Eintak

Tölublað

Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 35
Ætlarðuað fæðaá Fæðingar- heimilinu? Valdis Gunnarsdóttir þátta- gerðarmaður: „Nei, fólkið mitt erá fæðingar- deildinni. Starfsfólkið ermeð ólik- indum yndislegt og ég er mjög ánægð með þjónustuna þar. Eg erauðvitað fylgjandi þvíað Fæð- ingarheimilið sé opnað en ég treysti þeim betur sem hafa séð um m ig. “ Kolfinna Baldvinsdóttir sagn- fræðingur: „Já, annars hefði ég fætt úti á túni. Fæðing á að fara fram á mjög heimilislegan og náttúruleg- an hátt. Á sþítölunum eru börnin höfð inni á stofunum allan sólar- hringinn og ég skil ekki hvernig konurnar eigi að geta hvílst undir þeim kringumstæðum. Égájafn- framt bágt með að skilja hvers vegna heimilinu var iokað til þess eins að opna það aftur fyrir kosn- ingar. En það eryndislegt að vera þar. “ Guðrún Möller Vikingalottó- kynnir og fyrirsæta: „Nei, ég ætla að fæða á Land- spítalanum. Ég á eitt barn fyrir og ól það þar. Mér leið mjög vel á Landspítalanum og sé enga ástæðu til þess að leita annað. Á hinn bóginn finnst mér mjög gott að hafa Fæðingarheimilið svo konur hafi val. Þær sem fætt hafa þar lofa heimilið í hástert. Ég hafði hugsað mérað fæða fyrsta barnið mitt á Fæðingarheimilinu en það var lokað yfir sumartím- ann svo ekkert varð úr þvi. “ Hildur Helga Sigurðardóttir fréttamaður: „Efbúið verðurað oþna Fæðing- arheimilið þegar að fæðingunni kemur mun ég vissulega velta þeim möguleika fyrirmér. Þær mæður sem hafa átt sin börn þar tala um það af mikilli hlýju og ást- úð. En ég efast heldur ekki um að ég verði ígóðum höndum á Landspítalanum. “ © IBrussel starfa nú rúmlega 20 íslendingar hjá EFTA og eftirlits- stofnuninni ESA sem var stofnsett til að fylgjast með að EES samningnum yrði fram- fylgt í EFTA löndunum. Þetta fólk er nú uggandi um sinn hag því allt bendir til að við stöndum ein eftir í EES og Svisslendingar skipi hinn helminginn á móti okkur í EFTA í Jet Black Joe í hljóðveri © íslendingar í Brussel opna hjólbarðaverkstœði © Hætt við áform um nœturklúbb á Borginni framtíðinni. Samningar starfsfólks- ins sem margt er nýflutt með allt sitt hafurtask til Brussel renna út um næstu áramót og ólíklegt verður að teljast að þeir verði framlengdir. Heyrst hefur að hluti þeirra hyggist opna hjólbarðaverk- stæði gegnt einni af skrifstofu- byggingum EB í borginni... JT Isíðasta EINTAKI var sagt frá því að Tómas A. Tómas- SON hefði í hyggju að opna næturklúbb á Hótel Borg í vor og að vertarnir á Kaffibamum FRIÐ- rik Weisshappel og Dýrleif ÖRLYGSDÓTTIR myndu aðstoða hann við reksturinn. Nú er það Ijóst að þetta er dottið upp fyrir. Undirbúningur mun hafa verið kominn nokkuð á veg þegar Frikki og Dýrleif áttuðu sig á því að þau geta ekki bætt á sig fleiri verkefn- um en auk Kaffibarsins reka þau tískuverslunina Frikka og dýrið, einnig mun Tommi hafa fengið bakþanka, sérstaklega yfir því að hávaðasöm röð fyr- ir utan klúbbinn gæti trufl- að hótelgesti... Hljómsveitin Jet Black Joe hamast í hljóðveri þessa dagana við að berja sam- an endurhljóðblöndun á breiðskífunni You ain’t here, sem kom út fyrir síð- ustu jól. Á plötunni eru einnig nokkur ný lög en hljómsveitin er komin með samning hjá útgáfufyrirtæki í Þýskalandi. Fyrirhug- að er að platan komi út með vorinu en í sumar mun Jet Black Joe fylgja henni eftir með tónleikum víðs vegar um Evrópu... Brennivínsflaska á forsíðu Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna Brennivín í Bláfjölíum Bryndís Schram skálar í brennivíni. Þegar grannt er skoðað sést á þessari forsíðumynd Skinfaxa að flaska afíslensku brennivíni stendur út úr skaflinum. Það er spurning hvort ungmennafélögin séu farin að hvetja til þess að blanda saman úti- veru, íþróttum og drykkju. Ungmennafélag Islands hefur í gegnum tíðina lagt alla áherslu á ræktun lands og lýðs, eins og þar stendur. Spakmæli til að hafa að leiðarljósi hafa meðal annars verið sótt til Grikkja og hamrað á