Eintak - 11.08.1994, Side 20
Sólarlandaferðir komu til sögunnar fyrir einum fjórum áratugum og allt í einu varð það nauðsyn
að skella sér í sólina á Kanarí, Benidorm eða Costa Del Sol. ímynd ferðanna kemur fram í
auglýsingum þeirra og þegar þeir eru skoðaðir kemur í Ijós að hún hefur breyst all verulega.
Björn Malmquist fletti í gegnum ferðabæklingana frá fyrstu árum Spánarferða til dagsins í dag.
Á Spán'er gott að
djamm'og dj'
Þegar þeir Ingólfur í Útsýn og
Guðni í Sunnu byrjuðu að flytja
náhvítan landann í massavís á sól-
arstrendur á Spáni, hefur þeim
sennilega ekki órað íyrir því að þeir
væru í rauninni að breyta íslensku
þjóðfélagi. Allt í einu varð það
nauðsynlegt að skreppa í sólina á
Spáni, minnst einu sinni á ári og
helst tvisvar. Héðan fóru fullar
leiguflugvélar nokkrum sinnum í
viku yfir sumartímann með Islend-
inga, fyrst til Spánar og síðan til
flestra iandanna við norðanvert
Miðjarðarhafið. Nú hafa ferða-
skrifstofurnar (og ferðalangar) átt-
að sig á því að það er hægt að fara á
fleiri staði en sólarstrendur í sum-
arleyfinu, eigi á annað borð að
eyða því erlendis, en á tímabili var
eins og eini möguleikinn á góðu
sumarfríi, væri að liggja í nokkrar
vikur á ströndinni á Costa Del Sol,
eða öðrum álíka stað, allmörgum
breiddargráðum sunnan við Is-
land.
Kvittun frá
Skattstjóra
Framan af var lítið um að land-
inn ferðaðist að nokkru ráði er-
lendis. Ferðirnar voru dýrar, erfitt
var að fá gjaldeyri og á tímabili
„Á hraðfleygri öld tiútím-
ans erfjarlœg ogfram-
andi heimsálfa - Afríka -
innan sjónhrings þeirra
sem langar að kynnast
nýjum háttum ogsiðum,
ólíkum lífsviðhorfum og
framandi menningu. í
þessu nýstárlega um-
hverfi getið þér eytt leyfi
yðar til fróðleiks, yndis og
ánœgju.“
Fljúgum í fríið 1966
voru reglurnar þannig að til að fá
gjaldeyri í bönkunum þurfti að
framvísa kvittun frá Skattstjóra um
að viðkomandi ferðalangur hefði
borgað sína tíund til ríkisins.
Gjaldeyrisreglur hafa reyndar lið-
kast í seinni tíð, en ekki eru mörg
ár síðan framvísa þurfti farseðli til
að fá dýrmætan gjaldeyri í hend-
urnar í bönkum. Stemmningin
hefur einnig breyst í þessum ferð-
um, frá því þegar meirihluti ferða-
langa voru dauðadrukknir frá því
þeir stigu upp í flugvélina og þar til
þeir komu aftur til Keflavíkur.
Siðavendni og þérun
Auglýsingar ferðaskrifstofanna
hafa einnig tekið stakkaskiptum
síðan Spánarferðirnar komu til
sögunnar með þeim félögum
Guðna í Sunnu og Ingólfi í Útsýn.
I bæklingum frá því snemma á
sjöunda áratugnum, er áherslan
lögð á lesmálið. Fyrir utan það að
lesandinn er þéraður, er hann
fræddur um áfangastaði, menn-
ingu, sögu og mannlíf, og þær fáu
myndir sem finna má í bæklingum
frá þessum tíma eru allar svarthvít-
ar. Fólkið á þessum myndum er
allt siðsamlega klætt og til að
mynda fannst engin brjóstaber
stúlka í bæklingum frá þessum
tíma. En þetta breytist þegar kem-
ur fram á áttunda áratuginn. I
ferðabæklinguni frá 1971 og árun-
um þar á eftir, gefur að líta skraut-
legar litmyndir af sólbrúnu fólki, í
bland við myndir sem eiga að gefa
til kynna hvers kyns dásemdarhótel
standa til boða. í sumum bækling-
um prýða fáklæddar konur á besta
aldri næstum hverja síðu, en í takt
við tímann, eru þær enn í tiltölu-
lega efnismiklum baðfötum. Það
átti hins vegar eftir að breytast.
Brjóstaberar stúlkur
Þegar kemur fram á níunda ára-
tuginn hefur áherslan í ferðabæk-
lingum breyst verulega. Nú sést þar
varla fólk yfir þrítugu; baðfötin eru
orðin á borð við meðal vasaklúta
og næstum í hverjum einasta bæk-
lingi má sjá brúnar og berbrjósta
konur sem liggja í sæluvímu í
gullnum sandi undir bláum himni.
