil- skolanir valdi sérstökum óþægind- um. „Maður sest í stól og ylvolgu vatni er sprautað upp. Síðan ýtir maður því út. Við kölluðum það að fara á pinnann. Gerðar eru þrjár skolanir með tveggja daga millibili, 35 innspýtingar í hvert skipti. Svo þarf að líða ár þangað til maður fer aftur.“ Er líkaminn ekki fullfær um að hreinsa sig sjálfur? „Detox byggir á þeirri kenningu að líkaminn hafi eigin lækningamátt. En ef fólk borðar mikið af slæmu fæði þá stíf- last meltingarkerfið. Dr. Boris sýndi okkur myndir af því sem hef- ur komið út úr ristli fólks og það var svakalegt að sjá. Kolsvartar lengjur, jafnvel fjörutíu til fimmtíu ára gamall kúkur. Þetta er mjög merkilegt starf. Pólland og Pólverj- ar eiga alla mína virðingu eftir þetta,“ segir Rósa. „Ég hvet þjóðina til þess að gera þetta. Þetta er lífs- spursmál. Fólk fór út með 6-8 lyf í farteskinu en gat hent þeim öllum að meðferð lokinni. Meira að segja læknar hér heima eru farnir að hrósa þessu. Eins og dr. Boris sagði: Það er ekki nóg að vera fallegur og tískuklæddur ef maður er grútskí- tugur að innan. Ég ætla aftur,“ seg- ir hún ákveðin. Báðar á forsíðum Mannlífs Heiðveig segist alls ekki hugsa jafn vel um heilsuna og mamma hennar. „Nei, ég bæði reyki og drekk kaffi. Það er eiginlega uppi- staðan í mínu fæði á daginn,“ segir hún. Hún vakti nokkra athygli fyrir fyrirsætustörf á sínum tíma en vill sem minnst úr þeim gera. „Þetta var bara svona tímabil. Eiginlega bara djók,“ segir hún brosandi. Á forsíðu marsheftis Mannlífs árið 2004 mátti sjá hana, ásamt tveimur öðrum brosmildum, nöktum stúlkum. Forsíðufyrirsögnin var: „Óþekku stelpurnar“. Tekið skal fram að ekki sást í eina geirvörtu á myndinni, hvað þá meira. Sjálf sat Rósa fyrir á eftirminnilegri forsíðu Mannlífs þar sem hún var nakin í baði. „Rósabaðið?“ spyr Rósa þegar ég rifja þetta upp en baðvatnið á myndinni var þakið rósablöðum sem huldu líkama hennar. „Ég hitti Bjarna Brynjólfsson, þáverandi rit- stjóra Mannlífs, í gær og hann vildi meina að þetta hefði verið forsíða aldarinnar. Það er ennþá verið að tala um þetta. Myndin var saklaus en spilaði inn á einhverja rómantík hjá þjóðinni,“ segir hún. Heiðveig skýtur því inn í að hún hafi verið viðstödd þegar forsíðu- myndin var tekin. „Var þetta ekki heima hjá einhverri konu?“ spyr hún móður sína. „Jú. Ég var alltaf hrædd um að umtalið og blaðaskrifin um mig myndu bitna á dætrum mínum. Það var mikil barátta hjá mér að verja þær,“ segir Rósa. Var þér strítt á mömmu þinni, Heiðveig? „Eitthvað aðeins. Það er alltaf álag að vera barn þekktrar persónu. En það var ekkert einelti. Bara eins og krakkar eru. Þeir geta verið mis- kunnarlausir.“ Heiðveig segir móðir sína að mörgu leyti sína fyrirmynd. „Hún er sjálfstæð kona og kenndi mér að vera ekkert að væla og vorkenna mér. Ég fékk enga styrki eða þann- ig, ég hef alltaf unnið fyrir mér.“ Þú hefur ekki verið ofdekrað barn? „Nei, ég var bara eðlilegt barn og átti mjög eðlilegt heimilislíf. Mamma stóð sig vel og lét mig aldrei skorta neitt. Ég fann ekki fyr- ir því að hún ynni mikið því hún gaf sér alltaf tíma. Fór t.d. alltaf með mig til útlanda á hverju ein- Við erum ekki hermenn. Þess vegna vil ég ekki konur á þingi. Við konur erum allt öðruvísi en karlar. Konur eru græðarar í eðli sínu.