Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Síða 9
HANneS JÓNSSON, fyrrverandi kaupma'óur, fæddist að' Þór-
eyjarnúpi í Linakradal í Vestur-Húnavatnssýslu 26. maí 1892.
í’aðir hans var Jón Hansson bóndi og kaupmaður, en Jón var
s®nur Hans Nathanssonar Ketilssonar og var Nathan Ketilsson
^v* Iangafi Hannesar. Hannes Jónsson ritaði athyglisverða grein
Utn aettmenn sína í Alþýðublaðið um jólaleyti'ð í fyrra og vakti
htin töluverða athygli. Langt viðtal við Hannes Jónsson birti
S. Vilhjálmsson í bók sinni „Við, sem byggðum þessa
bore“ árið 1957.
Hér á eftir segir Hannes Jónsson frá æskudögum sínum og
^ennir þar margra grasa.
Æskudagar
i Húnaþingi
- ★ GOTT VEGANESTI.
Eitt af því fyrsta, scm ég man
eftir, var að' mér var kennt að
signa mig, og það varð ég að gera
. rétt. Þá voru kenndar bænir, sem
ég átti að lesa, og þó ég hefði þær
ekki alveg réttar, þá gerði það
minna til. Þær voru Guðsorð samt.
Svo var mér sagt að afneita djöfl-
inum og öllu hans, en varast að
nefna hann réttu nafni, það gæti
verið hættulegt. Maður var nógu
__ slæmur samt, og í nógri hættu, þó
maður kallaði ekki á óvininn mcð
nafni. Mér var sagt, að ég ætti að
bcra virðingu fyrir prestinum, því
hann væri Guðs þjónn, en forðast
aðra embættismenn. Þcir gætu vcr
ið hættulegir. Þá var mér sagt, að
ég ætti að hata Dani og fyrirlíta
Skagfirðinga, en jafnfranjt varað-
ur við því, aö þeir þarna i austur-
sýslunni væru trúlausir, réttara
sagt guðleysingjar, svo væru þeir
montnir og eiginlega ekkert betri
en Skagfirðingar. Og loks var mér
kennt að þekkja stafina í nýja- .
testamentinu og kvcða að. Það
gekk ólukki stirt í ættartölu Davíðs
konungs.
Ég var námfús og spm-ði margs,
og svörin gefin eftir beztu vitund.
Það var trúað fólk í vestur-sýsl-
unni, og vildi uppfræða börnin á
þjóðlegan hátt og í kristlegum
anda.
★ BLESSUÐ RJÚPAN
IIVÍTA.
Ég var ársgamall, þegar ég flutt-
ist frá Þóreyjarnúpi fram aö Vatns
hóli, sem er næsti bær. Þar var ég
í þrjú ár. Ég var oft svangur og
grét, cn blessuð mamma hafði allt
af einhver ráð. Hún svelti sig til
að seðja okkur börnin, og oft held
ég hún hafi drukkið kaffið sykur-
laust, til að geta gefið mér kandís-
mola. Það eijia markvert, sem ég
man eftir frá þessum árum, var
þegar rjúpan flaug inn í bæjar-
dyrnar, í flótta undan valnum, sem
lenti á bæjarburstinni. Ég var þá
á fjórða.ár og ætlaði fram í eldhús
til mönnnu, sem var að baka flat-
brauð, en álpaðist fram i bæjar-
dyrnar og þá skall rjúpan niður
við fæturna á mér. Ég fór að há-
ALÞÝÐUBLAÐIS - SUNNUDAGSBLAÐ gQ9