Eintak - 13.06.1994, Side 28
4
WorldCuþJSkQA
Það sem aerðist
í síðustu keppni:
Á úrslitunum árið 1990 skor-
uðu sóknarmenn alls 60 mörk
af alls 115 mörkum keppn-
innar. Miðvallarleikmenn
gerðu 41 mark og varnar-
menn fjórtán.
í keppninni fengu sextán leik-
menn þann vafasama heiður
að hljóta rautt spjald og þar
með brottvísun.
Alls lyftu dómararnir gulu
spjöldunum 169 sinnum i
keppninni. Oftast voru það
Argentínumenn sem fóru í
svörtu bókina, alls 22 sinnum.
Næstir komu Tékkar með
fimmtán gul spjöld og Kame-
rúnmenn með fjórtán áminn-
ingar.
Prúðasta lið keppninnar, eða
það lið sem fæstar áminning-
ar fékk, voru Englendingar.
Þeir hlutu „aðeins“ sex
áminningar.
Áhorfendafjöldi á úrslita-
keppninni á Ítalíu var mun
minni en í upphafi var talið.
2.517.348 manns sáu leikina í
keppninni sem að meðaltali
gerir tæplega fimmtíu þús-
und manns á leik.
Flestir áhorfendur komu til að
fylgjast með leik fyrrum Vest-
ur- Þjóðverja, núverandi
heimsmeistara, og Júgó-
slava.
Maður keppninnar er venju-
lega valinn eftirjafn mikla at-
burði og úrslit heimsmeist-
arakeppni. Á italíu árið 1990
voru þeir líklega tveir og
hvorugur þeirra úr liði heims-
meistaranna. Annars vegar
varþað öldungurinn Roger
Milla sem sló í gegn með hinu
stórskemmtilega liði Kame-
rúnmanna og hins vegar
markahrókurinn Salvatore
Schillaci sem varð marka-
hæstur með sex mörk. Eftir
keppnina drógu báðir sig að
mestu í hlé; Milla hætti að
leika en verður aftur með nú,
en Schillaci átti erfitt upp-
dráttar með Juventus og Int-
er Milan á Ítalíu en var nýlega
seldur fyrir miklar fúlgur til
stórliðs i Japan.
Mitt lið
„Min lið eru tvö i þessari
keppni. Brasilia og Kólumb-
ía leika frábæra knattspyrnu
sem er mikið fyrir augað.
Liðin tvö eiga eftir að fara
langt á töfrunum en síðan er
hætt við að þjóðir eins og
Þjóðverjar gefi i á kraftinum
og baráttunni."
28S
Á föstudagskvöldið hefst keppnin um eftirsóttustu
íþróttaverðlaun samtímans. Á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn munu milljónir, ef ekki milljarðar manna og
kvenna safnast saman úti um allan heim og horfa á
heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Vilhjálmur
Vilhjálmsson rýnir hér í sögu HM.
Eins og flestir knatt-
spyrnuunnendur vita
þá er einhver mesti
íþróttaviðburður
þessa í þann mund að
skella á. Hér er að sjálfsögðu verið
að tala um 15. heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu sem að
þessu sinni verður haldin í Banda-
ríkjunum. Telja má víst að athygli
almennings muni beinast meira að
þessum viðburði en nokkrum öðr-
um þær vikur sem hann stendur yf-
ir. Einn af þeim föstu liðum sem
fylgja slíkri keppni er að menn
hópa sig saman og spjalla gáfulega
um hin ýmsu atvik sem hent hafa í
liðnum keppnum. Þá er nauðsyn-
legt að hafa nokkur grundvallarat-
riði um sögu heimsmeistarakeppn-
innar á hreinu. Hér er því ætlunin
að auðvelda þeim sem minna vita
að taka þátt í umræðunum.
í raun vaknaði draumurinn um
að halda heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu árið 1904, þegar al-
þjóðaknattspyrnusasmbandið FIFA
var stofnað í París, en það gekk nú
alls ekki þrautalaust fyrir sig. Það
var ekki fyrr en árið 1928 sem
ákveðið var að halda hana og var
það ekki síst manni að nafni Jules
Rimet að þakka. Keppnin var
haldin í Uruguay 1930 þar sem
heimaliðið sigraði Argentínu í úr-
slitaleik 4:2, eftir að hafa verið und-
ir í leikhléi. Markahæsti maður
keppninnar var Argentínumaður-
inn Stabile með 8 mörk í fimm
leikjum.
