Alþýðublaðið - 18.11.1972, Blaðsíða 5
Alþýðubiaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
ÓVIRDING VID ALÞINGI
Núverandi stjórnarflokkar velja sér einkenni-
lega málaflokka til að setja íslandsmet i. Til
dæmis að taka þinglið þeirra. Þrátt fyrir það
háa kaup, sem þingmenn hafa veittsér, afráða
þingmenn stjórnarsinna að setja fslandsmet i að
standa sig illa i starfinu.
Á Alþingi i fyrra má heita, að sumir stjórnar-
þingmannanna hafi rétt svona með hangandi
hendi nennt að taka þátt i þingstörfunum. Þeir
voru si og æ að fá sér fri frá störfum og láta
kalla á varamenn fyrir sig. Gekk þetta svo
langt, að sjálfir þingforsetarnir, sem voru þó úr
stjórnarherbúðunum, gátu ekki orða bundizt og
báðu formenn þingflokka um hjálp við að halda
þingmönnum við vinnu sina.
Þessi sífelldu burthlaup stjórnarþing-
mannanna urðu til þess, að allur kostnaður við
þinghaldið fór langt fram úr áætlun. Aldrei i
sögu Alþingis höfðu neitt likt því jafn margir
varamenn verið til kvaddir og i fyrra. Það var
íslandsmetið, sem stjórnarþingmennirnir settu.
settu.
Eins og vænta mátti voru það og eru þing-
menn Alþýðubandalagsins, sem mesta kæru-
leysið og stærsta óvirðinguna sýna Alþingi, enda
er það grundvallaratriði i skoðunum kommún-
ista að hafa skömm á öllum lýðræðis- og þing-
ræðislegum reglum . Tökum til dæmis komma-
foringjann Lúðvik Jósefsson. Nú hefur hann
látið gefa sér leyfi frá þingstörfum vegna þess
að hann hafi ekki tima til að sinna Alþingi. Hann
hafi svo mikið að gera við önnur störf. Og svo
situr hann i skrifstofu sinni i Reykjavik, nokkr-
um húslengdum frá Alþingishúsinu, og gefur
þinginu langt nef.
Það hefur aðeins einu sinni áður komið fyrir i
allri sögu Alþingis, að islenzkur ráðherra hafi
fengið leyfi frá þingstörfum út frá þeirri ástæðu
einni, að hann þættist hafa svo mikið að gera i
ráðherrastarfi. Það eina fordæmi i þingsögunni
er frá þvi i fyrra, og þá var um sama manninn
að ræða, — Lúðvik Jósefsson. Þá fékk hann sér
lika fri frá Alþingi vegna mikilla anna við önnur
verk, en notaði það fri svo til að ferðast á
kommafundi og skrifa um sjálfan sig i Þjóðvilj-
ann.
Lúðvik Jósefsson er fyrsti islenzki ráðherr-
ann, sem leyfir sér að sýna Alþingi þá óvirðingu,
að segjast ekki hafa tima til að mæta þar vegna
þess, að hann sé upptekinn við annað. Aðrir ráð-
herrar hafa aldrei farið fram á slikt fjarvistar-
leyfi nema annað hvort vegna veikinda ellegar
vegna þess að þeir þurftu að fara úr landi i em-
bættiserindum.
En Lúðvik lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna. Og þvi siður Magnús Kjartansson.
Þegar þingmenn leyfðu sér að gagnrýna þessa
dæmalausu framkomu Lúðviks þá blés Magnús
Kjartansson sig upp i reiði og sagðist furða sig á
þvi, að menn leyfðu sér að gagnrýna fjarvistir
Lúðvíks á meðan hann væri fjarverandi. Fyrr
má nú vera mikillætið. Má ekki gagnrýna ráð-
herra fyrir að skrópa frá skyldustörfum fyrr en
þeir eru hættir að skrópa?
Menn, sem þannig hugsa, ættu að sjá sómann
sinn i að segja hreinlega af sér þeirri þing-
mennsku, sem þeir þykjast ekki geta betur sinnt
en þetta.
UM MÁLEFNI REYKJAVÍKURBORGAR
URBÆTUR GERDAR I
stjórnunarmAlum
A fuiicli borgarstjórnar nýveriö var fjallað um endurbætur i
stjórnunarmálum borgarimrar. Er það málaflokkur, sem Alþýðu-
fiokksmenn i borgarstjórn liafa mjög látið sig skipta og fengið
samþykktar þar tillögur, sem lagt liafa grundvöll að miklum
breytingum til bóta i stjórnkerfinu.
A fyrrnefndum fundi flutti Björgvin Guðmundsson, borgar-
fulllnii, ræðu þar senr hann lýsti stefnu Alþýðuflokksins i stjórn-
inálunum og greindi frá þvi, sem flokkurinn vildi láta betrumbæta
frá þvi, sem nú er. Fer ræða Björgvins hér á eftir.
