Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Síða 6
í
Smásaga eftir Maxim Gorki
NIÐUR þorpsgötuna, fram hjá
hinum hvítleitu leirkofum þess,
barst hópur fólks, sem æpti og
gólaði.
Fylkingin seig hægt áfram eins
og gríðarstór alda og fremst í
henni staulaðist kláðug húðar-
bikkja með lotið höfuð. í hvert
sinn sem hún lyfti öðrum fram-
fætinum, lét hún höfuðið síga eins
og hún væri að, því komin að faila
og grafa snoppuna í göturykið, og
þegar hún lyfti afturfæti, seig
bakhlutinn eins og við lægi, að
stór líkaminn hlunkaðist niður á
rassinn.
Ung stúlka, ekki miklu eldri en
tvítug, afar smávaxin og allsnak-
in, var bundin um úlnliði við
vagninn. Hún reikaði í spori út á
við til hliðar og hnén á henni
skulfu og virtust þá og þegar
mundu láta undan, höfuð hennar
var nær hulið dökku, flaksandi
hári og skein í galopin augun,
sem störðu út í loftið með stjörfu
augnaráði. Líkami hennar var
þakinn bláum og rauðum svipu-
rákum, vinstra brjóst hennar, svo
undur mjúklegt meyjarbrjóst,
hafði verið sært, og vall nú úr því
blóðið. bað myndaði rauða línu,
sem lá yfir maga hennar og yfir
vinstra lærið að hnénu, og kálf-
ar hinna mjúklegu leggja voru at-
aðir auri. Það var engu líkara en
allur líkami hennar væri sundur-
tættur. Og án efa hafði verið troð-
ið á kviði henar með stígvéluðum
fæti, svo hræðilega bólginn og
blár var hann.
Konan átti fullt í fangi með að
staulast eftir götunni. Það var
blátt áfram furðulegt, að hún
skyldi komast úr sporunum, svo
illa var hún útleikin. Það var líka
undarlegt að hún skyldi ekki þá
og þegar falla til jarðar og halda
áfram för sinni skríðandi á fjór-
um fótum. Hár og karimannlegur
maður stóð í vagninum og keyrði
konuna og hestinn sporum. Hann
var í hvítri rússneskri treyju og
með Astrakhan hatt, og undan
hattinum gægðist skærrauður
lokkur, sem féll fram á ennið. í
annarri hendi hélt hann beizlis-
taumunum en í liinni svipu, sem
hann beitti háttbundið til skipt-
is á hestinn og konuna. Augu
hans voru heiftúðug og blóðhlaup-
in en þó var í þeim einhvers kon-
ar sigurglampi, hárið varp á þau
grænni slikju.
Treyjuermarnar voru brettar
upp, svo að skein í vöðvaberan
handlegginn þakinn rauðri ló.
Munnur hans var opinn, svo að
tveir skjannahvitir tanngarðar
komu í ljós, og öðru hverju hvæsti
hann rámri röddu:
„Hana. Þetta skaltu hafa, hór-
an þin. Ha-ha. Og þetta líka.“
Á eftir konunni og vagninum
kom múgurinn — öskrandi,
flissandi, flautandi og gólandi.
Hér og þar skutust krakkaang-
ar. Af og til hljóp eiflhver út
úr ópnum og æpti svívirðingar
að hinni lilekkjuðu konu. Svo
fór allur skarinn að hlæja, þeg-
ar svipuhvinurj(nn skar loftið.
Andlit kvennanna í hópnum
báru vott um vakandi athygli,
og augun skutu gneistum af
villtum fögnuði. Og karlmenn-
irnir hrópuðu klæmnar athuga-
semdir að vagneklinum. Þá sneri
hann sér við, hló hátt og lét
skína í hvítar tennurnar. Og sjald
an var þess langt að bíða að
hvinur svipunnar kvæði við.
Löng og mjó vafðist ólin um
grannvaxinn líkamann og greiddi
honum högg á síöurnar. Allt i
einu kippti ekillinn í svipuna og
konan féll aftur yfir sig á göt"
una. Múgurinn byrgði um stund
alla sýn, er hann þusti að og
laut yfir konuna.
Hesturinn nam staðar en andar
taki síðar lagði liann af stað
mcð hausinn undir sér og kon-
una í eftirdragi. Og þar sem
klárinn siluðist ófram var eins
og hann segði við sjólfan sig:
,,En það ógnarhlutskipti
vera hross og láta fólkið nota
sig til slíks og þvílíks.“
Og himininn, Suðurhimininn,
var heiður og liár. Þar sást ekki
skýhnoðri og sólin fór eldi um
allar jarðir......
Það, sem ég hér hefi sagt ykk'
ur fró, er ekki neitt afkvtemi
ímyndunaraflsins. Nei, því er nu
verr og miður. Ég hefi ck!cl
spunnið það upp. Athöfnin nefn-
ist ,,uppljóstrun“ og er gjarn'
an beitt af reiðum eiginmönn-
um, er refsa vilja konum s,n'
um fyrir ótryggð. Þetta er mynd
af lífinu sjálfu: tekin af einni
af siðvenjum okkar, er ég val ,
áhorfandi að hinn 15. júlí l8^1 1
Kandybovka-þorpi, Kherson
Gubernia Nikolayevsky-héraði-
Ég hafði heyrt það í Volga'
héraðinu, þaðan sem ég kom, a
ótrúar eiginkonur væru af h®11
um sínum tjargaðar og fiðraðai.
Og ég vissi, að eiginmenn °e
tengdáfeður refsuðu hrösuðum
konum með því að bera á Þ&1
síróp í sumarhitanum og binöa
þær þvíhæst við tré, þar scl^
skorkvikindum gafst svo 6°
tækifæri til að afla sér mli®'
Ég hafði líka heyrt því f!e^® ’
að slíkar konur væru bundna'
og færðar maurum.
En nú hef ég með eigin aUf
um orðið vottur þess, að slíkn
hlutir gef-ast V.Vunverulega a
meðal illa upplýsts og miskunn^
arlítils fólks, sem hörð líf
á(t>ta. hefur gert að tgfr^njan
villidýrum í mannsmynd.
606 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