heil- brigðri sál í hraustum líkama. Á þessum einkunnarorðum er hnykkt í leiðara nýjasta tölublaðs Skinfaxa, málgagni hreyfingarinnar til áttatíu og fimm ára. Forsíðu tímaritsins prýðir mynd sem Gunnar V. Andrésson, ljós- myndari DV, tók á góðviðrisdegi í Bláíjöllum þar sem þúsundir höf- uðborgarbúa lyfta upp sál sinni og stæla líkamann á hverjum vetri. Á myndinni má meðal annars þekkja Bryndísi Schram sem stendur í hópi skíðafólks sem flest er með glas í hendi standandi við snjóskafl. Út úr skaflinum miðjum stendur flaska af íslensku brenni- víni og hluti innihaldsins er vísast kominn í glösin. Ungmennafélögin hafa aldrei verið þekkt fyrir að hvetja til áfeng- isneyslu en hver veit nema stefnu- breyting hafi orðið í þá átt. Að minnsta kosti er hægt að lesa þau skilaboð út úr myndbirtingunni að á góðviðrisdegi sé ekkert betra til að stuðla að því að halda líkamanum hraustum en að skunda á skiði og til þess að hressa jafnframt upp á sálartetrið sé ekki úr vegi að kippa með sér eins og einni flösku af brennivíni.© EC/ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON TÆKI VIKUNNAR Undraapparat þessarar viku er upprunnið vestur í Bandaríkjun- um sem svo oft áður. Fljótt á lit- ið virðist aðeins um ofurvenju- lega skrifborðsklukku að ræða, svona eins og upprennandi gjaldþrota athafnamenn eru vanir að skreyta borð sín með, enda er svipmótið með legstein- um athyglisvert. í þessu tilviki er það þó beinlinis við hæfi, því klukkan sýnir ekki einungis hvað tímanum líður heldur hvað eig- andinn á langt eftir. Þegar klukkunni er komið fyrir í fyrsta skipti þarf eigandinn að stimpla inn nafn sitt, kyn og aldur og að því loknu hefst niðurtalningin, sem byggist á þeirri staðreynd að meðalmannsævin stendur í 683.280 klukkustundir eða 28.470 daga eða 949 mánuði. Tilgangur klukkunnar er vita- skuld sá að minna menn á fall- valtleik Iffsins, slá á drambið og hvetja menn til þess að njóta lífsins til fulls og nýta tíma sinn. Það skýtur hins vegar nokkuö skökku við að klukku þessari fylgir aðeins 90 daga ábyrgð. Klukkan kostar tæpar 10.000 krónur og fæst eins og svo margir skrýtnir hlutir aðrir hjá verslanakeðjunni Sharper Im- age, sem póstsendir varning sinn um víðan heim gegn upp- lestri á kritarkortanúmeri. Vöru- númerið er #LT100 og síminn er 901 415 445 6100. Lao Tsey kona, fúlt tungl, ég og Paul Youn Ég veit það ekki. Eitthvað verður maður að borða. Eitthvað ódýrt. Ég rölti niður úr heimili mínu, þrjár hæðir. Fimmtudagskvöld í lok mars klukkan hálftíu. Logn, og gat- an mín er eins og hún var fýrir sjö- tíu árum: Hér gæti verið árið 1924 ef ekki væru í stæðum nýjar árgerð- ir af Renault-bílum og berfættir ný- búar á sandölum í annari hverri dyragætt að ræða gengi tyrknesku krónunnar. Ég geng íýrir hornið, 89 skref, að hinum ódýra Kínverja; Lao Tse Express. Take-out staður á stærð við tebolla með tveimur borðum, í næstu götu: Rue des Pe- tites Ecuriers. Gata hinna litlu hest- húsa. Nú orðið eru hér allt annað en hesthús. Bílageymsla, möntvask, restaurantar, súpermarkaður, skó- vinnustofa, skyndibitastaðir, skvass og djassklúbbur, auk nokkurra bara. Á stéttinni hinum megin stendur slangur af fólki fýrir utan New Morning-klúbbinn. Á plakati stendur: Ce soir: Paul Young. Var búinn að gleyma honum. Greinilega uppselt. Hurðin er opin og dyravörðurinn stendur í gætt- inni, þykkur maður og svartlakkað- ur eins og dyrastafúr. Út hljómar nýtt vinsælt lag með áðurnefndum Páli. Yfir blikkandi neonskiltum, á þeldökkan himin er stimplað tungl. Fullt tungl. Full moon hálf fúll að sjá. Ég opna glerhurð inn á Lao Tse, segi „Bonsoir“ og glugga í borðið. Sex réttir að vali. Eigandinn, Lao sjálfur, lúsiðinn Kínverji.leggur frá sér hekluprjón, brosir til mín alveg viðþolslaus af þjónslund, æstur í að taka pöntun. Kínverjar eru ágætir bara ef þeir væru ekki svona rosal- ega vingjarnlegir. Maður stressast allur upp og pantar út í bláinn: Crevettes aux sauce