Eintak

Útgáva

Eintak - 30.03.1994, Síða 16

Eintak - 30.03.1994, Síða 16
dóttir. Á R-listanum lögðu tveir íyrir sig iðnnám og tveir listnám. Þá eru fjórir með gagnfræðapróf. Sigrún Magnúsdóttir, oddviti listans, er með húsmæðra- og kvennaskóla- próf og tveir hafa lokið listnámi, Kristín Blöndal sem einnig er fóstra og Kristbjörg Kjeld, leikkona. Sjálfstæoisftokkurinn og Reykjavíku ri i sti n n eiga bað sammerkt að bjóða nánast einaöngu fram fólk meðlangskólanám að baki. Tutfugu á D- listanum eru háskóla- menntaðir < einum listanum. ir og betur á R-li: Hvorugt framboðið getur því gert tilkail til að vera listi „alþýðunnar**. Aber- anal er hve hagnýtt nám sjálfstæðismenn hafa valið sér en húmanísku greinarnar ráða ríkjum á R- listanum. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins 1. Árni Sigfússon borgarstjóri 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur og borgarfulltrúi 3. Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræöingur 4. Hilmar Guðlaugsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins 5. Gunnar Jóhann Birgisson lögmaður 6. Guðrún Zoega verkfræðingur og borgarfulltrúi 7. Jóna Gróa Sigurðardóttir húsmóðir 8. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari 9. Ólafur F. Magnússon læknir 10. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri 11. Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins 12. Kristjana Kristjánsdóttir skólastjóri 13. Kjartan Magnússon háskólanemi 14. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur 15. Helga Jóhannsdóttir húsmóðir 16. Sigurður Sveinsson tryggingaráðgjafi 17. Elsa Björk Valsdóttir háskólanemi 18. Einar Stefánsson augnlæknir 19. Óskar Finnsson veitingamaður 20. Amal Rún Qase háskólanemi 21. Aðalheiður Karlsdóttir kaupmaður 22. Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri 23. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri 24. Helga Jónsdóttir lögfræðingur 25. Helgi Eiríksson verkamaður 26. Katrín Fjeldsted læknir og borgarfulltrúi 27. Páll Gíslason læknir og borgarfulltrúi 28. Magnús L. Sveinsson formaður VR og borgarfulltrúi 29. Markús Örn Antonsson fyrrverandi borgarstjóri 30. Davíð Oddsson forsætisráðherra Framboðslisti Reykjavíkurlistans 1. Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður og borgarfulltrúi 2. Guðrún Ágústsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi 3. Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi og borgarfulltrúi 4. Pétur Jónsson viðskiptafræðingur 5. Árni Þór Sigurðsson félagsmálafulltrúi 6. Alfreð Þorsteinsson forstjóri 7. Steinunn V. Óskarsdóttir sagnfræðingur 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður 9. Gunnar Levy Gissurarson tæknifræðingur 10. Guðrún Jónsdóttir arkitekt 11. Helgi Pétursson markaðsstjóri 12. Arthur Morthens forstöðumaður 13. Ingvar Sverrisson háskólanemi 14. Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari 15. Guðrún Kr. Óladóttír varaformaður Sóknar 16. Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri TBR 17. Bryndis Kristjánsdóttir blaðamaður 18. Margrét Sæmundsdóttir fóstra 19. Óskar D. Ólafsson leiðbeinandi 20. Jónas Engilbertsson strætisvagnastjóri 21. Birna Kr. Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri 22. Helgi Hjörar háskólanemi 23. Kristín A. Árnadóttir deildarstjóri 24. Vilhjálmur Þorsteinsson kerfisfræðingur 25. Sigþrúður Gunnarsdóttir háskólanemi 26. Óskar Bergsson trésmiður 27. Kristín Dýrfjörð fóstra 28. Kristín Blöndal myndlistarkona 29. Kristbjörg Kjeld leikkona 30. Guðmundur Amlaugsson fyrn/erandi rekor MH Meðaltekjur listanna 500 Fjölskyldutekjur 400-------r-............. 