Eintak

Útgáva

Eintak - 30.03.1994, Síða 29

Eintak - 30.03.1994, Síða 29
beijumst gegn gömlum anrífum“ Segja félagarnir í Maus sem vanda ekki nostalgiurokkurum kveðjurnar. Kirkjuqarðar eru heillandi Andrúmsloft kirkjugarða víða um heim í augum Ingu Sólveigar. „Það er ekkert gaman að því að spila einhver útbrunnin Led Zep- pelin lög eða annað í þeim dúr, ef við stæðum í slíku gætum við allt eins kallað okkur Bone China.“ Það eru nýkrýndir sigurvegarar Músík- tilrauna Tónabæjar, félagarnir í hljómsveitinni Maus, sem hafa orðið og vanda ekki kveðjurnar hljómsveitum sem spila lög eftir aðra. Orðum sínum beina þeir sér- staklega að þeim sveitum sem eru undir mikiurn áhrifum frá görnlu rokki en það finnst þeirn hin aum- asta fortíðarþrá. „Við berjumst gegn þessum gömlu áhrifum. Það er miklu skemmtilegra að spila eig- in tónlist í stað þess að rembast við að hljóma eins og eitthvað tuttugu ára gamalt drasl.“ Sjálfir skilgreina þeir sína tónlist sem nýrokk, þegar gengið er fastar á þá og beðið um nánari útskýring- ar sem geta skilist á prenti, bæta frúna og íslensk fjöll þeir við að þetta sé nokkuð tor- meltur, melódískur gítarhávaði sem fái seint að hljóma á Bylgjunni eða viðlíka útvarpsstöðvum. Og að sjálfsögðu eru öll lög Maus með ís- lenskum textum. „Það er bjánalegt að syngja á ensku fyrir íslendinga. Þeir í Jet Black Joe virðast til dæmis ekki átta sig á því að þeir eru ekkert að fara að meika það í útlöndum. Og þessi gamli frasi að enskan sé móðurmál rokksins er orðinn þreyttur. Það er allt eins hægt að syngja á dönsku eða þýsku ef menn vilja syngja á útlensku á annað borð. Ástæðan fyrir því að svo margar hljómsveitir notast við enskuna er kjarkleysi. Það er miklu erfiðara að sentja góða íslenska texta en eitthvað sem hljómar þokkalega á ensku. Sjálfir höfum við þann háttinn á að við semjum textana á ensku en þýðum þá því næst yfir á íslensku, það hefur komið ágætlega út.“ Hljómsveitin hefur nýlokið við að taka upp lag sem verður á safn- plötu Smekkleysu sem kentur út á lýðveldisafmælinu 17. júní. Félag- arnir ætla að þrykkja fleiri lögum á plast en sigurverðlaun fyrir Músík- tilraunirnar voru meðal annars tuttugu og fimm upptökutímar í Sýrlandi. Verða þeir nýttir til að taka upp fimm lög á smáskífu þegar drengirnir hafa lokið prófum í vor, en allir eru þeir í skóla. Þeir sem hafa hug á að heyra í þessum borubröttu ungu mönnum ættu að líta við á Bóhem annað kvöld því þá mun Maus hita upp á útgáfutónleikum hjá Saktmóðug- um. Þar sem þetta er skírdagskvöld munu tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og enda stundvíslega 23.30. Auk fyrrnefndra hijómsveita munu Bíllinn og Professor Finger láta í sér heyra. Aðgangur er ókeypis og má búast við níðþungu rokkkvöldi á Bóhem. 