Eintak - 11.08.1994, Side 11
Jóhanna Sigurðardóttir er fyrrverandi flugfreyja sem flaug inn á þing
árið 1978. Hún er einfari í íslenskri pólitík og fáir stjórnmálamenn
njóta jafn mikilla vinsælda, En þekkir einhver konuna á bak við
stjórnmálamanninn? Loftur Atli Eiríksson og Gauti B. Eggertsson töluðu
við andstæðinga hennar og samherja í stjórnmálalífinu og einkalífinu. Þótt þeir
séu ósammála hafa þeir allir
mjög ákveðnar skoðanir á Jóhönnu.
Jóhanna Sigurðardóttir er
fædd í Reykjavík 4. október 1942.
Foreldrar hennar eru Karítas
Guðmundsdóttir húsmóðir og
Sigurður Egill Ingimundarson,
sem lést árið 1978, um það leyti sem
Jóhanna bauð sig fram í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjavík og
komst inn á þing í skjóli persónu-
legra vinsælda Vilmundar Gylfa-
sonar, að því er margir telja.
Jóhanna á tvíburasystur, Önnu
Maríu, húsmóður í Reykjavík, og
tvö yngri systkini, Gunnar hag-
fræðing og Hildigunni flugfreyju,
sem eru einnig tvíburar og átta ár-
um yngri. Fjölskyldan bjó við Ei-
ríksgötu ásamt systkinum og for-
eldrum föður hennar og þaðan
gekk Jóhanna í barnaskóla Austur-
bæjar. Tvíburasysturnar Anna
María og Jóhanna voru og eru
mjög samrýmdar og fylgdust að í
gegnum Gagnfræðaskólann við
Öldugötu, þaðan sem þær fóru í
Verzlunarskólann en Jóhanna lauk
verslunarprófi árið 1960. Systurnar
eru ekkert sérstaklega líkar í útliti
þótt þær séu tvíburar, Anna er
dökkhærð, en þær eru líkar að
lundarfari, að því er hún segir.
„Okkur hefur alltaf komið mjög
vel saman og við erum samheldnar,
segir hún. „Sumir halda að Jóhanna
sé stíf og skorti alla kímnigáfu en
þar er nú öðru nær. Hún hefur
mikinn og góðan húmor,“ bætir
hún við.
Jóhanna var mjög hænd að föður
sínurn en hann var sonur Jóhönnu
Egilsdóttur sem var mikil baráttu-
kona og naut mikillar aðdáunar
innan Alþýðuflokksins og langt út
fyrir raðir hans. Hún var formaður
verkakvennafélagsins Framsóknar í
40 ár og sat um tíma í borgarstjórn
og á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn.
Sigurður sonur hennar var lærð-
ur efnaverkfræðingur, kenndi í
Verzlunarskólanum en varð síðar
þingmaður Alþýðuflokksins og for-
stjóri Tryggingarstofnunar ríkisins.
„Jóhanna starfaði ekkert með
ungliðahreyfingu Alþýðuflokksins
og við sem vorum þar kynntumst
henni ekkert fýrr en hún var allt í
einu orðin þingmaður 1978,“ segir
háttsettur embættismaður hjá hinu
opinbera og gamalreyndur Alþýðu-
flokksmaður.
„Það sama átti við um Vilmund.
Þetta voru dekurbörn flokksins og
menn sátu og stóðu eins og þau
vildu. Auðvitað er það alveg á
hreinu að þau bæði tvö voru í
flokkseigendafélaginu eins og Jón
Baldvin og Sighvatur. Þetta er allt
fólk sem komið er úr innsta kjarn-
anum.“
Jóhanna hefúr sagt sjálf að til-
finningar föður hennar til afskipta
hennar af stjórnmálum hafi verið
blendnar og samstúdína hennar úr
Verzlunarskólanum gengur svo
langt að segja að hann hafi verið
karlmaður af gamla skólanum og
fyrst og fremst ætlast til að dóttir
sín giftist og stofnaði heimili. Hún
segir Jóhönnu hafa sárnað rosalega
að faðir sinn styddi sig ekki með
ráðum og dáð. „Það sem hún hefúr
komist er að einhverju leyti vegna
Jóhnnu Egilsdóttur og gömlu krat-
anna í Alþýðuflokknum en að
mestu er það vegna eigin verðleika
og þrautseigju,“ segir hún.
Formaður
Flugfreyjufélagsins
Að loknu verslunarprófmu fór
JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR OG VlLMUNDUR GYLFASON
Nýkjörnir þingmenn á tröppum Alþingishússins árið 1979.
Jóhanna í eitt ár í húsmæðraskóla í
Danmörku en gerðist flugfreyja
þegar heim var komið. Samstarfs-
kona Jóhönnu úr fluginu segir að
lítið hafi farið fyrir Jóhönnu á með-
an þær voru flugfreyjur saman.
