Alþýðublaðið - 18.11.1972, Blaðsíða 6
BRÉF TIL 8LAÐSINS
GRÍSKA
SKIPIÐ
OG YFIR-
VÖLDIN
1 dagblööunum, sérstaklega
Visi, var frá þvi skýrt fyrir helg-
ina, að smástelpur, allt niður i tólf
ára, væru tiðir gestir i grisku
skipi sem lægi i Straumsvikur-
höfn, ennfremur aö þar væru
skipverjar með lekanda.
Af skrifum blaðsins s.l. föstu-
dag, er helst að sjá, að engan
varði um þetta ráp stúlknanna i
griska skipið og er það harla
undarleg afstaða, enginn við hjá
bæjarfógeta og barnaverndar-
fulltrúi hafði ekkert heyrt, en ætl-
aði að kanna málið.
Landlæknir sagði, að þessi
sjúkdómur væri ekki eins smit-
andi eins og farsóttir, en lög-
reglan viröist ekki hafa verið
spurð.
En mér er spurn. Er ekki ráp
unglinga innan viss aldursflokks
um borð í erlend skip bönnuð
samkvæmt lögum? Og ef svo er,
hvar er þá hafnfirzka lögreglan,
sem betta ráp mun heyra undir?
Eru þeir kannski heldur ekki við
frekar en þeir á bæjarfótgeta-
skrifstofunni?
Fyrir nokkrum árum voru uppi
raddir hér, jafnvel i blöðum, að
ffknilyfjavandamálið væri að
berast hingað, með erlendum
flækingum og innlendum auðnu-
leysingjum.Reis þá upp alda móf-
mæla, og það er ekki sizt frá lög-
gæzlunni sem taldi þetta firru og
hugarburð og þar með var málið
afgreitt.
A nú að leika sama leikinn með
kynsjúkdómana, sem viðurkennt
er að hafa stóraukist i
nagrannalöndum vorum. Allir
hugsandi menn vita að aldan
berst hingað fyrr eða seinna, ef
ekkert er aðhafst. Ekki er ástæða
til að lýsa þeim hörmungum sem
þessirsjúkdómar geta valdið hér,
en ástæða er til að benda á það, að
svo auðvelt er viðast hvar, og þá
ekki hvað sizt i Straumsvik að
koma i veg fyrir ráp smástelpna
undir iögaldri um borð i skip; að
engum nema kærulauslegri lög-
gæzlu er um að kennna ef i þessu
efni fer, að sama hátt og um and-
varaleysið i fiknilyfjavand-
málinu.
Lokið höfnum þar sem erlend
skip koma að, það er áreiðanlega
ódýrara en að útbreiða kynsjúk-
dóma á yngstu árgöngunum, með
þar af leiðandi óhamingju fyrir
þetta unga fólk og þeirra nánustu
um langa framtið.
BINDMHS-
FftðG SKÖLANNA
t dag verður haldið 41. þing
Sambands bindindisfélaga i skól-
um. Þingið, sem haldið verður i
ráðstefnusal Hótel Loftleiða,
sækja fulltrúar aðildarskólanna,
sem eru 14, auk gesta. „Hópsam-
komur unglinga” verður aðalmál
þingsins, og munu þeir Markús
örn Antonsson, formaður Æsku-
lýðsráðs Reykjavikur, ólafur
Haukur Árnason, áfengisvarr
ráðunautur, og Reynir Karlss
æskulýðsfulltrúi rikisins, ra
um málið.
í marz sl. varð sambandið si,
ára og er það ein elztu og ö":
ugustu skólasamtök landsins.
t tilefni afmælisins gekk stjórn
félagsins á fund forsætisráðherra
með áfengisflöskur sem 16 ára
unglingar höfðu keypt i einni af
áfengissölum rikisins og áttu þær
að minna á afskiptaleysi og sof-
andahátt rikisvaldsins i áfengis-
vandamálinu.
Bindindisdagur i skólum hefur
veriö fastur liður i starfsemi
sambandsins i 37 ár.