0 „Áhugi minn á kirkjugörðum vaknaði þegar ég bjó einu sinni rétt hjá kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég fór stundum og myndaði þar og upp úr því fór ég að heimsækja fleiri kirkjugarða bæði hér á landi og annars staðar," segir Inga Sól- veig ljósmyndari sem opnar á morgun sýningu í gallerí Stöðla- koti, á fimmtán ljósmyndum sem eru teknar í kirkjugörðum víðs veg- ar um heim. Flestar eru myndirnar frá Italíu en einnig má sjá kirkju- garða á Islandi og Rússlandi. En af hverju þetta myndefni? „Kirkjugarðar eru heillandi við- fangsefni. Þeir eru mjög ólíkir milli landa og trúarbragða. Kirkjugarðar í kaþólskum löndum eru til dæmis mun flottari en kirkjugarðar þar sem mótmælendatrú er ríkjandi. Þar er mikið um alls kyns dýrlinga- styttur og minnismerki. í Rússlandi þar sem rétttrúnaðarkirkjan er sterkust eru garðarnir hins vegar allt öðruvísi. Leiðin eru mörg hver girt af. Þar eru bekkir og ættingj- arnir koma gjarnan í eins konar lautarferðir með mat og drykk og snæða saman við leiði látinna ást- vina, skilja jafnvel mat eftir á leið- inu. Það er mjög sérstakt að sjá þetta.“ Þetta eru stórar svarthvítar myndir, 50 x 50 sentimetrar, og seg- ir Inga Sólveig að þær veki mjög misjöfh áhrif, sumum finnist þær drungalegar en aðrir eru hrifnir af kyrrðinni sem frá þeim stafar. Yfirskrift sýningarinnar er In Memorian og tileinkar Inga hana HlV-sýktum vinum sínum og mun hluti af andvirði þeirra mynda sem seljast renna í sjóð til styrktar al- næmissjúkum. © málsfréttir 18.00 Gulleyjan Sígilt ævinlýri. 18.25 Úr ríki náttúrunnar Dýríísraei. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Poppheimurinn Dóra Takel- usa með hendur fyrir altan bak og smellir I góm milli öndunarlotat9.30 Vistaskipti Dwayne Wayne ernú alltaf dálítið fyndinn. 20.00 Fréttir 20.25 Veður 20.30 Sæmundur Klemensson íslenski dansflokkurinn flytur ballett við tónlist Þursaflokksins. Endursýning2B.5S Abraham. Sögur úr Gamla testamentinu 22.35 Svo á jörðu sem á himni íslensk bíómyndmeð Pierre Vaneck, Tinnu, Valda og öllum hinum I leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. 00.35Dag- skrárlok STÖÐ TVÖ 09.00 Tao Tao 09.25 í vinaskógi 09.45 Benjamín 10.10 Hugarflugur 10.55' Sögur úr Andabæ 11.25 Úr dýraríkinu 11.35 Heilbrigð sál í hraustum líkama Íþróttagrín. 12.00 Listdans á skautum 13.50 Sá stóri Fyndin mynd með Tom Hanks um strák sem skiptirum líkama við fullorðin mann. 15.40 Hringurinn Richard Dreyfuss eryndislega óþol- andi íþessari mynd sem er I lagi. 17.30 Lista- spegill Stepp, stepp, stepp.18.00 John Ford 19.00 Úr smiðju Frederics Back Ha. 19.19 19.1919.45 Pavarotti á tónleikum 21.15 Utan alfaraleiða 2 Hópið, Vatnsnes o.fl. 21.50 Stúlk- an min Stelpa og strákur í sveit að prófa allt i fyrsta sinn með Macaulay Culkin og Anna Clumsky. 23.35 Börnin frá Liverpool Seinni hluti sannsögulegrár myndar. 01.15 Sjón- varpsfréttir Astir og ævintýr íbeinni, með Holly Hunterog WilliamHurt03.25 Loforðið Um geðklota og bróður hans með James Woods. 