Næsta keppni var haldin í Evr-
ópu, nánar tiltekið á Ítalíu, og aftur
var það heimaliðið sem stóð uppi
sem sigurvegari eftir framlengdan
leik við Tékkóslóvakíu. ítalir skor-
uðu tvö mörk gegn einu marki
Tékka. Að þessu sinni voru marka-
kóngarnir þrír og létu sér nægja
fjögur mörk sem er það minnsta
sem markakóngar keppnanna hafa
komist upp með.
f Frakldandi fjórum árum síðar
vörðu ítalir titilinn þrátt fyrir að
vera með nánast nýtt lið, með því
að vinna Ungverja 4:2 í úrslitaleik.
Keppni þessi var haldin með út-
sláttarfyrirkomulagi líkt og keppn-
in á ftalíu, og hefur verið haldið
nokkuð á loffi fyrir þær sakir að
skoruð voru 4,6 mörk í leik, sem er
næst hæsta meðaltalið enn þann
dag í dag. Þarna sló einnig Brasilíu-
maðurinn Leonidas eftirminni-
lega í gegn með 8 skoruðum mörk-
um sem dugði honum til að verða
markahæstur í keppninni og koma
Brasilíumönnum á knattspyrnu-
kortið en þeir létu sér samt þriðja
sætið nægja að þessu sinni.
Á þessum tíma var Evrópa á
þröskuldi styrjaldar og séð var að
bið yrði í næstu keppni sem og varð
raunin. Næsta keppni var svo hald-
in árið 1950 í Brasilíu þar sem
heimamenn höfðu komið sér upp
einhverju sterkasta liði í íiögu
heimsmeistarakeppninnar. Það var
í þessari keppni sem þeir fundu
„samba-taktinn“ sem hefur fylgt
þeim æ síðan. En í þessari keppni
kom berlega í ljós að það er ekki
alltaf „besta“ liðið sem vinnur, því
Uruguay-menn hreinlega stálu
sigrinum í úrslitariðlinum með því
að leggja Brasilíumenn að velli 2:1.
Það var samt Brasilíumaðurinn
Ademir sem skoraði flest mörk í
keppninni ef það er þá einhver
sárabót. Svisslendingar héldu
næstu keppni árið 1954 og er hún
merkilegri en margar keppnir fyrir
margra hluta sakir. I fyrsta lagi
voru þar skoruð 5,38 mörk að með-
altali í leik - met sem líklega aldrei
verður slegið. f öðru lagi fengu
knattspyrnuþjóðir heimsins að
finna fyrir þýska „stálinu“ í fyrsta
sinn fyrir alvöru. Þeir stóðu uppi
sem sigurvegarar eftir 3:2 sigur á
Ungverjum í úrslitaleik. f þessum
leik töpuðu Ungverjar öðru sinni
úrslitaleik á HM. Stjarna keppn-
innar var, að öðrum ólöstuðum,
Ungverjinn Kocsis sem gerði sér
lítið fýrir og skoraði 11 mörk.
Hann er þó lítil stjarna saman-
borið við stjörnu næstu keppni sem
haldin var í Svíþjóð 1958. Þar skaust
fram á stjörnuhiminninn 17 ára
piltur að nafni Pelé. Brasilíumenn
sigruðu þessa keppni nokkuð ör-
ugglega og þóttu spila frábæra
knattspyrnu með nýrri leikaðferð
4-2-4. Að þessu sinni voru það
frændur vorir Svíar sem lágu í valn-
um, 5:2, í úrslitaleiknum. í raun
voru stjörnur keppninnar tvær því í
Svíþjóð var sett markamet sem í
fljótu bragði verður ekki séð hvern-
ig á að slá. Frakkinn Just Fonta-
ine skoraði hvorki fleiri né færri en
13 mörk í keppninni og stuðlaði
þannig að besta árangri Frakka sem
enn þann dag í dag er þriðja sætið.