Formaður Sambands bind-
indisfélaga i skólum er Einar
Kristinn Jónsson, nemandi i
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
O--------------------------
Á DAG-
SKRÁ
Landið okkar
Einn er sá auður, sem
Islendingar eiga, en fáar þjóðir
geta státað af. Sá auður eru við-
áttur hins ónumda lands okkar,
öræfin með sinni tignarlegu
fegurð og stórbrotnu náttúru. 1
vaxandi mæli hverfa nú ibúar
þéttbýlis jafnt sem strjálbýlis á
vit náttúrunnar i öræfum
landsins og finna þar afdrep frá
skarkala hversdagsleikans.
Þennan auð okkar verður að
varöveita sem bezt og leita allra
ráða til þess að allur al-
menningur geti notið hans.
Ýmsir þeir, sem ferðast um
óbyggðir verða þess varir, að
einhverjir hafa verið þar á ferð
fyrr og umgengizt náttúru
landsins af miklu kæruleysi.
Sums staðar má finna rusl.
Annars staðar hefur við-
kvæmum gróðri verið spillt með
tilgangslausum bilakstri. Allir
eiga að taka höndum saman um
að hindra spjöll sem þessi, en
með vaxandi umferð má gera
ráð fyrir að löggæzlu verði þörf,
til þess að tryggja landið gegn
spellvirkjum.
Náttúra landsins býður upp á
margs konar fjölbreytni.
Margur tslendingurinn hefur átt
sér ánægjustund við lax- eða
silungsveiðar i ám og vötnum
landsins. Nú virðist hins vegar
svo horfa sem laxveiðar séu að
verða einkasport erlendra auð-
manna og innlendra efna-
manna. Það gjald, sem tekið er
fyrir veiðileyfin, er orðið svo
hátt, að almennum launamanni
er illkleift að veita sér ánægjuna
af veiðunum. Við þessari þróun
verður að sporna. Árnar og
vötnin rétt eins og öræfin eiga
að vera öllum almenningi opin.
Hvað sem öllum þjóðgörðum
liður er okkar stærsti og mesti
þjóðgarður fólginn i aðgangi að
þessum auðæfum lands okkar.
Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa lagt fram tillögu á Alþingi
um að þessi verðmæti verði al-
menningseign með þvi að rikið
öðlist yfirráðaréttinn yfir þeim.
Jafnframt er lýst yfir þeirri
stefnu, að smátt og smátt
eignist þjóðin sameiginlega allt
landið þannig, að i framtiðinni
geti ekki nokkrir fjáraflamenn
og spekúlantar auðgast óeöli-
lega á braski með lóðir og
lendur á kostnað almennings i
landinu.
Hér er um afarmikilvægt rétt-
lætismál að ræða. Hvers vegna
skyldu nokkrir sérhagsmuna —
og peningamenn eiga að fá að
mata krókinn á þvi, að ein-
hverjar lóðir eða jarðarskikar,
sem þeir hafa með ýmsum hætti
komizt yfir, hækka margfalt i
verði á stuttum tima, oft á tið-
um einungis vegna þess hvernig
opinberir aðilar hafa hagað
skipulagi eða veitt fjármagni
almennings i landinu? Slikt á
•ekki heima i framtiðarþjóð-
féiagi jafnaðar og réttlætis.
Hitt er þó enn nær okkur, að
þjóðin öll eignist tafarlaust
hálendi tslands og öræfi. Þessi
lönd á enginn einstaklingur i
dag og það er i fyllsta máta
óeðlilegt, að nokkur eigi þess
nokkurn tima nokkurn kost.
Þetta verður bezt tryggt með
lögum og það er ekki eftir neinu
að biða með það. Þess vegna
verða þeir æ fleiri, sem fagna
þessu frumvarpi Alþýðufiokks-
mannanna, um að hálendi
tslands og óbyggðir verði tafar-
laust eign allrar þjóðarinnar.
Þannig verður það bezt tryggt,
að öll börn landsins fái notið
sem jafnast þessara ómetan-
legu gæða.
