Eintak

Eksemplar

Eintak - 19.09.1994, Side 9

Eintak - 19.09.1994, Side 9
Bjamason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs um mál Gríms Vilhelmssonar: Hef lögin með mér Grímur Vilhelmsson, sem barnavemdaryfirvöld hafa grunaðan um kynferðisafbrot gagnvart bömum sínum, sakar Guðjón fyrir að leggja sig í einelti. Grímur missti nýlega kennarastöðu á Sauðárkróki eftir að Guðjón hririgdi norður til að vara við honum. „Þótt menn hafi ekki hlotið dóma þá getur samt sem áður verið fyrir hendi grunur um eitthvað eða þá að fyrir hendi séu viss líkindi á því að eitthvað vafasamt hafi átt sér stað, “ segir Guðjón Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands. HUN SEQIR HANN SEQIR „Ég lít á það sem mína skyldu þar sem ég starfa eftir barnaverndar- lögum að bregðast svona við undir þessum kringumstæðum. í lögun- um segir að mönnum beri skylda til þess að hafa samstarf og samráð við þá sem starfa með börn og ung- linga. Á þessu byggi ég athafnir mínar í þessu tilviki," segir Guðjón Bjarnason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Barnaverndarráðs ís- lands og núverandi starfsmaður í félagsmálaráðuneytinu, varðandi ásakanir Gríms Vilhelmssonar, í síðasta tölublaði EINTAKS þess efnis að Guðjón legði sig saklausan í einelti. í viðtali EINTAKS við Grím Vil- helmsson, fimrn barna faðir, rekur hann viðskipti sín við barnavernd- aryfirvöld hér á landi sem hann tel- ur hafa að ósekju sakað sig urn að hafa beitt börn sín líkamlegu of- beldi og jafnvel kynferðislegu þrátt fyrir að hafa engar sannanir fyrir því. Grímur segir að hann hafi misst hverja vinnuna á fætur ann- arri vegna afskipta barnaverndaryf- irvalda og standi nú uppi „slyppur og snauður, rúinn mannorði“ í kjölfarið. Nýlega var Grími sagt upp störfum hjá gagnfræðiskólan- um á Sauðárkróki og sakar hann Guðjón Bjarnason um að hafa séð til þess með því að koma þeim skilaboðum til skólastjórnar þar, að hann væri ekki hæfur til starfans í ljósi meðferðar hans á börnum sín- úm. Staðfest hefur verið að Guðjón hringdi í skólastjóra Fjölbrautar- skólans á Sauðárkróki, Bjöm Sig- urbjörnsson, til að vara hann við að ekki væri allt með felldu varð- andi Grím. Enn fremur afhenti Grímur blaðamanni EINTAKS bréf sem Guðjón ritaði lögregluyfir- völdum í Noregi þar sem Grímur bjó á tímabili, þar sem fram kom að Grímur þætti „ofbeldismaður" og gæti beinlínis talist „hættulegur." f bréfinu var farið þess á leit að haff yrði effirlit með Grími. f samtali við Guðjón innti EIN- TAK hann effir því hvort afskipti hans væru ekki óeðlileg í ljósi þess að Grímur hafi ekki hlotið dóm fyrir óeðlilega meðferð á börnum sínum. „Þótt menn hafi ekki hlotið dóma þá getur samt sem áður verið fyrir hendi grunur um eitthvað eða þá að fyrir hendi séu viss líkindi á því að eitthvað vafasamt hafi átt sér stað,“ segir Guðjón. „Það er ekki einvörðungu ástæða til að hafa eff- irlit með mönnum sem hlotið hafa dóm heldur byggist eftirlit á því hvort ástæða þyki tif að kanna eitt- hvað frekar varðandi athafnir til- tekins aðila.