Eintak

Issue

Eintak - 30.03.1994, Page 36

Eintak - 30.03.1994, Page 36
Hvað er Hallvarður að gera með þrota- bú Mikla- garðs hjá sér? O Kvikmyndagerðarmenn á víkingaaldarkauptaxta hjá Chapman O Frikki Þór vongóður fyrir Cannes Ætli hann sé ekki að reyna að gera jafn góð kaup og KEA. Töluverðrar óánægju er farið að gæta meðal íslenskra starfsmanna Michaels Chapmans og félaga sem eru að undirbúa tök- ur á víkingamynd hér á landi. Þrátt fyrir að ís- lenskir kvikmyndagerðar- menn hafi stært sig af að vinna fyrir lægra kaup og við verri aðstæður en flestir kollegar þeirra finnst þeim aðbúnaður sem Chapman býður þeim fyrir neðan allar hellur. Þeim er gert að vinna myrkranna á milli fyrir lítið kaup, til dæm- is minna kaup en Þon- steinn Jónsson borg- aði við vinnu á Skýja- höllinni síðastliðið I n ísienskir kvik- I myndagerðar- I menn lifa ekki aðeins við sult og se- yru. Friörik Þór FniðniKssoN lifir til dæmis í voninni þessa dagana að mynd hans Bíódagar komist í Directors Fortnight- prógrammið á Cann- es. Stjórnendur hátíð- arinnar höfðu sam- band við Friðrik fyrir nokkru og vildu fá að sjá myndina. Hann átti hana hins vegar ekki til en tjaslaði saman ófullkominni vinnukópíu til að senda út. Það kemur í Ijós hvort hún hefur dugað... Skiptastjórar þrotabús Miklagarðs hf. höfða riftunarmál út og suður án samráðs við kröfuhafa. Sendu ríkissaksóknara skýrslu sem inniheldur vangaveltur um refsivert athæfi forráðamanna fyrirtækisins Mikligarður undir smásjá saksóknara Jóhann H. Níelsson hæstarétt- arlögmaður og Ástráður Haralds- son héraðsdómslögmaður, skipta- stjórar þrotabús Miklagarðs hf., hafa sent ríkissaksóknara skýrslu þar sem er að finna vangaveltur um hvort forráðamenn fyrirtækisins hafi gerst brotlegir við lög við rekst- ur þess. Þegar Jóhann var spurður hvers vegna þeir hefðu séð ástæðu til að senda ríkissaksóknara slíka skýrslu vísaði hann í 84. grein gjaldþrota- Það segja mér starfsmenn Rík- issjónvarpsins að Hrafn Gunn- laugsson haldi þeim enn i helj- argreipum þótt það sé marg- boðað að hann eigi að hætta é morgun. Fyrir tveimur vikum eða svo fór tilhlökkunarstraum- ur um Sjónvarpshúsið. Starfs- menn byrjuðu að telja niður sín a milli. Það hefði mátt selja þeim jóladagatöl. Með tímanum urðu starfsmennirnir borubratt- ari og fyrir fáeinum dögum áræddi einn þeirra að spyrja Hrafn á ganginum hvað hann ætlaði af sér að gera þegar hann væri hættur. Hrafn hvessti á starfsmanninn augunum og spurði hastur: Hver segir að ég sé að fara? Stemmningin i Sjón- varpshúsinu hrundi. Menn hættu að gantast á göngunum og fóru að hvískra úti í hornum. Fer hann eða fer hann ekki? Þótt Pétur Guðfinnsson hafi lýst þviyfir i EINTAKI fyrir skömmu að hann ætlaði sér að snúa aft- ur og þótt Hrafn hafi sjálfur sagt í þætti hjá Eiríki Jónssyni að hann ætlaði að hætta þá veit maður aldrei. Ekki þegar jafn óútreiknanlegir menn og Hrafn eiga í hlut. Lalli Jones AR AUSTURSTRÆTI SÍM117371 ÞÓRPARHÖFPA1 SÍMI 676177 skiptalaganna þar sem segir meðal annars: „Ef skiptastjóri fær vitn- eskju í starfi sínu um atvik sem hann telur geta gefið tilefni til rök- studds gruns um að þrotamaður- inn eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsivert athæfi skal hann tilkynna það ríkissaksóknara.