Eintak - 30.03.1994, Síða 24
Englavængur
Hér er gert ráð fyrir að vængjahaf engilsins sé 6 metrar en til þess
að halda honum á flugi yrði það að vera lágmark
12 metrar.
Atli Bergmann
HellsAngels
Atli Bergmann mótorhjóla-
töffari bjó lengi í Danmörku og
komst þar í kynni við Hells Angels,
mótorhjólaklíkuna illræmdu.
Hann segir að inngönguskilyrðin
í samtökin séu mjög ströng en vítis-
englarnir séu margir orðnir fjöl-
skyldumenn og láti önnur mótor-
hjólagengi vinna fyrir sig skítverk-
in. „Hells Angels eru ekki ósvipaðir
mafíunni,“ segir Atli. „Fyrir utan
eiturlyfjasölu eru þeir atkvæða-
mildir í að veita „vernd“ fyrir alls
konar aðila og hafa af því miklar
tekjur. Þetta eru góðir drengir sem
eiga það til að hjálpa gömlum kon-
um yfir götuna. Þegar pönkararnir
komu voru aðrir rokkarar þeim
andsnúnir en Hells Angels tóku þá
undir sinn verndarvæng. Það er svo
höfundur og hefur einnig skrifað
nokkrar barnabækur. Ég var þarna
úti þegar þetta var og Hells Angeis
fengu liðsmenn suður úr álfu til að
drepa alltaf þann höfðingja Bullshit
sem tók við. Þetta var, eins og önn-
ur stríð, spurning um baráttu um
peninga og völd en hér erum við
náttúrlega bara að tala um skugga-
hliðina á starfsemi samtakanna.
Brandarinn við rekstur Hells Ang-
els í Danmörku er að þeir sóttu um
styrk frá Kaupmannahafnarborg til
að reka félagsheimili og fengu hann
í mörg ár. Annars eru þeir moldrík-
ir og samkomuhús þeirra í borg-
inni er með sundlaug og öllum
græjum.“
Er mikið til af frxgu fólki sem
tengist Hells Angels með einum eða
öðrum hœtti?
„Já það er töluvert um það eins
og til dæmis hljómsveitin ZZ Top
AðaJsteinn Ingólfsson
Englar
ímyndlist
Kjarval er sennilega mesti
englamálarinn í sögu íslenskrar
myndlistar," segir Aðalsteinn
VjUUIH OG VONDIR LNCiLAH
eftir enska málarann William Blake. Hann var einn stórtækasti englamálari sögunnar og skapaði sér
sérstakt táknmál til að tjá persónulegan skilning sinn á guðfræðinni.
nokkrar kvikmyndir þar sem englar
koma við sögu. I Englakroppum
sem Hrafn Gunnlaugsson
skrifaði handritið að, sagði frá engl-
um sem höfðu lent í sjoppusukki
og voru of feitir til að hefja sig á loft
aftur. Mynd Friðriks, Flugþrá, er
um mann sem gat flogið og annar
englanna i þýsku myndinni Him-
mel uber Berlin lenti norður á
Hornströndum í Börnum Náttúr-
unnar.
Hvaðan erþessi áhugi þitin á engl-
um sprottinn?
„Ég veit það ekki. Eftir að ég
gerði Flugþrá og Englakroppa sá ég
Himmel uher Berlin eftir leikstjór-
ann Wim Wenders og við vor-
um með örstutta tilvitnun í þá
mynd í Börnum Náttúrunnar. Það
var aðallega til komið vegna þess að
við vorum með tröll, álfa og drauga
og því tilvalið að hafa líka engil í
myndinni. Hann var bara eitt ele-
ment til viðbótar og fyrst við vor-
um búnir að ákveða að hafa hann
með var eðlilegt að leita til Bruno
Ganz því það eru bara tveir menn
sem geta leikið engla. Það eru hann
og Otto Sander en Otto komst
ekki því hann var að leika í mynd-
inni Faraway, So Close sem er fram-
hald af Himmel uber Berlin. Þeir
áhorfenda Barna Náttúrunnar sem
höfðu ekki séð Himmel uber Berlin
héldu að Bruno væri að leika draug
og það fannst mér allt í lagi og þess
vegna leikur Otto Sander draug í
Bíódögum.
Englar eru mjög skemmtilegar
verur. Þetta er svona lið sem getur
flogið og uppfyllir allar óskir
mannsins. Ég lít ekki bara á þá sem
ævintýraverur því það er fullt af
englum alls staðar í kringum okk-
ur. f starfsliði mínu er fullt af engl-
um í mannslíki. Ég tengi engla allt-
af við menn og hef ekki orðið var
við þá í öðru birtingarformi. Það er
mikið til af kvikmyndum í sögunni
um engla og þó ég muni ekki í
augnablikinu hvað myndin hét þá
var ein sérstaklega fín svart/hvit
mynd þar sem englarnir voru allir
svartir, þetta var svona söngleikur.
