Eintak

Tölublað

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 8

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 8
Þótt Davíð Oddsson hafi lýst því yfir að ekki verði gengið til kosninga í haust er langt frá því að það sé allt fallið í Ijúfa löð innan ríkisstjómarinnar. Sjálfetæðismenn hafa enn sömu ástæður fyrir því að vilja kosningar frekar fyrr heldur en seinna og Alþýðuflokksmenn hafa sitthvað í pokahorninu. Jón Kaldal rýndi í hvað var og er á seyði innan flokkanna. Torbyggni vex a milli sliómarflokkanna Davíð Oddsson tilkynnti á rík- isstjórnarfundi á þriðjudaginn að ekki verði gengið til kosninga í haust heldur verði kosið í vor eins og gert var ráð fyrir. Ýmsir hafa undrað sig á þessari ákvörðun Dav- íðs og hefur það verið haft á orði að umræðan hafi verið komin of langt til þess að aftur væri snúið. Einnig hafa spurningar vaknað um hvað sjálfstæðismenn sáu í því að kjósa í haust og hvað varð til þess að þeir hættu við. Davíð segir að andstaða Alþýðuflokksins hafl ráðið þar um en Jón Baldvin Hannibalsson segir að óvænt niðurstaða í skoð- anakönnunum um fylgi flokkanna hafi haft afgerandi áhrif á ákvörðun hL «É\v| vafa haft mikil ™ áhrifá að hann ákvað að kanna grundvöll fyrir haustkosningum. Því er haldið fram að svo miklir brestir séu komnir í ríkisstjórnarsamstarfið að stjórnin treysti sér ekki í fjár- lagagerðina. Davíðs. Davíð hratt umræðunni um haustkosningar af stað fyrir alvöru þegar hann tilkynnti á blaða- mannafundi fyrir hálfum mánuði að hann gæfi sér tveggja vikna frest til þess að ákveða hvort hann myndi rjúfa þing og boða til kosn- inga um mánaðamótin september október. Vangaveltur um haust- kosningar hóíust hins vegar mun fyrr, eða snemma í vor, en þá hafn- aði Davíð alfarið öllum hugmynd- um þar að lútandi. Orðrómurinn um haustkosning- ar fékk aftur aukinn byr undir báða vængi eftir flokksþing Alþýðu- flokks þar sem Jóhanna Sigurðar- dóttir tapaði fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í formannskjöri. í framhaldi þeirra úrslita sagði Jó- hanna af sér embætti félagsmála- ráðherra og setti Alþýðuflokkinn á annan endann. Á þessum tíma tók að bera á ýmsum merkjum þess að hugur Davíðs til kosninga í haust væri að breytast. Eitt af þessum merkjum var blaðamannafundur sem Davíð hélt ásamt Þórði Frið- jónssyni forstjóra Þjóðhagsstofn- unar. Þar lýsti hann því yfir að botni kreppunnar væri náð og nú myndi leiðin liggja upp á við. Þótti ýmsum þetta sýna að Davíð væri kominn í kosningaham. Ekki spillti heldur fyrir að Sjálfstæðisflokkur- inn hafði fengið ágætt fylgi í skoð- anakönnunum sem voru gerðar skömmu fyrir þennan fund. Það varð síðan ennfremur til að kynda undir umræðunni um haustkosningar þegar Jóhanna Sig- urðardóttir lagði í Iiðskönnun um Björn Bjarnason „Ég held að þessi skrifAI- þýðublaðsins snúist ekki beint um haustkosn- ingarnar heldur fremur að verið sé að draga athyglina frá vand- ræðamálum Alþýðuflokksins. “ IánS^mHm3j5íT)ulmn!amal,fima og hrikti í ríkisstjórnarsamstarfinu þegar forsætisráðherra og Björn Bjarnason, formaður utanríkis- málanefndar, gerðu lítið úr orðum Jóns Baidvins um hugsanlegar að- ildarviðræður íslands við Evrópu- sambandið. I því samhengi sagði Björn Bjarnason í eintaki að hon- um fyndust allar hugleiðingar um aðildarviðræður íslands og ESB vera „eins og eitthvað absúrdleik- hús“, og Davíð kallaði málið sum- aruppákomu. A þessum tíma var spurningin um haustkosningar orðin svo heit að Davið var ítrekað spurður um það hvort til greina kæmi að kjósa í haust. Hann vísaði þessum spurn- ingum frá allt þar til á blaðamanna- fundinum fyrir tveimur vikum