“ Guðjón bendir á að börn geti ekki alltáf sagt frá. Samfélagið og löggjafinn geri ráð fyrir því að yfir- völd hafi ráðrúm til að kanna eitt- hvað hafi grunur eða vísbending komið fram. Guðjón segir að hann hafi ákveðna vitneskju undir hönd- unum um Grím sem bendi til þess að ekki sé allt með felldu í sam- skiptum hans við börn sín. Þessa vitneskju treystir Guðjón sér þó ekki til að upplýsa. Guðjón segir það hafa verið skyldu sína að koma þeim upplýsingum áleiðis til yfir- manna Gríms í gagnfræðiskólanum á Sauðárkróki. „Eins og segir í þessu viðtali (viðtali EINTAKS við Björn Sigurbjörnsson, skólastjóra Fjölbrautaskólans á Sauðárkóki) lét skólastjórinn fara ffarn athugun á því hvort æskilegt væri að maður- inn starfaði áfram hjá sér. Hann orðar það svo að eftir að hafa hringt mörg símtöl hafi hann orðið æ sannfærðari effir því sem á daginn leið að ekki væri rétt að hafa mann- inn áfram í vinnu.“ Nú starfaði Grímur hjá gagn- fræðiskóla Sauðárkróks, getur talist eðlilegt að þú talir við skólastjóra fjölbrautaskólans? „Mér getur alveg þótt það óeðli- legt undir vissum kringumstæðum en eins og málsatvikin voru þá var það ekki óeðlilegt. Ég fékk upplýs- ingar um að hann starfaði við fjöl- brautaskólann. Það sem er óeðlilegt í þessu er það að nöfn okkar sem vinnum siðferðislega krefjandi vinnu eru alltaf tilgreind þegar ein- hver vafaatriði koma upp sem tengjast henni. Við erum tifgreindir persónulega en ekki þau lög sem um ræðir eða stjórnvöld sem við vinnum fyrir. Ég geri ekkert nema að hafa eitthvað á bak við mig, ann- að hvort löggjöfina eða þær reglur sem unnið er eftir eða eitthvað enn þá meira,“ Guðjón segir enn fremur að hafi einstaklingar einhverjar kvartanir fram að færa varðandi stjórnsýslu- athafnir eins og hér um ræðir eigi viðkomandi aðilar að sækja sín mál til dómstóla eða umboðsmanns Al- þingis en ekki til fjölmiðla. í viðtali Gríms við EINTAK gagnrýnir hann Guðjón fyrir að hafda ekki trúnað opinbers starfs- manns og gæta þess að kanna fyrst með réttum boðskiptum hvort ein- hver gögn bentu til þess að Grímur hefði gerst brotlegur gagnvart börnum sínum. Guðjón segir að sá trúnaður sem Grímur hafi talað um sé bara einhver klisja. Hann segir að trúnaður geti einmitt verið til- efni til að hringja í barnaverndaryf- irvöld og segja frá einhverju vafa- sömu. „Það sem meira er, það er lagaskylda að gera það,“ segir Guð- jón. „Komist einhver að því, t.d. kennarar eða þeir sem vinna með börn að aðstöðu barns sé stórkost- lega ábótavant ber honum að gyra barnayfirvöldum aðvart. Sé það ekki gert varðar það við fangelsis-. vist.“ Sinfónían lifi -og dafni! Þegar haustar vaknar menn- ingarstarfsemin til lífsins, leik- húsin hefja sýn- ingar á hverju stórvirkinu á fætur öðru og starfsár Sinfón- íuhljómsveitar íslands er hafið. Það hefur ver- ið gaman að fylgjast með því, hvernig Sinfón- ían hefur vaxið og dafnað á allra síðustu árum. Verkefnaval hljómsveitarinnar er markvisst og kynningar- og mark- aðsmál virðast í góðu lagi. Það hve hljómsveitin hefur verið áberandi í umræðunni og kynningin á henni tekist vel, verður auðvitað til þess að vælinn byrjar. „Af hverju á ég að borga fyrir sinfóníu sem ég hef ekki gaman af?“ Sannleikurinn er hins vegar alltaf stærri og merki- legri heldur en þeir sem svona tala, halda. Framtíð okkar sem þjóðar ræðst ekki síst af því að hér búi vel menntað fólk sem getur nýtt þá möguleika sem í boði eru. Þetta fólk sem margt hefur kynnst menningarlífi stórborga og hefur oft einnig hlotið menningarlegt uppeldi, gerir einfaldlega þá kröfu til lífsins að menningarleg gæði séu fyrir hendi. Hlutverk ríkisins í menningarmálum er auðvitað að tryggja íjölbreytni og styrkja þá mannbætandi menningarstarf- semi sem ekki stendur undir sér sjálf. Að öðrum kosti myndi fólk varla hafast við hér á túndrunni og leita til landa þar sem auðveldara er að lifa og menningarlíf betra og fjölbreyttara. Sinfónían hefur margþætt hlut- verk í samfélaginu sem menn gera sér ekki alltaf grein fyrir. Hún sinnir skólabörnum og opnar með því nýjan heim fyrir mörgum börnum sem lifa í svíma fordóma foreldranna sem því miður ala oft börn sín upp í því að menning sé erfið, „og ekki fyrir fólk eins og Qkkur.