Eintak - 13.06.1994, Qupperneq 8
Starfsaðferðir Rauða dregilsins vekja furðu
Auglýstu eftir staft-
isftum án samráðs
við framleiðenduma
Aðstandendur Rauða dregilsins
Sveinn Óskar Sveinsson,
Róbert Róbertsson, Gunnlaugur Karlsson
___________oq Ingi Karlsson. m,_____
. Aðstandendur þriggja kvik-
mynda sem umboðsskrifstofan
Rauði dregillinn auglýsti eftir stat-
istum fyrir í Morgunblaðinu í gær,
furða sig á vinnubrögðum hins ný-
stofnaða fýrirtækis. Falast var eftir
statistum í eftirtaldar myndir: Ag-
nesi, sem Egill Eðvarðsson leik-
stýrir, Tár úr steini Hilmars Odds-
sonar, Einkalíf Alexanders sem
Þráinn Bertelsson leikstýrir og
Benjamín dúfu Gisla Snæs Er-
lingssonar, þrátt fyrir að í auglýs-
ingunni standi að Baldur Hrafn-
kell Jónsson leikstýri henni. Þeir
sem vilja láta skrá nöfn sín á lista
hjá fýrirtækinu þurfa að greiða 850
krónur.
Ari Kristinsson kvikmynda-
tökumaður, sem vinnur hjá Is-
lensku kvikmyndasamsteypunni
sem framleiðir Éinkalíf Alexanders,
átti ekki von á slíku skrásetningar-
gjaldi og býst við að kvikmynda-
framleiðendur taki málið fyrir.
„Ég var spurður hvort ég vildi að
myndin væri á lista hjá Rauða
dreglinum yfir myndir sem vantaði
statista í. Fyrst það var endurgjalds-
laust fyrir okkur samþykkti ég það.
Hins vegar finnst mér asnalegt að
statistar þurfí að borga með sér
enda hefur þeim verið borgað illa
fyrir störf sín í íslenskum kvik-
myndum," segir Ari.
Því er Róbert Róbertsson,
framkvæmdastjóri Rauða dregils-
ins, ekki sammála: „Það er mjög
mismunandi hvað statistar fá borg-
að fyrir vinnuna sína. Erlendir aðil-
ar borga þeim tii dæmis góðan pen-
ing.“
Róbert segir Rauða dregilinn
innheimta skráningargjald að er-
lendri fýrirmynd.
Aðstandendur fyrirtækisins
höfðu rætt samstarf við Gísla Snæ
og segist hann hafa lýst yfir áhuga á
samstarfi „þegar þar að kæmi“.
Honum þykir hins vegar sem Dreg-
ilsmenn hafi auglýst heldur
snemma eftir statistunum.
„Þeir eru fullbráðir því þeir
henta okkur ekki í augnablikinu.
Annars ráða þeir þessu alveg sjálf-
ir,“ segir Gísli Snær en til stendur
að hefja tökur á myndinni í sept-
ember næstkomandi.
Agnes verður heldur ekki tekin fyrr
en í fyrsta lagi í haust og jafnvel ekki fyrr
en næsta vor. Snorri Þórisson,
framleiðandi myndarinnar, sagði í
síðasta tölublaði eintaks að
ástæðan væri fjárskortur hjá Nor-
ræna kvikmynda- og sjónvarps-
sjóðnum.
Róbert segir aftur á móti ekki
skipta máli þótt auglýst sé eftir stat-
istum nokkru áður en Agnes og
Benjamín dúfa verða teknar þar eð
aðstandendur myndanna geta not-
að þjónustuna hvenær sem þeim
hentar.
Gísla Snæ finnst fengur í Rauða
dreglinum og styður hann heils
hugar.
„Hingað til hefur það verið mik-
ið mál að ná í statista. Nú erum við
hins vegar lausir við að hringja í
átthagafélögin eða fótboltafélögin
til að útvega þá. Þá gat það gerst að
20 manns mættu í stað 100 en nú
eru aðrir ábyrgir fyrir því að statist-
arnir mæti,“ segir Gísli Snær.