05.05 Dagskrárlok Laugardagur BAKGRUNNSTÓNLIST Steinunn Ölína söngleikjastjarna syngur fyrir gesti Hótels Búða ásamt einhverjum óvæntum gestum. Atli Geir Grétarsson og Hjörtur Howser skemmta einnig. L E I K H Ú S Gauragangur eftir Úlaf Hauk Símonarson á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Hreinasta bíó. Seiður skugganna ettir Lars Noren á Litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Þetta er auka- sýning en þetta er bara trikk hjá Þjóðleikhúsinu. Aðsóknin eykst nefnilega þegar síöasta sýningin hefur verið auglýst. Gleðigjafar á Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20:00 eftir Neil Simon. Öllum finnst bara fjarskalega skemmtilegt á þessu leikriti. Hemma Gunn hefði þó andskotakornið mátt sleppa! Vörulyftan eftir Harold Pinter sýnd af íslenska leikhúsinu kl. 20:00 i Hinu húsinu. Pétur Ein- arsson leikstýrir. GÓÐ ÍÞRÓTT ' í Þ R Ó T T I R Skíði Skíðamót Islands á Siglufirði, þriðji dag- ur: Stökk, karlar 20 ára og eldri, kl. 10.00. Stökk, piltar 17 til 19 ára kl. 10.00. Stórsvig kvenna, fyrri ferð, kl. 11.00. Svig karla, fyrri ferð kl 11.45. Stórsvig kvenna, seinni ferð kl. 14.00. Svig karla, seinni ferð, kl. 14.45. Ganga „Norræn tvíkeppni", frjáls aðferð, kl. 15.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna. 10.50 Hlé 11.00 Patentlausnir End- ursýndurumræðuþáttur\2.00 Póstverslun - auglýsingar. Fyrirþá sem hafa ekkiefniáað fara tilAmeriku 12.15 Queen 2 Endursýndur þáttur um hljómsveitina Queen. 12.45 Staöur og stund Sigmar B. Hauksson í Búdapest 13:15 (sannleika sagt Endursýndurþáttur. 14.05 Biafra málið 14.45 Einn-x-tveir Áðurá dagskrá á miðvikudaginn 15.00 iþróttaþáttur- inn Maggi Scheving í eróbikk i Búddapest. 15.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Blackburn Rovers og Manchester United. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Völundur Teikni- mynd um hetju sem getur breytt sér I hvað sem er. 18.25 Veruleikinn Flóra l'slands, endursýn- //7018.40 Eldhúsið 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Strandverðir Þáttur um blondínur og brúna pilta. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson- fjölskyldan Besti þátturinn í sjónvarpinu að sögn Hómers 21.15 Blátt áfram Björk Óskabárn þjóðarinnar í viðtali við Stein- unni Sigurðardóttur. 22.10 Vor- og sumartísk- an Frá sýningu Módelsamtakanna. 21.45 Óbærilegur léttleiki tilverunnar Þrusumyndum ungan og kvensaman tækni í túlkun Daniel Day Lewis sem flýr frá Tékkóslóvakíu 1968. Bönnuð innan 14 ára. 01.20 Dagskrárlok STÖÐ TVÖ 09.00 Með afa 10.30 Skot og mark 10.55 Jarðarvinir 11.15 Simmi og Sammi 11.40 Ferð án fyrirheits 12.05 Lfkams- rækt Stofuleikfimi frá Stúdió Jóninu og Hrafns. Einnig er Glódis Gunnarsdóttir með en hún víl- aði ekki fyrir sér að mæta I aðskorna æfingagall- anum í stúdió þegar hún var með poppkorn i fyrra. 12.20 NBA tilþrif 12.45 Evrópski vin- sældalistinn Topp 20 frá /W7V13.40 Heims- T n I s t G a u k s n s n s t u v 1 u SKÍRDAGUR 31.mars FÖSTUDAGURINN LANGI LAUGARDAGUR 2. apríl PÁSKADAGUR 3. april ANNAR í PÁSKUM 4. april ÞRIÐJUDAGUR 5. april MIÐVIKUDAGUR 30. mars opið til 23:30 1. apríl LOKAÐ opið til 23:30 LOKAÐ SVARTUR PIPAR SVARTUR PIPAR DASK MIÐMtKUDAGUR 30. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.