Eintak

Útgáva

Eintak - 30.03.1994, Síða 22

Eintak - 30.03.1994, Síða 22
Draumurinn um að geta flogið hefur fylgt manninum allt frá því hann fór að standa í fæturna. Sá draumur er ekki síst efnisgerður í táknmyndum engla og í hetjum eins og Superman og Batman. Loftur Atu Eiríksson ræddi við átta íslendinga sem hér lýsa afskiptum sínum og hugmyndum um engla. Goðsagnir um engla hafa heillað lærða og leika frá örófi alda. Þessar Ijós- björtu verur sem eiga sér samastað í hcimi anda og ímyndunar, og hugsanlega himingeimnum, hafa töfra- mátt sem hefur valdið því að listamenn, guð- fræðingar og sálfræð- ingar eru seinþreyttir að spá í tilvist, tilgang og uppruna þeirra. Sagnir af vængjuðum verum ná langt aftur fyrir Kristsburð og þær flögra í gegnum mannkynssöguna allt fram á okkar daga. í fljótu bragði mætti ætla að allt sem maður vildi vita um engla væri í biblíunni en þar eru í raun mjög takmarkaðar lýsingar á atferli þeirra. Um það bil tveimur öld- um fyrir fæðingu Krists safn- aði maður að nafni Enok saman í þrjú bindi ýtarlegri lýsingu á englum úr ýmsum eldri heimildum. Bækurnar geisla af englalífi og segja á nákvæman hátt frá skipulagi himn- anna og hlutverkum engla, en þær voru ákvarðaðar apokripílskar eða leyndar á kirkjuþingi fjórum öld- um eftir fæðingu Krists. Allt fram að þeim tíma höfðu þær verið í há- vegum hafðar og taldar innblásnar af spámönnum en í þeim koma fram lýsingar sem samrýmast ekki seinni tíma skilningi kirkjunnar á skipulagi veraldarinnar. Enok lýsir fjálglega ferðum sínum um hina tíu himna þar sem hann sá meðal ann- ars risastóra engla sem gættu sér- stakra refsisvæða. Þetta gengur þvert á skilning kirkjunnar á hinum þremur tilverustigum, jörðinni, himnaríki og helvíti. Því hurfu bækur Enoks af sjónarsviðinu allt fram á 18. öld er þær komu aftur upp á yfirborðið. í biblíunni er að- eins talað um serafa og kerópa en serafar eru þeir englar sem lof- syngja drottin og standa næst hon- um. Samkvæmt lýsingum Enoks eru serafarnir aðeins fjórir, hver með fjögur höfuð og sex vængi. Ker- óparnir gæta kór- ónu guðs og hafa jafnmörg höfuð en aðeins fjóra vængi. Þeir englar sem við heyrum hins vegar oftast um eru erki- englarnir fjórir Mikael, Gabri- el, Rafael og Uriel að ógleymdum verndarenglum og öðrum óskil- greindum englum. Englafræðin eru í mikilli sókn innan nýaldarinnar og æ fleiri hug- myndafræðingar sem láta sér mál- efni engla einhverju skipta koma Himinninn yfir Berlín Margir tóku þennan engil í misgripum fyrir draug í myndinni Börn náttúrunnar. Hér er leikarinn Bruno Ganz í hlutverki sínu í kvik- myndinni Himmel uber Berlin eftir Wim Wenders. nú fram í sviðsljósið. Draumurinn um frelsið sem er fólgið í því að geta flogið á sér djúpar rætur í mannssálinni og guðsvitundin er kannski hlutgerð í englavængjum. I Gallup könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom fram að meirihluti þjóðarinnar trúir á engla. Ekki er kunnugt um að slík könnun hafi verið gerð hér á landi en hér segja átta Islendingar sem tengjast englum með einum eða öðrum hætti frá kynnum sínum af þessum goðsagnaverum. Karl Sigurtoiörnsson Sitji Guðs englar „Orðið engill merkir sendiboði, boðberi Guðs,“ segir Kar| Sigur- björnsson sóknarprestur í Hall- grímskirkju. „Englar Guðs eru verkfæri vilja hans. 1 biblíunni hafa hugtökin engill Guðs og Guð oft samstæðar merkingar. En oftar er engill vera sem lifir í návist Guðs, augliti til auglitis við hann, anda- vera, sköpuð af Guði eins og mað- urinn, en án jarðnesks líkama. Englar hafa frjálsan vilja