Eintak - 13.06.1994, Qupperneq 27
„Þessi mál eru einstök og það
er ekki á hverjum degi sem
beðið er um leiðréttingu þess-
ara mála. Ég sat í fangelsi í
meira en 8 ár íyrir sakir sem ég
kom hvergi nærri. Ég vænti
sneggri og skjótari afgreiðslu
vegna erinda minna og ítreka
fyrri kröfur. „
Dómsúrskurður var ekki til staðar.
Ekki var gerð nein skrá yfír þá
hluti sem lagt var hald á. (Sam-
kvæmt bókun lögreglu við Hverfis-
götu 15. des. 1975.) „Farið var yfir
mikið magn skjala sem var lagt hald
á að Þverbrekku 4 á heimili Sæv-
11
ars.
Ekkert fannst í mínum fórum
eða Erlu sem tengdi okkur að
neinu leyti við Geirfinns- eða Guð-
mundarmál.
4. Við handtöku voru það rann-
sóknarlögreglumenn úr Reykjavík,
úr öðru lögsagnarumdæmi, er önn-
uðust framkvæmdina.
Við málsmeðferð fyrir sakadómi
og Hæstarétti vantaði í dómsgögn
G.G. málanna, handtökuúrskurð
ásamt húsleitarheimild að Þver-
brekku 4, Kópavogi. I dómsgögn-
um G.G. málanna vantar einnig,
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994
gæsluvarðhaldsúrskurð er var
kveðinn upp í sakadómi af fúlltrúa
12. desember 1975.
Enginn dómsúrskurður var
kveðinn upp varðandi það að leggja
skyldi hald á mína persónulegu
muni, að segja upp því húsnæði er
ég hafði á leigu að Þverbrekku og
fjarlægja allt mitt dót þaðan og síð-
an glata því.
5. Gísli Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumaður reyndi að
hafa uppi á mínum persónulegu
munum. Gísli hafði uppi á kassa af
kvikmyndafilmu sem Hallvarður
Einvarðsson hafði undir höndum.
Auk poka af bréfum.
En það sem ég fékk aldrei og var
ekki vitað hvað varð um: Myndir
og teikningar ásamt ritverkum,
ljósmyndir af föður og móður,
einng ljósmyndir af vinum og
kunningjum.
Erlend mynt og frímerkjasafn,
bækur og fatnaður, auk húsgagna.
Eigur mínar hef ég ekki fengið til
baka eða mér verið bættar.
6. Fyrsta skýrslan í svokölluðu
Guðmundarmáli, 20. desember
1975, tekin af Erlu Bolladóttur sem
hún er látin eiðsverja.
Henni er síðan sleppt úr gæslu-
varðhaldi sama dag.
Henni var ekið til móður sinnar
enda var búið að tæma íbúðina sem
við höfðum búið í, en við vorum
með leigusamning til vorsins og hef
ég ekki fengið neina skýringu á
þessu.
Ég ætla ekki að fara að fjölyrða
um skýrslu Erlu. Hún lýsti henni í
viðtali við Helgarpóstinn í janúar
1980. Þar sagði hún að lögreglu-
menn hafi hjálpað sér að muna at-
burði, en hún sjálf hafi ekki munað
neitt. Henni hafi síðan brugðið
þegar sakborningar höfðu játað á
sig sakir í Guðmundarmálinu.
Þá vitandi það að skýrslan sín
væri uppspuni.
7. Að skjóta undan gögnum sem
höfði veigamikla þýðingu varðandi
fjarvistarsönnun mína.
