Alþýðublaðið - 18.11.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1972, Blaðsíða 7
Iþrótfir 1 „FER STRAX EF ÉGFÆLEVFI l)R SKÖUNUM” ,,Ég hef i hyggju að fara fyrir áramót, svo framarlega sem ég fæ leyfi úr skólanum i einn mán- uð”, sagði knattspyrnumað- urinn ungi Asgeir Sigurvinsson þegar iþróttasiðan sló á þráðinn til hans i vikunni. Eins og kom fram i frétt á iþróttasiðunni á mánudaginn, hefur Asgeir verið boðið að dvelja hjá hinu heims- þekkta knattspyrnuiiði Glasgow Rangers i einn mánuð, og jafn- vel lengur ef til þess kæmi. Boð þetta er komið fyrir milligöngu Alberts Guðmunds- sonar formanns Knattspyrnu- sambands tslands, en hann var eitt sinn leikmaður með Rang- ers og hefur átt þar góð itök alla tið siðan. t>á lék Þórólfur Beck með Rangers á sinum tima. Asgeir Sigurvinsson tjáði iþróttasiðunni a6 það væri nokkrum vandkvæðum bundið fyrir sig að komast út, þvi hann væri við nám i skóla. Stundar Ásgeir nám við 1. bekk svokall- aðrar menntadeildar við Gagn- fræðaskólann i Vestmanna- eyjum, en sú deild mun sam- svara 1. bekk i menntaskóla, Stefnir hugur Ásgeirs að þvi að ljúka menntaskólanámi, og yrði það þá væntanlega i Reykjavik. Þau áform gætu vissulega breytzt ef boð kæmi frá góðu at- vinnuknattspyrnuliði, þvi slik knattspyrna hefur vissulega mikið aðdráttarafl, þeim sem eru hæfileikum búnir til til sliks. Þeir sem séð hafa Asgeir Sigur- vinsson á knattspyrnuvellinum efast ekki um að hæfileikar hans eru ekki minni enn margra þeirra atvinnuknattspyrnu- manna úr ensku knattspyrnunni sem hér sjást á sjónvarps- skerminum hvern sunnudags- eftirmiðdag. ,,Ég hef nú hugsað mér að ræða við skólastjórann einhvern næstu daga, og athuga mögú- leikana á þvi að fá að skreppa út fyrir áramótin. Ég held að ég treysti mér alveg til þess að taka þennan eina mánúð utan skóla, sérstaklega ef ég fænæði ytra til að glugga eitthvað i námsbækurnar”, sagði Ásgeir. Það væri vissulega bezt fyrir Ásgeir að komast út fyrir ára- mótin. Eftir áramót fara prófin að nálgast iskyggilega, og þá er verra fyrir Asgeir að missa úr einn mánuð frá námi. A sumrin er ekkert æft hjá Rangers frekar en öðrum félögum i Bret- landi, og auk þess stendur knattspyrnuvertiðin hér á landi hæst á þeim árstíma. Timinn fram að áramótum virðist þvi vera heppilegasti timinn fyrir Ásgeir og ef hann kemst ekki þá, er hætta á að þetta gullna tækifæri gangi honum úr greip- um. Asgeir sagðist ekki vita mikið um Rangers. Allir vissu að fé- lagið væri eitt það þekktasta i Evrópu, enda þótt það væri i nokkrum öldudal um þessar mundir. Ásgeir hefur séð einn leik með Rangers, leik sem fór fram á velli félagsins Ibrox, og var gegn erkióvininum Celtic. I ► I Mynd þessi var tekin i unglinga- móti KSÍ siðastliðið sumar, og sýnir Ásgeir Sigurvinsson skora gegn skozku piltunum frá Celtic. Tilraunin mistókst Gústaf Agnarsson Armanni, nýbakaður unglinga meis tari Norðurlanda i lyftingum, reyndi i gærkvöld við nýtt Norðurlanda- met unglinga i tviþraut, snörun og jafnhöttun Ekki tókst tilraunin i þetta sinn, en enginn vafi er á þvi að Norður- landametið kemst i eigu Gústafs fyrr en siðar. Gústaf lyfti j gær- kvöld 135 kilóum i snörun og 170 kilóum i jafnhöttun, og er það örlitlu lakari árangur en hann náði á Norðurlandamótinu. Þess má geta að Gústaf var með hita- vellu þegar keppnin fór fram i gærkvöld. Á sama