,,£g vil byrja á þvi að lýsa yfir
stuðningi minum við þá tillögu,
sem borgarfulltrúi Steinunn
Finnbogadóttir hefur lagt hér
fram. Ég tel það sé full þörf á þvi
að taka stjórnkerfi borgarinnar
nú til endurskoðunar, og raunar
eigi það stöðugt að vera i endur-
skoðun og athugun. Undrar mig
það raunar að stjórnkerfisnefnd,
sem hafði verið sett á fót skuli
hafa verið lögð niður. Talsmaður
meirihlutans sem talaði hér á
undan mér, Birgir tsl. Gunnars-
son, tók undir það, að nauðsynlegt
væri að endurskoða stjórnkerfið
og að það þyrfti stöðugt að gefa
þvi gaum og er það út af fyrir sig
gott að meirihlutinn skuli hafa
tekið undir þetta höfuðsjónarmið
tillögunnar. Ég er hins vegar ekki
sammála honum um það að það
eigi að fela bórgarráði að gera
þetta. Ég held að okkur hætti of
mikið að fela borgarráði að gera
alla skapaða hluti. Sannleikurinn
er sá, að borgarráð kemst ekki
yfir að gera allt, sem gera þarf.
Ég held að það væri mun skyn-
samlegra að koma á fót nefnd,
eins og borgarfulltrúi Steinunn
Finnbogadóttir gerir hér tillögu
um. Uún gæti gjarnan heitið
Stjórnkerfisnefnd, eins og sú
gamla, þannig að það væri þá
verið að endurreisa þá nefnd, og
að sjálfsögðu finnst mér það eðli-
legt, eins og borgarfulltrúi Birgir
lsl. Gunnarsson benti á að allir
flokkar ættu íulltrúa i þeirri
nefnd. Það er alveg rétt, sem
borgarfulltrúi Birgir tsl. Gunn-
arsson sagði, að það hafa verið
gerðar nokkrar breytingar á
stjórnkerfinu á undanförnum
árum. Það vill nú svo til að Al-
þýðuflokkurinn hefur átt frum-
kvæðið að þvi, að koma ýmsum
þeim breytingum i framkvæmd.
Borgarfulltrúi Steinunn Finn-
bogadóttir gat um það, að árið
1964 heföi verið samþykkt að
kjósa sjö manna nefnd, til þess að
athuga stjórnkerfi borgar.innar.
Þessi tillaga var samþykkt i
framhaldi af tillögu, sem borgar-
lulltrúi Alþýðuflokksins, Óskar
Hallgrimsson, hafði flutt, en hann
hafði lagt til, að kosin yrði fimm
manna nelnd, til þess að athuga
sérstaklega hvort ekki væri tima-
bært að gera ýmsar breytingar á
stjórn borgarmálefna Reykja-
vikur. Með leyfi forseta vildi ég
leyfa mér að lesa hér hluta úr
þeirri tillögu, en hann hljóðar
svo: „Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að fela fimm manna
nefnd að athuga sérstaklega
hvort ekki sé hagkvæmt og tima-
bært að gera þær breytingar á
stjórn borgarmálefna Reykja-
vikurborgar, að i stað einnar
framkvæmdastjórnar (borgar-
ráðs) verði borgarstjórninni skipt
i nokkrar meginnefndir, sem hver
um sig fari með framkvæmd til-
tekinna málaflokka, svo sem t.d.
fjármála, félagsmála, skipulags-
mála og svo lramvegis.'’
Fjölgun bogarfulltrúa
Borgarfulltrúi Óskar Hall-
grimsson lagði þá einnig til að
tekið yrði til athugunar hvort ekki
bæri að fjölga borgarstjórum,
eins og Steinunn Finnbogadóttir
gat um hér áðan, að kæmi til
mála, og hann lagði þá einnig til
að fjölgað yrði borgarfulltrúum
upp i 21, eins og lög heimila. Nú á
þessum sama fundi þá bar Óskar
Hallgrimsson. borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, Iram tillögu um
það, að kosnar yrðu stjórnar-
nefndir fyrir ýmis borgarfyrir-
tæki, svo sem Rafmagnsveituna,
hitaveitu. vatnsveitu. Vélamið-
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi.
