24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 08.08.2008, Blaðsíða 30
Listin að draga fluguna hratt inn með rykkjum, eða jöfnum togum, er ein besta aðferðin við að fá fisk til að taka. Við æsum fisk- inn upp, egnum hann, stundum alla leið upp í yfirborð, stundum bara þetta eina fet frá botni sem nægir í góðan slag. Sigurður Héðinn leiðsögumað- ur skrifar grein á flugur.is um ,,strippið“, að það hafi verið þýski listmálarinn Bengt Koperling sem kynnti þessa aðferð fyrir íslensk- um veiðimönnum. Grein Sigurðar er góð kennsla fyrir þá sem vilja ,,strippa upp lax“. Fyrst beittu menn þessum skæða inndrætti í vatni sem var of ,,dautt“ til að flugan fengi líf. Þá urðu menn að draga inn og gefa líf í fjaðrir og hár. Síðan þá hefur aðferðin þróast og má segja að hægt sé að strippa allt vatn og allar flugur, stórar og litlar, hvort sem þær eru uppi í yf- irborðinu eða niðri við botn. Gott íslenskt orð hefur ekki fundist þrátt fyrir ótal tilraunir: Rykkja, fleyta, draga – en strippið vinnur oft enda þjált og tvíræðnin góð. Hvað gerir maður? Við erum stödd í meðalstórri laxveiðiá: Við höfum kastað á fisk. Nú er um að gera að halda stang- artoppnum eins neðarlega og hægt er, þ.e. alveg við vatnsflötinn og fylgja línunni eftir þar sem hún ferðast þvert á straum. Maður á að benda með stangaroddi á punkt- inn þar sem maður telur fluguna vera, eftir því sem straumurinn ber hana með sér, og rykkja hratt inn. Gott er að kasta yfir straum í 45-65 gráðu horni, laga línuna með því að vippa til, svo beint samband sé við fluguna, og byrja að draga fluguna inn með 10 til 15 cm löngum handtökum. Hér á að vera beint samband milli handar og flugu, engar lykkjur eða bugir á línunni. Fiskur sem kemur upp í svona hraðan inndrátt tekur mjög kröft- uglega. Þá er mikilvægt að bregða við rólega, láta hann bara festa sig sjálfan án þess að hamast á móti. Víða er rykkt Þessi aðferð er skæð við laxa, urriða og bleikjur. Margsinnis hef- ur maður lent í því að ekkert dug- ar fyrr en rétti drátturinn kemur. Og rétti drátturinn er stundum hægur, stundum hraður. Stundum með löngum, stundum stuttum togum. Í straumvatni er kúnstin að kasta þannig og laga línuna til svo að hægt sé að rykkja beint yfir ætlaðan legustað fisks. Í laxveiðiá mæla flestir með eins hröðum drætti og mögulegt er. Í ósum og vötnum þarf oft að gefa flugunni tíma til að sökkva og ná athygli fisks á dauðu reki. Svo neglir hann um leið og maður byrjar að rykkja inn. Allar flugur henta. En í lax mæla margir með langhala (longtail ef menn þykjast ekki skilja íslensku) og örflugum. Þeir sem vilja alveg endilega fá ,,flug- una sem hann tekur“ á hröðum drætti ættu að biðja um Black brahan eða Black and blue. Með langhala. Ég hygg að flestum reynist erf- iðast að kasta, laga til línu og draga inn á miklum hraða þar sem straumur er mikill og flugan þarf að fara nákvæmlega yfir ætlaðan legustað. Það er að svo mörgu að hyggja í senn. Það er því ekki vit- laust að staðsetja sig vel ofan við stein, spegil eða lygnu þar sem fiskur liggur og kasta í þröngu horni niður þannig að flugan hangi í námunda við legustaðinn þegar maður byrjar að rykkja en feykist ekki burt með línunni eins og gerist ef maður kastar mjög þvert á streng. Auðveldast er að byrja að æfa sig á fallegri lygnu og einbeita sér að einu í senn, kasta þvert og draga svo í djöfulmóð inn. Og já, hann eltir stundum al- veg upp í harða klof á manni. Þá er nú gaman að vera til. Veiddu betur í samstarfi við flugur.is Listin að strippa Stripp Eina strippið sem ekki er bannað í Reykjavík Stefán Jón Hafstein talar um veiði VEIDDU BETUR 30 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Á vef Stangaveiðifélags Reykjavík- ur er sagt frá góðri veiði í Fnjóská. Búið sé að skrá yfir 250 laxa það sem af er sumri og sé það miklu betri veiði en náðst hefur á sama tíma undanfarin ár. Blaðamaður hringdi í Jóhann Þorbjörnsson sem var við veiðar í ánni í vikunni. „Þetta gekk mjög vel, við náðum átta löxum á okkar stöng þessa tvo daga,“ sagði Jóhann. „Mest var þetta stórlax, fimm til átta kíló, en nokkrir smálaxar fylgdu með.“ Hann sagði neðsta svæðið gefa minnst þessa dagana. Vatnsstaða væri það góð að laxinn straujaði beint í gegnum það og upp á svæði tvö, þrjú og fjögur. „Þetta átta stanga holl náði 45 löxum sam- anlagt. Það besta er að þetta er nánast allt stór fiskur og hann er alls staðar í ánni.