þegar hann lýsti því yfir að hann tæki ákvörðun um kosningar innan tveggja vikna. Brestir í ríkisstjórn ástæða vangaveltna um haustkosningar Davíð tilkynnti að hann væri að skoða kosningar í haust eftir langan þingflokksfund sjálfstæðismanna þar sem stjórnarsambandið og Evr- ópumálin voru skeggrædd. Ymsar kenningar hafa verið á loffi um það hvaða kosti sjálfstæðismenn sáu í því að kjósa í haust fremur en í vor. Ein meginröksemd forsætisráð- herra var að það væri veðurfarslega hagkvæmara að kjósa í haust en í vor þar sem veðurfar í febrúar og mars gæti hamlað kosningabaráttu flokkanna. Davíð lýsti einnig þeirri skoðun sinni að hann teldi, hvort sem kosningar yrðu í haust eða vor, að ríkisstjórnin hefði setið út kjör- tímabilið og sagði að þetta væri bara spursmál hvort ætti að hag- ræða kosningum um þrjá, fjóra mánuði. Enn fremur sagði Davíð að ríkisstjórnin hefði náð fram flestum sínum baráttumálum, nú væri ríkjandi stöðugleiki í þjóðfé- laginu og því upplagður tími til kosninga. Þetta þykja hins vegar frekar létt- væg rök og auðvelt að nefna mun líklegri ástæður fyrir kosninga- áhuga sjálfstæðismanna. Samstarfsörðugleikar Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks hafa til að mynda haft mikil áhrif á að Davíð ákvað að kanna grundvöll fyrir haustkosningar. Það hefur lengi verið vitað að mjög hefur kólnað milli Davíðs og Jóns Baldvins og er því haldið fram að svo miklir brest- ir séu komnir í ríkisstjórnarsam- starfið að stjórnin treysti sér ekki í fjárlagagerðina, en talið er að halli fiárlaga verði um 15 til 20 milljarðar að öllu óbreyttu. Er sú tala af áður óþekktri stærð og ljóst að til að ná henni niður þarf sparnaður og að- hald á öllum sviðum að koma til, en niðurskurður þykir aldrei líkleg- ur til vinsælda. Að sama skapi þykir ekki heldur fysilegt að fara í kosn- ingabaráttu með glænýja kjara- samninga á bakinu. Hefur sú hræðsla verið nefnd sem ein af ástæðunum fyrir kosningavilja inn- an Sjálfstæðisflokks. Þingmenn úr röðum sjálfstæðismanna tóku reyndar undir þetta og nefndu meðal annars sem rök fyrir haust- kosningum að sú stjórn sem væri við völd um áramót yrði að hafa fast land undir fótum þegar kæmi að kjarasamningum. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði einnig fengið góða útkomu úr skoðanakönnunum sem varð ekki til að letja vilja Dav- íðs til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, er á því að ríkisstjórnin muni ekki valda þeim verkefnum sem eru framund- an og að sú von Davíðs að festa og samheldni verði ríkjandi í stjórnar- samstarfinu, eins og hann orðaði það eftir að hann féll frá áformum um haustkosningar, sé tálvon. „Þessi ríkisstjórn hefur breyst í hreinan farsa, hún hefur verið að gera það stig af stigi og heldur greinilega áfram að gera það eins og Alþýðublaðið á miðvikudag sýnir. Ég held að skynsamir menn hafi séð að slíkt fyrirbæri gæti ekki tekið á ríkisfjármálum, kjarasamningum, viðræðum við Evrópusambandið um tvíhliða samning eða annað sem gera þarf,“ segir Ólafur. Jón Baldvin Hannibalsson / Alþýðublaðinu ígær beinir hann orðum sín- um fyrst og fremst að for- sætisráðherra og spyr um ið kjósa. í sama viðtali kallar Jón helsta ráðgjafa Davíðs, Björn Bjarnason, leikrita- höfund Sjálfstæðisflokksins. SegirJón að leikflétta Bjarna hafi mistekist og kallar hana ab- súrdleikrit. Átti að þurrka Alþýðufíokkinn út? I samtölum blaðamanns EIN- TAKS við Alþýðuflokksmenn kem- ur fram að mikillar reiði gætir inn- an flokksins í garð sjálfstæðis- manna vegna áætlana um haust- kosningar. Segja Alþýðuflokks- menn að kosningar í haust hafi ekki síst verið hugsaðar til höfuðs