Eintak - 30.03.1994, Side 31
„Málarar okkar
með
mn og
trefil allan ársins hring
g sleppa manninum. í ham
s stað skjóta þe
lubbalegu hrossi og sauðkind í þykku reyfi. “
„Höggmyndin fór að hreyfast og gefa frá sér hljóð. Jón Gunnar tók eftir
því að farið var að skopast með skáldskapinn: mosinn hafði verið tíndur
af honum eða hann færður úr reyfi hefða og rolluraunsæis.“
JÚLÍUS KEMP
Vond útgúfa afbók
PeliKanaskjalið
Sambíöin
krk
Bók John Grisham, Pelikana-
skjalið, er samin til að gera bíó-
mynd eftir. Kvikmyndarétturinn
var seldur áður en bókin kom út.
Allan J. Pakula fékk það verkefni að
færa söguna í bíó og tók þann kost
að sleppa nokkrum af þeim stuttu
senum, mósaikmolum, sem bókin
er samansett af en halda sig að öðru
leyti fast í forskrift Grisham. Þeir
sem hafa lesið bókina fá því lítið
annað út úr myndinni en saman-
burð á myndrænni úrvinnslu Pak-
ula og sínu eigin ímyndunarafli. Ég
er hræddur um að flestir meðal-
menn hafi vinninginn yfir Pakula.
Galdurinn við bókina er að
spennan hleðst upp eftir því sem
mósaikmyndin kemur í Ijós.
Spennan er seigfljótandi og bullar
ekki fyrr en undir lokin. Pakula
tekst ekki að byggja upp þess konar
spennu í myndinni. Hann má þó
eiga að sum atriðin í myndinni eru
snyrtileg þótt það sjáist að Pakula
sé orðinn miðaldra í spennuatrið-
unum. Það eru meira að segja til
Finnar sem geta byggt upp betri
spennu.
Ég veit ekki hvernig þeim leið í
bíó sem ekki höfðu lesið bókina.
Þótt það sé ljótt í bíókrítík þá vildi
ég ráðleggja þessu fólki að lesa frek-
ar bókina en sjá myndina. Og sjá þá
einhverja aðra mynd í staðinn.
Julia Roberts er ekkert rninna
sæt en fyrir tveimur árum. ©
Myndlist
Guðbergur Bergsson
Jón Gunnar
galdradrengur
Hugarorka og sólstafir
LlSTASAFNI IsLANDS
Þegar Jón Gunnar Árnason
myndhöggvari var drengur dvaldi
hann langtímum á sjúkrahúsi. Líkt
og börn, sem eru einræn eða ein
vegna sjúkdóma eða annars, hefur
hann lifað í hugarheimi sínum og
heimi konunnar sem er aldrei langt
frá einsemd mannsins og í raun
frumþáttur hennar.
Þegar Jón kom út fór hann að
smíða. I fyrstu vildi hann sýna lík-
amanum að hann væri ekkert fis.
Hann notaði viljann sem svipu á
sjálfan sig og það sem hafði áður
verið lint og legið í rúmi. Hann
fékk vinnu sem liðleskjan stundar
ekki og komst að því, að maður
vinnur fremur með höfði og hug-
viti en hreystinni. Að svo búnu fékk
hann sér konu, sýndi henni hvað
hann gat og var harður. Síðan vildi
hann meira, meðal annars langaði
hann að móta í mynd heiminn sem
hafði verið að mestu huglægur á
meðan hann lá veikur. Börn á
sjúkrahúsum hjá elskulegum kon-
um lifa ekki í hugarheimi gæsk-
unnar. Kærleiksríku konurnar
faðma börnin sem bera í huganum
vopn, átök og hrylling. Faðmur
þeirra er ekki faðmur móðurinnar.
Þannig herða börnin sig í hugan-
um, þar sem þau ráða, vegna þess
að líkaminn er á valdi annarra.
Jón Gunnar varð nteð tímanum
galdradregur. Hann byrjaði að fást
við smíðaverk, ekki höggmyndir,
eins konar eitthvað eða hluti sem
voru myndverk.