“ Ennig hefur Sinfónían þetta venjulega hlutverk að skemmta og næra fólk með heims- menningunni og auk þess sinnir hljómsveitin íslenskri tónsköpun af kostgæfrii. Það er ekki langt síðan, og fór frem- ur hljótt, að hljóm- sveitin skrifaði undir samning við bresku hljómplötu- útgáfuná Chandos, um að hún léki inn á geisladiska fyrir útgáfuna. Þetta er storkostlegur ár- angur og sýnir best hve hljómsveitin stendur vel á al- þjóðavettvangi. Þetta þýðir, fýrir þá sem skilja bara viðskiptamál, að hljómsveitin er farin að afla gjald- eyris, sjálfsagt ekki í lakara hlutfalli við veltu, en annar ríkisstyrktur útflutningur íslendinga. Ef miða- verð á tónleika Sinfóníunnar hefði ekki veri§ niðurgreitt væri hér engin sinfóníuhljómsveit, því al- menningur hefði ekki efni á að hlýða á leik hennar. Framlag ríkis- ins til hljómsveitarinnar, er í raun smánarlegt miðað við hve miklu hún hefúr skilað íslensku menn- ingarlífi til baka. Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um að hróður hennar á alþjóðavettvangi á eftir að aukast enn frekar og mun skila sér í auknum tekjum hljómsveitar- innar og ekki síst í fleiri tækifær- um fyrir íslenska tónlistarmenn víða um heim. Allt tal um að hljómsveitin lifi án styrkja, er skammsýnt píp sem tekur ekki til- lit til nokkurs annars en skyndi- gróða, sem er yfirleitt mesta tapið þegar til lengri tíma er litið. © Offínt til þess að borga að hlusta á klass- Andrés ir krafti manns- Magnússon andans svo jaðrað getur við trúar- upplifun. Það er þó ekki þar með sagt að ég hafi ekki líka gaman af annarri tónlist eða að lífið hafi ekki fleira að bjóða, sem getur verið jafn gefandi. Mér finnst tii að mynda af- skaplega gaman af myndlist, fót- bolta, kaffihúsasetum, púrtvíns- drykkju og alis kyns lystisemdum öðrum og reyni því að sinna þessum áhugamálum eftir getu. Undanfarnar vikur hafa alis kyns kverúlantar kveðið sér hljóðs og ráð- ist að umfjöliun Sambands ungra sjálfstæðismanna um vel og illa rek- in ríkisfyrirtæki. Sérstaldega virðist það hafa farið íýrir brjóstið á þessu liði að ungir sjálfstæðismenn skuli hafa vogað sér að gagnrýna rekstur Sinfóníuhljómsveitar íslands. Ég veit reyndar ekkert um það hversu vel eða illa rekin hljómsveitin er, en einhvern veginn hef ég það nú á tilfinningunni að hana megi reka betur. Hins vegar finnst mér málið ekki fýrst og ffernst snúast um það, heldur ffemur þá grundvallarspurn- ingu hvort fslendingar eigi að reka sinfóníu eður ei. Og miðað við ramakvein stuðningsmanna hljóm- sveitarinnar sýnist mér að það sé einmitt það, sem helst velkist fýrir þeim. Það getur vel verið að Sinfóníu- hljómsveit fslands sé afskaplega góð hljómsveit og jafnvel miklu betri en hún ætti að vera miðað við höfða- tölu eða eitthvað. Það, sem ég get hins vegar ekki fellt mig við, er að það hvíli á þjóðinni einhver sérstök skylda til þess að reka sinfóníu- hljómsveit. Menn tala gjarnan um að þjóðin þurfi að sameinast um eitt og annað