Þegar svokölluð rannsókn fór af
stað inn í Síðumúla á hvarfi Guð-
mundar Einarssonar í Hafnar-
firði, en öll rannsókn fór fram þar
innan veggja, þá sendi Ásgeir
Friðjónsson, dómari hjá fíkni-
efnadómstólnum, Emi Höskulds-
syni, fulltrúa sakadóms, dómsgögn
í fíkniefnamáli upp á 80 síður frá
janúar 1974, mál gegn Sævari Ciesi-
elski og fleirum. Þar kemur fram að
fíkniefnalögreglan í Reykjavík hafi
fylgst með ákærðu á sama tíma er
Guðmundur hvarf. Ekkert kom þar
fram sem gat tengt ákærðu við
hvarf Guðmundar. Nema þar sé
ruglað saman við annan
Guðmund Einarsson í Gljúfrár-
holti, ölfusi. Að sögn leigubíl-
stjóra hafði hann ekið með mig
austur þá umræddu helgi sem Guð-
mundur Einarsson hvarf í Hafnar-
firði.
Það var aldrei minnst á þetta
fíkniefnamál í yfirheyrslum hjá
rannsóknarlögreglu í Síðumúla-
fangelsi, í svokölluðu Guðmundar-
máli. Skýrslur þessar komu ekki
fram fyrr en ári seinna og þá ljósrit
af nokkrum skýrslum er voru lagð-
ar fyrir Sakadóm Reykjavíkur 21.
mars 1977, varðandi meint fíkni-
efnabrot eins sakbornings. Þessi
gögn hafa töluverða þýðingu, ekki
síst þegar þau eru borin saman við
svokallað Guðmundarmál.
Réttast hefði verið að leggja allt
málið fyrir, því ég hafði tekið við
ákæru í því sumarið 1975.
Einnig var það galli í dómsmeð-
ferð, að ákærðu fengu ekki að
kynna sér sakagögn fyrr en eftir að
kveðinn var upp dómur í Saka-
dómi Reykjavíkur 19. desember
1977. Þá ekki fyrr en löngu seinna.
1 bréfi mínu til yðar 19. maí s.l.
vísa ég til lagagreina Mannréttinda-
sáttmála Evrópu sem er orðinn að
íslenskum lögum.
Vitnað er til 1 gr. Samningsaðil-
arnir skulu tryggja hverjum þeim,
sem innan yfírráðasvæði þeirra
dvelst, réttindi þau og frelsi, sem
skilgreind eru í I. kafla samnings
þessa.
3. gr. Enginn maður skal sæta
pyndingum, ómannlegri eða van-
virðandi meðferð eða refsingu.
2.tölulið 5. gr. Hver sá sem tek-
inn er höndum, skal án tafar fá
vitneskju á máli sem hann skilur,
um ástæðu fyrir handtökunni og
um sakir þær, sem hann er borinn.
5.tölulið sömu gr. Hver sá mað-
ur, sem tekinn hefur verið höndum
eða settur í varðhald eða gæslu
gagnstætt ákvæðum þessarar grein-
ar, skal eiga lögmæta, framkvæm-
anlega skaðabótakröfu.
1. 2. 3. töluliði, a. liðar d. liðar. 6.
gr. 1. tölulið. 8. gr.
13. gr. Nú eru réttindi þau og
frelsi, sem lýst er í samningi þessum
skert og skal þá sá, sem fyrir því
verður, geta leitað réttar síns á
raunhæfan hátt fyrir opinberu
stjórnvaldi, enda þótt skerðingin
hafi verið framin af mönnum, sem
fara með stjórnvald. *
14. gr. Réttindi þau og frelsi, sem
lýst er í samningi þessum, skulu
tryggð án nokkurs manngreining-
arálits, svo sem vegna kynferðis,
kynþáttar, litarháttar, tungu, trúar-
bragða, stjórnmála- eða annarra
skoðana, þjóðernis eða þjóðfélags-
stöðu, sambands við þjóðernism-
innihluta, eigna, ætternis eða ann-
arra aðstæðna.
Þessi mál eru einstök og það er
ekki á hverjum degi sem beðið er
um léiðréttingu þessara mála. Ég
sat í fangelsi í meira en 8 ár fyrir
sakir sem ég kom hvergi nærri. Ég
vænti sneggri og skjótari afgreiðslu
vegna erinda minna og ítreka fyrri
kröfur.
Sævar Ciesielski
FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 27