Eintak

Tölublað

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 19
BIO Það eru ekki mörg ár síðan fólk drakk ekkert annað en vodka í kók, Séniver í kók eða bara gamla Brennsan, þegar það fékk sér í glas. Drykkjarvenjur íslendinga virðast þó heldur að breytast. Yngsta fólkið sem hóf neyslu áfengis eftir að bjórinn kom til sögunnar virðist einna opnast fyrir fjölbreytileika tegundanna á börum borgarinnar, og er dug- legt við að prófa nýja drykki. Meðan flestir þeir eldri eiga erfitt með að ímynda sér að drykkur sem ekki er blandaður með kók og klaka sé þess virði að láta ofan í sig. Þegar framboð áfengistegunda á veitingastöðum verður jafn mikið og raun ber vitni, hlýtur eftirspurnin að dreifast líka. Sumir drykkir verða vinsælli en aðrir og til verður tíska. Eintak athugaði hvaða drykkir væru „inn“ um þessar rnundir. Á Deja Vu eru svokölluð skot það lang vinsælasta. Fólk er yfir- leitt að sulla í bjór og skýtur svo á sig einum snafsi til að ylja sér enn frekar um hjartaræturnar. Vinsælustu skotin eru; eplasn afs, og svo blönduð skot sem eru fundin upp af barþjón- um staðarins. Dæmi um þær uppfinningar eru Stacy (romm, Beachcomber, pip- armyntulíkjör, toppað með vanilluís), skot sem stelp- urnar eru brjálaðar í, og Kvikindi (svartur og hvítur Sambuca, Cognac og Am- aretto) sterkt skot sem strákarnir eru hrifnari af. Vodkadrykkja er á undan- haldi en léttari drykkir eins og Martini og Camp- ari að verða vinsælli, svo og whisky blandað í kók. I Casablanca er sér- stakur bar sem selur ein- göngu skot. Það mest selda er Ecstazy Bliss sem er blandað af barþjónum Staðarins og uppskriftin er leyndarmál. Skot sem borin eru fram í éluð- um glösum eru einnig vin- sæl. Vin- Það selst töluvert af kokkteil- um og sá vinsælasti, þá sérstak- lega hjá yngstu gestunum er Grænn frostpinni (Contreu, vodki, Blue Curacao, fyllt upp með 7up). Sala á gini hefur minnkað en romm orðið vin- sælla. Og svo heldur gamli vod- kinn í kók sínu. Á 22 eru skotin vinsælust, þá sérstaklega Hot Shot og Sam- buca. Maltviskí er mjög ntikið drukkið, sérstaklega af strákun- um. Hommarnir drekka rnikið Campari. Stelpurnar eru hrifnar af gini, Martini drykkjum og svo kokkteilum eins og Black Russian og Brjáluðu Bínu. Kofi Tómasar frænda selur mikið af H o t Shot, eplasnafs og Tequila. Vodki og kók, gin og tonic er vinsælt. Töluvert er drukkið af Grand Marnier og Irish Coffee. Á staðn- um er boðið upp á bjór í éluðum könnum, fyrirbærið er kallað Hulio og er geysivinsælt. Stelp- urnar eru hrifnari af skotunum en strákarnir, sem drekka meira af sterkari drykkjum. Á Kaffibarnum eins og annars staðar eru skotin vinsæl. Hot Shot með Galliano er búið að vera en í staðinn eru kornin ýmis ný afbrigði þar sem Grand Marnier og ýrnsir sykurlíkjörar eru notaðir í staðinn. Vinsælustu skot staðarins er Moli (Kahlua, Amaretto, kaffi, toppað með rjóma) og Neros delight (Sam- buca, Baileys, vodka lagskipt í staupinu). Suicide (Pernod og Campari hrist), og ískaffi( þre- faldur espresso, mjólk, klaki, Sambuca, hrist. Eða Sambuca drukkið sér í staupi) eru v i n s æ 1 i r drykkir. Ap- pelsínusafi og Pisang Am- b o m. borið kokkteill staðarins er Sex on the Beach, sætur og bleikur stelpu- kokkteill. Gin og vodki selst lítið en Southern Comfort og whisky þlandað í Sprite að verða vin- §ælla, sérstaklega hjá strákunum. íékkneskur Budweiser er vinsæll, og svo eru það töffararnir og ein pg ein hörkupía, sem drekka Jim Og Jack á klaka. Gaukurinn selur mikið af skot- ym. Þau rnest seldu eru Hot Shot, Sambuca, Heili (vodki, grenadin, apríkósulíkjör og Baileys), svart skot (lakkrísvodki), Tequila, og svo skot sem ber þann vafasama titil, Brundur í baði, uppskriftin er leyndarmál. fram í staupi nreð einurn