til þess að verja menningararfinn og stundum get ég næstum því fallist á það. En hvað kemur klassísk tónlist menningararfinum við? Við erum einfaldlega að taia um flutning á tónlist, sem kemur íslandi ekkert meira við en öðrum og á þess vegna ekki að meðhöndla á neinn sérstakan hátt. Klassísk tónlist er ekkert annað en áhugamál og hún er ekki verri fýrir það. En hún - líkt og öll önnur áhugamál - er ekki svo óskaplega merkileg að öll þjóð- in þurfi að standa straum af henni. Þetta er mjög dýrt áhugamál, en miðað við hversu fáir hirða um að sækja tónieika sinfóníunnar (þrátt fýrir rækilega niðurgreidda miða) þá er ekki hægt að réttlæta það að allur almenningur, sem í kúitúrleysi sínu kýs að sitja heima, borgi brúsann á meðan menningaraðallinn situr í sæluvímu í Háskólabíói. Ef látið er undan þeirri kröfu að „sérhver sjálfstæð menningarþjóð“ verði að halda úti heilli sinfóníu er hægt að setja ríkið á hausinn eins og skot. Má ekki eins segja að bráð- nauðsynlegt sé að reka bér listasöfn, sem hafi til sýnis úrval myndlistar heimsins með verk þeirra daVincis, Rembrandts og van Gogh i broddi fylkingar? Það sér enginn sérstaka nauðsyn þess, en á meðan sitja skatt- greiðendur uppi með svo fint fólk að það verður að reka heila sinfóníu- hljómsveit til þess að hafa ofan af fýrir því, en það er líka svo fint fólk að það getur ekki hugsað sér að borga fýrir það.© MERERSPURN Aukin neysla trefíaríks matar dregur mjög úr nættu á krabbameini Ragnar Tómasson, lögmaður: spyr Ólaf Ólafsson landlækni „Sívaxandi líkur eru tald- ar á að reglubundin neysla Beta Carotene, EogC vítam- ína dragi verulega úr krans- œðasjúkdómum ogýmsum tegundum krabbameins. Eins að aukin neysla trefjaríks matar dragi mjög úr hœttu á krabbameini, m.a. í ristli og brjóstum kvenna. Er ekki orðið tímabœrt að vekja at- hygli almennings á þessum sterku vísbendingum lœkna- vísindannaV' Ólafur Ólafsson, landlæknir: „Hugsanleg for- varnaráhrif Beta Carotene gegn krabbameini hafa verið könnuð allvel og niðurstöður birtar í mörgum ritum. Stuðningur hefur komið fram við þá kenningu að Beta Carotene neysla geti hugsaníega dregið úr krabbameinshættu, sérstaklega varðandi lungna- krabbamein. En óræk sönnun hefur ekki fengist því að aðrir þættir í lífi þess fólks sem neyta Beta Caro- tene ríkrar fæðu, til dæmis fyrri reykingar, umhverfis- þættir og aðrir óþekktir áhrifaþættir sem erfitt er að meta, geta haft krabbameinslækkandi áhrif. í gangi eru víðtækar kannanir um þetta efni, m.a. í Kína, Finnlandi og Bandaríkjunum, þar sem reynt er að taka tillit til fjölda þátta er geta haft áhrif á tíðni krabbameins. Svo hér er um mikilvægar spurningar að ræða. Rétt er þó að benda á að dánartíðni af völdum krabbameins meðal þeirra er lifa á „náttúrufæði" hef- ur reynst lægri en þeirra er ekki gera slíkt. Á þetta hef- ur verið rækileg bent af heilbrigðisyfirvöldum. Varðandi kransæðasjúkdóma hefur komið fram ákveðin fylgni en slíkt sannar ekki orsakasamband. Sannað er að trefjaríkt fæði hefur góð áhrif á hægð- arteppu. Heilbrigðisyfirvöld hafa bent á þetta ræki- lega. Hvort trefjaríkt fæði hafi áhrif á krabbameinstíðni er umdeilt.“ © I þessum dálki getur fólk varpað fram spurningu til ákveðins einstaklings og EiNTAK mun leita svara við henni. Sinfóníuhljómsveit íslands MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 9

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.