24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 26
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Eyfirðingar veita Hinsegin dögum í Reykjavík harða samkeppni um helgina. Búist er við að fjöldi manns leggi leið sína á Fiskidaginn mikla á Dalvík og á Handverk og uppskeru á Hrafnagili. Sigurlína Osuala, framkvæmdastjóri Hand- verks og uppskeru, segir að þema hátíðarinnar að þessu sinni sé mið- aldir. „Gásahópurinn ætlar að setja upp lítið miðaldaþorp og sýna vinnuaðferðir og handverk sem var einkennandi fyrir þann tíma,“ segir Sigurlína. Námskeið í næstu viku Hátíðin hefst í dag og lýkur formlega á sunnudag. Innlendir handverksmenn sýna og selja vörur sínar auk þess sem fölbreyttur hóp- ur erlendra handverksmanna sækir hátíðina heim. „Við erum með verkstæði handverksmanna þar sem ýmsar vinnuaðferðir eru sýnd- ar og þá er kannski hægt að fá að prófa. Svo erum við með námskeið sem byrja á mánudeginum og standa alla næstu viku. Við erum með námskeið í silfursmíði, út- saum, körfugerð og í miðaldakjóla- saum,“ segir Sigurlína. Hver með sína uppskrift Fiskidagurinn mikli fer fram á Dalvík á morgun en hátíðarhöldin hafa þó staðið alla vikuna. Hefð er fyrir því að bæjarbúar bjóði gestum í fiskisúpu á föstudagskvöld og verður engin breyting þar á í kvöld. „Það er hver með sína uppskrift. Við gefum grunnhráefnið til að hjálpa til við kostnað en annars er þetta algerlega í boði íbúanna. Þetta er þeirra kvöld,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiski- dagsins mikla. Áður en blásið verður til fiski- veislunnar ætla bæjarbúar að safn- ast saman fyrir neðan kirkjuna og mynda vináttukeðju. „Vináttu- keðjuverkefnið tókst mjög vel í fyrra og fólk er afar spennt fyrir því. Þá stöldrum við aðeins við og hugsum um náungann og náunga- kærleikann. Það voru þúsundir manna sem leiddust og knúsuðu hver annan í lokin. Þetta var alveg einstakt,“ segir Júlíus. Dagskrá Handverks og uppskeru má nálgast á vefsíðunni www.handverkshatid.is og dagskrá Fiskidagsins á www.fiskidagur- .muna.is. Handverkshátíð Handverk af ýmsu tagi verður til sölu og sýnis á Hrafnagili um helgina. Fiskidagurinn mikli og handverkshátíð í Eyjafirði Miðaldaþorp og lostæti úr sjónum Búist er við að þúsundir leggi leið sína á Fiskidag- inn mikla í Dalvík og á Handverk og uppskeru á Hrafnagili. Reist verður miðaldaþorp á Hrafnagili og á Dalvík bjóða íbúar gestum til fiskisúpu- veislu. ➤ Handverkshátíðin á Hrafna-gili er nú haldin í 16. skipti. ➤ Fiskidagurinn mikli er hald-inn í 8. skipti á laugardag. ➤ Gerð verður tilraun til aðbaka stærstu pitsu á Íslandi á Fiskideginum. ➤ Íslenskar og finnskar leir-listakonur verða með sýningu á Handverkshátíðinni. HÁTÍÐIR Í EYJAFIRÐI 26 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 24stundir Skipulagsauglýsingar - Borgarbyggð Breyting á deiliskipulagi á Hvanneyri: Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu: Um er að ræða breytingu á hesthúsahverfi á Hvanneyri þar sem lóðum er fjölgað úr 5 í 19 Tillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Borgarbraut 14 Borganesi frá 8. ágúst til 19. september, frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 19. september 2008 Skriflegum athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillögurnar teljast þeim samþykkir. Framkvæmdasvið Borgarbyggðar Clapton í Grafarvogi Gítarleikarinn góðkunni Eric Clapton fer fimum höndum um strengina sex í Egilshöll í kvöld. Upphitun er í höndum Ellenar Kristjánsdóttur. Þetta eru tónleikar sem enginn unnandi góðrar tón- listar ætti að láta framhjá sér fara. Fjölskyldan í Viðey Fjölskyldu- og barnahátíð fer fram í Viðey sunnudaginn 10. ágúst kl. 12:30-17. Felix Bergsson skemmtir börnum á öllum aldri, skátafélagið Landnemar stýrir skemmtilegum víðavangsleikjum og boðið verður upp á flugdreka- gerð svo fátt eitt sé nefnt. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að gera sér glaðan dag í Viðey. Skapandi börn Listasmiðja fyrir börn á aldrin- um 10-14 ára fer fram í Verksmiðj- unni – menningarmiðstöð á Hjalt- eyri helgina 9.-10. ágúst. Listasmiðjan stendur frá kl. 10 til 15. Þátttökugjald er ekkert. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.verksmidjan.blogspot.com. Django-hátíð á Akureyri Undanfarna daga hefur hin ár- lega Django Jazz-hátíð farið fram í höfuðstað Norðurlands. Tríó Ola Kvenberg heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld kl. 21:30. Hátíð- inni lýkur síðan með Grand finale í Sjallanum annað kvöld þar sem fjöldi innlendra sem erlendra tón- listarmanna kemur fram. Það besta í bænum Það verður ekki leiðinlegt að ganga niður á Laugaveginn á laug- ardag þegar gleðiganga Hinsegin daga fer fram. Gangan leggur af stað frá Hlemmi kl. 14 og verður óvenjuglæsileg og litrík að þessu sinni í tilefni af tíu ára afmæli há- tíðarinnar. Að göngu lokinni verður slegið upp hinsegin hátíð við Arnarhól þar sem innlendir og erlendir skemmtikraftar koma fram. Á mið- nætti verða síðan hinsegin dans- leikir á skemmtistöðunum Organ, Nasa og Q-Bar. Gleðigangan er há- punktur Hinsegin daga sem lýkur á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni og frekari upplýsingar má nálgast á www.gaypride.is. ej Hýrnar yfir Reykjavík Kærleiksganga, rómantísk sigling og bílabíó er meðal þess sem er á dagskrá árlegrar Ástarviku í Bol- ungarvík. Ástarvikan hefst á sunnudag með því að þorpsbúar sleppa ótal gasblöðrum upp í himingeiminn. Á blöðrurnar verða ritaðar ástarkveðjur frá Bolvíkingum til gervallrar heims- byggðarinnar. Jafnframt sýna Veraldarvinir magadans og syngja og leika á gítar. Athöfnin fer fram á flötinni við ána og hefst kl. 14. Á VaXon verður opnuð servíettu- sýning og í ráðhúsinu sýning myndlistarkonunnar Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur. Ástarvikan heldur áfram á mánu- dag og verður fjölbreytt dagskrá í boði fram á laugardag. ej Ástin svífur yfir vötnum Þeir sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesi eða nágrenni geta skellt sér á Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi sunnudaginn 9. ágúst. Haldinn verður útimark- aður og tombóla. Sterkustu menn landsins keppa um titilinn upp- sveitavíkingurinn 2008. Ingó sem er oft kenndur við Veðurguðina leikur á kassagítar á sundlaug- arbakkanum kl. 15 en almenn dagskrá hefst kl. 13. ej Sannkallað Grímsævintýri LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Gásahópurinn ætlar að setja upp lítið mið- aldaþorp og sýna vinnuaðferðir og handverk sem var einkennandi fyrir þann tíma. helgin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.