Myndir af fólki gefa til kynna
óendanlega skemmtun í sumarffí-
„Við bjóðum yður dvöl á
friðscelum ogfögrum stað
á ströndinni Playa del
Inglés, sem er á suður-
hluta eyjunnar [Kanarí].
Þar er tilvalinn dvalar-
staður fyrir þá, sem vilja
njóta kyrrðar, ogfyrir
fjölskyldur. Ágœtir
skemmtistaðir veita næg
tækifæri til dægrastytt-
ingar, sé hennar óskað.“
Úr ferðabæklingi snemma á áttunda
áratugnum
„Sameiginleg húsakynni eru mjög
glæsileg, setustofa, sjónvarpsherbergi,
barir og veitingasalur þar sem á boð-
stólum eri.flokks matur, m.a. hlaðborð
í hádeginu. Við aðalsundlaugina er veit
ingasala og bar. í hótelinu er nætur-
klúbburinn „La Pasarela“. Loks erþess
að geta, að lyfturflytja gesti hótelsins nið-
ur á baðströndina, svo að sjá má, að ekk-
ert er til sparað til þess að gera gestum
dvölina sem þægilegasta og ánægjuleg-
asta.“
Ferðabæklingur Samvinnuferða-Landsýnar 1979
inu; sjá má myndir af hópum ung-
linga sem standa og virðast vera að
fagna eða njóta hins Ijúfa lífs sem
talað er um í texta þessara bæk-
linga. Um miðjan níunda áratug-
inn varð þetta sérstaklega áberandi
í auglýsingum frá ferðaskrifstof-
unni Útsýn, sem stóð á þessum
tíma fýrir fegurðarsamkeppnum
þar sem Herra og Frú Útsýn voru
valin við mikla viðhöfn og komu
síðan fram í ferðabæklingunum
sem gefnir voru út fyrir næstu ver-
tíð. Þannig má til dæmis sjá ívar
Hauksson sem Herra Útsýn í
ferðabæklingi frá 1985 í hópi fagur-
limaðra unglingsstúlkna á sólar-
strönd.
Skipbrot sexappílsins
Þessi áhersla á æskufegurð, sex-
appíl og ævintýri hélt áfram næstu
árin, á meðan hægt var að telja
ungum íslendingum trú um að há-
punktur ævintýramennskunnar
væri að flatmaga í spænskum eða
portúgölskum sandi í þrjár vikur.
Poppararnir sungu einnig um fjör-
ið á sólarströndum og flestir muna
kannski eftir hárfínum texta
Ladda um hversu gott það væri að
djamma og djúsa á Spáni.
En eftir nokkur ár komust þeir
sem ráku ferðaskrifstofurnar að því
að hugmyndin um unga fólkið,
íjörið og ævintýramennskuna var
ekki besta leiðin til að selja ferðir
til sólarstranda. Áherslur breyttust
og í auglýsingabæklingum er hægt
að sjá greinileg merki um það.
Áherslan á
fjölskylduna
Á síðustu árum hefúr áherslan
verið á fjölskyldufólk og eldra fólk,
sem er í rauninni tryggari við-
skiptavinir og hefur meiri fjárráð.
Þessi breyting kemur fram í
myndavali bækling-
anna. Horfnar eru nú
myndirnar af fáklædd-
um reykvískum módel-
um sem pósa á Costa Del
Sol, og í staðinn eru
komnar myndir af fjöl-
skyldum og börnum. Að sögn
ferðamálafrömuða hefur leiguflug
dregist saman síðustu árin, þó sala
ferða til sólarstranda sé ennþá
uppistaðan í sumarbisness ferða-
skrifstofanna. En ævintýraljómi
þessara ferða er horfinn og senni-
lega eigum við aldrei eftir að sjá
Herra og Frú hitt eða þetta prýða
síður ferðabæklinganna í fjörugum
hópi fagurlimaðs fólks.O
„Löngu eftir að heim er
komið og hinn eftirsótti
brúni litur er horftnn,
raular gesturinn spönsk
dægurlög fyrir munni sér
við hin daglegu störf.
Reynir nokkur spor í „fla-
menco“ eðajafnvel að ná
fram hinni sérstöku
hrynjandi kastaníett-
anna. Ogsvo sterkir eru
töframir, að sá, sem einu
sinni hefur heimsótt
Spánarstrendur, dreymir
ávallt um að koma þang-
að aftur - oggerir það. “
Sameiginlegur ferðabæklingur
flugfélaganna frá 1973
20
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 ]_