Eintak - 11.08.1994, Page 14
Ostrur hafa löngum
verið taldar til æðstu
lostalyfja, en 85%
þeirra eru vatn og
afgangurinn er ýmis
sölt, steinefni, prótín,
fitur og kolefni. Áhrifin
á kyngetuna eru
hverfandi ef nokkur.
Þrátt fyrir að
maðurinn geti grafið
göng undir
Ermarsund, flogið til
Tunglsins og ráðið í
erfðavísa sína, leitar
hann enn að sömu
svörum og hann
hefur leitað í
þúsundir ára,
svörum við
spurningunni:
Hvernig get ég bætt
kynlífið? Sumir segja
bara æfinguna
skapa meistarann,
en æfingabúðirnar
eru vandfundnar.
Enn fleiri leita hins
vegar að kynjalyfinu,
sem muni bæta
bóffarimarverulega. í
þessarri grein er
flallað um þessi efni.
Á þessari gervihnattaöld, eins og
skáldið kvað, leita menn svara við
öllum lífsins leyndardómum í vís-
indum og tækni. Menn velta fyrir
sér þjóðfélagsskipan sýndarveru-
leikans og þeim vanda, sem honum
kunna að fylgja. Samt sem áður er
það nú svo að mannskepnan hefur
furðu lítið breyst í aldanna rás og
hvort sem menn leita svara í Biblí-
unni eða Konfúsíusi kemur í ljós að
mannlegt eðli er samt við sig hvað
sem tautar og raular.
Eðli mannsins er vitaskuld marg-
þætt, en ekki síst snýst það nú um
viðhald tegundarinnar, tímgun,
eðlun og nánar tiltekið kynlíf. Allar
heimildir frá árdögum mannsins
bera að sama brunni. „Venusar-
styttur" frá forsögulegum tímum,
hellaristur af mönnum með gríðar-
löng typpi, að ógleymdum þeim fé-
lögum Heraklesi og Þór, sem
báðir voru lókar alls getnaðar eins
og sjá má af líkneskjum jafnt sem
myndum. Og þegar menn glugga í
goðafræðina kemur í Ijós að fólki
voru þessi mál afar ofarlega í sinni,
ekki síst öll þau vandamál, sem upp
geta komið í samskiptum kynj-
anna.
Aftur á móti vildi þá sem nú
standa á lausnunum. Ekki síst þeg-
ar menn stóðu fyrir vanda í kynlíf-
inu. Menn gátu reynt að leita ásjár
hjá þeim goðum, sem fremst þóttu
standa á þessu sviði, en þá, líkt og
nú, vildi fólk ógjarnan treysta á þau
ráð ein. Svarið fólst vitaskuld í ein-
hvers konar „lækningu" og til þess
notuðu menn og nota enn alls kyns
lostalyf, sem í flestum tungumálum
af evrópskum stofni eru kennd við
ástargyðjuna Afródítu.
Forngrikkir höfðu tröllatrú á
gulrótum, Kínverjar hafa alla tíð
reitt sig á ginseng (sem kennd er
við reður tígrisdýrsins), en Róm-
verjar mæltu með því að menn
reyrðu hægri hlið fílsrana um sig
miðja. Sú lausn hefur þó varla
gagnast mörgum. 1 heiðnum sið á
Irlandi þótti körlum hins vegar sér-
lega sniðugt að binda húðræmu af
níu nátta gömlu mannslíki á hand-
legginn til þess að standa sig með
afbrigðum í rúminu, en maður hef-
ur einhvern veginn á tilfinningunni
að erfitt hafi verið að véla dömurn-
ar til þess að sænga með svo búnum
körlum.
í Katna Sutra má lesa um nyt-
semi geithafurseistna soðinna í
mjólk og sykri, Bretar á síðmiðöld-
um reiddu sig fremur á kartöflur og
hér á íslandi voru ýmis grös, sem
þóttu öðrum betri í þessum efnum,
en íslendingar voru bara alltaf svo
svangir að þeir leituðu frekar á náð-
ir galdurs til þessara hluta.
Menn hafa notast við smyrsl,
ilmefni, tíðablóð og mat af ýmsu
tagi, en þó svo margir í Austur-
löndum hafi til dæmis trú á mylsnu
af nashyrningshorni, þá er hornið
fyrst og fremst typpanna tákn,
mylsnan gerir ekkert gagn.
Hvarvetna í heiminum fengust
þjóðir við það — yflrleitt hver í
sínu horni — að búa sér til lostalyf
til þess að gera kynlífið ánægju-
legra, framlengja það eða til þess að
auka frjósemi sína.
Upp á síðkastið hafa vísinda-
menn tekið við af seiðkörlum og
grasalæknum. Bandarískt fyrirtæki
hefur þróað lyf, sem nefnt er því
fremur órómantíska nafni SR15385,
sem „endurnýjar reisn karlmanna,
sem eiga við getuleysi að stríða“.
Rétt er þó að ítreka muninn á lyfj-
um, sem viðhalda fullri reisn karl-
mannsins, og hinum, sem ætlað er
að auka beinlíns á girnd karla og
kvenna. Hitt er svo annað mál að
hinn sálfræðilegi þáttur er afar
mikilvægur þegar unnið er á getu-
leysi, því yfirleitt geta menn hætt að
taka lyf við því, þegar sjálfstraustið
er aftur unnið. Annað lyf, LY
163502, hefur verið prófað á mönn-
um með litla eða enga kyngetu eða
14
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994