Svo eru náttúrlega margar fleiri
amerískar myndir þar sem englar
koma fyrir eins og Heaven Can Wa-
it með Warren Beatty að
ógleymdum Chaplin. Ein fræg-
asta englasenan í kvikmyndasög-
unni er einmitt í myndinni The Kid
eftir hann, að því er mig rninnir."
mikil óttablandin virðing borin fyr-
ir þeim að það dugði að senda einn
„hellara" á pönk konsert og þá létu
rokkararnir pönkarana í friði. Eins
og flestir vita sáu Hells Angels um
gæsluna á tónleikum fyrir Rolling
Stones en á Gimme Sheiter kons-
ertnum urðu þeir einum áhorfand-
anum að bana. Það eru til myndir
af þessu en það var slánalegur
svertingi fyrir framan sviðið að
veifa skammbyssu og Englarnir
héldu að hann ætlaði að skjóta
Mick Jagger. Einhver sköllóttur
drjóli sem var merktur Chicago-
deild þeirra dró þá upp hníf og
stakk svertingjann með honum í
gegnum öxlina og inn í hjartað.
Þrátt fyrir að þessar myndir væru til
tókst lögreglunni aldrei að hafa
uppi á honum því þeir standa svo
vel saman.
Þetta var í síðasta skipti sem
Hells Angels sá um gæsluna fyrir
Stones en þeir skildu engu að síður
við samtökin í fullri vinsemd.“
Hvernig urðu Hells Angels til?
„Samtökin eru stofnuð upp úr
samnefndri bandarískri flugsveit
sem barðist í seinni heimsstyrjöld-
inni. Við hremmingar stríðsins
skapaðist á milli þeirra sterkt
bræðralag og möguleiki á ýmsu
sem er ljósfælið því reglan sem er
gengið út frá í svona samtvinnuð-
um samfélögum er „einn fyrir alla
og allir fyrir einn“. Á þessum tíma
voru eiturlyf mörg talin hættulaus
og þeir sáu um að dreifa þessu.“
Eru vítisenglarnir fjölmennir?
„Nei það er erfitt að komast inn í
Hells Angels. í Danmörku eru að-
eins tvær mótorhjólaklíkur sem
mega kenna sig við Hells Angels.
Það eru The Filthy Few og Nomads
klíkurnar en sagan segir að til þess
að fá að bera nafn vítisenglanna
hafi þeir þurft að fara til Þýskalands
og rústa lögreglustöð. Það er opin-
bert leyndarmál hvað Hells Angels
eru fáir í Danmörku. Þeir eru ekki
nema rúmlega tuttugu miðað við
til dæmis Bullshit klíkuna á Ama-
ger sem hefur meira en hundrað
meðlimi og er með skipulagða
glæpastarfsemi á bak við sig. Samt
sem áður gjörsigruðu Hells Angels
þá í stríði sem þeir áttu í sín á milli.
Þeir drápu foringja Bullshit með
þeim skilaboðum að allir þeir sem
gerðust foringjar samtakanna yrðu
drepnir. Þeir létu vitnast hver hefði
framið morðið en sá heitir Jönke
og losnar fljótlega aftur úr fangelsi.
Hann skrifaði ævisögu sína í
fangelsinu en hann er
CHKIfcNUILLINN IVIIKAfcL
vegur sálirnar á dómsdegi. Hluti af Hinum síðasta dómi eftir Hans Memlinc.
sem kallaðar eru „púttí“ og eru
svona litlir og búttaðir krakkar.
Þeir eru komnir úr klassísku mynd-
máli en með endurreisninni fá þeir
vængi. Upphaf sitt eiga þeir í
heiðnum smákrakkamyndum sem
er snúið upp í engla. I heiðni eru
þeir táknmynd sakleysisins eða hins
óspjallaða og með kristninni fá þeir
aukna vídd og merkingu. I mynd-
inni Fæðing Venusar eftir Bottic-
elli eru sefírar sem blása gyðjunni
af hafi til strandar Kýpur. Þeir eru
heiðið afbrigði af englum þótt
minnst sé á þá í gamla testanrent-
inu. Þar er hins vegar alveg óljóst
hvað þeir eru, því þar er talað um
englaskara og sefíra. í rómantíkinni
eru englar fulltrúar hins góða í
breiðum skilningi en ekki endilega
biblíulegar skírskotanir. Það væri
nær að tala um þá þar sem fulltrúa
hins upphafna og saklausa, og
nokkuð tekna úr hefðbundnu sam-
hengi. Maðurinn er oft sýndur í
rómantískri nryndlist sem þurfandi
fýrir hjálp englanna og þeir leiða
manninn og beina honum inn á
leið réttlætisins.“
Ertu að tala um tnálara eins og
William Blake eða hvað?
