Eintak

Tölublað

Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 10
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander, Einar Örn Benediktsson, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Kristján E. Karlsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Forstjórar og stj órnmálamenn ímyndir eru ekki merkilegt fyrirbrigði. Ekki nema sem eins konar mælikvarði á geðsveiflum í þjóðarsálinni. Það má mæla þær á hversu góð ímynd þessa eða hins mannsins eða fyrirtækisins þykir hverju sinni. En ímyndir eru ekki merki- leg fyrirbrigði í sjálfu sér. Og ekki frekar þótt bændur hafi átt- að sig á að það sé sársaukaminna fyrir þá að ráða mann til að bæta ímynd sína heldur en að koma framleiðslu sinni í það horf að neytendur geti lifað með henni. En samt er hér ætlunin að skrifa um ímynd Eimskips. Eimskip er stórmerkilegt fyrirtæki. Það er tákn um sjálf- stæði þjóðarinnar. Stofnun Eimskips var eitt af fyrstu skref- um þessar þjóðar til sjálfstæðis. Samsetning hluthafanna í Eimskip er einstök. Um fjórtán þúsund einstaklingar eiga hlut í fyrirtækinu og litlir hluthafar eiga meirihluta þess. Þrátt fyrir að fáeinir stórir hluthafar fari með öll völd í Eim- skip eiga þeir í raun minnihluta í fyrirtækinu. Af þessum tveimur ástæðum hefur Eimskip verið þjóðar- eign í tvennum skilningi. Saga fyrirtækisins er samofin sögu þjóðarinnar og stór hluti þjóðarinnar á fyrirtækið í bókstaf- legri merkingu. Þrátt fyrir þetta hefur ímynd Eimskips hrunið á undan- förnum árum. Æ færri landsmenn líta á það sem óskabarn þjóðarinnar. Eimskip hefur orðið að tákni um vald fámennr- ar klíku yfír nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og tákni um auðsöfnun þessarar sömu manna. Þeir sem hafa gagnrýnt Eimskip út frá þessum sjónarhóli á undanförnum árum eru fjölbreytt flóra. Allt frá samsæris- kenningarsmiðum, sem gerðu Eimskip að erkióvininum eftir að Sambandið koðnaði niður, og til manna sem hafa viljað heimfæra vandamál samfara aðstöðu stjórnenda í stórum hlutafélögum erlendis upp á íslenskar aðstæður. Um leið og gagnrýni á stjórnendur Eimskips komu fram risu aðrir upp til varnar þeim. Menn sem sögðu gagnrýnina sprottna af öfund gagnvart velgengni þar sem Eimskip væri eitt fárra fyrirtækja á íslandi sem rekið væri að einhverju viti. Og menn sem sögðu að ef stjórnendur Eimskips auðguðust væri það vegna þess að þeir stæðu sig vel og ættu umbun sína skilið. í sjálfu sér ætti það ekki að koma neinum á óvart að stjórn- endur stórra almenningshlutafélaga séu umdeildir. Og ekki heldur að um þá sé skrifað, verk þeirra gagnrýnd og jafnvel að menn væni þá um óheiðarleika. Það er fráleitt að þeir eða fylgisveinar þeirra snúi upp á nef sér ef færðar eru aðrar frétt- ir af stórum fyrirtækjum en þær sem sendar eru út af faxvél- um þeirra. Stjórnendur stórra almenningshlutafélaga eru í raun í ná- kvæmlega sama hlutverki og stjórnmálamenn. Þeim er treyst fyrir sjóðum sem innihalda fjármuni almennings. Sjóðir Eimskips eru til dæmis þeir sjóðir sem komast næst því að vera ríkissjóður, ef til vill á eftir borgarsjóði Reykjavíkur. Það bæri því vott um sjúkleika í samfélaginu ef gæslumenn þess sjóðs yrðu ekki beittir sömu gagnrýni í opinberri um- ræðu og til dæmis stjórnmálamenn. Þeir sem telja þessa menn eiga að vinna verk sín fjarri augum almennings mis- skilja