mótinu i gærkvöld setti Guðmundur Sigurðsson nýtt tslandsmet i tviþraut léttþunga- viktar, lyfti 260 kilóum. Guðmundur var áður i milliþungavikt, en hann hefur lést svo mikið að undanförnu, að hann hrapaði niður um einn flokk. Ólafur Sigurgeirsson Kr lyfti i sama þyngdaflokki 230 kólóum. -SS. NÚ ER KOMHI AR SIÚNVARPINU AD STANDA SIG — segir Asgeir Sigur- vinsson sem l'engifl liel'ur boft l'rá einu þekktasta liftift Kvrópu, (i lasgow Hatigers. Hvftur lélagift Ásgeir til ælinga i eimi mántift til levnslu. (‘ii vissulega <*ru möguleikar á lengri dvöl. Albert (iuftimmdsson og Þór- ollur Heek liata báftir h'ikift m eft Hangers l'vrr á árum. Sagði Asgeir að sá leikur hefði verið ógleymanlegur bæði vegna knattspyrnunnar sem þar var sýnd, og eins vegna stemn- ingarinnar sem rikti á troð- fullum vellinum. Þess má geta hér til gamans, að GlasgowRangers var stofnað árið 1873, og verður félagið þvi 100 ára á næsta ári. Atvinnu- knattspyrna var tekin upp hjá Rangers strax árið 1893, og 1899 var félagið gert að hlutafélagi, enda er það rekið sem fyrirtæki i dag. Framkvæmdastjóri félagsins i dag er Willie Wadd- ell, fyrrum leikmaður Rangers. Ibrox völlurinn, sem er heima- völlur félagsins, tekur 100 þús- und áhorfendur Dýrasti leik- maðurinn sem félagið hefur keypt er Colin Stein. Kaupverð hans var 100 þúsund sterlings- pund, en sem kunnugt er var hann nýlega seldur til Coventry fyrir 140 þúsund sterlingspund, og er það hæsta sala á leik- manni frá Rangers. Rangers keypti Þórólf Beck á sinum tima fyrir 25 þúsund sterlingspund, sem þá þótti mikið fé fyrir knattspyrnu- mann. Búningur Rangers eru bláar skyrtur, hvitar buxur, og hvitir sokkar með rauðri legg- ingu. Þegargluggaðer i afrekaskrá Framhald á bls. 4 Þá hefur Magnús Torfi komist að þeirri niðurstöðu, eftir árs ihugun, vandlcga athugun og yfirvcgun, að leyfa skuli sýningar i sjónvarpi á kappleikjum , þar sem leikmenn bera augiýsingar á búningum sfnum. Þetta var að sjálfsögðu eina afgreiðslan á þessu máli sem ein- liver skynsemi var i, og þvi lilýtur það að koma mjög á óvart að heilt ár þurfi til að taka slika ákvörðun. En Magnús Torfi hefur sem sagt ákveðið sig, og áliti sinu kom hann til útvarpsráðs. Þar var álitinu ekki tekið með neinum húrrahrópum, eins og bezt sést á atkvæðagreiðslum um málið. Að- eins þrfr ráðsmenn greiddu at- kvæði með afiettingu bannsins, en fjórir ráðsmenn kusu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Nú er sjónvarpinu fritt og frjálst að taka til óspilltra málanna. En svo er bara aö sjá hversu áhuginn er mikill, ■ ekki hefur hann verið of mikill hingaö til. Kveinstafir hafa heyrst um leið og nefndar eru peningaupp- hæðir fyrir sýnda leiki, og allt og sumt sem boðið er, nálgast það kannski að vera þrítugasti hluti af þvi fjármagni sem eytt er i upp- setningu á einu leikriti. Það er langt i frá að hér sé verið að amast við uppsetningu leik- rita, heldur bent á það einkenni- lega mat sem fjármálaspeku- lantar sjónvarpsins leggja á sjón- varpsefni. Aflétting bannsins hefur lítið að segja meðan sjónvarpið sýnir iþróttunum ekki meiri ræktar- semi. Það væri til dæmis góð byrjun að virkja íþróttafrétta- mann ' sjónvarpsins eingöngu i iþróttii*, i stað þess aö láta hann elta vörubila vestur á firði eða þá náttúruundur suður á sanda. — SS KSf AKVAO AUKALEIK UMUEFA Stjórn KSÍ hefur