24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 11 ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Við þurfum bara að hreinsa til og halda lífinu áfram. Auðvitað er það ekki eins auðvelt og að segja það en það er það sem við þurfum að gera. Og það munum við gera. JoAnne Smiley, bæjarstjóri Clarksville í Missouri. Mississippifljót heldur áfram að hrella nágranna sína með vatna- vöxtum. Veðurfræðingar telja að flóðhæð nái senn hámarki, en varnargarðar eru víðast vatnssósa og hætt við að þeir bresti. „Fólk er þreytt, en það er enn þá á staðnum og enn þá sterkt,“ segir Jo Anne Smiley, bæjarstjóri smá- bæjarins Clarksville, sem er var- inn af bráðabirgðavarnargörðum úr sandpokum. „Þetta er sam- félag sem getur staðið þetta af sér.“ Robert L. Van Antwerp, yfirmað- ur verkfræðideildar hersins, skoðaði flóðasvæðin á mánudag. Hann lofaði vel heppnaða sam- vinnu yfirvalda og hrósaði al- menningi fyrir frammistöðu sína á erfiðum tímum. „Það er hörkuslagur í gangi við flóðið hérna og ég hef óhemju- góða tilfinningu fyrir fólkinu á svæðinu,“ sagði Van Antwerp á blaðamannafundi. Um 17.000 hektarar akurlendis hafa farið undir vatn en telja menn það vel sloppið miðað við stærð flóðsins. andresingi@24stundir.is Enn barist við Miss- issippi AFPAð flýja Fólk bindur dýnu við þak bíls til að geta lagt í hann á flótta undan flóðavötnum Mississippiár í Missourifylki. Kósí í Ísrael Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sótti Ísrael heim ásamt eiginkonu sinni, Cörlu Bruni-Sarkozy. Seppaskór Þýskur lögregluhundur sýnir blaðamönnum nýju skóna sína. Lögreglan í Düsseldorf hefur gripið til þessa ráðs til að verja loppur voffanna fyrir glerbrotum og annarri óværu. Bann í bráð? Flugeldasölur sem þessi gætu senn heyrt sögunni til í Bagdad. Þingið tekur í mánuðinum til um- ræðu tillögu um bann við innflutningi, sölu og dreifingu skotelda í landinu.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.