“ Núna rísa hárin á fólki úti í bæ – tveimur dögum eftir sjálfan kven- réttindadaginn … „Þessu hef ég haldið fram alla tíð og hef ekki vikið frá skoðunum mínum. Ég tek samt eftir því að ungar stelpur eru margar farnar að rækta þetta kvenlega í sér. Ég er ánægð með það,“ segir Rósa. Ekki er Þorgerður Katrín neitt sérstaklega ókvenleg eða hvað? „Hún bara fótboltastrákur. Hún er að leika hermann. Í mínum huga er hún að leika karl og í raun veit ég ekki fyrir hvern hún er að leika það hlutverk.“ Heiðveig tekur upp hanskann fyrir menntamálaráðherra: „Ég er alveg ósammála. Mér finnst hún æðisleg. Ég sá hana einhvern tím- ann niðri í skóla í eigin persónu. Ofboðslega falleg kona með mikla útgeislun.“ Rósa er þó ekki tilbúin að fallast á það að konur eigi erindi á þing á 21. öldinni. „Hverju hafa konur áorkað á þingi? Ég segi að þær hafi litlu áorkað og eigi að hætta þessu.“ Á Alþingi ekki að endurspegla samfélagið? „Alþingi, þessi sjoppa við Aust- urvöll, er búið. Þetta alþingisform heyrir sögunni til. Verið getur að það séu margir góðir menn þarna niðri á þingi en þetta form er gjör- samlega dautt.“ Hvað viltu sjá í staðinn? „Gunnar Birgisson, bæjarstjór- inn í Kópavogi, á að taka við þessu. Verkfræðin á að koma inn í þetta. Við eigum að henda lögfræðingum og hagfræðingum og fá verkfræð- inginn Gunnar Birgisson. Fífla- gangurinn sem á sér stað í sjopp- unni við Austurvöll er alveg fyrir neðan allar hellur.“ Af hverju skellir þú þér ekki bara í pólitík, Rósa? „Pólitík er bara alls ekki fyrir konur að mínu mati. Ég vil láta hæfileika mína njóta sín á öðrum grundvelli. Ég myndi óska þess að forráðamenn þjóðfélagsins gerðu konum kleift að vera heima með börnin. Börnin eru það dýrmæt- asta sem við eigum. Þessu áttu kerlingartuðrurnar að berjast fyrir. Það eina sem þær hafa afrekað er að rústa heimilunum.“ Hvað áttu við? „Er ekki merkilegra að vera móðir en að vinna úti? Ég hefði viljað vera heima með börnin. Gömlu kvenréttindakonurnar börðust fyrir friðhelgi heimilisins. Ekkert kemur í staðinn fyrir móð- urina. Móðirin er leg þjóðfélags- ins.“ Engin lognmolla Heiðveig segist ekkert vera farin að velta barneignum fyrir sér, enda kornung ennþá. „Ætli ég byrji ekki á því svona um þrítugt,“ segir hún. Rósa var 24 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og þótti þá fjörgöm- ul móðir að eigin sögn. „Líf mitt hefur einkennst af mik- illi vinnu. Ég lagði áherslu á að dætur mínar gætu staðið á eigin fótum. Og það tókst. Ég er stolt af því.“ Hvað hefur þú lært af móður þinni, Heiðveig? „Að vera sjálfstæð og að koma fyrir mig orði. Að klára það sem maður byrjar á en ekki hætta í miðju kafi. Líka það að koma fram og vera mannblendin,“ segir Heið- veig. Mæðgurnar hafa fengið sinn skammt af erfiðleikum en segja þá bara hafa styrkt sig. „Við höfum tekist á við og komist í gegnum holskeflur á hressilegan hátt. Það kemst enginn í gegnum lífið án þess. Sem betur fer. Annars væri lífið bara lognmolla,“ segir Rósa. Hvað hafið þið lært af því að fara í gegnum slík tímabil? „Að lífið heldur áfram. Það er svo einkenni- legt. Þótt maður haldi annað. Mað- ur þarf líka að venja sig á að vera glaður. Gleði er svo mikið atriði í lífinu.“ Hver er þinn styrkur þegar eitt- hvað bjátar á, Heiðveig? „Ég veit það ekki. Bara að trúa á sjálfa mig. Það sem drepur mann ekki styrkir mann.“ „Hún heldur alltaf áfram ef hún rekst á vegg,“ bætir móðir hennar við. Hvað skiptir ykkur mestu máli í lífinu? „Það sem skiptir mig mestu máli er friður, gleði og góðmennska. Og nægjusemi. Ég skulda engum neitt,“ segir Rósa. Heiðveig er ekki í neinum vafa: „Að vera hamingjusöm. Að elska og vera elskaður. Og að njóta dags- ins í dag.