Réttur landsmanna til veiða i
ám og vötnum á að vera jafn án
tillits til efnahags. Þvi verður
bezt náð með þvi að þessi gæði
séu almannaeign. Þess vegna
stefnir tillaga Alþýðuflokksins
til mikilla heilla fyrir þjóðina.
Jafnrétti til
menntunar
Það vakti mikla athygli og
umræðu, þegar fyrrverandi
menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gislason, lagði fram grunn-
skólafrumvarpið. Með þvi var
mörkuð framtiðastefna i
menntamálum þjóðarinnar og
þar var að finna mörg og merki-
leg nýmæli. Þess vegna urðu
lika um það miklar umræður og
var það allt mjög eðlilegt um
svo stórt og umfangsmikið mál.
Frumvarpið var ekki afgreitt á
alþingi, svo sem öllum er
kunnugt og hefur sérstök nefnd
unnið að endurskoðun þess i
sumar og i haust. Mun þess að
vænta, að frumvarpið endur-
skoðað verði lagt fram á alþingi
nú i vetur ög sennilega áður en
langt um liður.
Það verður forvitnilegt að sjá,
hvernig frumvarpinu hefur reitt
af i þessari endurskoðun, svo
mjög sem það snertir alla
Islendinga bæði unga og aldna.
Þess vegna biða margir þess
með nokkurri eftirvæntingu, að
grunnskólafrumvarpið komi
aftur frá nefndinni. Eitt hlýtur
þó að vera höfuðmarkmið frum-
varps sem þessa og það er að
tryggja sem jafnastan rétt allra
landsmanna til góðrar mennt-
unar, jafnt i strjálbýli sem I
þéttbýli, þ.e. að allir þeir sem
alast upp á þessu landi fái sem
bezt tækifæri til að efla og
þroska hæfileika sina, sjálfum
sér til gleði og gagns, en þjóðar-
heildinni til hagsældar og
hamingju. Með það i huga munu
menn skoða og athuga
grunnskólafrumvarpið, þegar
það kemur.
Gleymd stétt.
Mörgum er i minni, er
iðnnemar minntu á bág kjör sin
á s.l. ári með þvi að færa að dyr-
um Alþingishússins legstein
iðnnemans, sem gerði heiðar-
lega tilraun til að lifa af launum
sinum. Nýverið hélt Iðnema-
samband Islands 30. þing sitt.
Þar var m.a. fjallað um iðn-
fræðslumál og bent á hversu
hörmulegt ástand þeirra væri.
Enn fremur átaldi þingið þá
kjaraskerðingu, sem iðnnemar
urðu fyrir við breytingar á
skattalöggjöfinni og krafðist
tafarlausrar leiðréttingar.
Sannleikurinn er sá, að kjör
iðnnema eru mjög léleg og
menntunarmálin i furðulegasta
ólestri. Réttur meistaranna til
þess að takmarka aðgang að
vissum greinum er fullkomið
óréttlæti i þjóðfélagi, þar sem
gerð er krafa til þess að hver og
einn fái notið þeirrar
menntunar, sem hugur hans
stendur til. Þessi einokun er
meinsemd i þjóðfélaginu. Þar
við bætist að þess eru dæmi, að
iðnnemar hljóti litla tilsögn á
vinnustöðunum og fái jafnvel
langtimum saman ekki að fást
við þau störf, sem ætlunin er að
þeir þjálfi sig í. Vélvirkinn lærir
litið i iön sinni við að sópa og
snúast i sendiferðum mánuðum
saman eða hárgreiðsluneminn
við að pasa börn og bú fyrir
meistara sinn.
A meðan framhaldsmenntun i
menntaskólum, framhalds-
deildum og háskólum hefur
verið endurskoðuð og dregur til
sin æ stærri hluta af rikisút-
gjöldunum, stendur iðnneminn
eins og nátttröll. 1 aukinni verk-
tækni og verkþekkingu er þó
fólginn ein meginundirstaða
bættra lifsskilyrða. Og hvar
stendur iðnbyltingin fræga, ef
ekki hefur verið sinnt um
menntun þess fólks, sem á bók-
staflega að bera hana á höndum
sér? Mætti ekki skipta á svosem
einni „úttekt” á gotteriis-
iðnaðinum og skynsamlegu
átaki til þess að koma málefn-
um iðnfræðslunnar i takt við
nútimann?