annað hvort stærð fyrirtækjanna, eru haldnir einhverri glýju gagnvart bisnessmönnum eða vanmeta almenning. Og þar sem ætlunin var að skrifa um ímynd Eimskips þá er niðurstaðan sú að ástæðan fyrir hruni hennar sé einmitt sú að stjórnendur fýrirtækisins hafi gert sig seka um að líta svo á að almenningi kæmi hreint ekki við hvað þeir aðhefðust. Þeir sem hugsa svo eru yfirleitt með glýju gagnvart eigin ágæti. © Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. LETTVIQT OT o 2 CD < Z o Ef til vill ræður stærðin því en ekki fjöldi lyklanna hvort lyklabarnið komist inn. HUN SEQIR Sameign okkar allra HANN SEQIR Skylduáskrift, nei takkl Nýlega voru stofnuð samtök sem hafa það helst á stefnuskrá sinni að afnema skylduáskrift við- tækjaeigenda af Ríkisútvarpinu. Aðdáendur innihaldslausrar sí- bylju og sápuópera voru vonum seinna á ferðinni með þessa kröfu sína. Það var nokkuð ljóst að þetta yrði næsta krafa eftir að útvarps- frelsið svokallaða komst á. Talsmenn afnáms einokunar Ríkisútvarpsins notuðu það sem eina helstu röksemd sína að frelsið á öldum Ijósvakans þýddi aukna íjölbreytni. Raunin hefur orðið sú að ódýrt ómerkilegt efni er megin uppistaðan í dagskrá þvagrásanna eins og sumir kalla „frjálsu" stöðv- arnar. Nú er ég svo sem ekki tals- kona þess að skrefið verði stigið til baka, en ef á að svipta Ríkisút- varpið þeirri stöðu, með afnámi skylduáskriftar, að sinna menn- ingarmálum og halda uppi vits- munalegri umræðu um dægur- mál, þá segi ég stopp. Frelsi í þessari umræðu getur tekið á sig undarlegustu myndir. Það er útilokað að ég geti hlustað á allar „frjálsu" stöðvarnar og fylgst með því hverjir auglýsa, til þess að ég komist hjá því, næst þegar mig langar í pizzu, að borga örlítið af verði pizzunnar til styrktar mál- helti og þvoglulegu innihaldsleysi á öldum ljósvakans. Fjölmiðlar búa ekki til peninga, heldur borg- um við heríegheitin með vörum sem við kaupum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ríkisútvarpið þarf á tekjustofn- um sem ekki koma beint frá rík- inu að halda, til að geta sinnt skyldum sínum og haldið úti menntandi og uppbyggilegu efni handa þjóðinni. Færu framlögin beint í gegnum ríkiskassann glat- aði það fljótlega menningarlegu sjálfstæði sínu og yrði fjótlega skorið við trog, nóg er nú samt eins og núverandi ráðamenn haga sér í málefnum þess. Islenska út- varpsfélagið hefur sýnt að það er ekki til þess fallið að halda úti uppbyggingu íslenskrar menning- ar. Það vill skila eigendum sínum arði og fmnur til þess farveg í inn- haldslausri afþreyingu og svo sem ekkert við því að segja. Afþreying- in er ágæt sem slík, en sem uppi- staða í andlegri neyslu landans veldur hún auðvitað dauða vits- munalegrar hugsunar. Og nú vilja hinir vannærðu end- anlega losna við allt sem vakið gæti það af vímusvefni innihaldslausr- ar afþreyingar. Það er því nokkur léttir að sjá að nefnd sem fengin var til að endur- skoða útvarp- slögin lét ekki glepjast af harmagráti þeirra sem helst vilja bera mannlegan harm sinn á torg í einum þættinum og vinna ham- borgara í getraun í öðrum. Ríkisútvarpið hefur fjölbreytt hlutverk, uppeldis, menntunar og menningar. Það þarf að gera mörgum til hæfis og fer þá aldrei hjá því að einhver verði óánægð- ur. Fólk þarf stundum að láta sér leiðast til að læra eitthvað, eða hvernig væri