“ 24stundir/Árni Sæberg asta sumri. Hún var náttúrlega bæði mamman og pabbinn. Ég hef aldrei haft mikið samband við pabba minn.“ Ekki fórst þú með dótturina í fisk- veiði og á skyttirí, Rósa? „Jú, jú, við fórum í veiði en ekki skotveiði. Ég varð að leika alla fjöl- skylduna og ég gerði það.“ Jafnrétti næst aldrei Rósa hafði sterkar skoðanir á málefnum kynjanna sem hún hik- aði ekkert við að flagga. Hræddist ekki að sigla á móti straumnum. Það hefur ekki breyst, nema síður sé. „Ég var á móti rauðsokkum og femínistakerlingum. Þær héldu að ég væri bara að grínast. Málið var að ég meinti hvert einasta orð sem ég sagði. Konur eru og eiga að vera fallegar.“ Finnst þér femínismi þá ganga út á að afneita kvenlegri fegurð? „Ég rifja stundum upp mína frægustu setningu: Konur sem eru alltaf að djöflast í karlmönnum og krefjast jafnréttis eru konur sem hafa beðið mikinn ósigur í svefn- herbergi sínu. En þetta var erfitt. Það lá við að ég yrði að flýja land.“ En nú ert þú sjálf þessi sterka kona, útivinnandi og einstæð móð- ir … „Já, fólk heldur það. Það er bara leikkonan í mér. Ég var með lítil börn og þurfti að vinna fyrir mér. Ég er sterk en ég er afskaplega mikil blúnda. Er mjög viðkvæm kona, lítil í mér og á mínar grát- stundir eins og aðrir.“ Hver er þín skoðun á kvenrétt- indamálum, Heiðveig? „Ég er enginn femínisti.“ Hvernig skilgreinir þú það orð? „Konur sem vilja komast í karla- störf,“ segir hún eftir smá umhugs- un. „Konur sem byggja lífsmottó sitt á misskilningi,“ bætir Rósa við. „Konur eiga bara að vera konur.“ Hvað eru karlastörf að ykkar mati? „Æ, ég veit það ekki. Bara svona jakkafatastörf,“ segir Heiðveig en bætir því við að hún hafi ekki sterkar skoðanir á þessum málum. „Fyrir Guðs mildi eru konur öðruvísi en karlar. Því meiri sem munurinn er þeim mun betra. Konan skyldi aldrei reyna að verða karl,“ segir Rósa. Nú hafa orðið miklar breytingar í sambandi við forsjá og feðraorlof. Hvað finnst ykkur um þær? „Nú er fólk farið að búa í sama hverfinu eftir skilnað ef það á börn. Ef ég skildi við einhvern karl myndi ég ekki vilja sjá hann nálægt mér, ekki einu sinni í sama hverfi. Svo er verið að láta menn fá feðraorlof. Hvað eiga menn að vera að hanga yfir sofandi barni með pela allan sólarhringinn? Þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Rósa og henni er greinilega heitt í hamsi. Sumir myndu telja þetta sjálfsögð mannréttindi … „Já, mér finnst þetta engin mannréttindi. Þetta er fíflagangur.“ Heiðveig er ekki sammála móð- ur sinni og telur umræddar breyt- ingar til bóta. „Mér finnst gott að karlmenn sinni börnunum líka,“ segir hún. „Þeir geta svo sem verið með börnunum en ég er á móti því að þeir fái feðraorlof. Jafnrétti næst aldrei,“ segir Rósa ákveðin. „Kerl- ingarnar verða bara að fara að kyngja þessu. Karlmaðurinn er sá sem á að stjórna þjóðfélaginu. Karlinn er hermaður – og það er hernaður að stjórna þjóðfélagi. Fótbolti er hernaður. Þingmennska er hernaður. Það er alltaf verið að rífa kjaft og drepa andstæðinginn. a Konur sem eru alltaf að djöflast í karlmönnum og krefjast jafnréttis eru konur sem hafa beðið mikinn ósigur í svefn- herbergi sínu. a Það er alltaf álag að vera barn þekktrar persónu. En það var ekk- ert einelti. Bara eins og krakkar eru. Þeir geta verið miskunnarlausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.