Ekki þarf að fjölyrða rnikið um
næstu keppni í Chile 1962 því að
besta landslið þessa tíma, Brasilía,
varði titilinn með góðum sigri í úr-
slitaleik við Tékka 3:1. Brasilíu-
menn riðu þó ekki feitum hesti á
Englandi fjórum árum síðar þar
sem þeir urðu frá að hverfa strax að
lokinni riðlakeppninni. Það voru
heimamenn sem sigruðu keppnina
eftir mjög eftirminnilegan úrslita-
leik við Þjóðverja. Lyktir leiksins
urðu 4:2 og skoraði Englendingur-
inn Hurst þrennu í þeim leik. Það
var samt hinn stórskemmtilegi
Portúgali, Eusebio, sem skoraði
flest mörk, eða níu talsins.
Næsta keppni fór fram í hit-
asvækjunni í Mexíkó þar sem sól
Pele skein hvað skærast. Þarna fór
hann fyrir einhverju skemmtileg-
asta knattspyrnuliði sem spilað hef-
ur, sóknarknattspyrna eins og hún
verður best spiluð var í hávegum
höfð og áhorfendur sáu eitt það
sem besta sem í boði hefur verið í
sögu knattspyrnunnar. í Mexíkó
unnu Brasilíumenn sér til eignar
Jules Rimet styttuna sem keppt
hafði verið um frá byrjun. Það var
Þjóðverjinn klossaði, Gerd Mull-
er, sem sá um að skora flest mörk í
keppninni, tíu talsins, en Brasilíu-
maðurinn Jairzinho gerði annað
og ekki síður merkilegt því hann
skoraði mark í öllum sex leikjum
Brasilíumanna.
f næstu heimsmeistarakeppni
sem fram fór í V-Þýskalandi kom
fram á sjónarsviðið nýtt stórveldi í
knattspyrnu, Hollendingar, sem
vantaði aðeins herslumuninn til að
vinna titilinn en urðu að horfa á
eftir honum til Beckenbauer og
félaga í vestur- þýska liðinu. Margir
eftirminnilegir leikmenn voru
þarna á hátindi ferils síns svo sem
áður nefndur Beckenbauer, félagi
hans hjá þýska liðinu, Muller, svo
og Hollendingurinn Johann Cru-
yff. Það var samt Pólverjinn Lato
sem skoraði flest mörk eða sjö.
Stærsta fréttin fyrir keppnina í Arg-
entínu 1978 var að goðið sjálft, Jo-
hann Cruyff, neitaði að spila með
hollenska landsliðinu. Sjálfsagt
nagar hann sig enn í handarbökin
vegna þeirrar ákvörðunar því Hol-
lendingar komust í úrslitaleikinn
aftur og það án atbeina sinnar
stærstu stjörnu.
Enn einu sinni voru það heima-
menn sem hrifsuðu sigurlaunin til
sín, enda dyggilega studdir af
77.000 öskrandi áhorfendum. Ur-
slitaleikinn unnu þeir 3:1 og skoraði
Marío Kempes tvö marka Arg-
entínumanna og tryggði sér þannig
markakóngstignina með sex mörk
skoruð.
Heimsmeistarakeppnin á Spáni
var keppni ítala. Eftir nokkra rólega
leiki í riðlakeppninni settu þeir í
„fluggírinn" og gerðu sér lítið fýrir
og slógu bæði Brasilíumenn og
Argentínumenn út í milliriðli og
munaði þar mest um gulldrenginn
sjálfan, Paolo Rossi, sem þegar
upp var staðið hafði skorað sex
mörk er dugðu honum til að verða
markakóngur keppninnar. And-
stæðingar ítala í úrslitaleiknum
voru Þjóðverjar, sem virkuðu ör-
þreyttir eftir hinn eftirminnilega
undanúrslitaleik við Frakka. Ur-
slitaleikurinn endaði 3:1 og var rétt-
lætinu að flestra mati fullnægt.
Lengi vel var talið að næsta
keppni færi fram í Kólumbíu en
svo varð ekki, því úr varð að
keppnin var haldin öðru sinni í
Mexíkó. Það er ekki ofsögum sagt
að þetta hafi verið keppni snillings-
ins Diego Maradonna sem fór
hreinlega á kostum og beitti hann
ýmsum töktum við að skora mörk-
in. Hann meira að segja vílaði ekki
WorhtCufi':'*. 94
heimsins til
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994
>port\