Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 2

Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 2
Listrænar jólagjafir Í Safnbúð Listasafns Íslands fást sannarlega listrænar jólagjafir. Þar má nefna útgáfur Listasafns Íslands, bækur, kort og veg- gspjöld, skissubækur og segla með myndum af verkum íslenskra listamanna. Frá Metropolitian Museum of Art, New York: Úrval af sjölum úr ull og silki, William Morris- og Paisley-mynstur. William Morris-töskur, snyrtipokar og regnhlífar. Jólaskraut, hinir vinsælu „Met“-safnskór. Herrabindi og herraklútar, William Morris- og Leonardo da Vinci-mynstur. Frá Museum of Modern Art, New York: Ný sending af hinum vinsælu MoMA- dagatölum og klukkum. Jólaskraut og ýmsar smávörur. Fyrir börnin: Fingrabrúður og leikhús. Lilja í garði listmálarans – brúður, pússluspil, skissubækur, kort o.fl. „Þetta er búinn að vera draumur hjá mér mjög lengi.Mér fannst oft þegar ég keypti mér nýjar jólaplötur að það væri ekki nema hluti laganna jólalegur í mínum huga. Því fannst mér þetta fín hugmynd að safna saman jólalögum sem ég ólst upp við eða átti sjálfur á plötum og koma þeim út á einni plötu,“ segir Gestur en út er að koma platan Gott um jólin með uppáhaldsjólalögunum hans. „Svo þegar ég nefndi þetta við þá Skífu-menn tóku þeir mjög vel í þessa hugmynd mína og hrintu henni í framkvæmd. Ég vel tónlistina en þeir gefa hana út. Þetta er tónlist frá ýmsum tíma, með ýmsum flytjendum frá ýmsum löndum.“ Ertu mikill jólamaður? „Já, alveg geysilegur. Mér líður aldrei betur en um jólin. Að undirbúa jólin, setja upp ljós og skreytingar bæði úti og inni er frábær tími.“ Hvernig valdir þú lög á plötuna? „Það er dálítið skrítið að sitja heima síðsumars og hlusta á jólalög til að setja á plötu, en það var samt mjög skemmtilegt. Ég var nú nokkuð viss um hvaða lög ég vildi hafa á þessari plötu. Aðalmálið var að hafna lögum sem mig langaði að hafa með. Eins og ég sagði er þetta tónlist frá ýmsum tímum með ýmsum flytjendum. Ég vel lög sem höfða til mín. Ég vil hafa jólalög hátíðleg. Mér þykir frábært að heyra flytjendur eins og Mahalíu Jackson syngja fallegt jólalag. Sum þessara laga eru frá því ég var lítill strákur og hlustaði á jólatón- list með foreldrum mínum. Þau bara festust í mér og eru hluti jólanna. Þess vegna eru þau þarna. Önnur eru yngri og eru af plötum sem ég og fjölskyldan höfum safnað að okkur í gegnum árin. Við spilum til dæmis alltaf sömu plöturnar þegar við skerum út laufabrauðið heima.“ Er saga á bak við þau og valið á þeim? „Ekkert nema það að sum þeirra kalla fram ákveðnar minningar. Ég man til dæmis hvaða plötur voru spilaðar þegar ég var lítill strákur og get því látið hugann reika til baka. En ég get sagt þér að fyrst þegar ég heyrði Jusse Björling syngja „Helga natt“ þá gerðist eitthvað inni í mér. Enda er það líka svo að margir hlustendur á Rás 2 senda mér tölvupóst eða hringja í mig í byrjun desember og spyrja hvenær ég ætli að byrja að spila Jussa, því þessu fólki þykir jólaundirbúningur ekki byrja, eða jólin sjálf að koma, nema heyra í okkar manni – Jussa.“ Munu þessi lög heyrast í þættinum þínum í desember? „Já, auðvitað. Ég sé ekki ástæðu til annars, því þetta eru bara jólalög sem mér þykja hátíðleg og falleg. Í mörg ár hef ég séð um þátt eftir hádegið á aðfangadag á Rás 2. Þar spila ég jólatónlist og spjalla við hlustendur og Íslendinga í útlöndum. Þar hef ég spilað þessa tónlist sem hringir inn jólin hjá okkur. Ég vona því að þessi plata eigi eftir að gleðja fólk sem vill það sem ég kalla jólalega jólatónlist. Hún er að minnsta kosti jólaleg fyrir mér.“ „ En ég get sagt þér að fyrst þegar ég heyrði Jusse Björ l ing syngja „Helga natt“ þá gerðist e i t thvað inni í mér. “ Útgefandi: Árvakur hf. • Ábyrgðarmaður: Anna Elínborg Gunnarsdóttir • Efnisstýring, hönnun og útlit: Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir, helgin@mbl.is, sími 894 0038 • Höfundar efnis Gunnar Hersveinn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigurður Bogi Sævarsson, Snæfríður Ingadóttir • Ljósmyndir: Anton Brink Hansen og Gunnar Sverrisson • Auglýsingar: Auglýsingasími 569 1111, augl@mbl.is, Katrín Theódórsdóttir, sími 568 1139, Ingibjörg Gísladóttir, sími 568 1087. • Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins • Upplag: 100.000 eintök • Vikublað gefið út á fimmtudögum. Dreift frítt með Íslandspósti um allt land. 2 helgin g o t t u m j ó l i n ❊ góð hugmynd h e lg in V I K U L E G A Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaður á Rás 2, hefur valið uppáhaldsjóla- lögin sín sem eru að koma út á plötu. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað á laugardaginn klukkan 12:00 í miðbænum við Hafnarborg. Þorpið samanstendur af 20 fagurlega skreyttum húsum þar sem verða á boðstólum vörur sem tengjast jólunum, þ.e. jólaskraut, hlutir til gjafa og matvara svo að eitthvað sé nefnt. Áhersla er lögð á stemmningu alvöru jólamarkaðar. Á opnunardaginn verða tendruð jólaljós á jólatré frá vinabæ Hafnarfjarðar, Frederiksberg, auk þess sem skemmtidagskrá hefst á sviði klukkan 14:00, þar mæta, Grýla og jólasveinar og slegið verður upp jólaballi undir berum himni.Segja má að Jólaþorpið sé einn af miðpunktum þess sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða á aðventunni. Það er opið laugardaga og sunnudaga kl. 12:00–18:00.Jólasveinar og Grýla koma á hverjum degi. Grýla er víst hætt að hræða börnin og gantast nú bara við þau og fullorðna, að sögn Alberts Eiríkssonar sem er í góðu sambandi við Grýlu. Jólaþorpið í Hafnarfirði Þrjár í einni Nikita hefur hannað alveg ferlega sniðuga mittisúlpu sem er eiginlega þrjár flíkur í einni (Two Times jacket). Úlpa þessi er til í nokkrum litum en það besta við hana er að það er líka hægt að nota hana úthverfa. Að innan er hún öðru vísi á litinn en að utan og þannig fær maður tvær mismunandi úlpur í einni. Þar að auki er hægt að renna ermunum af úlpunni og þá er hún orðin að hinu fínasta vesti. Undraúlpa þessi kostar 14.900 kr. í versluninni Brimi á Laugavegi. Lítið inn á heimasíðu Nikita www.nikitaclothing.com og skoðið meiri góða hönnun frá Nikita. ljósm ynd B rink ljó sm yn d B rin k

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.