24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 21.06.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 24stundir Öflug umræða um skipulagsmál borgarinnar er nauðsynlegri nú en nokkru sinni fyrr. Langvarandi forystuleysi borgaryfirvalda í þess- um málum hefur skemmt verulega fyrir eðlilegri þróun borgarinnar. Ef fram fer sem horfir mun Land- spítali rísa í kjarna borgarinnar, flugvöllurinn skal fara eða vera kyrrsettur, gömul og niðurnídd hús í miðbæ borgarinnar skulu rif- in eða varðveitt og ný íbúðahverfi vaxa í útjaðri borgarinnar. Ég tel umræðuna um Vatnsmýrina, 102 Reykjavík, leggja skugga á um- ræðu um aðra skipulagsþætti. Til eru önnur svæði þar sem íbúa- byggð kemur til greina í kjarna höfuðborgarinnar. Nýjar hugmyndir Borgarfulltrúar allra flokka tala fagurt um þróun miðbæjarins og heildarmynd borgarinnar. Hins vegar virðast flestir þeirra vera al- gjörlega fastir við Vatnsmýrina þegar kemur að þróun nýrra íbúa- hverfa í miðbænum. Nauðsynlegt er að koma á framfæri hugmynd- um sem geta stuðlað að íbúafjölg- un í kjarna borgarinnar á næstu áratugum eins og tilteknir stjórn- málamenn gera til dæmis með Vatnsmýrartillögunni. Hins vegar eru til aðrar leiðir sem ná fram sömu markmiðum þar sem flutn- ingur flugvallarins er ónauðsyn- legur. Þær lausnir geta verið fram- kvæmanlegar á mun skemmri tíma heldur en þróun byggðar í Vatnsmýri. Flugvöllurinn kyrr Óbreytt staðsetning flugvallar- ins er skynsamleg að mínu mati og þarf alls ekki að útiloka uppbygg- ingu í nágrenni hans. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að stór hluti Reykvíkinga vilji halda flugvellinum. Peer Teglgaard Jeppesen, einn þekktasti arkitekt Dana og hönnunarstjóri arkitekta- stofunnar HLT í Danmörku, vakti nýlega athygli á kostum þess að hafa flugvöllinn áfram í Reykjavík. Peer sagði meðal annars að ekki væri gáfulegt að láta fólk aka lang- ar leiðir að óþörfu til að sækja inn- anlandsflug, eins og til dæmis til Keflavíkur, þar sem slíkt leiðir af sér óþarfa orkunotkun og þar af leiðandi mengun. Varðandi upp- byggingu í Vatnsmýrinni sagði hann að flugvélar muni þróast og þurfa styttri flugbrautir og því gæti flugvallarsvæðið hugsanlega minnkað í framtíðinni. Höfnin flutt Flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að þétta byggð í kjarna Reykjavíkur. Í því samhengi er rétt að taka hafnarsvæðin til umræðu. Þetta eru með verðmæt- ustu svæðum borgarinnar og geta vel orðið með þeim fallegri. Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir hafnarsvæðin í mið- borginni að nauðsynlegt er að koma svæðinu í lag með einhverj- um hætti. Að mínu mati væri skynsamlegast að fylla upp í 80- 90% af núverandi hafnarsvæði við miðbæinn, sem er um það bil 27 hektarar, og þróa þar íbúabyggð og mynda þannig bryggjuupplifun ásamt því að leggja áherslu á göngusvæði. Með þessu myndi íbúum miðbæjarins fjölga ört þar sem nú þegar er byrjað að byggja á svæðinu og afar vinsælt að búa í slíkum hafnarhverfum. Einnig ætti að athuga önnur hafnarsvæði í kjarna borgarinnar. Hægt væri á næstu áratugum að flytja Eimskip, Samskip og aðra úr Sundahöfn og breyta öllu því svæði í íbúahverfi. Til samanburð- ar má geta þess að hér er um að ræða landsvæði sem er töluvert stærra en Reykjavíkurflugvöllur. En umfjöllun um Sundahafnar- svæðin ein og sér er efni í aðra grein. Gamla höfnin og Örfirisey Gamla höfnin á að vera hluti af nýju hafnarhverfi. Hins vegar á Reykjavík að vera framsækin borg á sem flestum sviðum atvinnulífs og ætti að gera ráð fyrir nýju hafn- arsvæði yst í Örfirisey. Skilgreina þarf starfsemina sem á þar heima og veita atvinnugreininni góða og nútímalega aðstöðu. Ánægjulegt ef hægt væri að efla og halda hafn- arsvæðum borgarinnar virkari. Ekki á að fjarlæga