“ Sjö laxar í beit Jóhann sagðist ekkert hafa orðið var við bleikjuna sem Fnjóská er fræg fyrir. „Hún virðist hafa rokið beint upp á silungasvæðið sem er efst í ánni,“ sagði Jóhann sem þeg- ar er farinn að skjálfa af spenningi yfir næstu veiðiferð en hann er á leiðinni á Nessvæðið í Laxá í Að- aldal. Þar hafa tuttugu pundararn- ir verið að sýna sig upp á síðkastið. Veiðimaður datt í lukkupottinn í vikunni og náði þar sjö löxum sama morguninn í Presthyl. Sam- kvæmt www.svfr.is var einn smá- lax, annar um tíu pund og síðan voru hinir fimm frá fimmtán upp í tuttugu og eitt pund. Alvöru morgunveiði það. Hjöleifur Steinarsson kom af silungasvæði Vatnsdalsár um síð- astliðna helgi. „Þetta var flott ferð. Hollið var með yfir hundrað fiska,“ sagði Hjörleifur aðspurður um aflabrögð. „Þetta var eiginlega allt góð sjóbleikja. Það komu þrír laxar og örfáir, smáir sjóbirtingar.“ Hann sagði að Brandanesið hefði gefið langmest af aflanum. Þar hafi alltaf verið veiðimenn. „Straum- flugurnar gáfu minnst. Það var helst að Black-Ghost gæfi. Við fengum þetta langmest á alls konar púpur; heimasætupúpuna, Guð- mann og allskonar brúnar vínyl- púpur,“ sagði Hjörleifur og sagði að þeir hefðu séð slatta af laxi en mest var hann rétt utan lögsögu silungasvæðisins, þ.e. rétt fyrir of- an brúna á þjóðveginum. Vantar fleiri frystikistur Miklar sögur berast af mokveiði í Rangánum. Þegar hringt var í Guðbrand Einarsson, yfirleiðsögu- mann í Ytri-Rangá, svaraði hann hálfmóður í símann, enda handa- gangur í öskjunni. „Það komu 116 laxar fyrripartinn hjá okkur en ég er ekki búinn að sjá hvað kom seinnipartinn. Þetta eru um tvö hundruð fiskar á dag,“ sagði Guð- brandur, en veitt er á 18 stangir í Ytri-Rangá. „Nú er bara stunduð fluguveiði og það eru öll svæði inni og allir í fiski.“ Hann sagði horfa til vandræða með frystipláss því veiðimenn í lengri hollum væru fljótir að fylla allar frystikist- ur. Svo mikið væri af laxi. Hann sagði að jafnvel hefði komið fyrir að menn sendu part af aflanum á undan sér í bæinn. „Það er mikið að ganga af nýj- um fiski. Ætli nýgengnir fiskar séu ekki um 70% af því sem fæst núna,“ sagði Guðbrandur. Að- spurður um starf leiðsögumanns- ins í slíkri mokveiði sagði hann: „Þetta er þægilegt að því leyti að það er auðvelt að ná í fisk, en aftur á móti mikil vinna að ganga frá öllum þessum afla fyrir veiði- mennina. Það þarf að rota, blóðga, plasta, koma í frost og skrá síðan allan aflann.“ Mokveiðin heldur áfram Lax, lax, lax og aftur lax Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að segja góðar fréttir af lax- veiðiám landsins. Flestir sem talað er við, hvort sem það eru veiðimenn eða leigutakar, lýsa ánægju sinni með afla- brögð og laxagengd. Menn eru jafnvel farnir að tala um að beri í „laxa- fullan“ lækinn. Lax á land Leið- sögumaður hjálpar til við löndun í Elliðaánum, Matthías Stefánsson, sem er að- eins 6 ára, var við veiðar á svæði tvö í Blöndu með föður sínum og afa um síðustu mánaðamót þegar risalax greip hjá honum silfur- spúninn. Matthías var með ódýra bensínstöðvarstöng og fékk hann að finna fyrir því þegar þeir feðg- arnir börðust við laxinn í hálftíma. Þetta er fyrsti lax Matthíasar og greinilegt að veiðigenin eru arfgeng því foreldrar hans, Stefán og Harpa, vinna bæði hjá Lax-á við sölu veiðileyfa og eru mikið lax- veiðifólk. Matthías á því örugglega eftir að krækja í þá fleiri. 6 ára með 16 punda lax Sumareintak Sportveiðiblaðsins kom út á dögunum. Gunnar Ben- der ritstýrir að venju og er þetta 27. árið sem blaðið kemur út. Meðal efnis í 100 síðna blaðinu er viðtal við Ingva Hrafn Jónsson, laxakóng við Langá. Einnig eru viðtöl við m.a. Sæbjörn Krist- jánsson silungsveiðigúrú, Ásgeir Halldórsson í Sportvörugerðinni, Eggert Skúlason sjónvarpsmann og Bjarna Hafþór Helgason, kaupfélagsveiðimann frá Húsa- vík. Fjölmargir eiga efni í blaðinu og í því eru margar myndafrá- sagnir. Nýtt Sportveiðiblað LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við fengum þetta langmest á alls konar púp- ur; heimasætupúpuna, Guðmann og alls kon- ar brúnar vínylpúpur. veiði

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.