Vikublaðið - 26.11.1992, Side 5
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
VIKUBLAÐIÐ
5
undirliggjandi vanda og það er unnið
að þeim í miklum flýti. í upphafi var
talað um framhald þjóðarsáttar, en
það komu aldrei nema örfáir ein-
staklingar nálægt þessari vinnu. Þær
hugmyndir sem stjórnvöld hafa um
samráð minna á starfshætti konim-
únistaflokkanna í Austur-Evrópu þar
sem lýðræðið var í því fólgið að
troða hugmyndum flokksforystunnar
inn á fólkið, segir Rannveig.
Fyrirtækin bera litla skatta
í tillögum ríkisstjórnarinnar er
gert ráð fyrir að launþegar taki á sig
5-6 milljarða í aukna skatta og bæti
þar með ríkissjóði og sveitarfélögum
afnám aðstöðugjalds. Þessi hug-
mynd hefur verið gagnrýnd vegna
þess að afnám þessara gjalda léttir
skattbyrði allra fyrirtækja, ekki bara
þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem
illa standa. Heildarskattar íslenskra
fyrirtækja eru aðeins 6,4 prósent,
(lífeyrissjóðsframlag meðtalið) af
þjóðarframleiðslu en meðaltal Evr-
ópuþjóða er 9,2 prósent. Margir telja
óskynsamlegt að lækka þetta hlutfall
enn frekar og ekki síst vegna þess að
slík ráðstöfun mun hygla fyrirtækj-
um, sent hafa efni á að borga skatta
til samfélagsþarfa, á kostnað al-
mennings. Spurt er: hvers vegna ætti
að lækka skatta Eimskips, Hagkaupa,
tryggingafélaga og olíufélaga?
- Við óttumst að skattbreytingin
verði eina varanlega breytingin sem
samráðsleiðin hafi í för með sér. Fyr-
irtækin fá aflétt álögum sem lagðar
verða á herðar launafólks, segir
Rannveig og heldur áfram: - Að-
gerðimar bitna harkalega á barna-
fólki og þeim sem skulda vegna hús-
næðiskaupa. Barnabætur eru skertar
um 10 prósent og vaxtabætur vegna
húsnæðislána lækkaðar. Þá hækkar
húsnæðiskostnaður þegar 14 prósent
virðisauki leggst á hann um áramót.
í tillögum samráðshóps ASI og
VSÍ var ýmislegt sem BSRB gat tek-
ið undir, enda eru það sömu hug-
myndir og BSRB hefur lagt fram á
síðustu misserum. Þar má nefna auk-
ið skattaeftirlit, hugmyndir um há-
tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt og
hækkun viðmiðunartekna einyrkja.
Lítið varð úr þessum tillögum þegar
ríkisstjómin bræddi saman efnahags-
aðgerðir á næturfundum um helgina. -
Það er lýsandi fyrir áherslur ríkis-
stjómarinnar að ekkert varð úr fjár-
magnstekjuskatti, segir Rannveig.
Rannveig bendir á að ekkert hafi
orðið úr hugmyndum um aukið
skattaeftirlit. Þar megi eitt og annað
bæta, til dæmis að fylgjast með
eignamyndun, sem líklegt er til að
skila verulegum upphæðum í ríkis-
sjóð. Þar hefur hún meðal annars í
huga þá menn sem eru í þeirri að-
stöðu að gefa upp Iitlar tekjur en
hafa mikið umleikis.
- Það eignast enginn glænýjan
jeppa á vinnukonulaunum, segir
Rannveig.
Markmið aðgerða ríkisstjórnar-
innar er að viðhalda stöðugleika í
efnahags- og atvinnulífinu. Rann-
veig efast unt kennisetninguna sem
liggur þar til grundvallar.
- Hvers konar stöðugleiki er það
sem okkur er svo umhugað að varð-
veita. Öll erum við sammála um að
lág verðbólga sé af hinu góða. En
það ástand sem nú ríkir einkennist af
ýmsu öðru en stöðugleika verðlags.
Það er aukið alvinnuleysi því að fyr-
irtæki hætta rekstri og fáir leggja úl í
nýfjárfestingar vegna hárra vaxta.
Svipað ástand hefur ríkt síðast liðin
tíu ár víðast hvar í Evrópu og í
Bandaríkjunum, lág verðbólga og
mikið atvinnuleysi. Erlcndis eru
menn famir að ræða hvort lág verð-
bólga sé cina markmið hagstjórnar
og farið er að dusta rykið af gamal-
dags aðferðum til að auka atvinnu og
fá hjólin til að snúast. Það er ljóst að
markaðurinn veldur ekki því verk-
efni, segir Rannveig Sigurðardóttir,
hagfræðingur BSRB.