„Flestar stelpurnar voru hálf-
gerðar puntudúkkur og þetta gekk
út á stöðuga tískusamkeppni sem
Jóhanna tók engan þátt í,“ segir
hún. „Þegar hins vegar kom að
kjarabaráttunni hafði Jóhanna
annan bakgrunn en við hinar. Þau
mál sem voru þrungin meiri alvöru
en tískan, höfðuðu meira til henn-
ar, einhverra hluta vegna. Sennilega
hefur uppeldi hennar átt þar stóran
hlut að rnáli."
Jóhanna komst fljótt til áhrifa
innan Flugfreyjufélagsins og var
Einstak-
lingarnir
gegn
flokka-
kerfinu
Sagan sýnir að
flokkakerfið
hefur oftast
haft betur í við-
ureign sinni við
sérlundaða og
uppreisnar-
gjarna.
„Jóhanna skekur flokkakerfið"
sagði í fyrirsögn á forsíðu DV síðast-
liðinn mánudag. Tilefnið var skoð-
anakönnun þar sem fram kom aö
fylgi við hugsanlegt sérframboð Jó-
hönnu Sigurðardóttur, fyrrver-
andi ráðherra Alþýðuflokksins, er
um það bil sex prósent verði kosið
nú til Alþingis. Pegar aftur á móti var
spurt sérstaklega um það hvort fólk
vildi styðja Jóhönnu, biði hún fram
sérlista, kom í Ijós að 30,7 prósenta
landsmanna eru reiðubúnir til þess.
Samkvæmt könnuninni kemur þetta
fylgi frá öllum flokkum en sérstaka
athygli vekur að minnst kemur þó
frá hennar heimaslóðum í Alþýðu-
flokknum.
Þvílíkur og annar eins meðbyr i
skoðanakönnun hlýtur að þrýsta á
Jóhönnu að bjóða fram og hann
hefur dugað til þess að ekkert verð-
ur af haustkosningum sem hinir
hefðbundnu flokkar voru að búa sig
undir.
En getur Jóhanna hrist upp í
flokkakerfinu? Hannibal, Vilmund-
ur og Albert reyndu það allir og
fengu blásandi byr í skoðankönnun-
um og stórfín úrslit í kosningum. En
síðan ekki söguna meir. Flokkarnir
sem þessir menn stofnuðu í kring-
um sig lognuðust fljótt út af, tvístr-
uðust um víðan völl og heyra sög-
unni til. Þó eru til dæmi þess að
flokkakerfið hafi tekið breytingum í
kjölfar klofnings í flokki sem fyrir er.
Héðinn Valdimarsson stofnaði
Sósíalistaflokkinn með kommúnist-
um eftir að hafa verið rekinn úr Al-
þýðuflokknum. Sósíalistaflokkurinn
lifði þar til Hannibal klauf sig úr Al-
þýðuflokknum og stofnaði kosn-
ingabandalagið Alþýðubandalagið
með sósíalistum.
Hvort Jóhanna Sigurðardóttir nái
að höggva skarð í flokkakerfið og
komast þannig á spjöld sögunnar
verður framtíðin að leiða í Ijós. En sé
fortíðin skoðuð er fátt sem bendir til
þess.
ALÞYÐUFLOKKUR
& ALÞÝÐUBANDALAG
1938: Héðinn Valdimarsson
rekinn úr Alþýðuflokknum og
stofnar Sósíalistaflokkinn með
kommum
(slenskir komm-
únistar voru með
samfylkingar-
hugmyndir eins
og voru uppi
víðast hvar í Evr-
ópu á þeim tima. 1
Slíkar hugmyndir
voru að mestu
hugsaðar til að koma
með fylkingu gegn nasisma; fas-
isma og þess háttar samtökum á
hægri væng stjórnmálanna. Samn-
ingaviðræður Kommúnistaflokksins
og Alþýðuflokksins strönduðu,
meðal annars vegna þeirrar kröfu
kommúnista um að hinn nýi flokkur
lýsti yfir stuðningi við Sovétríkin.
Héðinn Valdimarsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, var tilbúinn til að
kaupa það aðallega vegna þess að
það skipti engu máli, væri í raun ein-
göngu að forminu til. Eftir að upp úr
samningaviðræðum slitnaði var
Héðinn rekinn úr Alþýðuflokknum
fyrir að neita að fylgja fyrirmælum
flokksins í viðræðunum. Héðinn fór
með lið með sér og stofnaður var
Sósíalistaflokkur íslands. Þetta var
mikilvægasti klofningurinn í sögu
jafnaðarmanna á íslandi og leiddi til
þess að flokkurinn vinstra megin við
hann, Sósíalistaflokkurinn og síðar
Alþýðubandalagið, hefur verið stærri
en Alþýðuflokkurinn allar götur til
ársins 1987.
FIMMTUDAGUR 11.ÁGÚST 1994
11