24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 35
„Hann Baddi frá Flytjanda hringdi í mig og ætlar að lána okk- ur bíl,“ segir Diva de la Rosa, söngkona Sometime, er auglýsti eftir bíl til þess að flytja sig og hljómsveit sína í Gay Pride-göng- unni á laugardag. „Hann er alveg besti maður í heimi núna. Við ætl- um að vera með diskópartí á hjól- um alla leiðina að Lækjargötu. Núna þarf að klára að sauma alla búninga og svo að skreyta bílinn í dag og á morgun. Núna erum við að fara að kaupa sprengjur og svo- leiðis.“ Sometime var í krísu í fyrradag eftir að leit að bíl hafði ekki borið neinn árangur. Þau höfðu þegið styrk frá Gay Pride-nefndinni til þess að vera með atriði og mikill tími hafði farið í skipulagningu. Eftir mikinn ys og þys voru lík- urnar á sendibíl ekki bjartar og bjuggust liðsmenn sveitarinnar við því að þurfa að hætta við áform sín. En þau hafa nú verið tryggð og gestir göngunnar geta því dillað sér við poppaða raftóna sveitarinnar á morgun. Sveitin ætlar að velja 4-5 lög og endurtaka þau í sífellu í göngunni. „Fólk stendur yfirleitt og horfir á gönguna fara framhjá og þannig nær það í mesta lagi tveimur lög- um. Þannig að við veljum bara það besta.“ Þeir sem vilja svo sjá sveit- ina spila öll lögin sín geta mætt á Q-bar að skemmtiatriðum loknum við Arnarhól. Þar mun sveitin koma fram ásamt ærslafullu ung- mennunum í <3 Svanhvít. Sometime er hugarfóstur Daní- els Þorsteinssonar trommara og Divu de la Rosa en þau eru jafn- framt einu liðsmenn sveitarinnar er hafa verið með frá upphafi. Upphaflega var Curver Thorodd- sen í sveitinni líka og Dj Dice er lék áður með Quarashi. Plata sveitar- innar er búin hjá framleiðanda, en endurútgáfa er væntanleg. Liðsmenn Sometime anda léttar eftir dauðaleit að bíl Diskópartíi á hjólum reddað 24stundir/Eggert Jóhannesson Sometime Verður með í Gay Pride-göngunni á morgun, í sérskreyttum diskóbíl sem fannst eftir langa leit í gær. 24stundir FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 35 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Skráning hafin á öll eftirtalin námskeið: Núna eru námskeiðin okkar að hefjast og við iðum í skinninu! Þú getur strax byrjað að æfa! Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að æfa – sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst. Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal. Á heimasíðunni okkar, www.jsb.is færðu svo nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. DAN SSTUDIO JS B Dansstudio Fyrir stelpur og stráka 16 ára og eldri sem elska að dansa! 60+ Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri STOTT Pilates Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Josseph Pilates . ATH Þurftum að bæta við nýju námskeiði vegna eftirspurnar Rope Yoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Lokuð 9 vikna námskeið TT 3 Lokuð 9 vikna átaksnámskeið 3x í viku fyrir stelpur 16-20+ ára TT – Átaksnámskeiðin sívinsælu. Lokuð 9 vikna námskeið 3x í viku. ATH höfum bætt við nýjum tímum kl. 10:15 Einn frægasti bílahönnuður Ítala, Andrea Pininfarina, lést í slysi í gær, er bíll keyrði á vespuna sem hann ók. Pininfarina var 51 árs gamall og var þekktur fyrir hönnun á ýms- um sportbílum á borð við Ferrari, Maserati, Volvo og Fiat. Pininfarina-fyrirtækið var stofnað af afa hans, Battista Pininfarina, og hefur átt þátt í hönnun ýmissa frægra bílategunda og heim- ilistækja á borð við Gorenje. tsk Hönnuðurinn Pininfarina allur Rannsóknarblaðamaðurinn Martin Bashir, sem er þekktastur fyrir viðtöl sín við Díönu prins- essu og Michael Jackson, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um asískar konur, sem hann segir „smekklaus“. Bashir sagðist á árshátíð Asísk- ameríska blaðamannafélagsins „vera glaður að vera innan um svo margar asískar gellur. Ég er feginn því að ræðupúltið hylur mig fyrir neðan mitti.“ Bashir, sem sjálfur er af pakist- önskum uppruna, er fréttaskýr- andi í fréttaþættinum 20/20 á ABC í Bandaríkjunum. tsk Bashir biðst afsökunar Bresku prinsarnir Harry og Willi- am hafa ákveðið að mæta á frum- sýningu nýjustu James Bond- myndarinnar, Quantum of Sol- ace, sem verður þann 29. október næstkomandi í London. Bræðurnir báðu um að fá að vera viðstaddir, því þeir ætla sér að safna fé handa góðgerðarsamtök- unum Hjálp fyrir hetjur og kon- unglegu bresku hersveitunum sem aðstoða særða hermenn og aðstandendur þeirra. „Við erum afar upp með okkur,“ sagði Michael G. Wilson, einn framleiðenda myndarinnar. tsk Konungleg Bond-sýning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.