24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 24stundir Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra opnaði fyrstu full- búnu þjónustumiðstöðina fyrir metanbíla á stöð N1 á Bíldshöfða í gær. Fjölgar afgreiðslustöðvum metans svo í tvær í haust þegar tankarnir, sem áður voru á Ár- túnshöfða, verða fluttir til Hafn- arfjarðar. Hérlendis nýta á annað hundrað bílar metan að hluta eða öllu leyti en forsvarsmenn N1 segjast merkja aukinn áhuga á metanbílum með hækkandi elds- neytisverði. þkþ Metanstöð á Bíldshöfða Fullbúin stöð Borgarráð samþykkti í gær að Magnús Skúlason tæki sæti Ólaf- ar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fyrrverandi að- stoðarkonu borg- arstjóra, í skipu- lagsráði Reykjavíkur. Í bókun minni- hlutans vegna þessa segir að borgarstjóri hafi orðið ber að for- dæmalausri framkomu gagnvart Ólöfu Guðnýju og að Sjálfstæð- isflokkurinn yrði að „axla ábyrgð á þessu eins og öðru“. Í bókun borgarstjóra sagði hann með ólíkindum að reynt væri að gera skipunina tortryggilega. þsj Skipulagsráð Reykjavíkur Ólöf út úr ráðinu Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands leggur til að stigmagnandi verk- fallsaðgerðir hefjist 4. september ef ekki tekst að semja sem endi með ótímabundnu allsherjarverkfalli ljósmæðra 29. september. Kosning á meðal félagsmanna varðandi boðaðar verkfallsaðgerðir mun fara fram í næstu viku. Undanþágulistarnir úreltir „Eins og staðan er í dag hafa undanþágulistar ríkisins ekki verið uppfærðir í 13 ár,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands, og bætir við að þeir eigi að endurspegla neyð- arþjónustu í landinu ef til verkfalls kemur. Gunnar Björnsson hjá fjármála- ráðuneytinu segir að einungis sé hægt að breyta listunum einu sinni á ári en að vilji sé til að ná heildar- samkomulagi um breytingar á lög- um um kjarasamninga félaganna. Leiðrétting á launatöflu „Við krefjumst leiðréttingar á launum vegna þess hrópandi mis- ræmis í launasamsetningu sem er ekki í neinu samhengi við laun annarra ríkisstétta með sambæri- legan bakgrunn,“ segir Guðlaug og ítrekar að skekkjan sé smánarblett- ur á samfélaginu. Uppsagnarfrestur ljósmæðra rennur út 1. október en Guðlaug nefnir að verkfallstillögur stjórnar séu settar fram til að afstýra því ástandi sem skapast ef helmingur starfandi ljósmæðra hættir störfum í haust. „Það eru engir undanþágu- listar sem gilda ef ljósmæður hverfa úr starfi,“ segir hún en tekur fram að ljósmæður vonist til þess að samningar náist. Barneignaþjónusta í húfi „Stór hluti stéttarinnar fer á eft- irlaun innan 10 ára og að auki ótt- umst við að sífellt fleiri ljósmæður hverfi frá vegna launamisréttis,“ segir hún og bætir við að mönnun barneignaþjónustu framtíðarinnar sé í húfi. „Verkfallsboðun snýst um að afstýra þeirri þróun og sýna vinnuveitandanum að okkur er al- vara.“ Boða allsherjar- verkfall í haust  Félagsmenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir ef ekki semst  Undanþágulistar ríkisins hafa ekki verið uppfærðir í 13 ár ➤ Ljósmæður krefjast leiðrétt-ingar á launatöflu í samræmi við náms- og hæfniskröfur til jafns við sambærilegar stéttir í þjónustu við ríkið. ➤ Helmingur ljósmæðra hefursagt upp starfi sínu og taka uppsagnir gildi 1. október. KJARABARÁTTUKRÖFUR 24stundir/GolliSplunkuný Ljósmæður íhuga verkfallsaðgerðir til að knýja á um leiðréttingu á launatöflu. Ölgerð Reykjavíkur setur sinn fyrsta bjór, Gullfoss, á markað í dag. Er um að ræða ljósan lager- bjór eftir uppskrift hins þekkta bruggmeistara Anders Kissmeyers, sem meðal annars setti af stað No- errebro Bryghus í Kaupmanna- höfn, en hann er bruggaður af Bruggsmiðjunni á Árskógssandi. Heimir Hermannsson, annar eigenda ÖR, segir fleiri tegundir í undirbúningi. „Næstur á markað er bjórinn Geysir en hvenær hann kemur er auðvitað háð því hvernig salan á Gullfossi gengur,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi ráðið nafnavalinu segir hann „fátt íslenskara en Gullfoss og Geysi“. Nýr íslenskur bjór kemur í ÁTVR um helgina Fátt íslenskara en Gullfoss og Geysir Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var hvað það kostar fyrir fullorðinn ein- stakling að fara í sund. Ókeypis er fyrir börn og eldri borgara Ísafjarðarbæjar í sund á Ísafirði og á Hvammstanga er ókeypis í sund fyrir börn, ellilífeyr- isþega og öryrkja. Í Stykkishólmi er ókeypis í sund fyr- ir yngstu börnin. Ekki var tekið tillit til stærðar sund- laugar eða aðstöðu. Könnunin er ekki tæmandi. Ekki er heimilt að vitna í könnunina í auglýsingum. 64% munur á sundferð Hildigunnur Hafsteinsdóttir NEYTENDAVAKTIN Aðgangseyrir fyrir fullorðinn einstakling í sund Sundlaug Verð Verðmunur Sundlaug Garðabæjar 225 Sundlaug Þorlákshafnar 250 11,1 % Sundlaugin Laugaskarði Hvera- gerði 270 20,0 % Sundlaug Stykkishólms 310 37,8 % Sundlaugin Hvammstanga 325 44,4 % Sundhöllin á Ísafirði 370 64,4 % Nú 2 fyrir 1 af öllum buxum fyrir dömur og herra Útsala! Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 www.friendtex.is flugfelag.is Gríptu augnablikið! REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Akureyri frá 3.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 42 36 1 05 /0 8 • Fyrsti borinn sem notaður var við heitavatnsboranir var gamli Gullborinn. www.or.is Ganga um Elliðaárdal að Gvendar- brunnum Laugardaginn 9. ágúst kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslu- göngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 16:00. Þátttakendur þurfa ekki að koma nestaðir. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.