Jóna Finnsdóttir, framleiðandi
Társ úr steini, segir aðstandendur
Rauða dregilsins hafa farið þess á
leit við sig að fá að nota nafn mynd-
arinnar sem dæmi um viðskipta-
vini fyrirtækisins. Hún sá enga
ástæðu til að neita því. Aftur á móti
segir hún engan hafa beðið fyrir-
tækið urn að auglýsa eftir statistum
í myndina og vissi hún ekki af aug-
lýsingunni í Morgunblaðinu.
„Ég skil þetta ekki og veit ekki
hvern fjandann þeir eru að gera.
Þeir vita ekki hvort okkur vantar
statista eða hvernig statista við vilj-
um,“ segir Jóna.
Róbert segir fyrirtækið þegar
hafa fengið leyfi fyrir því að nota
nöfn myndanna í markaðssetningu
fyrirtækisins í staðinn fyrir að út-
vega þeim statista.
„Ég talaði því við Jónu fyrir
nokkrum vikum. Við þurfum ekki
að vita hvernig statista þeir vilja því
aðstandendur myndanna eiga að
velja þá sjálfir," segir Róbert.
Af hverju kotna aðstendendur
myndanna af fjöllum þegar minnst
er á auglýsinguna?
„Það fer bara eftir því við hvern
þú talar,“ svarar Róbert.
Honum finnst illa vegið að
Rauða dreglinum en honum hafði
verið tekið afar vel. ©
Listahátíð í Reykjavík
Listin er hraðfleygur fugl
Jón Proppé skrifar
Listin er undarlegt og glettilega
sjaldgæft dýr, þótt listframboðið
hér í borginni virðist stundum
benda til annars. Af þróunarsögu
þessa dýrs má ráða að það hefur
ekki mótast af ytri aðstæðum líkt
og flest önnur dýr — en eins og við
þekkjum nú á þessum póst-darv-
ínísku tímum eru utanaðkomandi
áhrif alla jafna ráðandi þáttur í þró-
un allra tegunda, einkum stjórn-
málamanna sem virðast vart hafa
neina innri þroskahvata - - heldur
af óskiljanlegri innbyggðri þörf til
hamskipta. Hamskipti eru alls ekki
óþekkt í dýraríkinu, en eru yfirleitt
í nokkuð föstum skorðum og svip-
ar jafnan saman frá kynslóð til kyn-
slóðar. Þannig vitum við að ógeðs-
legi hvíti maðkurinn í súrtunnunni
á eftir að verða að fiskiflugu, eggið
að barni, barnið að manni, fram-
sóknarmaðurinn að Alþýðuflokks-
manni og þar fram eftir götunum.
En það er aldrei hægt að segja alveg
fyrir um það að hverju listin á eftir
að verða — það er í raun það sem
listin snýst um. Líkt og veröldin
sjálf er hún alltaf ófullgerð, alltaf að
verða að einhverju sem hún er ekki
enn orðin en langar að verða. Hún
veit bara ekki alltaf af því og þess
vegna er svo erfitt að höndla hana.
Hún er alltaf orðin að einhverju
öðru áður en maður veit af og það
er enginn sem getur séð fýrir hvað
það er. Listfræðingarnir hafa ekki
hugmynd, gagnrýnendurnir vita
ekki neitt og það heimskulegasta
sem nokkur gæti gert væri að spyrja
listamennina — þeir vita ekki einu
sinni hvar þeir eiga heima. Þetta er
vandamálið sem þeir þurfa að kljást
við sem vilja skipuleggja listahátíð-
ir. Þeim er ætlað það erfiða hlut-
verk að fanga dýrið en enginn getur
sagt þeim hvernig það lítur út. Þess
vegna er það að þeir enda oftast á
því að drepa og bera á borð fyrir al-
menning einhver allt önnur dýr.