„Hann er sérkapítuli út af fýrir
sig því hans fílósófía er svo per-
sónuleg. Hann bjó sér til eigin her-
skara af englum og djöflum og
englar í verkum hans eru engan
veginn sömu englarnir og í eldri
verkum. Hann fyrirleit hefðbundna
kirkju og guðstrú. Hann taldi
stofnun kirkjunnar hafa eyðilagt
engla og skilning á sakleysinu með
skilgreiningum sínum á trúnni.
William Blake leggur út af englum
og herskörum andskotans á mjög
sérstæðan hátt í list sinni.“
Hver er táknrœn merking engla í
myndum núlifandi listamanna eins
ogJoel Peter Witkin
„Hann er í miklum alnæmispæ-
lingum og notar engla sem tákn um
plágurnar. Englar koma mikið við
sögu í verkum nokkura homosexu-
al listamanna en ég hef ekki stúder-
að það sérstaklega og er því ekki al-
veg klár á merkingunni. Þetta er
sennilega glysþátturinn annars veg-
ar og hins vegar eru englar einhvers
konar sakleysissymból í verkum
þessara manna. Englar hafa einnig
verið notaðir í leikritum um eyðni
eins og í Englum í Ameríku. Einn
frægasti núlifandi listamaður
Bandaríkjanna, Jeff Koons velt-
ir sér einnig svolítið upp úr engl-
um, kannski mest til að sjokkera,
og byggir sitt myndmál að miklu
leyti á „kitch“ en englar eru hluti af
því.“
Guörún Bergmann
’feniaengil“
Guðrún Bergmann, sem
rekur verslunina Betra líf, segir að
áhugi Islendinga á englum komi
skýrt í Ijós í forvitni þess um bækur
sem hún selur um þessar verur. „Ég
er líka með englakort og á þeim eru
niyndir af 52 englum og á hverju
þeirra er eitt orð eins og „willing-
ness“, „communication", „love“ og
Ingólfsson listfræðingur. „Engl-
arnir í verkum Kjarvals eru ekkert
endilega málaðir í trúarlegum til-
gangi heldur eru þeir fúlltrúar hins
yfirnáttúrulega frekar en bein skír-
skotun í biblíuna," segir hann. „Það
er mjög snemma á ferli listamanns-
ins sem maður fer að sjá ávinning
af englum og þeir eru gegnum-
gangandi í myndum hans alla
tíð eftir að hann var í
Kaupmannahöfn.
Helgi Þor-
gils Friðjónsson er þekktastur
núlifandi listamanna sem mála
engla en ég er ekki fullviss um tákn-
ræna merkingu þeirra hjá honum.
Ætli þetta séu ekki einhver minni
sem snerta jarðneska paradís og eft-
irsjá eftir henni eða löngun í slíkt.“
Hvernig komu englarnir inn í
heimslistina?
„Það er náttúrlega úr biblíunni
því mikið af vestrænni list var gerð
fyrir höðingja og leiðtoga kirkjunn-
ar. Höfðingjar létu oft mála af sér
myndir þar sem þeir voru sýndir
með guði almáttugum og englum
til þess að taka forskot á himnarík-
isvist og biðja um gott veður. Þetta
er ævagamalt mótíf sem var mikið
notað í íkonalist og má alla vega
rekja aftur til elleftu eða tólftu
aldar eftir Krist. í endurreisninni
vaknar þetta upp á nýtt en endur-
reisnin var mikil blanda af kristni
og heiðni. Englarnir verða þar að
berrössuðum goðsagnarverum,
og auðkýfingurinn Malcolm
Forbes sem lést ekki alls fyrir
löngu. Hann keyrði mikið með
þeim og þeir voru viðstaddir útför
hans. Vegna skuggahliðar samtak-
anna, sagna
um morð og
reksturs
verksmiðjum og fleiru, þá
eru margir sem fælast samtök-
in. Þegar mér bauðst að verða
„prospect", eða efni í félaga í Hells
Angels, þá var ég einstæður faðir og
vissi alveg hvað aðildin myndi hafa
í för með sér. Maður verður að vera
tilbúinn til að tileinka sig samtök-
unum hundrað prósent og ef mað-
ur yrði beðinn um að drepa ein-
hvern þýddi ekkert að segja nei.
Þannig að þó boðið væri freistandi,
peningarnir, virðingin og lífsstíll-
inn þá ákvað ég að fara frekar heim
til íslands.
Meðlimir Hells Angels í dag eru
orðnir virðulegir menn sem eiga
fullt af peningum og hjólin þeirra
eru skreytt silfri og öðrum góð-
málmum. Þeir Iíta svo á gð þeir séu
englar í þessari borgaralegu veröld
sem einkennist af græðgi og for-
dómum, en hún er helvíti að þeirra
mati. Sjálfir eru þeir frjálsir."
24
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994