höfnina, heldur flytja hana út fyrir núverandi hafnargarða. Rétt er af Reykjavík- urborg að veita sérstaklega smá- bátum og minni fiskiskipum að- stöðu. Þar sem hér er rætt um Örfir- isey er varla hægt að sleppa því að minnast á olíutankana. Krefjumst þess að þeir [olíutankarnir] verði fluttir annað og helst grafnir niður í jörðu utan höfuðborgarsvæðis- ins. Sjónmengunin hverfur, lóðir verða lausar fyrir aðra starfsemi og uppbyggingu ásamt því að keyrsla flutningabíla til og frá svæðinu í gegnum miðbæinn hverfur. Sem væri í sjálfu sér ákveðinn sigur í umhverfis- og öryggismálum. Hringbraut Í tengslum við þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram hér að ofan er rétt að staldra við sam- göngumálin. Þar sem hafnirnar yrðu fluttar lengra út væri hægt að leggja áframhaldandi Sæbraut í stokk framhjá tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu, yfir í Örfirisey og ná þaðan tengingu við Hringbraut. Þar með væri umferðinni ekki beint inn í miðborgina eins og til dæmis í gegnum Geirsgötu og Mýrargötu. Það er rangt að draga helstu umferðaræðar inn í íbúa- byggð að óþörfu. Höldum áfram með Sæbraut eins og hún var lögð á sínum tíma, meðfram sjónum. Búum til alvöru Hringbraut í kringum borgina. Skipulagsmál í úlfakreppu Látum ekki afstöðuleysi kjör- inna borgarfulltrúa og deilur þeirra á milli koma í veg fyrir áframhaldandi þróun Reykjavíkur. Það er kominn tími til að leysa skipulagsmál borgarinnar úr þeirri úlfakreppu sem þau eru búin að vera í. Byrjum að taka ákvarðanir sem skipta máli. Höfundur er stjórnmálafræðinemi og áhugamaður um borgarmálefni. Höfnin flutt, flugvöllurinn kyrr! UMRÆÐAN aReynir Jóhannesson Flestir eru sammála um að nauðsyn- legt sé að þétta byggð í kjarna Reykjavíkur. Í því samhengi er rétt að taka hafnarsvæðin til umræðu. Þetta eru með verðmætustu svæðum borgarinnar og geta vel orðið með þeim fallegri. Ný íbúabyggð Reynir bendir á hafnarsvæði fyrir nýja byggð. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 27. júní og 4. júlí frá kr. 29.995 Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í lok júní og byrjun júlí. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð. Súpersól tilboð, 27. júní eða 4. júlí í viku. Aukavika kr. 15.000 Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Súpersól tilboð, 27. júní eða 4. júlí í viku. Aukavika kr. 15.000 Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Söluaðili: BFT ehf. | Ævar Gíslason | Sími 840 0470 | bft@bft.is Glæsileg frístundahús með frábæru útsýni að Indriðastöðum í Skorradal Indriðastaðahlíð 102. Nútímalegt heilsárshús. Stærð 118.7 fm og möguleiki að bæta við gestahúsi og eða bílskúr. Hús klætt með lerki harðvið og flísum að utan, gluggar og hurðir eru ál að utan en timbur að innan. 4.170 fm eignarlóð. Indriðastaðahlíð 120 Nútímalegt heilsárshús. Stærð 118.7 fm auk 65 fm gestahúss og bílskúr. Hús klætt með jatoba harðvið og flísum en gluggar og hurðir eru úr mahogany. Hús með stórglæsilegu útsýni. 3.352 fm eignarlóð. Indriðastaðahlíð 106. Glæsilegt hús eftir norskri fyrirmynd stærð um 172 fm Vel skipulagt hús, 4 svefnherbergi, sjónvarpsher- bergi, 2 baðherbergi, eldhús, borð- stofa og stofa.. Húsið er klætt með sérgerðum 43 mm þykkum panil. 6.763 fm eignarlóð. Til sölu mjög vönduð heilsárshús við Indriðastaði. Steyptir sökklar með gólfhita. Heitt vatn og internettengin á staðnum. Húsin eru staðsett rétt ofan við nýja golfvöllinn að Indriðastöðum og er fyrirhugað að golfvöllurinn verði 27 holur. Sjá á www.indriðastaðir.is Aðeins 50 mínútna akstur frá Reykjavík og stutt í alla þjón- ustu í Borgarnesi. Möguleiki að fá bátaskýli við Skorradalsvatn. Hús fyrir vandláta. AA 24 st un di r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.