Alþýðusambandsþing
Þing Alþýðusambands
Islands stendur nú fyrir dyrum.
Oft hafa þing þess staðið
frammi fyrir ýmsum vanda og
orðið að taka vandasamar
ákvarðanir um sókn og vörn i
hagsmunamálum islenzkrar
alþýðu.
Mikill vandi er á höndum þess
þings, sem nú er að hefjast.
Verðbólga hefur geysað að
undanförnu ekki séð hvort eða
Framhaid á bls. 4
rikari mæli fjarlægt þjóðarpart-
ana hvorn frá öðrum.
Nú skýturupp þeirri spurningu i
þeim löndum, sem vegna tilli ts-
semi við Brandt hafa haldið að
sér höndum með að viðurkenna
a-þýzku stjórnina, hvort nú sé
kominn timi til að riða á vaðið. 1
þvi sambandi ber að gera sér
grein fyrir þvi, að samningurinn
er ekki enn kominn formlega i
höfn. Stjórnirnar i Bonn og
Berlin eiga eftir að undirrita
hann, og siðan þurfa löggjafar-
þing rikjanna að staðfesta
undirskriftina. Haldi
Brandt/Scheel-stjórnin velli i
þingkosningunum á sunnudag-
inn kemur er enginn vafi á þvi,
að samningurinn verður stað-
festur óbreyttur. Komist hins
vegar hið ójafna tvieyki
Barzel/Strauss i ráöherrastól-
ana munu þeir gera tilraun til
að fá einhverjar breytingar á
samningstextanum til að bjarga
andlitinu gagnvart V-Þjóðverj-
um. Þótt a-þýzka stjórnin hafi
lýst þvi yfir, að breytingar komi
ekki til greina, er ekki óhugs-
andi að þeir kyngi einhverjum
þýðingarlitlum orðalagsbreyt-
ingum til að halda friðinn. Þvi
má fullyrða, að visvitandi
tregða vestrænna þjóða til að
viöurkenna stjórnina i A-Berlín
hafi þegar náð þeim aðaltil-
gangi sinum að styrkja samn-
ingsaðstöðu Brandts Hér eftir
getur hún einungis hjálpað
hugsanlegum kanzlara Barzel
til að hilma yfir mistök þau og
sýndarmennsku, sem frá upp-
hafi hafa einkennt afstöðu nú-
verandi stjórnarandstöðu til
Ostpolitikur friðarverðlauna-
hafans Willy Brandt.
—F.B.
Vafalaust vill enginn ibúi
Reykjavikur vera án
sorphreinsunar — hún er eitt af
þeim störfum, sem verður að
inna af hendi i hverju fjöl-
býlissamfélagi. En sennilega
væru menn alveg þolanlega
ánægðir, — og jafnvel svolitið
glaðir, — ef sorphreinsunin færi
ekki fram um fimmleytið á
daginn við götur eins og
Barónsstig, einmitt þegar um-
ferðarþunginn er hvað mestur.
Hvort sem þetta er algengt
eða ekki var þessi mynd einmitt
tekin á Barónsstignum um
fimmleytið á þriðjudaginn, og
eins og sjá má myndaðist
nokkur umferðahnútur við það,
að öskubillinn stöðvaði alla um-
ferð bæði upp og niður
Barónsstig. Og blessaðir ösku-
kallarnir trilluðu tunnunum
fram og aftur i mestu makind-
um á meðan bilaþvagan
stækkaði i sifellu og stöðvaði
umferð bæði um Laugaveg og
Hverfisgötu.
Skammt fyrir neðan ösku-
bilinn voru tvö auð stæði, — en
kannski hefur bilstjórinn ekki
viljað hætta á að fá stöðumæla-
sekt.
ÖNGÞVEITI í ÖSKUNNI
BRANDT
Laugardagur 18. nóvember 1972