Á þessum tíma var verið að unts-
tafla í listum og menningunni á Is-
landi. Við þær aðstæður myndast
andstæður: annars vegar löngun til
að halda í hið horfna, hins vegar
þörf fyrir að kollvarpa því sem hef-
ur kollvarpað sér með sigurvissu á
verðlaunapallinum.
Myndlistin er ekki eins hentug
við það að umturna sjálfri sér og
ritlistin. Hún getur ekki með góðu
móti hæðst að sér og tekið sig alvar-
lega um leið. Myndhöggvari getur
til dæmis ekki leikið með góðu
móti það sem Tékhof gerði í Má-
vinum, deilt sínum innra manni á
tvær persónur og hæðst að þeim í
harmi sem hlægilega lækninum og
rithöfundinum.
Á árum Jóns Gunnars hafði
reyndar verið fundið aðferð til þess
að fíflast með höggmyndina og
bjarga henni frá stöðnun. Hún fór
að hreyfast og gefa frá sér hljóð. Jón
Gunnar tók eftir því að farið var að
skopast með skáldskapinn: mosinn
hafði verið tíndur af honum eða
hann færður úr reyfi hefða og
rolluraunsæis. Bókin hafði verið
gerð að hlut, jafnvel textinn, hjá
þessari þykjustu bókaþjóð. Iðn-
væðingin breytir öllu í hluti.
Hin einstæða sýning í Listasafni
íslands einkennist af faðrni og
löngun til að þreifa eftir einhverju
sem tengist beittum hnífum og því
að sigla burt á skipi eftir sálarspegl-
inum. Svo mér flaug í hug ljóð eftir
Lezama Lima:
... þegar náttar eykst nærvera
fjarlægðarinnar/líkt og langur hníf-
ur.
..Þannig eykst bruninn, og fjar-
veran frá móðurinni verður áþekk
kyrru hafi. / En fljóthuginn sér ekki
hnífinn sem spyr hann og er frá
móðurinni kominn og þeim harð-
læstu dyrum sem flúið er frá. ©
Leikir
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
/ völundarhúsi vél-
__________menna____________
Iron Helix
Spectrum HoloByte & Drew
PlCTURES
**
I Iron Helix er manni ætlað að
bjarga mannkyninu frá hatrammri
og mannfrekri styrjöld við Þanató-
sía. Áhöfnin á geimskipinu Jerem-
iah Obrian, sem er við heræfingar á
bannsvæði í geimnum, hefur sýkst
af vírus sem brýtur niður ónæmis-
kerfi líkamans og umbreytir DNA-
samsetningu þeirra svo þau fá eng-
an aðgang að móðurtölvu skipsins.
Og eins og það hafi ekki verið nóg,
þá tekur tölvan upp á því að hætta
við heræfinguna og setur nýja
stefnu fyrir skipið og nýtt skot-
mark, varnarlausa plánetu Þana-
tósa að nafni Calliopé. Áhöfnin
deyr og þér er falið að senda róbóta
inn í Jeremiha Obrian að hirða upp
DNA-leifar frá áhöfninni, leita
uppi vísbendingar um hvernig
stöðva megi skipið og granda því. A
meðan verður maður að forðast
vélrænan öryggisvörð skipsins.
Útlit þessa leiks er eins og í bestu
bíómynd. Til að byrja með heillast
maður af sniðugheitunum, vídeó-
myndum af áhöfninni og geim-
skipinu að innan. Og á meðan
maður er að undrast drepur örygg-
isvörðurinn mann.
En fljótlega kemur í ljós að höf-
undar leiksins hefðu átt að eyða
minni orku í útlit og hönnun þess
en meiri pening í að hanna sjálfan
leikinn á bak við umgerðina. Þegar
maður hefur unnið hann einu sinni
verður það leikur einn að endur-
taka það. Og skiptir þá ekki máli
þótt maður velji hæstu styrkleika-
flokka.
