24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Bush Bandaríkjaforseti kom á óvart í gær þegar hann fordæmdi mann- réttindabrot Kínverja degi áður en Ólympíuleikarnir eru settir í Peking. Gagnrýnina lét hann falla í Taílandi. Glæsilegt hjá Bush og óvænt úr þess- ari átt. Hann hefur engu að síður þegið boð um að koma á leikana. Það á enda ekki að vera óeðlilegt þótt stefna Kínverja í mannréttindamálum sé fordæmd. Gott væri ef fleiri þjóðhöfðingjar þyrðu að koma hreint fram á þennan hátt. Það er óhugsandi fyrir Vesturlandabúa að sætta sig við að íbúar í Kína þurfi að þola ritskoðun á öllum sviðum auk pólitísks og trúarlegs ofstækis frá yfirvöldum. Við eigum að láta mótmælaraddir okkar heyrast. Vart er þó hægt að ætlast til þess að íslenskir ráðamenn sem þarna eru staddir nýti heimsókn sína til gagnrýni. En í dag er hátíðisdagur í Peking. Þjóðir heims munu fylgjast með glæstri setningarathöfn Ólympíuleikanna og fagna með því fólki sem hef- ur lagt á sig margra ára vinnu við undirbúning til að gera þennan stærsta íþróttaviðburð í heimi stórfenglegan. Kínverjar eru listamenn á flestum sviðum og hafa oft sýnt það og sannað að mikill dugur býr í þessari þjóð. Ekki er við öðru að búast en að vel verði að leikunum staðið. Íslendingar eiga 27 keppendur á Ólympíuleikunum. Það er ekki lítið af- rek hjá ekki stærri þjóð. Íslenski fáninn hefur verið dreginn að húni í Ól- ympíuþorpinu og á næstu dögum verður vel fylgst með þessum afburða íþróttamönnum þegar þeir reyna sig í keppni á móti stórþjóðum heims- ins. Átta íslenskir sundmenn keppa á leikunum sem er óvenjumikill fjöldi frá lítilli þjóð. Þótt væntingar séu miklar um að einhverjir þessara afreks- manna komi heim með verðlaunapening verður að horfast í augu við að þarna eru saman komnir allir bestu íþróttamenn heimsins. Ef okkar fólk kemst á verðlaunapall verður það gríðarlegt fagnaðarefni. Við stöndum þó með því hvort sem það kemst í verðlaunasæti eða ekki. Þátt- taka á leikunum er afrek út af fyrir sig. Kínverjar hafa á síðustu árum sýnt að þeir vilji opna dyr að alheimssamskiptum og viðskiptum. Vest- urlönd hafa einnig nýtt sér þau tækifæri sem þar bjóðast. Að Ólympíuleikunum loknum þurfa kínversk stjórnvöld að horfa í eigin barm og breyta öfgafullri mannréttindastefnu sinni. Öðruvísi munu þau ekki ná árangri eða trúverðugleika í samvinnu við aðrar þjóðir. Virðing fyrir tjáningarfrelsinu stendur þar fremst. Hátíð í Peking Vísir vitnar í orð Hönnu Birnu í gegnum þriðja aðila án þess að fá þau staðfest (og í ljós kom að þau voru röng) og segir að meirihluti borgarfulltrúa vilji ekki próf- kjör. Tja, ég get staðfest að eng- inn talaði við mig og ég hef ekki myndað mér neina skoðun um þetta mál. Og það eina sem ég get haft er skoðun því það eru fulltrúar hverfafélaga í Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík, full- trúaráðið, sem ákveður hvort það verður prófkjör eða ekki. Að mínu mati er mjög eðlilegt að flokksmenn vilji prófkjör, mér finnst það mjög skiljanlegt eftir átök undanfarinna mánaða. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir thorbjorghelga.eyjan.is Prófkjör eðlilegt Við hljótum að skilja orð for- manns iðnaðarnefndar sem svo að Landsvirkjun fái leyfi til til- raunaborana þrátt fyrir að hið heildstæða um- hverfismat liggi ekki fyrir. Þetta er algjört grundvall- aratriði. Ýmsum hefur orðið hugsað til þess þessa dagana hvílíkt lán það var fyrir Austfirðinga að á þeim tíma sem uppbyggingin átti sér stað fyrir austan sat ríkisstjórn í landinu sem vann með heima- mönnum að uppbyggingunni. Enda má fullyrða að aldrei hefði orðið af þeim framkvæmdum ef svo hefði ekki verið. Nú er allt annað uppi á teningnum. Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Lán Austfirðinga Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins fullyrðir að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna og að sjóðnum verði breytt í heild- sölubanka. Í dag segir félagsmála- ráðherra, Jó- hanna Sigurð- ardóttir, á forsíðu Viðskiptablaðsins að „það séu engar hugmyndir uppi á sínu borði að Íbúðalánasjóður hætti almennum útlánum og verði einungis heildsölubanki“. Hún segir að helst myndi hún vilja að Íbúðalánasjóður yrði óbreyttur. Ólíkari verða skoð- anirnar varla. Þessu til viðbótar spyr Jóhanna hvar menn væru staddir núna ef tekist hefði að leggja sjóðinn niður … Kristinn H. Gunnarsson kristinn.is Stóra stjórnin Elín Albertsdóttir elin@24stundir.is Ég mun ekki tjá mig um nein einstök mál, en það veldur okkur að sjálfsögðu nokkr- um áhyggjum að lög um greiðslur til foreldra langveikra barna skuli vera með þeim hætti sem þau eru, samanber forsíðufrétt 24 stunda í gær. Miklar væntingar voru hjá okkur öllum þegar lögin voru endurskoðuð og því ber að fagna að fyrstu umsóknirnar voru endurskoðaðar og nokkrar fjölskyldur eða liðlega helmingur þeirra fengu leiðréttingu sinna mála. Helsta áhyggjuefni okkar hjá Umhyggju er þetta óöryggi sem skapast hjá fjölskyldum sem lenda í þeim aðstæðum að börnin þeirra fæðast veik eða mikil veikindi og erfiðleikar skapast eftir fæð- ingu, eða seinna á lífsleiðinni. Eitt af markmiðum lag- anna í okkar hugum var að tryggja foreldrum lang- veikra og mikið fatlaðra barna ákveðið öryggi ef sú staða kæmi upp að foreldrar kæmust ekki út á vinnumarkað vegna veikinda barna sinna. Þegar það þykir sýnt og ljóst með læknisvottorðum að barninu er hætta búin að vera í dagvist með öðrum börnum eða veikindin eru þess eðlis að foreldrar komast ekki út af heimilinu og þeir fá synjun um foreldragreiðslur, þá eru lögin ekki að virka, því miður. Þegar foreldrar geta ekki aflað sér tekna vegna veikinda barna sinna hvort sem er í námi eða á vinnumarkaði getur lífsbaráttan orðið mjög erfið, nánast óyfirstíganleg í sumum tilfellum. Það er gríð- arlegt áfall fyrir foreldra þegar barn þeirra greinist með alvarlegan sjúkdóm, mikla fötlun eða veikindi. Það áfall eitt og sér er alveg nóg til að takast á við, þó að ekki bætist við fjárhagsáhyggjur. Þær fjölskyldur sem fá góð- an stuðning frá samfélaginu í upphafi áfallsins eru mun líklegri til að skapa sér og sínum betri framtíð. Þess vegna lítum við svo á að lögin séu mikið framfaraspor í réttindabaráttu Umhyggju og fjölskyldna langveikra barna á Íslandi. Íslenskur veruleiki eins og hann var fyrir setningu þessara laga var vægast sagt okkur ekki til fyr- irmyndar. Foreldrar langveikra barna eru búnir að bíða lengi eftir þessum sjálfsögðu réttindum. Við styðjum ráðherra fullkomlega í viðleitni sinni til að þetta verði lagfært. Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum Óöryggi hjá foreldrum ÁLIT Ragna K. Marinósdóttir umhygja@umhyggja.is BLOGGARINN LÆKKAÐ VERÐ SUMARTILBOÐ ® Skipholti 50b • 105 Reykjavík Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. ÚTSÖLULOK 60-80% afsláttur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.