piquante. Rækjur í sterkri sósu og hrísgrjón, sem nokkrum örbylgjum síðar liggja rjúkandi á diski. Máltíð á of- anverðri tuttugustu öld. Mann- kynssagan hefur skilað þessu til min, lagt þetta á borð fyrir mig undir fullu tungli. Hrúgu af hvítum grjónum og fimm stórar rækjur í rauðleitri sósu. Ég bíð á meðan micro-wave-gufan rýkur úr þessu. Konan á næsta borði snýr baki í mig, með nokkrar undirhökur á bak við eyrun. Undir permanent- uðu hári hennar sé ég glitta í upp- safnaða umframhúð í nokkrum mosaþembum: Afrakstur andlits- lyftinga. Uppraktar hrukkur. Eins og matarleifar. Matarleifar velmeg- unar. Vandamálum sópað undir teppi. Orðatiltækið: Að hafa eitt- hvað á bak við eyrað. Þessi kona er frönsk, um fimmtugt, á bak við eyrun felur hún fyrri andlit. Mót- mæli gegn framrás tímans. Með hverju ári strekkist á andliti hennar, herpast varir hennar, teygist á þeim eins og teygjubyssu sem teygð er aftur fyrir eyru þar til hún er fulls- trekkt...og skotið ríður af...fita flæðir fram undan eyrum, andlit fellur og falskar tennur fjúka ffam- an í sesunaut. Frúin talar án afláts með artificial hreim og ég sný mér aftur að matnum en finn þó að mig langar frekar í það sem hún hefúr á bak við eyrað. Langar frekar í eitt- hvað ffanskt, en þessar kínversku rækjur sem ég pantaði meira fyrir Lao Tse. Byrja samt að rekja upp í mig grjónapeysu með prjónum, kínverskan mat með þýsku ör- bylgjubragði, frönsku vatni og ís- lenskum hugsunum. Tyrknesk andlit í glugganum annað slagið og eimur af ensku popplagi handan götunnar. Svo fagnaðarlæti. Tón- leikunum er lokið. Ég hinkra aðeins yfir tómum diski. Stend svo upp og borga 32 franka og rölti út. Fyrir ut- an New Morning bíða hörðustu aðdáendur poppstjörnunnar, á milli inngangs og svartrar Merce- des-bifreiðar sem stendur á göt- unni, fúllbúin með reyklitum rúð- um og bílstjóra sem lítur út fýrir að vera skyldur bílnum, af Benzætt. Mr. Raymond Benz. Með nef sem minnir á húdd. Ég hinkra örlítið. Þar til goðið birtist. Leðurklæddur og létt halló Paul Young, looking pretty old en alltaf sama babyfeisið samt sem áður. Þrjár konur á fer- tugsaldri biðja hann að árita hend- ur sínar. Hann er snöggur að rita sitt stutta nafn (líkt og hann kunni það utanbókar) og vefur sér síðan meðvitaður á svip í gegnum tiltölu- lega þunna þvöguna, lítur í kring- um sig og yfir götuna, við horfumst örskot í augu, ég og Paul Yong. (Hvað maður er ekki búinn að bíða lengi effir þessari stund.) Algóður guð einn veit hvað hann hugsar um leið og hann sér mig. Ég giska samt á að það sé eitt- hvað í sambandi við Pál Þor- steinsson. Þetta er ákveðið mó- ment þarna fyrir utan New Morn- ing. Leðurklædd og Iétt fölnandi poppstjarna stikar að svörtum Benz með geisla ffá fúl- um mána á herð- unum og andlit sem minnir enn og aftur á rass...ensk- an millistéttar- rass...eða tungl í fýllingu. Ef ég væri andlitslyftinga- maður væri minn æðsti draumur að fá að strekkja á þessu sloppy-popp andliti. Hvernig áhrif ætli það myndi hafa á rödd- ina? Svipuð og á Michael Jack- son? Svo hverfur Paul inn í bílinn og bílstjórinn þeysir burt á mjög ákveðinn hátt. Stígur á bensínið eins og það sé mjög mikilvægt. „Ev- erytime you go away you take a piece of me with you“. Ég rölti aftur heim, þessi 89 skref með fimm rækjur í maganum og þetta lag í Yfir blikkandi neonskiltum, á þeldökkan himin er stimplað tungl. Fullt tungl. Full moon hálffúll að sjá. hausnum, sem Páll Þorsteinsson hefúr sett á, í Morgunþætti rásar 2 fyrir sléttum tíu árum og hljómaði þá í öllum greiðabílum Reykjavík- urborgar sem flestir voru á leið upp í Ártúnshöfða með þrjár 2 sm krossviðarplötur. Og einhvers stað- ar á bak við lagið, einhvers staðar djúpt í undirmeðvitund minni er Þorgeir Ástvaldsson iðandi með headphone á hvítum striga- skóm, skeggjaður og hress. © MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994 35

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.