Listahátíðir eru í raun eins konar
mótsagnir, líkt og hugtakið al-
menningsbókasöfn. Það skásta sem
við getum vænst er að við náum að
hitta nokkra kunningja á opnunum
og tónleikum og fáum að rifja upp
einhver atvik úr listalífinu sem við
þekkjum frá fyrri tíð. Svo má alltaf
eiga von á því að það verði gefinn
út sæmilegur bæklingur um við-
burðina — að þessu leyti hefur
Listahátíð í Reykjavík tekist vel í ár:
bæklingurinn er til fyrirmyndar,
enda bar stjórnin gæfu til þess að fá
Grafít til að sjá um hann, frekar en
til dæmis Islensku auglýsingastof-
una sem tekst að klúðra Flugleiða-
auglýsingunni á baksíðunni með
því að slá í lágstafa skáletur og nota
bönd í stað strika í þeim litla texta
sem fylgir fallegri mynd Sigurgeirs
Sigurjónssonar.
Annars verður það að segjast að
Listahátíðin hefur ekki náð að
kveikja neinn umtalsverðan lista-
áhuga í Reykvíkingum og þótt þeir
sem sáu Wagneruppfærsluna hafi
flestir borið af því varanlegan skaða
er það sjaldgæfar en á fyrri listahá-
tíðum að sjá listdrukkna listaunn-
endur reika um borgina effir lokun.
Það er ekki góðs viti, en þó er enn
von til þess að listdýrið vakni í
borgarbúum þegar óskadóttirin
snýr heirn til að spila fýrir okkur í
Höllinni. Þeir sem misstu af Atla
Heimi í gærkvöld geta huggað sig
við það. G
Svala svöl og aðrir
hressir
Talsverðir stórtónleikar
í Kolaportinu:
Saint Etienne
/Scope/Olympia/Páll Óskar
★ ★ ★
Það væri ofsagt að segja að tón-
Ieikarnir í nýja Kolaportinu á föstu-
dagskveldið hafi verið illa kynntir.
Þessir tónleikar fóru ekki fram í
kyrrþey! Þegar Páll Óskar stuðp-
inni hóf upp fjör sitt var salurinn
þegar orðinn nokkuð troðinn og
kjökruðu fáir af ógleði. Það er ekki
á hverjum degi sem jafn afspyrnu
heit bönd og Saint Etienne láta sjá
sig á skerinu en það er heldur ekki á
hverjum degi sem íslenskar upphit-
unarhljómsveitir slá gestunum við.
Það gerðist á föstudaginn. Þrátt fyr-
ir einhvern versta hljómburð í
manna minnum voru tvö þúsund
manns í rífandi stuði. Páll Óskar
hóf leikinn með diskósjói sínu og
sýndi enn og aftur og sannaði að
hann er gegnheilasti sjómaðurinn í
íslenskri músík í dag. Hann sýndi
fátt nýtt en unglingaskarinn fyrir
framan hann fór beinustu leið á
suðupunkt og kvöldið var tryggt.
Olympia Sigurjóns Kjartans-
sonar tók við og sannaði að evróp-
oppið getur ennþá stuðað. Ef við
berum einhvern tímann gæfu til
þess að senda þennan unga mann í
Euróvision verður stikkorðið, Is-
lande douze point, loks að veru-
leika. Fyrir 25 árum sigraði Björg-
vin Halldórsson hljómsveitar-
keppni í Laugardalshöll og íslenska
útgáfan af bítlaæðinu var hafin. Á
föstudagskvöldið vann dóttir hans,
Svala Björgvinsdóttir, svipað af-
rek. Hljómsveit hennar, Scope, tók
við salnum í toppformi og bræddi
hann niður a la alusuisse. Það er
engin spurning að í Svölu birtist
stórstjarna sumarsins. Einföld og
dillandi danstónlist Scope og ör-
uggur söngur Svölu náðu að tryggja
sig í sessi á fýrstu tónleikum sínum.
Þegar Páll Oskar mætti á sviðið til
að svngja með þeim síðasta lagið
var orðið hættulega nálægt því að
hús Töllstjóraembættisins gæfi sig.