“ Fjölmiðlar fjölluðu mikið um gjaldþrot Miklagarðs sem hætti starfsemi 15. júni á síðasta ári. Tals- menn stórkaupmanna og iðnrek- enda lýstu þá efasemdum sínum á opinberum vettvangi um að staðið hafi verið rétt og löglega að málum. „Við álítum að áburður á hendur stjórnendum Miklagarðs af þessum aðilum sé nægjanleg röksemd til áð senda ríkissaksóknara gögn máls- ins,“ sagði Jóhann. „Stjórnendur fyrirtækisins eiga líka sinn rétt á að sá áburður sé kannaður. Við tókum hins vegar fram í skýrslu okkar að ekki fælist í henni mat okkar á því hvort um refsivert athæfi hafi verið ssfiPL. að ræða enda er það ekki okkar hlutverk.“ I skýrslu skiptastjóranna, sem lögð var fram á skiptafundi 3. nóv- ember, kemur fram að í byrjun ág- ústmánaðar hafi þeir tekið skýrslur af nokkrum stjórnenda fyrirtækis- ins; Inga Má Aðalsteinssyni framkvæmdastjóra, forvera hans Birni Ingimarssyni, Sigurði Markússyni stjórnarformanni og fleiri starfsmönnum. Þar segir jafn- framt að fyrirtækinu hafi ekki verið vel stjórnað, innkaupastýring ómarkviss og ýmsir kostnaðarliðir óþarflega háir. Nú þarf ríkissak- sóknari að meta hvort atriði sem komu fram við skýrslutökuna gefi tilefni til nánari rannsóknar. Til hliðsjónar hefur hann skýrslu end- urskoðanda og fleiri gögn. Jóhann og Ástráður hyggjast höfða riftunarmál í nafni búsins á hendur fjölmörgum fyrirtækjum sem áttu í viðskiptum við Mikla- '"*L garð. Frestur til að höfða riftunar- mál rennur út 7. apríl næstkom- andi, sex mánuðum eftir að kröfu- lýsingafrestur rann út. Nú þegar hafa verið þingfest tvö slík mál og líkur eru á að jafnvel tugir bætist við áður en fresturinn rennur út. 24. mars síðastliðinn var þingfest hjá Héraðsdómi Norðurlands rift- unarmál þrotabús Miklagarðs á hendur KEA þar sem krafist er ógildingar á skuldajöfnun milli fyr- irtækjanna. Mikligarður hafði stofnað til víxilskulda við nokkur dótturfyrirtækja KEA sem yfirtók þær og jafnaði skuldina með vöru- úttektum hjá Miklagarði. Skipta- stjórarnir telja að með því að taka yfir víxilskuldirnar frá dótturfyrir- tækjum sínum hafi KEA búið til inneign hjá Miklagarði og því sé greiðslan í formi vöruúttekta rift- anleg. 1 gær, 29. mars, var þingfest svip- að mál hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur þar sem skiptastjórarnir fara fram á að rift sé greiðslu til Goða hf. vegna víxilskulda sem Mikli- garður stofnaði til hjá Kaupási hf. sem nema 6,3 milljónum króna. Goði fékk víxlana sem greiðslu skulda frá Kaupási. Skiptastjórarnir byggja kröfu sína á því að afhend- ing víxils á þriðja aðila sé óvenju- legur greiðslueyrir og fara fram á riftun þess vegna. Skuldir við Goða hafi áður verið greiddar og á sama hátt og í máli KEA hafi verið búin til inneign. Hins vegar benti heim- ildarmaður ElNTAKS, sem þekkir vel til mála, á það að þessar greiðsl- ur hafi komið til í apríl á síðasta ári þegar búið var að semja um stað- greiðslu sem ekki var staðið við af hálfu Miklagarðs og því um neyð- arúrræði að ræða. Ef Mikligarður hefði greitt skuldina með reiðufé hefðu engar forsendur verið til að fara fram á riftun. Jóhann og Ástráður byggja því málin fyrst og fremst á því að um óeðlilegan við- skiptamáta hafi verið ræða. Fjöldi fyrirtækja má búast við að verða stefnt fyrir dóm vegna riftun- armála sem skiptastjórarnir hyggj- ast fá þingfest á næstu dögum. Jóhann sagði í samtali við EIN- TAK að skiptastjórarnir væru í við- ræðum við fjölmarga aðila en líkur væru á að höfðaður yrði fjöldi rift- unarmála víða um land. „Það er þó alls ekki víst að öll þessi mál fari fýrir dómstóla. Ástæðan fyrir því að við erum að höfða þau núna er að fresturinn til þess rennur út 7. apr- íl.