24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Einkenni frjóofnæmis koma að- allega fram í augum og nefi. Augn- einkennin eru oft þau sem koma upp um orsökina enda auðvelt að villast á kvefi og ofnæmi og margir hafa glímt við ofnæmi árum sam- an án þess að hafa gert sér grein fyrir því. Frjóofnæmi er einn algengasti ofnæmissjúkdómur á Íslandi, 10% allra einstaklinga eru haldin þess- um kvilla. Hvað veldur ofnæminu? Frjókornin er glæða landið lífi og gróðri geta valdið ofnæm- iseinkennum. Þau eru litlar agnir, ekki sýnilegar berum augum. Þeg- ar þeim er andað inn um nef og munn erta þau slímhúðina, slím- húð í augum ertast að auki auð- veldlega. Algengast er að frjókorn grastegunda valdi ofnæmi en birki, túnfíflar og hundasúra eru algengir skaðvaldar einnig. Afar sjaldgæft er að frjókorn frá blómstrandi blóm- um valdi ofnæmi. Hvað má gera? Besta meðferð við frjóofnæmi er því miður að forðast skaðvaldinn. Það er þó næstum því ógerlegt. Í lyfjabúðum má kaupa nokkrar teg- undir af andhistamínum yfir borð- ið án lyfseðils og er sjálfsagt að reyna þau. Hægt er að kaupa töfl- ur, freyðitöflur og mixtúrur (gott fyrir börn), augndropa sem virka staðbundið á ofnæmisbólgur í augum og nefstíflulosandi lyf geta verið gagnleg einnig (þau má að- eins nota í stuttan tíma í einu, 7-10 daga). Hönnun garðsins Fyrir þá sem þjást af frjóofnæmi getur verið góð hugmynd að hanna garðinn með tilliti til sjúkdómsins. Stemma þarf stigu við helstu skað- völdunum, hundasúrunum og fífl- unum sem skal skammlaust út- rýma úr nánasta nágrenni. Birki skal ekki planta í garðinn og þá er góð hugmynd að hafa frekar mikið af blómabeðum og matjurtum í garðinum og takmarka grasflötina með því að leggja stétt eða byggja trépall við húsið. Þar sem blóm gefa sjaldan frá sér frjókorn sem valda ofnæmi má að sjálfsögðu búa til sannkallaða paradís sem hægt er að njóta. Hönnun garðsins getur vissu- lega hjálpað þeim er þjást af of- næmi en aldrei að öllu leyti enda frjókornin afar smá og berast víða með golunni. Hvað geta þeir sem þjást af frjókornaofnæmi tekið til bragðs? Frjókornin í loftinu ➤ Helstu tímabil frjóofnæmis ersumarið en mismunandi frjó- korn koma fram á mismun- andi tímum sumars. ➤ Grasfrjóin eru af mörgum tal-in verst því þau eru stöðugt í loftinu frá lokum júní fram í september. FRJÓOFNÆMI Ert þú með stíflað nef í góða veðrinu? Nef- rennsli, hósta, þurr og rauð augu? Þyngsli í höfði? Þú gætir verið með frjóofnæmi og að öllum líkindum er garð- vistin ekki sælan tóm. En hvað er hægt að gera? Japanskur garður Þessi garður er í Kyoto, Japan. Fagrir steinar og sígrænn gróður geta komið í stað grasflatanna og birkitrjánna sem erta ofnæmissjúklinga. Tvískipt hurð Á Grjóta- götu 11 lét Finnur Guð- steinsson skipta hurðinni til að geta setið í sólinni án þess að fá trekk í hús- ið. Þessi lausn verður æ vinsælli hér á landi. Falleg verönd Góð lausn fyrir illa haldna. Að vísu eru birkitré í næsta garði enda verður hættan aldrei alveg flúin. LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð! Baldursnesi 6 Akureyri 0501414imíS Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 Heilsunuddpottar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.