24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 38
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Áhugi Íslendinga á So You Think You Can Dance hefur vaxið stöð- ugt síðan fyrsta þáttaröðin var sýnd og því ákvað Stöð 2 að kosta för íslenskra dansara í fjórðu þátta- röð. Gengið var frá þessu þegar Dan Karaty heimsótti landið á síð- asta ári. Parið Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir og Steve Lorenz fór út í hæfnispróf fyrir hönd okkar Ís- lendinga. Stressuð á sviðinu Hjördís og Steve starfa bæði hjá Íslenska dansflokknum. Þau fóru til Milwaukee í lok mars og tóku þátt í hæfnisprufunum. Parið vakti mikla athygli í prufunum og kynn- irinn, Cat Deeley, ræddi við þau í röðinni og aftur þegar inn var komið. „Ég fór á svið á undan Steve en ég hafði ekki gert ráð fyrir því fyrirfram að ég yrði tauga- óstyrk,“ segir Hjördís. „Það breytt- ist þó eftir að við höfðum beðið í salnum allan daginn og horft á keppnina. Starfsfólkið gerði auð- vitað í því að stressa okkur upp og það virkaði hjá þeim.“ Þættirnir eru nú þegar komnir í loftið í Bandaríkjunum en sýndir eru fjórir þættir úr áheyrnarpruf- unum. Þar koma íslensku dans- ararnir hvergi fram og áhorfendur eru því engu nær um hvernig þeim gekk. Útlendingar komast ekki að 24 stundir komust þó að því að ekki er nóg með að parinu hafi gengið einstaklega vel heldur komst Steve í hina eftirsóttu Las Vegas-viku. Þangað fóru um 200 manns af mörg þúsund sem mættu í prufur. Í Las Vegas eru dans- ararnir píndir í heila viku og að lokum eru 20 valdir til að taka þátt í keppninni. Þrátt fyrir þetta sést Steve ekki nema augnablik í þætt- inum og munu líklega fæstir taka eftir honum. Þetta mun vera vegna þess að útlendingar eru markvisst klipptir úr þættinum vegna reglna um atvinnuleyfi. Reglur keppn- innar heimila útlendingum þátt- töku en þeir eiga enga von um að komast áfram þar sem þau þurfa leyfi til að geta ferðast um Banda- ríkin og haldið sýningar að lokinni keppni. Aðstandendur þáttanna útvega ekki eða aðstoða með dval- arleyfi fyrir erlenda keppendur. Á hverju ári halda fleiri vongóðir dansarar til Bandaríkjanna í áheyrnarprufur án þess að gera sér grein fyrir að þeir munu aldrei birtast á skjánum. Það er þó ekki útilokað að við sjáum parinu bregða fyrir á Stöð 2 en líklega verður sýnd önnur og al- þjóðlegri útgáfa af þættinum hér á landi. Við á 24 stundum vonum að sjálfsögðu að við fáum að sjá þau Hjördísi og Steve. Íslenska parið klippt út úr So You Think You Can Dance Steve Lorenz komst til Vegas Íslenskir dansarar tóku þátt í einum vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna en kom- ust að því að útlendingar geta ekki komist í úrslit Vinsælust Sabra úr 3. seríu. Morgunblaðið/Golli Danspar Hjördís og Steve dönsuðu í Bandaríkjunum. 38 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir „Hvítabjörn og sauðkind eru tvennt ólíkt, þó bæði séu hvít. Fólk virðist samt sem áður rugl- ast á þessum ólíku dýrum. Ég spyr; Hvað varð eiginlega um náttúrufræðikennslu þessa lands? Miðað við lýsingarnar und- anfarið þá hefur eitthvað miður farið við kennslu í dýrafræði.“ Ásgerður Júlíusdóttir sterrur.blog.is „Það eru allir að sjá ísbjörn hvert sem þeir líta og þyrlur og fólk sent í leit að þessum blessuðu hestum og kindum sem fólk held- ur að sé ísbjörn. Þetta er orðið að allsherjar gríni! Þvílíka hasiter- ingin í fólki, um leið og það sér eitthvað hvítt í fjarska þá er það ísbjörn. Magnaður andskoti!