eins og maðurinn, og geta því fallið og syndgað. í Gamla testamentinu koma þeir oft fram sem menn, en Iíka er þeim þar, eins og í Nýja testamentinu lýst með skínandi ásjónu og fegurð. Þeir bera þá vitni um himneska dýrð. Þegar englar eru sýndir með vængi í myndlist- inni þá er það ekki líffræðileg að- greining sem flokkar þá með fiður- fé, heldur tákn. Vængirnir tákna að englarnir eru fljótir í förum að framkvæma vilja Guðs. Englar mæta okkur sem sagt bæði í Gamla og Nýja testa- mentinu. Guð setti kerúba og „loga hins sveipandi sverðs“ til að gæta leiðarinnar til Parad- ísar efitir syndafallið, 1. Mós. 3.24. Englar flytja boð frá Guði, vara við, hugga í neýð, eða koma til hjálpar. Stundum er talað um heri engla sem Guð hefur til ráðstöfunar og þvi er hann kallaður „Drott- inn hersveitanna" eða „alls- herjar". Stundum eru englar nefndir „synir Guðs“ og þá er átt við að þeir séu nokkurs konar framlenging vilja hans. í síðari ritum Gamla testament- isins eru erkienglarnir nefndir með nafni og aðgreindir með sérstökum hlutverkum. Þekktastir erkienglanna eru Gabríel, Mikael, og Rafael. Nafnið Mikael merkir „Hver er sem Guð?“. Hann er löggjafinn með logandi sverð og lúður í hendi. Hann er vörn sálnanna, fremstur í flokki í orrustunni gegn hinu illa. Mikjáls- messa, 29. september, var hátið og messudagur á fslandi allt fram und- ir aldamótin 1800. Gabríel, „Guðs maður“ er boðberinn sem boðaði Maríu fæðingu frelsarans. Ein- kennisstafur hans í myndlistinni er stafur með krossi eða lilja. Oft er hann sýndur vængjalaus. Rafael, merkir „Guð læknar". Nýja testamentið talar víða um engla og allir minnast englanna í Betlehem. Þar birtist boðberinn sem sagði að frelsarinn væri fædd- ur, og líka fjöldi himneskra her- sveita sem lofuðu Guð. Engill kom og hughreysti Jesúm þegar hann baðst fyrir í dauðans angist í gras- garðinum á skírdagskvöld. Englar birtust við upprisu Krists og koma við sögu í Postulasögunni. Jesús talar um engla Guðs á himni. Þegar hann talar um börnin og fordæmir þá sem hneyksla smælingjanna þá segir hann; „englar þeirra (þ.e. barnanna) sem eru á himni sjá jafn- an auglit föður míns sem er á himni.“(Matt 18.10). Útfrá þessum orðum er dregin trúin á persónu- lega verndarengla, sem skipar veigamikinn sess í bæna- og trúar- haldi kirkjunnar samanber bæna- versin sem við lærum sem börn:“- Sitji Guðs englar..“ Af dæmisögu Jesú um ríka manninn og Lasarus er sú hugsun dregin að englar beri sál hins látna til himins. Mikilvægt er að minnast að engl- ar eru eins konar framlenging Guðs, verkfæri hans og jafnvel á stundum samheiti við Guð. Ná- kvæm útlistuð englafræði er ekki að finna í biblíunni. En englar Guðs minna okkur á að lífið er vettvang- ur baráttu góðs og ills. Guð á sér margvísleg verkfæri og votta í þeirri baráttu, sýnileg og ósýnileg öfl. Við erum kölluð til að taka undir með þeim og vera á einhvern hátt vottar og verkfæri Guðs og hins góða. Við segjum um gott fólk „hann/hún er algjör engill!“ vegna þess að við skynjum í samskiptum við gott fólk eitthvað af áhrifum Guðs, hið góða.“ Atli Heimir Sveinsson „Hefheyrt englasóng‘ Þegar Atli Heimir Sveins- son tónskáld er spurður um hvaða tónverk með þátttöku engla komi honum fýrst í hug segir hann að það sé áttunda sinfónía Mahlers við Faust efitir Göthe. „Þar er mik- ill englakór og í lokaþættinum er þetta allt útmálað í tónum og mikl- ,íí Þrír englar Hluti af verkinu Tilbeiðsla Maríu Meyjar eftir Perugino frá 15. öld. 22, MIÐVIKUDAQjUR 30. MARSN1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.