24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 21
24stundir FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 21 „Það myndi allavega aldrei vera sportbíll. Ætli það væri ekki Benz Geländewagen, líklega svartur,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, forsprakki Sprengjuhallarinnar, aðspurður um draumabílinn. Þarf að geta keyrt utan í hluti „Ég vil eiga sterkbyggðan bíl, bíl sem gæti keyrt utan í drasl án þess að þú þyrftir að pæla eitthvað meira í því. Mér finnst rappmenn- ingin hafa skemmt pælinguna á bak við Hummer, en mér finnst herjeppar mjög töff,“ segir Bergur en hugmyndin um brynvarðan bíl heillar tónlistarmanninn. „En svo er ég náttúrlega að gleyma einu. Ég er alltaf með draumapælingar um svona gamla ameríska „sixtís“ kagga. Má maður velja tvo bíla?“ segir Bergur og bætir við: „Þá myndi það vera svona Plymouth Fury, 1966 árgerð. Hann er brjál- aður. Ég myndi keyra hann mjög hægt um göturnar.“ Ein hljómsveitarrúta á mann Sprengjuhöllin stimplaði sig rækilega inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári en þrátt fyrir það hefur hljómsveitin ekki á neinni hljóm- sveitarrútu að skipa enn sem kom- ið er. En hvernig skyldi drauma- rútan líta út. „Það mætti vera einhver gömul rúta sem þyrfti að geta komið öllu draslinu fyrir í og okkur líka. En ég er svo pjattaður sjálfur að ég myndi vilja sofa á gistiheimilum, þannig að það þyrfti ekkert að vera svoleiðis í rút- unni,“ segir Bergur en leyfir sér að gera meiri kröfur þegar hann áttar sig á því að spurt er um drauma- rútuna. „Þá væri þetta náttúrlega einhver risarúta þar sem hver og einn fengi káetu og jafnvel bara sérrúta fyrir dótið,“ segir Bergur Ebbi og hugsar sig um í andartak. „Eða jafnvel bara ein rúta á mann.“ haukurh@24stundir.is Bergur Ebbi í Sprengjuhöllinni segir frá draumabílnum Þarf að geta keyrt utan í hluti Bergur Ebbi Benediktsson Tónlistarmaðurinn getur ekki gert upp á milli Benz Gel- ändewagen og Plymouth Fury ’66 en vill þó helst geta keyrt utan í hluti áhyggjulaus. 24stundir/Ómar Þýska kappakstursgoðsögnin Michael Schumacher lenti í skondnu atviki á dögunum þegar hann klessti Fiat bifreið sína á bíla- sölu. Hinn sjöfaldi Formúla 1 meistari rakst utan í öryggishlið á Millfield Motor Company með þeim afleiðingum að starfsmaður fyrirtækisins, Martin Kingham, sem var að loka hliðinu kastaðist á vélarhlíf á nálægum bíl. Lögreglan var kölluð á staðinn og tók skýrslu af þeim félögum en Kingham og Schumacher sluppu ómeiddir frá óhappinu. Fylgdarlið ökuþórsins sótti Schumacher á staðinn en eng- ir frekari eftirmálar munu verða af atvikinu. hh Schumacher klessti bílinn Það getur vissulega verið leiðigjarnt að vera á leið í vinnu eða jafnvel í veislu og þá springur á bílnum. Fyrir utan tímann sem það tekur að skipta um dekk þá er bílstjórinn kannski ekki klæddur í slíkt verk eða hef- ur hreinlega ekki tíma. Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda býður fé- lagsmönnum sínum upp á þá þjónustu að skipta um dekk í svona að- stæðum og er það einkar vel nýtt. Einungis þarf að hringja í FÍB og þá kemur starfsmaður innan skamms og skiptir um dekkið. Þetta kostar bíl- stjórann ekki krónu svo framarlega sem hann borgar félagsgjaldið sam- viskulega ár hvert. Þó ber að hafa í huga að varadekkið þarf vitanlega að vera á felgum svo hægt sé að nýta það. Þetta er vissulega þægilegt fyrir þá sem ekki kunna að skipta dekk eða kjósa að láta aðra sjá um það. slg Einfalt að skipta um dekk Sprungið FÍB aðstoðar fé- lagsmenn að skipta um dekk. Það skiptir miklu máli að hirða vel um bílinn sinn og getur umhirða haft áhrif á sölu hans síðar meir. Það er ekki nóg að þrífa bílinn korteri fyrir sölu heldur þarf að halda bílnum hreinum. Til dæmis er tilvalið að vera með hreinsiklúta í hanskahólfinu og nota rauð ljós eða umferðarteppu til að þurrka létt af mælaborðinu. Eins er nauð- synlegt að vera með ruslapoka svo ruslið safnist ekki fyrir á gólfinu. Haldið bílnum hreinum Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.