Al- þýðuflokknum. Þannig hafi sjálf- stæðismenn talið að samstarfs- flokkurinn stæði tæpt eftir harðvít- ugan viðskilnað Jóhönnu, að flokk- urinn væri klofinn og ætlunin hafi verið að þurrka hann út af korti stjórnmálanna. Þessi reiði Alþýðu- flokksmanna sést vel í Alþýðublað- inu í gær, bæði í löngu viðtali við Jón Baldvin á forsíðu þess og líka í mjög svo harðorðum leiðara. I við- talinu segir Jón að fylgismönnum haustkosninga hafi ekki tekist að færa fram trúverðug rök fyrir nauðsyn haustkosninga. Beinir hann orðum sínum fyrst og fremst að forsætisráðherra og spyr um hvað hefði átt að kjósa. í sama við- tali kallar Jón Baldvin helsta ráð- gjafa Davíðs, Björn Bjarnason, leik- JÓHANNA SlG- URÐARDÓTTIR Átökin innan Al- JLs ■ j þýðuflokksins og liðskönnun Jóhönnu varð til þess að gefa umræðunni um haustkosningar byr undir báða vængi. Segja Al- þýðuflokksmenn að kosningar í haust hafi ekki síst verið hugs- aðar til höfuðs Alþýðuflokknum. ritahöfund Sjálfstæðisflokksins, og segir að honum hafi verið í mun að valda Halldór Ásgrímsson með því að biðla til Alþýðubandalagsins. Jón segir að sú leikflétta hafi mis- tekist og kallar hana absúrdleikrit. I leiðara blaðsins er síðan skotið enn fastari skeytum að Birni. Þar er hann kallaður „hugmyndafræðing- urinn að hinni sprungnu bólu haustkosninga", að leikflétta hafi gengið út á það að „endahnykkur haustkosninga átti að vera myndun ríkisstjórnar með Alþýðubandalagi og viðhafnarganga Björns sjálfs í embætti utanríkisráðherra.“ Og leiðarahöfundur blaðsins lætur ekki þar með staðar numið heldur hnykkir á með því að segja: „En til að hugsa pólitískar fléttur til enda verða menn að hafa dómgreind í sæmilegu lagi. Birni Bjarnasyni tókst ekki að hugsa fléttuna til hlít- ar.“ Og loks: „Forystumenn flokka verða alla jafna að vanda val á ráð- gjöfum sínum og trúnaðarmönn- um. Sagan sýnir, að þegar óhófleg- ur metnaður fer saman við veika dómgreind geta draumar slíkra manna auðveldlega breyst í svefn- lausa martröð." Fráleitt er að halda að þessi gagnrýni beinist eingöngu að Birni, hann getur ómögulega borið einn ábyrgð á vangaveltum um haustkosningar, og ekki þarf sérstaklega mikla innsýn í heim stjórnmálanna til þess að sjá í þess- urn leiðara harða árás á Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn í heiid. Sérstaklega þegar leiðarinn er lesinn í samhengi við viðtalið við Jón Baldvin sem segir að hugmynd- ir um haustkosningar hafi komið fram að frumkvæði forsætisráð- herra og verið á hans ábyrgð. Björn Bjarnason tekur þessi skrif hins vegar ekki mjög alvarlega og segir að þau snúist fyrst og fremst um innanflokksvandamál Alþýðu- flokksins. „Ég held að þessi skrif snúist ekki beint um haustkosningarnar held- ur fremur að verið sé að draga at- hyglina frá vandræðamálum Al- þýðuflokksins. Þetta er hnútukast í minn garð út af öðrum málum. Það sést best á því að Jón notar orðið absúrdleikrit sem ég notaði yfir upphlaupið yfir málefni Evrópu- sambandsins í júlí.“ Erfitt þing framundan Þessi hörðu ummæli Alþýðu- flokksmanna í garð samstarfs- flokksmanna gefa ekki tilefni til þess að stjórnarsamstarfið verði friðsamlegra á næstunni en það hefur verið undanfarið og ýmsir hafa orðið til þess að spá því að Davíð Oddsson muni þrátt fyrir allt rjúfa þing í haust og boða kosning- ar fyrir jól. Ólafur Ragnar Gríms- son er einn af þeim. „Ég met það þannig að áfram- haldandi uppákomur hjá Alþýðu- flokknum verði kornið sem fylli mælinn hjá Sjálfstæðisflokki. Þann- ig mun forsætisráðherra hvenær sem er geta sagt að hann hafi sýnt Alþýðuflokki tiltrú í ágústmánuði en síðan hafi Alþýðuflokksmenn hagað sér þannig að ekki væri hægt annað en að kjósa.