nú ákveðiö að aukaleikur skuli fara fram milli Akurncsinga og Kcflvikinga um rclt til þátttöku i Evrópu- sambandskeppninni (UEFA-cup) næsta sumar. Hefur KSÍ tilkynnt hlutaðeigandi úrslit þessa máls. Eins og kunnugt er af fréttum hér á siöunni, átti réttur á keppn- inni að ganga til þriðja liðsins, i 1. dcild, þar eð lið númer tvö, ÍBV, bar sigur úr býtum i bikarkeppn- inni. Kn þar eð bæði ÍA og iBK voru jöfn að sligum, var sú eðli- lega leið valin að lata fara fram aukalcik, en ÍA hafði krafist þess að fá þátttökurétt vegna betri markatölu. Aukalcikurinn fer fram i mar» 1973. í HREINSKILNI SAGT llandknattleiksforystan ihug- ar þessa dagana hvort sé heppi- legra að tvistra leikjum 1. deild- ar á hina ýmsu daga vikunnar, eða hafa leikina fasta á mið- vikudögum cins og verið hefur. Er það vegna framtiðarskipu- lags landsliðsæfinga sem þcssu máli hefur skotið upp. Miðvikudagana hefur hand- knattleiksforystan til ráöstöf- unar i Laugardalshöllinni, og hún tók þá skynsamlegu ákvörðun fyrir nokkrum árum að hafa föst leikkvöld á miðr vikudögum og sunnudögum, en eftirl&ta félögunum aðra daga vikunnar til æfinga. Þcssi háttur hefur verið vel metinn bæði af keppendum sem áhorfenduin, sem þarna hafa getað gengið að íþrótt sinni á ákveðnum dögum. Vegna þessa skipulags hcfur landsliðið orðið nokkuð út- undan, og aðeins fengið æfinga- FLAKKID tima meö höppum og glöppum, og gjarnan i formi æfingaleikja við félagsliö i timum félaganna. Nú þegarstjórn IlSl vinnur að skipulagi landsliösmálanna til næstu tveggja ára, hefur hún réttilcga komist að þeirri niður- stöðu að landsliöið þurfi að fá fasta æfingatima. En livenær eiga þeir timar að vera? Virðast aðeins koma til greina tveir kostir, og þeir hvorugur góður . Sá fyrir cr að eftiriáta landsliðunum (landslið kvenna og unglinga teljast að sjálfsögöu mcð i dæminu) miövikudags- kvöldin, og láta tslandsmótið fara á flakk hina daga vikunnar. Það þýddi að leikirnir yrðu settir á æfingatima félaganna, og við þvi er ekkert aö gera, þvi félögin verða hvort sem cr að láta af hendi einhverja af timum sinum, hvor kosturinn sem tekinn verður. Ilitt er öllu alvarlegra, að mikil hætta er á þvi að allur spenningur fari úr tslands- mótinu við flakkið. Þannig yrði kannski leikið á sunnudegi og FEIGDAR svo aftur mánudaginn á eftir. Þvi næst kæmi svo sex daga hlé fram að næsta sunnudegi. Menn hljóta að sjá i hendi sér að þetta skipuiag getur ekki blessast. Hinn kosturinn er sá aö lands- liðin fái til skiptis liluta af æfingatfmum félaganna og yrðu þær æfingar þá skipulagöar nokkuð fram i timann svo það lcnti jafnt niður á félögununt. Þessi lausn hefur þann stóra kost, að miðvikudagarnir verða áfram fastir leikdagar, og þar með verða menn lausir við flakkið á tslandsmótinu, flakk sem gæti stórlega dregið úr áhorfcndafjölda og þar með orðið iþróttinni til mikils skaða. Það sem tslandsmótið þarf umfram allt er spenna og form- festa, svo ekki veröi áframhald á hinni dræmu mætingu áhorf- enda eins og menn urðu varir við fyrsta leikkvöldiö þegar- einungis mættu 200 áhorfendur. Vonandi ihugar handknatt- leiksforystan þessi mál gaura- gæfilcga, i stað þess aö takaein- liverja vanhugsaða ákvörðun. Vikudagarnir eru bara sjö, og vaikostirnir enn færri. Sigtryggur Sigtryggsson. Laugardagur 18. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.