Iron Helix er fyrst og fremst fýr-
irboði um hvernig leikir framtíðar-
innar muni líta út en ekki hvernig
þeir verða uppbyggðir. Hér er allt
lagt í útlitið og leikur bæði gerður
of hægur og vitlaus sökum þess.
Iron Helix er fyrir Maclntosh
tölvur og er seldur á geisladisk. ©
Popp
Óttarr Proppé
Síbyljan endurheimt
Heyrðu aftur 1993
Hinir og þessir
★
Skífan hf. hefur tekið upp þann
breska sið að gefa út safnplötu með
vinsælum lögum nýliðins tímabils.
Á Heyrðu aftur er árið 1993 tekið
fyrir í popprænum skilningi. í
sjálfu sér er allt gott að segja um
slíka útgáfu. Þetta er kærkomin til-
breyting frá þeim sið að gefa út
safnplötur með lítt þekktum lögum
í þeim tilgangi að gera þau vinsæl.
Lögin á þessari plötu hafa öll sann-
að sig á öldum ljósvakans, þau eru
löngu farin að hljóma kunnuglega.
Fátt er jafn óþolandi og að fá allt
í einu á heilann vinsælasta nýróm-
antíska einslagaundrið frá 1981 og
muna ekki fyrir sitt litla líf titil né
flytjanda. Heyrðu aftur gæti því vel
komið í veg fyrir að maður standi
eins og fífl raulandi All that she
wants ineð Ace of base fyrir framan
misvitra poppsala upp úr aldamót-
um. „Var þetta kannski á Strax
plötunni?" Síðasta ár virðist að
mörgu leyti hafa verið nokkuð
sterkt ár ef miðað er við vinsælda-
uppskeruna. Too unlimited og
Lenny Kravitz eiga fín lög á
disknum svo ekki sé minnst á
meistarastykki Depeche mode, I feel
you. Radiohead og náriðilslegri
endurútgáfu á Living on my own
með Freddie Mercury hefði þó
mátt sleppa. Skífan brá á það ráð að
leita til „samkeppninnar" hjá Spori
til að gera íslenska yfirlitið heil-
legra. Jet black joe standa fyrir sínu
með rokkóperettunni You ain't
here og freedom. Sigríður
Guðnadóttir á tvö lög og aflar
betur en sjóaðri popparar. Todmo-
bile, Borgardœtur, og Bubbi
standa fyrir sínu. Þarna heyrist í
Nýdönsk, GCD, SSSól, Stebba
Hilmars allt lög sem annar hver
unglingur er enn að flauta í stræt-
óskýlinu. I heildina er þetta sæmi-
lega vel lukkað safn. Þetta eru lögin
sem gegnsýrðu síbylju útvarps-
stöðvanna á síðasta ári. Það er viss
galli að mörg laganna eru enn í
fullri spilun og orðinn þreytt.
Popplög þurfa gjarnan smá hvíld
annað slagið. Væri kannski ráð að
endurmarkaðssetja þessa plötu eftir
tíu ár? Svo er auðvitað margt sem
maður saknar á disk sem þessum.
Hvar eru til dæmis Björk og KK?
En það eitt að sleppa hinu óþolandi
What’s up með 4 non-blondesbjarg-
ar miklu og setur fjöður í hvaða
hatt sem er. ©
“Þarna heyrist í Ný-
dönsk, GCD, SSSól,
Stebba Hilmars allt
lög sem annar hver
unglingur er enn að
flauta í strætóskýl-
inu. í heildina er
þetta sæmilega vel
lukkað safn. Þetta
eru lögin sem
gegnsýrðu síbylju
útvarpsstöðvanna á
síðasta ári.“
„Iron Helix er fyrst
og fremst fyrirboði
um hvernig leikir
framtíðarinnar
muni líta út en ekki
hvernig þeir verða
uppbyggðir. Hér er
allt lagt í útlitið og
leikur bæði gerður
of hægur og vitlaus
sökum þess. “
„Þeir sem hafa lesið
bókina fá því lítið
annað út úr mynd-
inni en samanburð
á myndrænni úr-
vinnslu Pakula og
sínu eigin ímyndun-
arafli.“
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994
31