Það segir sig sjálff að Saint Etienne
áttu erfitt verk fyrir höndum að
toppa Islendingana. Ekki bætti úr
skák að eyru tónleikagesta voru
orðin lúin eftir bergmálandi hávað-
ann sem á undan var genginn. Saint
Etienne tókst þó vel upp. Hljóm-
sveitin flytur glamúrdanspopp sitt
með tilþrifum. Söngkonan Sarah
Cracknell sýndi tilþrif í anda
blómahippa ásamt tveimur værð-
arlegum bakraddasöngkonum sem
mynduðu framvarðarsveitina. Þó
lifandi dansmúsík sé ekki algeng
sjón hér á landi voru krakkarnir vel
með á nótunum og dönsuðu með.
Svitabað í stórum sal. I heildina
voru tónleikarnir mikil veisla. Saint
Etienne sem leið mest fyrir hljóm-
burðinn sannaði svo endanlega á
tónleikum í Venus kvöldið eftir að
sveitin er þrusu tónleikaband.
Mætingin á seinni tónleikana var
sorglega iítil en gestir skemmtu sér
að sama skapi vel enda sveitin í
réttu ljósi hvað hljóð varðar. Eftir
svona tónleika þarf fólk góða hvíld
til að ná sér niður svo það er
kannski eins gott að slíkir viðburðir
séu jafn sjaldgæfir og raun ber
vitni. Tónleikahaldari á þakkir
skildar fyrir tónleika sem verða
skráðir á blöð sögunnar sem ein
best heppnaða skemmtan í langa
hríð. Dans dans dans. 0
Komið að
tómum kofa
Popp
Ríkissjónvarpinu og Stöð 2
? 1
Ég er einn af mörgum sem gam-
an hafa af poppmyndaböndum í
sjónvarpi. Þau eru þægileg, indæl
og oft skemmtileg. Nú er hins vegar
svo komið að allt popp er horfið af
báðum sjónvarpsstöðvunum. Að
vísu sýnir Stöð 2 evrópska MTV
listann einu sinni í viku en fyrir ut-
an það er enginn poppþáttur í
gangi. Ætlast Stöðvarstjórar virki-
lega til þes að við höldum sumarið
út án nokkurs popps? Við hljótum
að mótmæla! Vafalaust er það sam-
dráttur sem þessu ræður, það er jú
dýrt að halda úti dagskrárgerð sem
þessari, eða hvað? Svo við lítum að-
eins á þá poppþætti sem nú eru ný-
hættir göngu sinni, þá höfum við
nteðal annars Poppkorn í Ríkissjón-
varpinu sem var um það bil hálf-
tíma langur þáttur, með kynni og
súrrealískri sviðsmynd. Um það bil
helmingur af þættinum fór í að
kynna myndböndin og taka viðtöl
við poppara. Þetta er í sjálfu sér allt
gott og blessað en samt held ég að
við poppunnendur værum betur
settir ef við fengjum bara fastan
hálftíma, einu sinni til tvisvar í
viku, þar sem sýnd yrðu sjö til átta
myndbönd án kynningar eða
skrauts. Þetta myndi vera ódýr og
góð lausn fyrir alla aðila. Meira
popp! 0
Loksins
Sjónvarpsmarkaðurinn
Stöð 2
★
Sjónvarpsmarkaðurinn er nýj-
ung sem að við íslendingar höfum
ekki kynnst áður. Þarna er um að
ræða póstverslun þar sem boðið er
upp á alls kyns glingur á einhverj-
um svaka kjörum. Mér finnst þetta
nú ekkert sérstaklega skemmtilegt
áhorfunar, hvað þá að vörurnar
freisti mín. Ég efast þó ekki um að
mörgum finnist þetta æðislegt.
Segjum að þú sjáir til dæmis freist-
andi brauðrist sem þú vilt festa
kaup á, þá er bara að taka upp tólið
og panta hana og nokkrum dögum
síðar ertu komin(n) með hana í
hendurnar, brauðristina sent þú
sást í sjónvarpinu. Þér hlýtur nátt-
úrlega að líða miklu betur. ©
MÁNUDAGUR 13. JÚN( 1994
j
8