Páll VHhjálmsson
SAMBÚÐARVANDI PJÓDA
Bosnía og þjóðernishyggjan
Frá því að Júgóslavía sem var leystist upp hefur ekki verið lát á
ótíðindum þaðan: Fyrst börðust Serbar og Króatar um það hvar
landamæri nýrrar Króatíu ættu að liggja, síðar berjast Serbar gegn
því að Bosnía verði nýtt ríki undir forystu múslíma og flæma alla
þá frá heimkynnum sínum með báli og brandi sem þeir telja í vegi
fyrir því að til verði samfelld serbnesk byggð - þetta heitir á frétta-
máli „þjóðernahreinsanir“. Og allir sitja á svikráðum við alla:
Króatar í Bosníu sýnast ýmist standa með múslimum eða þeir
„hreinsa til“ vestanmegin, búa til króatísk svæði. Fyrrverandi kon-
ungssinnar, kommúnistar eða fasistar - það skiptir ekki máli hvað-
an menn koma úr pólitíkinni, allir eru þrútnir af þjóðernisheift sem
heimtar blóð. Og þó er þetta allt sama fólkið, talar allt sama málið,
en hver lítur sínum augum á söguna eftir því í hvaða trú forfeður
hans voru upp aldir; íslam, kaþólsku eða rétttrúnaði.
Arni Bergmann telur að áður en uý
ríki séu stofnuð þurfi fyrst að ganga
sem rœkilegast frá því að þœr þjóðir
sem verða í minnihluta í nýju ríki
eigi vís mannréttindi og raunveru-
lega möguleika á að rœkta sinn
menningargarð. Annars sé
boðið upp á bosnískt
ástand fyrr en síðar.
Rétt eins er til ill þjóðernishyggja sem magn-
ar hatur á nágrönnum, belgir sig upp með
að „við“ séum í öllu fremri en „þeir“ og tek-
ur sér rétt á kostnað mannúðar og mannrétt-
inda. Og svo á hinn bóginn sú siðaða þjóð-
ernishyggja sem er nauðsynleg til þess að
smœrri þjóðir heims lifi af
Þetta hafa allir heyrt og allir eru
ráðlausir og fórna höndum og geta
ekkert gert. En fara fljótt að spyrja
sjálfa sig að því, hvort þjóðernis-
hyggja sé ekki ill i' sjálfu sér, fyrst
svona fer, hvort réttur þjóða til
sjálfsákvörðunar (til að stofna sín
þjóðríki) sé ekki stórhættulegur?
Skoðum þá spurningu í fáum
orðum.
Atburðirnir í Bosníu eru reyndar
ekkert einsdæmi. Bandaríkin urðu
til m.a. með „þjóðahreinsunum"
(brottrekstri indjána af löndum sín-
um). ísrael sömuleiðis. Landamæri
Evrópu eftir stríð voru styrkt með
stórfelldum nauðungarflutningum á
fólki. Líbanon er illt dæmi um stríð
allra gegn öllum. Borgarastríð geta
víða komið upp og þarf það ekki til
að þjóðir berjist: Ekkert Afríkuríki
er jafn illa leikið nú af innanlands-
erjum og Sómalía, og ekkert Afr-
íkuríki en nær því að vera hrein-
ræktað þjóðríki.
En dæmi Bosníu minnir á nokkra
lærdóma sem menn verða að draga
af nýlegri sögu.
Vanmetnar stærðir
I fyrsta lagi: Sambúðarvandi
þjóða hefur verið vanmetinn.
Hægrimenn jafnt sem vinstrimenn
gerðu lengi vel ráð fyrir því að þjóð-
ernishyggja hlyti að verða á undan-
haldi fyrir framförum .velmegun,
viðskiptafrelsi eða þá sósíalisma.
Sannleikurinn er sá að þjóðernis-
hyggja með viðleitni stærri sem
smærri þjóða til að ráða yfir sér
sjálfar, hún er sterk og getur blossað
upp hvenær sem er. Hvort sem um
er að ræða örvæntingarfullar
sjálfsbjargartilraunir þjóðar sem
óttast að hún sé að hverfa (t.d. bar-
áttu baska), eða þá að pólitísk
kreppa og efnahagslegt hrun eflir þá
freistingu að kenna nágrannanum
um allt: Við værum mun betur sett
ef við værum laus við HINA. (Þetta
á við um Sovétríkin og Júgóslavíu
fyrrverandi.)