klaka nýtur einnig mikilla vinsælda. Sex on the Beach er vinsælasti kokkteillinn. Brennivín með miklum klaka og sítrónu, bland- að með vatni er að verða vinsælt svo er gamla Miðnesið að koma aftur. Á Café Amsterdam eru romm og kók og vodki og kók það lang- vinsælasta. Nokkuð er um kokkt- eil drykkju og þeir mest seldu eru Top Gum (vodka, kókoslíkjör, bananalíkjör, grenadin, fyllt upp með appelsínusafa) og svo Ap- pollo. Annar drykkur sem er á mikilli uppleið er Pisang Ambom (perulíkjör) blandað í appelsínu- safa. Skotin eru einnig vinsæl, sérstaklega hjá stelpunum, en romrn og whiskey aftur á móti meira drukkið af strákunum. Glaumbar bíður upp á skot sem eru búin til á staðnum, með því að láta 'hinar og þessar rbrjóstsykurtegundir leysast upp í vodka. Þessi skot eru feyki vinsæl og svo kHot Shot, Sambuca og Jagermeist- er. Tequilað tekur líka alltaf kipp þegar fólk er að koma úr Spánarferðum. Kokkteildrykkja er nokkuð mik- il en þó misjöfn frá degi til dags. Vodki og kók og romrn í kók er mikið drukkið, gin og Southern lComfort drykkja að aukast. f Stelpurnar eru mikið að færa sig yfir í bjórinn og kokkteilana en strákarnir eru hrifnari af sterkari drykkjunum. Tunglið selur rnikið af skotum, það vin- sælasta er Hrái. Hrái er búinn til úr pipar- vodka, mandarínul- íkjör, grenadíni, ferskj- ulíkjör, Tabasco og svo hrárri eggjarauðu. Vin- sælasti kokkteillinn er Sex on the Beach einnig er Jim Beam og kók vinsælt. Eins og sjá má af ofantöldu eru skotin það langvinsælasta á hörunum í dag, Stærsta ástæðan er líklega sú að fólk er farið að dansa meira en áður og skotin eru þægileg þegar það á að fara ham- förurn á gólfinu. Það tekur enga stund að skelia þeim í sig, þau gefa gott „kikk“ og fólk þarf ekki að dröslast með glasið á gólf- ið. Skot eru m á 1 i ð. O MÁNUÐAGUR 19,'SEPTEMBER 1994 BíÓBORGIN Hraði Speed ★★★ Keanu fíeeves er geðslegrí maður en Bruce Willis, Stallone og Schwarznenegger. Hann er heldur ekki jafn úttúttnaður og þeir. Það er líka kostur við myndina að hún er ekki úttúttnuð myndirnar þeirra. 4:40, 6:50, 9 og 11:15 Umbjóðandinn The Client ★★★ Magnaður en nokkuð hefðbundinn lögfræðitryllir eins og við er að bú- ast af John Grisham. 4:40, 6:50, 9 & 11:15 Úti á þekju Clean Slate ★★ Hálf- kjánaleg gamanmynd sem maður glottir af frekar en hlær. Dana Car- vey úr Waynes World stendur fyrir sínu. 9 & 11:05 Þumalína ★★★ Falleg teiknimynd en þó enginn Disney - alla vega ekki í sama klassa og allra síðustu Disn- ey-myndir. Islenskt tal. 5 & 7 Hraði Speed ★★★ Keanu fíeeves er geðslegri maður en Bruce Willis, Stallone og Schwarznenegger. Hann er heldur ekki jafn úttúttnaður og þeir. Það er líka kostur við myndina að hún er ekki úttúttnuð myndirnar þeirra. 4:40, 6:50, 9 og 11:15 Sannar lygar True Lies ★★★ Stór skammtur fyrir Schwarzenegger, spenna, dráp, kímni og ótrúlegar brellur. Betri Bond en Bond. 5, 6:45, 9 & 11 Þumalína ★★★ íslenskir leikarar gera þessa fallegu teiknimynd að stórri skemmtun fyrir yngstu áhorf- endurna. 5 & 7 Valtað yfir pabba Getting Even With Dad ★★ Ágæt skemmtun fyrir sunnudagapabba og börnin þeirra. 5 & 9 Maverick ★★ Jody Foster skýtur James Garner og Mel Giþson ref fyrir rass íþessum grinvestra sem er lengrí en hann er fyndinn. 9 & 11:15 Ace Ventura ★★★ Davið Alexand- er, 9 ára gagnrýnandi EINTAKS, seg- ir myndina fyndna. Fullorðnir geta hlegið með góðum vilja. 7 & 11 Háskólabíó Blaðið The Paper ★★ Vel leikið og oft frekar hnyttið. Helsti gallinn er sá að í /ok myndar er maður eiginlega engu nær, sem er kannski ekki ósvipað og þegar maður les blöðin. Samt fróðleg fyrir fagfólk. 4:50, 6:50, 9 og 11:15 Sannar lygar True Lies ★★★ Hörkuspennandi stórmynd i Cinem- ascope og með úrvalsleikurum. 