komið fyrir oltkur, ef við hefðum komist upp með það að læra bara það sem okkur fannst skemmtilegt í skólanum? Ætli hér byggi þá ekki þjóð sem væri býsna glúrin í boltaleikjum, en kynni fátt annað? Við gætum þá ef til vill orðið heimskasta og hamingju- samasta þjóð í heimi. Sumir segja skylduáskrift Ríkisútvarpsins tímaskekkju sem ekki eigi lengur við, en ég segi að hún sé í eðli sínu röng, hafi aldrei átt nokkurn rétt á sér og að það muni aldrei koma upp sú staða að skyldu- áskrift að RÚV — frekar en nokkrum öðr- urn hlut — verði réttlætanleg. En samt viðgangast þessi ósköp ár eftir ár. Mjálmið er alltaf hið sama: RÚV gegnir ómetanlegu hlutverki í verndun og viðhaldi ís- lenskrar menningar, RÚV er ómissandi öryggistæki þjóðarinnar allrar, RÚV flytur hlutlausar fréttir, RÚV er umræðuvettvangur þjóðar- innar og sameiningartákn í senn og blablabla. RÚV hefur aldrei gegnt neinu sérstöku hlutverki í þágu íslenskrar menningar sem aðrir aðilar eru ekki fullfærir um að gegna. Eða heldur fólk kannski að íslensk menning líði undir kistulok þó svo RÚV verði látið róa? Ja, hvernig fóru þeir Snorri og Egill að án Rík- isútvarpsins? Ef öryggissjónarmið eiga að vera aðalrökin fýrir rekstri RTJV er rétt að minna á að það er Póstur og sími sem á dreifingarkerfið og Al- mannavarnir geta rutt dagskrá allra útvarpsstöðva hvenær sem þurfa þykir. Öryggið kemur RÚV því ein- faldlega ekki við. RÚV flytur ekki hlutlausari frétt- ir en aðrir fjölmiðlar. Ekki svo að skilja að mér finnist það skipta máii. Ég þori alveg að lesa fréttir ■Vikubladsins án þess að óttast það að verða kommúnistaáróðri að bráð og ég treysti alveg öðrum sam- borgurum mínum til hins sama. Fjölmiðlaneytendur eru nefnilega ekki hálfvitar. En ef ég vil hlutlausar fréttir hlusta ég ekki á RÚV heldur sný ég mér að hinum ríkisfjölmiðl- inum, Lögbirtingablaðinu. Þó svo að í RÚV hljómi „Þjóðar- sálin“ og að um það bil hver sem er fái að röfla „Urn daginn og veginn" er ekki þar með sagt að þjóðmála- umræðan eigi sér þar stað. Eða hve- nær spurðust síðast mikilvæg tíð- indi í þáttum þessum? Þjóðmála- umræðan fer fram á vinnustöðum, kaffihúsum, á götum úti, á síðum Morgunblaðsins og jafnvel á kaffi- stofunni í Efstaleiti. En að íslensk þjóðmálaumræða sé að einhverju leyti háð RÚV er náttúrlega svo botnlaus firra, að engu tali tekur. Öllum finnst starf þeirra sjálfra einstakt og ómissandi. Starfsmönn- um RÚV finnst þeir vafalaust vera að vinna afar merkilegt starf, sem þorri þjóðarinnar kunni að meta. Og það getur vel verið að það sé al- veg satt. En þó svo að mér finnist EINTAK Ijarskalega gott blað, sem eigi erindi við alla þjóðina, þá fynd- ist mér fremur hæpið hjá dreifing- arstjóranum að senda það urn allar trissur og gíróseðla á effir. Þannig hagar RÚV sér og keppir auk þess um auglýsingar við einka- stöðvarnar með óeðlilegum hætti, því það getur undirboðið keppi- nautana í krafti skylduáskriftarinn- ar og þannig gert fjölmiðlaflóruna fátæklegri en ella. Þegar við bætist að RÚV er óhemjuíjárfrek og illa rekin stofnun læðist að manni sá grunur að skylduáskriftin sé RÚV ekki holl. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra á að sjá sóma sinn í því að afnema þessa nauðung þegar í stað. Skylduáskríft Ríkisútvarpsins 10 MIÐVIKUDAG.UR 30. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.