“ í samtalinu við Jóhann kom enn fremur fram að þeir höfði mál- in án þess að hafa nokkra vissu um að vinna þau. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Heimildarmaður EINTAKS í lög- mannastétt sagðst þykja vinnuað- ferðir skiptastjóranna sérkennileg- ar. „Það má velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að svona massívar máls- höfðanir fari í gang með umtals- verðum kostnaði fyrir búið án þess að nokkuð sé fyrirsjáanlegt að þessi mál vinnist. Það má líka spyrja hvort eðlilegt geti talist að skipta- stjórarnir taki einir slíka ákvörðun án tillits til vilja kröfuhafa. Það ætti að minnsta kosti að bera svona miklar málshöfðanir undir skipta- fund.“ 0 Hvers konar frambjóðendur eru í boði? Sjálfstæðismenn með meiri tekjur og fleiri börn Þegar framboðslistar sjálfstæðis- manna og Reykjavíkurlistans eru skoðaðir kemur í ljós að meðallaun frambjóðenda sjálfstæðismanna eru 370 þúsund krónur á mánuði en frambjóðenda R-listans 186 þús- und krónur. Fjölskyldutekjur fram- bjóðendanna eru hjá Sjálfstæðis- flokknum 430 þúsund krónur en R- listans 340 þúsund krónur. I eintaki í dag er að finna nánari samanburð á þeim kjörum sem frambjóðendurnir búa við. Þar kemur meðal annars í ljós að sjálf- stæðismennirnir eiga dýrari bíla og dýrari hús og eiga fleiri börn. Fólk- ið á R-listanum má frekar finna í Vesturbænum en sjálfstæðismenn- irnir lifa flestir í úthverfunum. Sjálfstæðismennirnir vinna hjá einkafyrirtækjum eða félagasam- tökum. R-listafólkið vinnur fremur hjá hinu opinbera. Þeir sem vilja kjósa einhvern sinn líkan eða þann sem lifir við svipuð kjör í Reykjavík ættu að skoða sundurgreiningu listanna á blað- síðu 14. 0 Vandað vikublað á aðeins 195 kn -E Fréttir Sævar Cies- elski vill fá upp- reisn æru sinnar : Þýsk-ís- lenska iætur umboðin fyrir Marabou og Seiko til Hans Petersen hf. Dían Valur Dentchef fær að sjá son sinn í 32 klst. næstu 4 mánuði * Eimskip pJ---------- 1H Fulltrúar hverra eru frambjóðendurnir í kosningunum í vor? 18 Af undirokuðum leigjendum og hús- eigendum sem geta borðað endalaust SK2 Englar Viðtöl Hetjusaga drykkjurútanna 26 Pálmi gægist upp úr Gauks- hreiðrinu Fólk Björn Bjarna vill ekki aka leigubíl í ell- inni Eiður nuddfræð- ings 12 Ingibjörg Stefáns- dóttir víkingamey 28 Píslarhelgi skemmtanasjúkra Óður um miðbæinn 2$ Maus berst gegn gömlum áhrif- um 29 Inga Sól- J veig í Stöðla- koti 30 Draumar' Dominique Lambroise SODrengjalandsliðið í körfu- bolta 33Gunnar Örn Jónsson Súkkat- drengur . Brennivín í Bláfjöllum Krítík Peiikanaskjalid ★ ★ I völundarhúsi vélmenna ★ ★ Heyrðu aftur 1993 The Sparks ★ ★ ★ Iron Helix ★ „Jóii íiuiuuir vtiró incó liiiuiiinin galdmdn’ngiir. Ihiiin byrjuói nó fust vió smiódvcrk, ckki liögginyiul- ir, cins koiuir ciuhviió cdu Idnti scm voru inyndvcrk Guðbergur Bergsson i dómi sín- um um yfirlitssýninguna á verk- um Jóns Gunnars Árnasonar i Listasafni íslands.

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.