stöð Reyk javikurborgar og
Strætisvagna Reykjavikur. Og
það var einmilt sú tillaga sem
leiddi til þess, að það var komið á
fót Stjórnarnefnd Veitustofnana,
sem nú starfar, þannig að þessi
tillöguflutningur Óskars leiddi til
þess að það va- komið á stjórnar-
nelnd yfir þess fyrirlæki svo og
fyrir SVR. Tel ég að það hafi
verið til mikilla bóta. Nú, Birgir
Isl. Gunnarsson, borgarfulltrúi,
hann minntist hér á tvö ný ráð,
scm hala verið mynduð á siðari
árum, Félagsmálaráð og Heil-
hrigðismálaráð, sem mikla
breytingu á stjórnkerfinu. Ég tek
undir það með honum, að myndun
þessara ráða er til mikilla bóta,
og það var einmitt borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, Fáll Sigurðsson,
sem átti frumkvæðið að þvi að
Ileilbrigðismálaráöi var komið á'
fót. Hann flutti tillögu i borgar-
stjórn um það að komið yrði á fót
samræmdri stjórn yfir heil-
brigðismál borgarinnar og það
var einmitt sá tillöguflutningur
sem leiddi lil þess að Heilbrigðis-
málaráð var stofnað. Þannig að
það kemur i ljós að stundum ber
nú tillöguflutningur okkar minni-
hlutaflokkanna árangur, endaþót
þaö gerist ávallt i þvi formi að
það skjóti upp nýjum tillögum frá
meirihlutanum, þar sem tekin
eru upp þau mál, sem við minni-
hlutamenn berum fram. áður. Ég
er þeirrar skoðunar. eins og fyrir-
rennari minn hér i borgarstjórn,
Öskar Haligrimsson var, að það
a'tti að koma á meiri verkaskipt-
ingu i borgarstjórninni, skipta
henni meira upp i starfsnefndir.
Það er svo i dag, að ýmsir
bprgarfulltrúar eru ekki i
neinum nefndum bogarinnar, og
fylgjast þvi ekki með veigamiki-
um þáttum borgarmálanna. Að
visu var það mikil bót á stjórn-
kerfinu, tel ég, þegar tryggt var
að allir flokkar borgarstjórnar
ættu aðild að borgarráði. Þar eð
borgarráð er framkvæmdastjórn
borgarinnar, og þar i gegn iara
nær allir hlutir. En það er nú
samt sem áður svo, að ýmsir
mikilvægir hlutir berast borgar-
ráði i formi fundargerða lrá ýms-
um nelndum og ráðum, sem
starfa á vegum borgarinnar,
þannig að þegar þessi mál berast
i formi fundargerða til borgar-
ráðs, þá vita nú borgarráðsmenn,
sem ekki eiga fulltrúa i þessum
umræddu nefndum eða ráðum
harla litið um það hvað á lerðinni
er.
Jöfnun á aðstöðu
í þessu sambandi þá vil ég t.d.
minnasl á Innkaupastofnun
Reykjavikurborgar. Þetta er
mikilva-g stolnun, sem hefur á
hendi útboð á verklegum fram-
kvæmdum og leitar tilboða i
ýmsa dýra hluli, sem borgin
kaupir. Þarna er verið að velta
milljónum og tugum milljóna.
Tveir af flokkum borgarstjórnar
eiga þarna ekki neinn fulltrúa til
þess að fylgjast með málum,
þ.e.a.s. Samtök frjálslyndra og
Alþýðullokkurinn. Við verðum að
láta okkur nægja að frétta um
þetta á lokastigi afgreiðslunnar,
þegar málin eru afgreidd i
borgarráði. Kf hefi óskað eítir þvi
i borgarráði, að þeim flokkum,
eða [ieim borgarfulltrúum, sem
ekki eiga fulltrúa i Innkaupa-
stolnuninni verði sendar fundar-
gerðir Innkaupastofnunar
Reykjavikurborgar áður en þær
eru lagðar fyrir borgarráð, þann-
ig að okkur gel'ist tækifæri til þess
að lita aðeins á málin áður en þau
koma þar fyrir, en það hefur nú
ckki verið orðið við þessari ósk
minni enn þá, en ég vona að þess
verði ekki langl að biða. En það
er svo um fleiri veigamiklar
nefndir sem starfa á vegum
borgarinnar, að ýmsir flokkar og
ýmsir borgarfulltrúar eiga þar
ekki aðgang að, og geta þvi ekki
fylgst nægilega vel með málum.
Ég get nefnt þar t.d. að Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
eiga ekki fulltrúa i einni einustu
nefnd, sem nú starfar á vegum
borgarinnar og hvorki Samtök
frjálslyndra og vinstri manna né
Alþýðuflokkurinn eiga fulltrúa i
einni einustu fimm manna nefnd
borgarinnar og eru þó margar
mikilvægar nefndir borgarkerfis-
ins skipaðar fimm mönnum.
Þelta skapar aö sjálfsögðu mjög
mikinn aðstöðumismun, en úr
Framhald á 2. siðu.
FLOKKSSTARFIÐ
AFMÆUSFUNDUR
Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði heldur fund miðviku-
daginn 22. nóvember klukkan 20.20 I Alþýðuhúsinu.
Dagskrá fundarins verður þessi:
1. Minnst 25 ára afmælis félagsins.
2. Jón Armann Iléðinsson ræðir um flokksþingið og ályktanir
þess.
2. Breytingar á skipan fulltrúaráðs.
4. Sýndar myndir frá landsfundinum.
5. Bingó.
Félagskonur eru hvattar til að mæta vel og stundvislega.
Stjórnin.
Laugardagur 18. nóvember 1972