5, 6:30, 9 & 11 Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Weddings and a Funeral ★★ Hlýleg mynd i gamansömum tón um ástir og heitbindingar. 5, 7:15, 9 & 11 Blóraböggullinn Pludsucker Proxy ★★ Þrátt fyrir óborganleg atriði nær þessi mynd því ekki að verða brillj- ant. 5, 7,9 & 11:10 Kika ★★★ Enn ein mynd frá Almo- dóvar og ekki hænufeti frá fyrrí myndum hans. Gaman. 5, 7, 9 & 11:10 Negli þig næst og Spurning um svar Tvær íslenskar stuttmyndir fyr- ir þá sem þora ekki að taka séns á einni langri og útlenskri. 9:30 Laugarásbíó Endurreisnarmaðurinn Renaiss- ance Man ★★ Þeir sem alltaf geta hlegið að Danny DeVito geta hlegið að honum í þessari. Aðrir munu þreytast þegar tekur að líða á mynd- ina. 4:50, 6:50, 9 & 11:20 Apaspil ★ Gamanmynd um kiáran apa (og líklega klárari en flestir aðrir aðstandendur). 5 & 7 Serial Mom ★★★ John Waters- mynd eins og þær gerast bestar. 5, 7, 9 & 11 Krákan The Crow ★★ Mynd fyrir áhugamenn um rokk, dulrænu, teiknimyndir og annað þesslegt. 5& 11 Regnboginn Allir heimsins morgnar Tous les Matins du Monde ★★★ Mynd sem er afar kurteis við bókina sem hún er gerð eftir. Hún myndskreytir hana mjög samviskusamlega en bætir engu við nema músfkinni sem er himnesk. 4:50, 6:50, 9 & 11:10 Bad Boy Buddy ★★ Metnaðarfull áströlsk-hollensk mynd um eins konar Kasper Hauser og kynni hans af Iffinu þegar hann loks sleppur út fyrir hússins dyr. Því miður dugar metnaðurinn ekki til þess að áhorf- endur heillist - hvorki af sögunni né Buddy. 4:50, 6:50, 9 & 11 Fióttinn The Getaway ★★★ Fag- mannlega gerð spennumynd með eilítið flottara fólki en fyrrí myndin þar sem Steve MacQuinn var að kyssa Ali McGraw. Kim Basinger er ólíkt kyssilegri. 4:50, 6:50, 9 & 11:10 Gestirnir Les Visiteurs ★★★ Frönsk della sem má hafa mikið gaman af. Hraður og hiaðinn farsi. 5, 7, 9 & 11 Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocolate ★★★ Ástir undir mexfkóskum mána. 7, 9&11 Stjörnubíó Úlfur Wolf ★★★ Spennutryllir með gamansömu ívafi um mann sem er bitinn af úlfi og breytist í varúif. Jack Nicholson er frábær í hlutverki sínu og leikstjórinn fær lika prik fyrir að missa ekki svona fáránlega hug- mynd úr böndunum. 4:30, 6:45, 9 & 11:30. Heilaþvottur Brainscan ★ Dell- umakerí. 9 & 11 Þrír ninjar snúa aftur 3 Ninjas Kick Back ★ Mynd sem eingöngu er ætiuð fólki sem er á mörkum þvi að vera börn og unglingar. 5 & 7 Bíódagar ★★★ Besta mynd Norð- urlanda en þó ekki nægjantega góð til að vera afbragðs góð. 5, 7 & 9 Sögubíó Umbjóðandinn The Client ★★★ Vandaður og vel fléttaður tryllir. 4:50, 6:50, 9 & 11:15 Ég elska hasar I Love Trouble ★ Voðalega vel frágengin mynd en einhvern veginn steindauð hið innra. 6:50, 9 & 11:15 Steinaldarmennirnir The Flint- stones ★ Eftir hina ágætu sendingu frá steinöld í Júragarðinum kemur hér ein mjög vond. Manni verður nánast illt i veskinu að sjá jafn mörg- um milljónum kastað á glæ. 5 & 9:15 Kvikmyndahátíð Amnesty Regnboginn Reporting on Death Myndin er byggð á mannskæðri uppreisn sem gerð varífangelsi íPerú árið 1984'. Sjónvarpsfréttakona er send á vett- vang. Myndavélin hefur óvænt og einkennileg áhrifá gang mála. Sýnd mánudag kl. 17:00 Fire Eyes Myndin fjallar um þann útbreidda sið að umskera stúlku- börn á unga aldri. Höfundurínn var sjálf umskorin 13 ára en hún er fædd í Sómaliu. Myndin hefur vakið gifurlega athygli, hér er ekki einung- is um persónulegan vitnisburð að ræða heldur eftirminnilega pólítiska yfirtýsingu og sögulega heimild. Sýnd mánudag kl. 19:00. Testament Bresk mynd um stúlku frá Ghana sem snýr heim eftir langa útlegð. Sýnd mánudag kl. 21:00. Tango Feroz Hér er sögð saga nokkurra ungra hugsjónarmanna i Buenos Aires i lok sjöunda áratug- aríns. Sýnd mánudag kl. 23:00. 19

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.