Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 14
14 helgin Undirrituð er komin með afar mikinn leiða á þessu ítalska æði sem hefur tröllriðið matarmenningu hér á landi síðustu ár … Hvergi er hægt að þverfóta fyrir pestó, ólífum, pasta og sólþurrkuðum tómötum hvort sem það er í brauðum, blöðum eða á íslensk- um matseðlum. Svo er eins og meirihluti reykvískra veitingahúsa geti ekki heitið neinu nema ítölsku nafni … Má ég biðja um meiri hugmyndaauðgi, takk! Fyrst hér á landi er enginn grískur veitingastaður né líbanskur, hvað þá japanskur eða færeyskur, er best að snúa sér alveg í hring og að alvöru íslenskri matargerð og rifja upp hvernig á að búa til saltfiskbakstur, sviðasultu eða krækiberjasaft, grautarlummur og heitar hangikjötsrúllur … mmm. Uppskriftir af þessum dýrindisréttum má finna í hinni sígildu og dásamlegu matreiðslubók Mat og drykk eftir Helgu Sigurðardóttur sem upprunalega var gefin út árið 1947. Finna má endurútgáfur bókarinnar í góðum bókabúðum eða á fyrirmyndar- heimilum … Keypti nýverið hljómdiskinn Út um græna grundu – Vísur úr Vísnabókinni og rifjaði upp gamlar eftir- lætisstundir þegar lítil eyru hlustuðu á þessa plötu í gríð og erg fyrir framan stóra hátalara á loðnu stofugólfi … Þarna er bara eitthvað svo bjart yfir röddum Björgvins Halldórssonar og Ragnhildar Gísladóttur þegar þau syngja sígild íslensk vísnalög. Svo gerir fagur kórsöngurinn og fallegar lagaútsetn- ingar þennan hljómdisk að klassískri eign barna á öllum aldri … Myndin Stúlkan með perlueyrnalokkana (Girl with a Pearl Earring ) í leikstjórn Peters Webbers fjallar um tilurð samnefnds málverks hollenska listmálarans Johannesar Vermeers sem var uppi í Hollandi á 17. öld. Myndin er algjört konfekt fyrir augun þar sem kvikmyndataka og lýsing ramma næstum fullkomle- ga inn stemmninguna sem má sjá í málverkum Vermeers. Söguþráðurinn fjallar um samband málarans og þjónustukonunnar, sem leikin eru af Colin Firth og Scarlett Johansen, er verður sífellt innilegra. Framvindan er mjög hæg og fyrir suma of hæg. Scarlett fékk lof fyrir frammistöðuna en mér finnst Judy Parfitt standa sig best af leikurunum. Rósa Björk ❊ lesið, hlustað og horftHljómsveitin Beach-Boys hélt tónleika í Laugardalshöll sl. helgi. Margt var um manninn og hér eru nokkrir glaðir gestir. Nánar í næsta banka, sparisjóð eða á www.kreditkort.is Draumaferðin í boði MasterCard® Færð þú 500.000 króna MasterCard ferðaávísun? Anna, Kata og Sara, ágúst ‘05. Stelpurnar mála bæinn rauðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.