Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 11.08.1994, Qupperneq 18

Eintak - 11.08.1994, Qupperneq 18
Þær eru komnar heim, konurnarfráTurku, eftir að hafa rætt sín mál, flutt hver annarri leikþætti, dansað saman og drukkið. Og þær koma heim fullar samstöðu eftir þennan yfirþjóðlega saumaklúþþ. En þrátt fyrir það lætur Gunnar Smári Egilsson þennan stað eitthvað fara í taugarnar á sér og hefur ákveðið að senda góðan hóp íslenskra karlmanna til Turku - karla sem eru haldnir Turku andans. KarJ- menn Steíán Hilmarsson Stefán er einn fárra karla sem hafa feng- ið eftir-fæðingar-hysteríu og gaf út plötu íþví ástandi. Hún ersvo væmin að það er ekki hægt að trúa öðru en Stefán hafi pissað sitjandi á meðan hann setti hana saman. Lýsingar hans á gildi þess að verða faðir gerir fyrri lofgjörðir um móð- urhlutverkið að tilfinningalausu röfli. Olaíur Skúlason Nú síðast fór Ólafur fram úr sjálfum sér þegar hann grét eftir meðaumkun og skilningi sóknarnefnda Grensás- og Sel- tjarnarneskirkna vegna skilnaðarmála prestanna þar. „Dugirþá títt ekki að höfða til vitsmunalegrar afstöðu, þegar tilfinningar ryðja grunni lífsstefnu afþeirri leið, sem fyrr þótti sjálfsögð svo ekki kom til greina. “ Maður sem smíðar svona setningar er svo yfirkominn af til- finningum að hann sér ekki út úr augum. Ogmundur Jónasson / raun er Ögmundur Kvennalistakona. Það sést best á þvíað þrátt fyrir ólm- stríðufulla löngun til að halda þingræður, vasast í velferðarmálum og koma fram sem fulltrúi lítilmagnans ísjónvarpsfrétt- um hefur hann setið á sér með að fara í prófkjör í Alþýðubandalaginu. En um leið og Jóhanna Sigurðardóttir bankar á dyrnar þá er hann fír og flamme. Ög- mundur þyrfti engu að breyta nema að Sjón Kynlaus maður sem býr til kynlausa skáldaveröld og klæðist kynlausum trúðsgöllum. Þar sem hann er karl hefur enginn áhuga á að ráða í líkingar hans og tilvísanir. Ef hann væri kona yrði stofnuð sérstök rannsóknarstofnun við Uppsala-háskóla til að lesa úr þeim kvenlega upplifun hans. Hann mundi blómstra í Turku. John Wayne hefði ekki farið til Turku. Ekki einu sinni til að hella kerlingarnar fullar eins og Guð- mundur Árni Stefánsson gerði. John myndi ekki einu sinni fussa í áttina að Turku. Hann myndi láta sem þessi staður væri ekki til. En John var uppi á þeim tíma þegar karlar veltu ekki fyrir sér kvennamálum. Hann reið um fyrir þann tíma að leyndardómum tíða- hringsins var upplokið. Hann gerði aðeins það sem menn þurfa að gera og kærði sig kollóttan um hvað konur dunduðu sér í sínum horn- um. En nú er öldin önnur. Eftir þrjá- tíu ára blómatíma lcvenfrelsishreyf- ingarinnar hafa karlmenn litast af viðhorfum kvenna og margir þeirra láta sér leynt og ljóst dreyma um að steypa sér ofan í yfírþjóðlega saumaklúbba eins og þann sem var haldinn í Turku í síðustu viku. Eða hvaða saumaklúbb sem er, ef því er að skipta. En til þess að eigna mönnum þrá eftir saumaklúbbi verða menn að leggja upp með temmilegan skammt af kvenfyrirlitningu og eigna kvenfólkinu ýmislegt af þeim vondu eiginleikum sem þessir karl- ar bera. Og það er gert hér. Og hópurinn sem er sendur til Turku er skemmtilega fjölbreyttur. Innan um uppstrílaða vínar- brauðstilla eru hörku kerlingar sem kalla eldci allt ömmu sína. Alveg eins og í Turku þar sem væmnar Hvatarkerlingar sátu til borðs með harðsvíruðum lesbískum- femín- ista-fasistum. Og að sjálfsögðu eru þeir tólf sem fara, tólf eins og Dirty Dosen.O Davíð Oddsson Davíð hefur ef til vill ekki ríka kvenlega eiginleika nema ef menn trúa þeim gömlu fræðum að konur séu harðvítugri en karlar. Davíð gleymir engu og hefnir sín þótt síðar verði. Hvernig hann glímdi við vandamáiið sem hann bjó