300 - 200 100 ...Tekjur frambjóðenda ll Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hafa mun hærri tekjur en frambjóðendur Reykjavíkurlistans. Sú niðurstaða breytist ekkert þótt tekjur maka sé lagðar við og þannig fundnar út fjölskyldutekjur. Mikill munur er hins vegar á tekjum fimmtán efstu og fimmtán neðstu á R-Iistanum. Fimmtán efstu á honum ná því að vera hærri en fimmtán efstu á D- listanum þrátt fyrir að meðaltekjur R-listans í heild séu talsvert lægri. Þann fyrirvara verður að gera að tekjurnar eru reiknaðar út frá út- svari í skattskrá síðasta árs en til grundvallar því liggja tekjur sem aflað var á árinu 1992. Þótt tekjur einstakra frambjóðenda kunni að hafa breyst er ólíklegt að það hafi afgerandi áhrif á annan hvorn list- ann, enda er þetta viðurkennd að- ferð til að fmna nokkurn veginn út tekjur fólks. Allar tekjur eru fram- reiknaðar samkvæmt framfærslu- vísitölu til núvirðis. í stuttu máli eru meðaltekjur frambjóðenda á D-lista 235.000 krónur á mánuði en á R-lista 186.000 krónur. Þetta þýðir að þeir síðarnefndu hafa rétt rúmiega 79% af tekjum þeirra fyrrnefndu. Ef tekjur maka frambjóðend- anna eru lagðar við tekjur þeirra sjálfra er niðurstaðan sú að fjöl- skyldutekjur á mánuði nema 427.000 krónurn hjá D-listanum en 343.000 krónum hjá R-listanum sem gefur svipaða prósentutölu. Þessar tölur segja þó alls ekki alla söguna. Ef aðeins er miðað við þá sem sitja í fimmtán efstu sætunum á hvorum lista fyrir sig þá breytist staðan talsvert. Frambjóðendur R- listans sem sitja í þeim sætum hafa að meðaltali 242.000 krónur í tekj- ur á mánuði en D-listamenn í sömu sætum 220.000 krónur. Tekjuhæstu einstaklingarnir á D- listanum eru Einar Stefánsson augnlæknir með 642.000 krónur á mánuði, Árni Sigfússon borgar- stjóri 514.000, Magnús L. Sveinsson formaður VR og borgarfulltrúi 490.000, Páll Gíslason læknir Arni Sigfússon BORGARSTJÓRI OG ODDVITI SJÁLFSTÆÐISMANNA. Að mörgu leyti er hann dæmigerður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Árni er karl og er nálægt meðalaldri sjálfstæðismanna. Hann hefur hærri tekjur en Ingibjörg Sólrún, borgarstjóraefni R-listans, sem er í samræmi við mismun á tekjum frambjóðenda listanna. Hann býríraðhúsi í austurbænum og hann á fleiri börn en hún. 476.000, Katrín Fjeldsted læknir 451.000, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra 447.000 og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með sléttar 400.000 krónur á mánuði. Þeir tekjulægstu eru hins vegar Amal Rún Quase háskólanemi með 6.000 krónur á mánuði, Júlí- us Kemp kvikmyndaleikstjóri 15.000 krónur, Kjartan Magnús- son háskólanemi 54.000, Aðal- heiður Karlsdóttir kaupmaður 63.000, Helga Jóhannsdóttir hús- móðir 64.000 og Jóna Gróa Sigurð- ardóttir með 79.000 krónur. Á R- listanum eru færri með mjög háar tekjur. Langhæstu tekjurnar hefur Guðrún Jónsdóttir arkitekt, 646.000 krónur á mánuði. Þar á eftir koma Alfreð Þorsteinsson Amal Rún Qase HÁSKÓLANEMI og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins hafði nán- ast engar tekjur á árinu 1992, eða 6.000 krónurá mánuði. Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri var litlu tekjuhærri með 15.000 króna mánaðartekjur. Bryndís Kristjánsdóttir BLAÐAMAÐUR er íhópi þeirra tekjulægstu á R-listanum með 27.000 krónur á mánuði. Lægri mánaðartekjur hefur þó Kristín Blöndal myndlistarkona, eða 8.000 krónur. forstjóri með 368.000 krónur og Vilhjálmur Þorsteinsson kerfis- fræðingur með 315.000 á mánuði. Tekjulægstir eru Kristín Blöndal myndlistarkona með 8.000 krónur á mánuði, Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður með 27.000 krónur, Sigþrúður Gunnarsdóttir háskóla- nemi 46.000, Ingvar Sverrisson há- skólanemi 60.000, Óskar D. Ólafs- son leiðbeinandi 78.000, Kristín Dýrfjörð fóstra 85.000, Steinunn V. Óskarsdóttir starfsmaður Kvenfé- lagasambands Islands 91.000, Krist- ín A. Árnadóttir deildarstjóri 95.000, og Margrét Sæmundsdóttir fóstra 96.000. lngibjörg Sólrún hefur rúmlega helmingi lægri tekjur en Árni Sig- fússon, eða 225.000 krónur á mán- uði. Þessar tölur eru allar birtar með þeim fýrirvara sem minnst er á hér á undan. I heildina tekið hafa frambjóðendur Reykjavíkuriistans um það bii 80 prósent af tekjum frambjóð- enda Sjaifstæðis- fiokksins, hvort sem miðað við tekjur þeirra sjálfra eða fjöl- skyldutekjur. Launabilið á milli þeirra sem sitja í efstu fimmtán og neðstu fimmtán sætunum á R-list- anum er hins vegar svo mikið að þegar aðeins er tekið tillit til efstu fimmtán frambjóðenda hjá báðum listum þá er fólkið á Reykjavíkurl- istanum tekjuhærra. Hvemig semjitið er á málin er samt stað- reynd að meðaifram- bióðandi hjá báðum listunum kemst vei af fjárha á strípu slega. Fólk umtöxtum 16 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.