“ Ómar Örn Ólafsson omar.eyjan.is „Spurning hvort einhver bóndinn sé farinn að setja óhóflegt magn stera í kindurnar sínar? Svona til þess að drýgja afurðina aðeins, líkt og kjúklingabændur hafa gert með sínum aðferðum undanfarin ár …“ Óttarr Guðlaugsson blogg.gattin.net BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Böddi í Dalton hefur náð sér að fullu eftir líkams- árásina á Höfn. Eftir þann lífsháska er kannski ekk- ert undarlegt að pilturinn ætli sér að fagna þrítugs- afmæli sínu með glans um næstu helgi en sveitin stendur fyrir mikilli garðveislu á Hressó á föstu- dagskvöld að því tilefni. Þar ætlar Dalton að spila lögin sín auk þess sem Böddi tekur lög af vænt- anlegri sólóplötu. bös Valgeir Sigurðsson virðist vera á góðri leið með að kynna útgáfufyrirtæki sitt, Bedroom Community, sem hið næsta „kúl“ frá Reykjavík. Nýjasta útgáfa félagsins, breiðskífa með bandaríska tónskáldinu Nico Muhly, var valin poppplata vikunnar af enska dagblaðinu The Sunday Times. Sem kom Valgeiri og félögum skemmtilega á óvart, þar sem platan var aldrei hugsuð sem poppplata. bös Birgir Ísleifur Gunnarsson og félagar hans í Mo- tion Boys eru við það að sleppa nýju lagi í spilun. Það heitir The Queen of Hearts og segir Birgir að lagið muni verða „skemmtilegt sjokk“ fyrir þá sem þekkja til sveitarinnar því þar kveði við nýjan tón. Segir meiri áhrif frá Rolling Stones en Kraftwerk. Motion Boys eru að hljóðrita 11 laga plötu er verð- ur kláruð í ágúst. bös „Fólk er mjög ánægt með bjór- verðið hjá okkur, en ekki er hægt að segja að sama ánægja ríki með eldsneytisverðið,“ segir Valdimar Halldórsson, einn eigenda Ný- lenduvöruverslunar Hemma & Valda, sem í fyrradag seldu bjórinn á díselverði, eða hálfan lítra á 198 krónur. Eins konar menningarstarfsemi Þeir félagar opnuðu staðinn fyr- ir rúmum mánuði, sem staðsettur er í gamla Hljómalindarhúsinu við Laugaveg 21. Þeir selja frekar óhefðbundnar vörur, bjór, barna- föt, reiðhjól og ermahnappa svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum opnir fyrir allri hönnun, fyrir þá sem vilja selja hjá okkur, en annars er þetta bar og kaffihús líka. Við höldum tónleika og ýmsa menn- ingarviðburði líka.“ En eru það góð viðskipti að selja bjór á afslætti í kreppuástandi? „Við prófuðum aðeins aðra út- færslu á þessu á kvenréttindadag- inn, þegar við veittum konum sér- stakan afslátt. Það gafst mjög vel, þó svo um hafi verið að ræða já- kvæða mismunun! Þá heyrðum við af því, að erlendis væri bensín- ið orðið dýrara en bjórinn og þá stukkum við til og vorum með einn kút á tilboði milli 9 og 10. Við auglýstum þetta bara á heimasíð- unni okkar, verzlun.com, en þetta hefur gefist vel og mun vera eitt- hvað áfram í sumar,“ segir Valdi, sem vonar bara að bensínið hækki enn þá meira. „Já, það væri ekki ónýtt fyrir okkur, þá kannski get- um við haldið þessu réttu megin við núllið!“ traustis@24stundir.is Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda Selja bjórinn á bensínverði Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 5 2 9 7 3 4 1 6 9 4 1 5 6 2 3 8 7 6 7 3 8 1 4 2 5 9 4 1 7 6 8 9 5 2 3 2 8 9 7 3 5 6 4 1 3 6 5 2 4 1 9 7 8 1 9 4 3 2 7 8 6 5 7 3 6 4 5 8 1 9 2 5 2 8 1 9 6 7 3 4 Hvað meinaru ’settu upp tjaldið’ ? Tjaldið ER komið upp. Jæja Árni, á að fara á Bjarkar og Sigur Rósar tónleikana á laugardaginn? Árni Johnsen alþingismaður hefur átt í orðaskiptum við Björk Guð- mundsdóttur á síðum blaðanna, en hann sakaði Björk um barna- leg viðhorf til stóriðju. Björk og Sigur Rós halda útitónleika í Laug- ardalnum á laugardaginn, en yfirskrift tónleikanna er náttúra. FÓLK 24@24stundir.is a Já, ég hugsa það nú. fréttir 25% AFSLÁTTUR SUMARTILBOÐ ® - Lifið heil

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.