I öðru lagi: Það er vitanlega
nauðsynlegt að menn virði rétt
þjóða til sjálfsákvörðunar og síst
ættum við Islendingar að hafna
honum. Hitt er jafnvíst, að það er
ekki sjálfgefið að besta lausnin í
hverj.u máli sé að stofna nýtt ríki.
Eins og sá gamli andófsmaður í
gömlu Júgóslavíu, Mílovan Djilas,
komst að orði: Einn sjálfsákvörðun-
arréttur kallar á annan. Króatar
segjast vilja skilja við Júgóslavíu.
Serbar í Króatíu (t.d. í héraðinu
Krajina) segjast þá vilja í nafni síns
sjálfsákvörðunarréttar skiljast við
Króatíu. Og svo koll af kolli. Víða,
og ekki síst í Bosníu, eru engin eðli-
leg landamæri til eftir búsetu þjóða.
I slíkum dæmum er nauðsyn mikil
að umheimurinn reyni að hafa áhrif
í þá veru að menn flýti sér ekki að
stofna ný ríki. Fyrst þarf að ganga
sem rækilegast frá því að þær þjóðir
sem verða í minnihluta í nýju ríki
eigi vís mannréttindi og raunveru-
lega möguleika á að rækta sinn
menningargarð. Annars er boðið
upp á bosnískt ástand fyrr en síðar.
Margir telja reyndar að Þýskaland
og Evrópubandalagið hafi flýtt sér
háskalega við að viðurkenna ný ríki
í Júgóslavíu án þess að ganga úr
skugga um það áður að sæmilega
væri frá slíkunt málunt gengið.
(Rússneskur mannréttindafræðing-
ur skrifaði reyndar fróðlega grein
um það bil sem Sovétríkin voru að
liðast í sundur: Hann vísaði til
skilnaðar íslendinga og Dana sem
mikillar fyrirmyndar - þar tóku
menn sér drjúgan biðtíma í nánu
ríkjabandalagi með gagnkvæmum
réttindum áður en Island varð lýð-
veldi 1944.)
Gott og illt
í þriðja lagi þurfa menn að muna
sem best að alþjóðahyggja og þjóð-
emishyggja eru ekki andstæður með
sama hætti og gott og illt. Báðar
hyggjur em illar og nauðsynlegar.
Það er til góð og nauðsynleg al-
þjóðahyggja, sem krefst þess að
hver þjóð slái af ítrustu sjálfstæðis-
kröfum í nafni náttúruverndar og
mannréttindamála. Það er til ill al-
þjóðahyggja sem í raun valtar yfir
smærri þjóðir í nafni viðskiptafrels-
is, framfara, sósíalisma og guð má
vita hvers; gerir þær ósjálfbjarga,
tortímir menningu þeirra (með eða
án ofbeldis). Alþjóðahyggja sem í
raun tryggir sjálfumglaðan yfirgang
stærstu þjóða sem geta haldið áfram
að vera þær sjálfar og um leið fyrir-
litið þær sem minna mega sín í
trausti þess að þær, stórþjóðirnar,
séu hinir eiginlegu berendur sið-
menningar og sögulegrar þróunar.
Rétt eins er til ill þjóðernishyggja
sem magnar hatur á nágrönnum,
belgir sig upp með að „við“ séum í
öllu fremri en „þeir“ og tekur sér
rétt á kostnað mannúðar og mann-
réttinda. Og svo á hinn bóginn sú
siðaða þjóðernishyggja sem er
nauðsynleg til þess að smærri þjóðir
heims lifi af. Þjóðernishyggja sem
fyrirlítur ekki aðra heldur byggir á
óbrengluðu sjálfstrausti, virðingu
fyrir eigin sögu og annarra, sterkum
menningarvilja í nafni þeirrar fjöl-
breytni sem gerir mannlífið í heim-
inum auðugra og betra og á þeirri
lýðræðiskröfu, sem vill tryggja að
ákvarðanir sem miklu varða séu
teknar af þeim sem þær bitna á, en
ekki af fjarlægu skrifræðisvaldi sem
talar annarlegum lungum.
Slík þjóðernishyggja forgengur
ekki þótt bræður berjist í Bosníu:
Það er aldrei nauðsynlegra en ein-
mitt nú að það sem jákvætt er í vit-
und hverrar þjóðar um sjálfa sig fái
að njóta sín.