24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 17
Opið: virka daga 8.00 - 18.00 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Fax: 414 1001 • www. tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • Fax: 414 1051 • tengi@tengi.is Allt að 10 ára ábyrgð heilsunuddpottarnir stuðla að náttúrulegri slökun, þar sem þú endurhleður líkama og sál... Sundance Spas Auður Ottesen ritstjóri Sumarhúsa og garða og Páll Pétursson fagna nú 15 ára afmæli tímaritsins. Að baki vinnslu efnis tímaritanna er stór hópur fólks sem hefur brennandi og linnulausan áhuga á allri sérvisku sem ein- kennir alla þá sem hafa græna fingur á Íslandi. 15 ár af garðsérvisku »24 Hvað geta þeir sem þjást af frjóofnæmi tek- ið til bragðs vilji þeir ekki sitja inni í sumar? Besta aðferðin við frjóofnæmi er talin vera sú að forðast skaðvaldinn sem er auðvitað ógerlegt en þó má hanna garðinn með tilliti til sjúkdómsins og búa til öruggara skjól en annars. Setið inni í sumar? »20 Ekki ómerkari maður en Thomas Jeffer- son hélt garðdagbók. Nokkurs konar skrá yfir jurtir og framgang ræktunar þeirra í garðinum. Að halda dagbók yfir garðræktina er alls ekki óvitlaus hug- mynd og í dag halda margir slíka á netinu. Garðdagbækur »24 24stundir/Golli GARÐURINN AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS Björn Víglundsson er forfallinn golfáhugamaður og hefur keyrt fleiri hundruð kíló af sandi í garðinn hjá sér auk þess að leggja þökur til að búa til púttflöt. Hugmyndir Björns og eiginkonu hans um viðhalds-léttan garð má því segja að hafi orðið að engu en flötina þarf að slá á hverjum degi. Björn hefur þó gaman af nostrinu og segir lesendum allt um það hvað til þarf við slíka framkvæmd, en hann ætlar að halda stórt púttmót á flötinni í haust. Með púttvöll í garðinum Kostar mikið af sandi og grasi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.