“ Ólafur Ragn- AR GrÍMSSON „Þessi ríkis- stjórn hefur breyst íhreinan farsa, hún hefur veríð að gera það stig af stigi og heldur greini- lega áfram að gera það eins og Alþýðuþlaðið á miðvikudag sýnir. Ég held að skynsamir menn hafi séð að slíkt fyrírbæri gæti ekki tekið á ríkisfjármálum, kjarasamningum, viðræðum við Evrópusambandið eða annað sem gera þarf. “ Einn úr forystusveit Sjálfstæðis- flokksins tók undir þetta og sagði að ef Alþýðuflokksmenn yrðu með einhvern derring myndi Davíð hik- laust beita þingrofsheimildinni og boða kosningar. Össur Skarphéðinsson er ekki hræddur við að til þessa muni koma, en hann er þess fullviss að komandi þing muni reynast erfitt. „Ég var viss um að þingið yrði erfitt áður en umræðan um haust- kosningar hófst og þessi urnræða kemur ekki til með að gera það þægilegra," segir Össur og bætir því við að það muni ekki auðvelda stjórnarsamstarfið að prófkjör verður hjá sjálfstæðismönnum í nóvember. „Ýmsir munu vilja láta bera á sér og hliðra sér hjá því að taka afstöðu með ríisistjórninni í erfiðum mál- um til að vekja á sér athygli,“ segir össur. Björn Bjarnason er hins vegar á því að þingið ætti að geta gengið þokkalega því Alþýðuflokksmenn hafi sýnt með andstöðu sinni við haustkosningar að ríkur samstarfs- vilji væri þar á bæ. „Ég get ekki skilið afstöðu Al- þýðuflokksmanna með öðrum hætti en svo að þeir vilji ljúka stjórnarsamstarfinu af heilindum." Ýmsar blikur eru þó á lofti um að stjórnin muni ekki ljúka kjörtíma- bili sínu. Áður hefur verið vikið að því að forsætisráðherra muni rjúfa þing og boða kosningar fyrir jól. En einnig eru fleiri möguleikar í stöð- unni. Mikill titringur er í ríkis- stjórninni vegna Evrópumálanna og háttsettur heimildamaður EIN- TAKS í Alþýðuflokknum segir að Davíð hræðist mjög að ganga til kosninga þar sem aðild að Evrópu- sambandinu verði kosningamál. Af þeim sökum hafi hann viljað kosn- ingar í haust. Þessi sami heimilda- maður segir það möguieika í stöð- unni eins og hún er núna að Al- þýðuflokkurinn muni kalla saman flokksþing í janúar þar sem sam- þykkt verði að leggja fram tillögu á Alþingi um að sækja um aðild að ESB. Sjálfstæðisfloldcurinn mundi nánast örugglega fella slíka tillögu því eins og Davíð hefur margsinnis Iýst yfir er umsókn að ESB ekki á dagskránni. I framhaldi af því myndi Alþýðuflokkur ganga úr rík- isstjórn og boðað yrði til kosninga þar sem kosið yrði um Evrópumál- in. Margir Sjálfstæðisflokksmenn eru fylgjandi aðild að Evrópusam- bandinu og óttast forysta flokksins það mjög að missa fylgi vegna and- stöðunnar við aðildarumsókn. Ef Finnar, Svíar og Norðmenn sam- þykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í Evrópusambandið í vetur mun það styrkja mjög röksemdir Alþýðuflokks að sækja um aðild í ESB. Það er svo annað mál að þótt Al- þýðuflokksmenn hafi beitt því fyrir sig að þeir vildu klára sín verk hefur sjálfsagt hræðslan við framboð Jó- hönnu vegið þyngra um að þeir Össur Skarp- héðinsson „Ég var viss um að þingið yrði erfitt áður en umræðan um haustkosningar hófst og þessi umræða kemur ekki til með að gera það þægi- legra. Ýmsir munu vilja láta bera á sér og hliðra sér hjá því að taka afstöðu með ríkisstjórninni í erfiðum málum til að vekja á sér athygli. “ vildu ekki haustkosningar. Það breytir því hins vegar ekki að ef ein- hver flokkur hefur notið góðs af þessu sjónarspili öllu er það Al- þýðuflokkurinn sem nú getur skír- skotað til þess að vera flokkur sem vill klára sín ætlunarverk en ekki hlaupast undan merkjum. O 8 FIMMTUDAGUR 11.ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.