til um haustkosningar eða ekki haustkosningar bendir einnig til að hugsanir hans séu frekar eins og víravirki en bein lína. Og það er kvenlegt samkvæmt Rósu Ing- ólfsdóttur — og ekki lýgur hún. Svo má einnig benda á að Davíð tæki sig miklu betur út ídragt og með hliðartösku en í jakkafötum. Þótt ekki fyrir annað en að hann mundi losna við vandann með bindishnútinn og gæti borið lausa slæðu í staðinn. Hratn Gunnlaugsson Ótrúlega vælinn maður. Lítur ávallt á sjálfan sig sem fórnarlamb eins og kona sem hefur lesið yfir sig af kvennafræð- um. Fær hvergi að njóta sín og nýtur aldrei sannmælis. Efhann væri kona mundi hann selja sér að það væri vegna kynferðis síns en þar sem hann er karl er hann sannfærður um að það sé vegna vináttu hans og Davíðs Oddssonar. Omar Ragnarsson Ómar er hin hliðin á peningi Sigrúnar Stefánsdóttur. Það er hægt að taka frétt- ir hennar af opnun hannyrðaverslunar á Höfn í Hornafirði, breyta versluninni í vegaspotta fyrir utan þorpið og þá er maður kominn með týpíska Ómars Ragnarssonar-frétt. Og ef karlar flykktust til Turku, myndu þeir ræða um annað en bila, fjallaferðir, vegakerfið og snjó- mokstur? Nei. Og ekkert af þessu væri fullkomnað nema Ómar væri á svæðinu. Hjálmar H. Ragnars Augabrúnirnar á Hjálmari virðast vera fastar í fórnarlambastellingum. Hann hnykklar þær fyrir ofan nefið þannig að þær mynda spíss — eins konar þríhyrn- ing með tindinn á miðju enni. Elvis Presl- ey gerði þessa augnaumgjörð að kyn- ferðislegu tákni um miðjan sjötta áratug- inn en það hefði likast til ekki gengið ef hann hefði ekki skakað mjaðmirnar íleið- inni. Hjálmar skekur ekki mjaðmirnar heldur krossleggur lappirnar um leið og hann talar um hversu sárþjáðir listamenn eru af skilnings- og styrkjaleysi. Ingólrir Margeirsson Ingólfuryrði ómissandi á samkomur á borð við þá í Turku. Ingófur erpartý- bolla, hrókur alls fagnaðar og dregur upp gítarinn og syngur á góðri stund. Hann hefur auk þess alltaf haft meiri áhuga á kvennareynslu en karla, eins og ævisögur hans sanna. Og í Sjónvarpinu í vetur var stundum erfitt að greina hvor var Vala Matt, Ingó eða Vala. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes hefur marga af verstu eiginleik- um kvenna. Hann skilur heiminn út frá tilfinningalegum sjónarhóli — og þá einkum hvernig hann leikur Davíð, vin hans, Oddsson. Hannes er kjaftakerling og ferðast um bæinn að hreinsa upp slúður að bera í vini sína. Hann er snobbuð tildurrófa og leggur mikið upp úr að bera sig vel, sjást á réttum stöðum og umgangast rétta fólkið. Andstaða hans gagnvart vinstri mönnum markast líka frekar afþvíað þeir klæða sig illa og eru púkó, en að hann hafi eitthvað á móti pólitík þeirra. Hjörleiíur Guttormsson Hjörleifur er náttúrlega Kvennalistakona par exellans. í hvert sinn sem þingkonur Kvennalistans leggja fram frumvarp eða fyrirspurn sem erþrungin samstöðu og skilningi á stöðu kvenna og barna bætir Hjörleifur í. Hann er kaþólskari en páfinn. Nú síðast fékk hann Norðurlandaþing til að samþykkja sérstakan styrk til kvenna sem langaði í bisness. Auk þess gengur Hjörleifur aldrei i frakka heldur grænni kápu með klauf upp undir herðablöð. Olaíur Haukur Símonarson Það var strax Ijóst þegar Ólafur Haukur gaf út Rauða svifnökkvann að hann stefndi á Turku. Þar vann hann með lík- ama sinn til að hann og aðrar konur gætu fengið betri skilning á honum. Síð- an þá hefur Ólafur verið eins konar hippakerling. Stundum í takt við tímann en stundum eins og álfur út úr hól. Nú þegar Hárið er komið á fjalirnar er tími hans og annarra hippakerlinga kominn á ný. 18 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 -f,

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.